Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 15
in... MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 15 Jámið burt! STYKKISHÓLMUR: Stykkis- hólmsbær heíixr ákveðið að hrinda af stað sérstöku hreinsunarátaki á brotajámi í bæjarlandinu nó í júní- mánuði og býður bæjarbúum að koma með brotajárn til eyðingar á Gámastöðina Snoppu, þar sem tekið verðiu við brotajámi án þess að eyðingargjald verði innheimt. Hólmarar em hvattir til að taka höndum saman um að halda bæn- um hreinum í sumar. Sérstaklega er óskað eftir að eigendur jámamsls við Ogursafleggjara taki átakinu vel og taki til á því svæði. -mm Afhjúpun minnismerkis að Görðum * I gœr, þriðjudaginn 31. maí, voru 100 ár frá fieðingu Séra Jóns M. Guðjónssonar sókn- arprests á Akranesi og var þess minnst með afhjúpun minnismerkis á Safnasvœðinu að Görðum. Einnig var opnuð sýning t Kirkjuhvolli undir heitinu 4ð fortíð skal hyggja, “ semfjallar um eevijóns í máli og myndum. Er sýningin einnig tileinkuð konu hans, Lilju Pálsdótmr. Ljósm: MM Ráðherm skoðar skógrækt Rafnhildur, Sigríður Anna og Guðmundur í skógarreitnum við Klapparholt. Síðastliðinn miðvikudag heim- sótti Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, skógarreit þeirra hjóna Guðmundar Guðjóns- sonar og Rafhhildar Arnadóttur við Klapparholt á Akranesi. Þau hjón hafa sl. 17 ár haft á leigu 8 hektara af bæjarlandinu og komið þar á legg á fjórða þúsund skógarplöntum. Landið tóku þau á leigu árið 1988 til 20 ára, en Guðmundur sagði í samtali við Skessuhorn að vel gæti svo farið að þau skiluðu því fyrir þann tíma aftur. „Við emm orðin fullorðin og fótalúin og eigum því orðið erfiðara með gróðursetningu og umhirðu plantanna en áður. Ef maður getur ekki hugsað vel um þetta, þá er betra að láta aðra um það,“ sagði hann. Guðmundur seg- ir að samningur þeirra um landið feli það í sér að leigan fyrir það sé að eftírláta bænum alla ræktun sem við Klapparholt er en um er að ræða mikinn fjölda og fjölbreyti- lega flóm skógarplantna og skjól- belti umhverfis svæðið. Umhverfis- ráðherra gat þess eftir heimsóknina hversu ánægjulegt það sé að verða vitni af því þegar fólk sýnir um- hverfi sínu slíka natni sem Guð- mundur og Rafnhildur hafa gert með því að taka umrætt land í fóst- ur og skila bæjarfélaginu sínu til baka sérlega fallegum skógarreiti sem sómi er af og alúð þeirra hjóna til vitnis. MM NÁM í HÓLASKÓLA VAXANDI ATVINNUGREINAR FERÐAMÁL Áhersla á afþreyingu, náttúru og menningu - diplóma staðarvarðar- og landvarðarréttindi (1 ár) EINNIG I FJARNÁMI - BA (3 ár) FISKELDI - FISKALÍFFRÆÐI Ahersla á líffræðilcgar og tæknilegar hliðar - diplóma fiskeldisfræðingur (1 ár) - BS (3 ár) HROSSARÆKT - REIÐMENNSKA Opinber miðstöð kennslu og rannsókna í hestafræði 1. ár hestafræðingur - leiðbeinandi 2. ár tamningamaður 3. ár þjáifari og reiðkennari Þeirsem komu að gerð Lexíu eru sérkennarar skólanna þau Ingihjörg Jóna Jónsdóttir, Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, Svandís Pétursdóttir og Þorbjörg Haraldsdóttir og sviðs- stjóri og sáljrœðingar Frœðslu- tómstunda- og tþróttasviðs; Helga Gunnarsdóttir, Birgir Þór Guðmundsson og Sigurveig Sigurðardóttir. Þörf Lexía Lexía er nafn á handbók sem gef- in er út á vegum Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Fræðslu-, tóm- stunda- og íþróttasviðs Akranes- bæjar. Markmiðið með Lexíu er að stuðla að farsælli skólagöngu nem- enda sem kljást við sértæka lesrösk- un (dyslexíu) og mynda grundvöll að samvinnu heimilis og skóla. I handbókinni eru m.a. upplýs- ingar um lestur, lesraskanir og greiningu þeirra, helstu bjargráð og hjálpargögn, ráðgjöf fýrir for- eldra og ffæðandi greinar um lestr- arvanda. Þegar nemandi hefur greinst með sértæka lesröskun fær hann sína eigin möppu afhenta með ffamangreindum gögnum auk þess sem persónulegum gögnum nemandans verður komið fyrir í möppunni eftir því sem þau koma fram; greiningarniðurstöðum, samningum um verkefni skóla, heimilis og nemanda og upplýsing- um um framvindu námsins í lok hvers skólaárs. MM/afbrak.is Hólaskóii, Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur, s: 455-6300 Umsóknarfrestur: 10. júní Kynnið sholar.is Akraneskaupstaður v \ VESl SVÆÐISVINNUMIÐLUN VESTURLANDS SÍM6NNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VeSTURLANDI Menntasmiðjan Stóriðjubrú á Akranesi Ákveðið hefur verið að bjóða upp á sérstakt nám, Stóriðjubrú, sem undirbýr fólk fyrir vinnu í stóriðju. Námið stendur í 12 vikur og er blanda bóklegs og verklegs náms. Námsgreinar verða m.a. öryggismál, framleiðsluferli stóriðju, sjálfsefling, hópefli og samskipti. Bóklegt vinnuvélanám (80 stundir) er hluti af náminu. Starfsþjálfun í stóriðju verður í tvær vikur. Námið er ætlað öllum þeim sem vilja kynnast vinnu í stóriðju og verða hæfari sem umsækjendur um vinnu hjá stóriðjufyrirtækjum. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja þetta nám. Aldurstakmark er 18 ár. Verður frá 12. september til 2. desember 2005 með starfsemi alla virka daga kl. 9 til 15 Nánari upplýsingar veita Björn í síma 433 1060 eða Guðrún í síma 430 5300 Umsóknir sendist til Markaðsskrifstofu Akraneskaupstaðar, B/t Björns Elísonar, Stillholti 16 til 18, 300 Akranes. Umsóknareyðublöð fást hjá Bæjarskrifstofunni á Akranesi, Svæðisvinnumiðlun Vesturlands, Verkalýðsfélagi Akraness og Símenntunarmiðstöðinni. Einnig á heimasíðum sömu aðila. Umsóknarfrestur er til 16. júní. —

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.