Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 Starf leikskólafulltrúa á Akranesi lagt niður Félag leikskólakennara mótmælir og bæjarstjóri svarar þeirri gagnrýni af festu Nýverið var tekin ákvörðun um að leggja starf leikskólafulltrúa á Akranesi niður. Stöðunni var áður sinnt af starfsmanni í hálfu starfi, en mun sá aðili nú alfarið snúa sér að öldrunarmálum. Af því tilefhi sendi stjóm Félags leikskólakennara ffá sér svohljóð- andi ályktun: „Stjórn Félags leik- skólakennara mótmælir eindregið þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda á Akranesi að leggja niður starf leik- skólafulltrúa bæjarins. Til fjöl- margra ára hefur verið starfandi leikskólafúlltrúi í sveitarfélaginu, en samkvæmt lögum um leikskóla á leikskólafúlltrúi að sinna ráðgjöf og eftirliti með starfsemi leikskóla og stuðla að samstarfi þeirra innbyrðis. Félag leikskólakennara harmar þessa ákvörðun og telur hana vera stórt skref aftur á bak í skólamálum Akra- nesbæjar. Það er vandséð hvemig sinna á því starfi sem leikskólafull- trúi hefúr gegnt, þegar engin sér- þekking á leikskólamálum er til staðar innan þess sviðs sem mála- flokkurinn tilheyrir. I lögum um leikskóla frá 1994 segir: „að í sveit- arfélögmn skuli að jafiiaði starfa leikskólafulltrúar sem em starfs- menn sveitarfélaga". Það sæmir varla fjölmennu sveitarfélagi í örum vexti sem Akranes er, að ætla að skýla sér bak við ákvæði laganna þar sem segir „að jafúaði", en það var sett í lögin með fámenn sveitarfélög í huga. Flest stærri sveitarfélög hafa leikskólafulltrúa í starfi. Þau sjá hag sinn í því að skapa aðstæður þannig að þjónustustigið sé sem best, hvort sem lýtur að efidrlitd og ráðgjöf við kennara/starfsfólk skólanna eða þjónustu við foreldra og yfirvöld." Færum sérþekkingu inn í sjálfa skólana Skessuhom leitaði til Gísla Gísla- sonar, bæjarstjóra um viðbrögð við ályktun Félags leikskólakennara. „A- lyktun þeirra verður lögð fýrir bæj- arráð á fimmtudag og þar verður teldn formleg afstaða til hennar. í sjálfú sér höfúm við ekkert við það að athuga að félagið álykti um mál- efni leikskólans, en bendum þó á að það er afar óvenjulegt að fá erindi um skipan starfsmannamála frá ein- stökum stéttarfélögum, en Félag grunnskólakennara hefúr t.d. aldrei séð ástæðu til að skipta sér að skipan mála innan grunnskólanna á Akra- nesi.“ Gísli segir að í nýgerðum breytingum á skipuriti Akranes- kaupstaðar sé verið að flytja til á- herslur og sveitarstjómin sé ömgg- lega betur um það fær en Félag leik- skólakennara að meta hvemig hags- munum bæjarins, bæjarbúa og bama á Akranesi er best fyrir komið, „enda hefur tekist vel til í ýmsum breyting- um sem gerðar hafa verið á liðnum árum þó svo að skiptar skoðanir hafi verið um þau mál.“ Gísfi segir að það sem veki hinsvegar sérstaka at- hygli í bréfi Félags leikskólakennara sé eftirfarandi: „Það er vandséð hvemig sinna á því starfi sem leik- skólafulltrúi hefur gegnt, þegar eng- in sérþekking á leikskólamálum er til staðar innan þess sviðs sem mála- flokkurinn tilheyrir." Um þetta seg- ir bæjarstjórinn: „A síðusm árum hefur Akraneskaupstaður unnið markvisst að því að efla menntun starfsmanna leiskólans og haft þá stefúu að gera leikskólana sjálfræða. Með öflugu fólki í leikskólunum hefur þetta tekist afar vel, enda það sjónarmið uppi að mtm betra sé að leggja áherslu á þjónustu innan stofúana en verja fjármunum í stjórnun utan þeirra. Fullyrðing stjómar Félags leikskólakennara um að engin sérþekking sé til staðar á Akranesi í leikskólamálum er í senn móðgandi fýrir það trausta starfsfólk sem á leikskólunum starfar, óþolandi hroki og helber dónaskapur gagn- vart því framsækna starfi sem í gangi er við leikskólana á Akranesi. Þessi málatilbúnaður gefur hins vegar fullt dlefúi til að taka máhð upp við menntamálaráðherra og stjóm Sam- Gísli Gíslason. bands íslenskra sveitarfélaga um að ákvæði leikskólalaga varðandi stöðu- heiti verði teldn til endurskoðunar þannig að sjálfsstjórn sveitarfélaga varðandi skipan starfsmannahalds leikskólamála - sem annarra mála - verði tryggð.“ Gísli segir að sá starfsmaður sem sinnt hefur 50% stöðuhlutfalli leik- skólafulltrúa hafi sinnt góðu starfi allan þann tíma sem harm hafi gegnt því starfi, en það kemur ekki í veg fýrir að breytt skipan og aukin á- hersla á sjálfsstjóm leikskólanna geti áfram skilað góðum framförum í leikskólamálum á Akranesi í ffam- tíðinni, enda byggt á öflugum og traustum grunni. ,A-ð auki er verið að skoða ffekari faglega þjónustu á sviði fræðslu-, íþrótta- og tóm- stundamála þannig að fagleg skipan mála hjá kaupstaðnum þarf ekki að valda Félagi leikskólakennara á- hyggjum. Eins og allir þekkja hafa miklar breytingar átt sér stað á und- anfömum árum í skólamálum og ffamundan em ffekari breytingar. Kreddubundin og fordómafull af- staða stjómar Félags leikskólakenn- ara er félaginu ekki til ffamdráttar en félagið virðist vilja fara ffam með hroka í umfjöllun sinni um máhð og tala niðtn til þess góða starfs sem verið er að vinna í leikskólamálum á Akranesi," sagði Gísli Gíslason að lokum. MM Man sinn fífil fegurri Eftir að Hvalftarðargöngin voru tekin i notkun íjúlí 1998 minnkaði umferð um Hval- ftörð verulega. Söluskálamir þrír; Þyrill, Ferstikla og Botnsskáli sinntu áður mikiivægu hlutverki við þjóðveginn og seldu m.a. hensín og nœringufyrir mannskepnuna. I dag er staða þessara skála allt önnurþó enn sé opið í Ferstiklu. Botnsskáli má t.d. muna sinn fífilfegurri eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var nú í vikunni. Ljósm: HSS Vordagar í Heiðarskóla Nokkrir vaskir hestamenn í Heiðarskóla á Iþróttadegi. Um síðustu helgi var árlegur Iþrótta- dagur í Heiðarskóla í Borgarfirði. Þá er hefð fýrir því að þeir sem vilja komi á hest- baki í skólann eða þá á hjólhestum. Keppt er í hinum ýmsu íþrótta- greinum; hlaupum, hástökki, langstökki, reiptogi og síðast en ekki síst var tölt- keppni þar sem hestafólk Heiðar- skóla leiðir saman gæðinga sína. Töltmeistari þetta vorið var Asta Marý Stefánsdóttir ffá Skipanesi og systir hennar Svandís varð í öðm sæti. Þriðja sætið hreppti síðan Daníela Hadda Hafsteinsdóttir ffá Geldingaá. Að loknum Iþróttadegi em keppnisstig reiknuð og íþóttamenn hvers bekkjar heiðraðir á skólasht- um. Svo og er útnefúdur íþrótta- maður Heiðarskóla sem hlýtur far- andbikar auk bikars til eignar. Gróðursetningardagur að vori er einnig árviss viðburður. Þá em sett- ar niður kartöflur, trjáplöntur, snyrt í kringum tré og áburður gefinn. Og haninn gól Það er ekki oft sem Ijósmyndarar eru svo snemma áfótum að þeir nái mynd affyrsta hanagali. Hilmar Sigvaldason erþó einn þeirra árrisulu og myndaði þennan merka hana þar sem hann vakti yfir heensnahópi sínum. PISTILL GISLA Lesið í skóginn í ljósi þess að jákvæðar fréttir eiga ekki upp á pallborðið hjá fólki og mígandi hamingja vekur litla sem enga athygli þá hef ég kappkostað að temja mér neikvætt hugarfar til að tekið sé eftir því sem ég segi. Geðvonska er nefhilega mun áhugaverðari en gleiðilæti og mun karlmannlegra að hnykla brýrnar og bölsótast heldur en að hoppa og skoppa af kæti eins og hálfvitd. Auk þess er það nú einu sinni þannig að maður teystir síð- ur fólki sem er skælbrosandi allan daginn. Það er eitthvað óheilbrigt við það og maður fær það á til- finninguna að þetta fólk sé í annarlegu ástandi eins og það heitir á opinberu máli. Eg skal hinsvegar fuslega viðurkenna að það getur tekið á að viðhalda stöðugri geðvonsku en sem betur fer er víða hægt að finna gott tilefni til pirrings. Svo dæmi sé tekið þá var ég við það að detta niður í hálfgert hamingjukast núna á dögunum. Blómin voru upprisin frá dauðum, ánamaðkamir sungu við raust í garðinum hjá mér og fuglarnir héldu rosalegt teitd á svölunum. Allt var sumsé frekar vorlegt og væmið þannig að minnstu mun- aði að ég gleymdi mér andartak og færi að smæla framan í heiminn. Þá vildi það mér til happs að ég rakst á tré. Þegar ég athugaði málið betur kom í ljós að trén voru nákvæmlega 144 í það heila. Þeim hafði verið plantað í þar til gerðan reit sem stóð hornrétt á næsta fjall. Reiturinn var jafn langur á allar hliðar og það var nákvæmlega jafin langt bil á milli allra trjánna. Trén áttu það einnig sammerkt að vera öll af ættstofni jólatrésins og greinilega náskyld innbyrðis því þau höfðu öll sama svipmótið. Síðan ég uppgötvaði þennan hornrétta trjálund hef ég farið víða um landið og veitt því athygli að þessi reitur er ekki einstakur. Hann á sér margar hliðstæður sem allar eiga það sammerkt að fara í taugarnar á mér. Þessa dagana rífast menn um það hvort Island hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru á Landnáms- öld eða hugsan- lega fjöru og fjalls, jafnvel hvoru- tveggja. Það kemur mér ekki við í sjálfu sér enda held ég að það sé afar lítdð uppistandandi í dag af þeim trjám sem voru hér þegar Ingólfur Aramar- son stökk í land í Reykjavíkurhöfh. Það sem gerir náttúm Islands svo fagra sem raun ber vitni er að Guð almáttugur átti ekki gráðuboga eða vinkil þegar hann var að dunda við að skapa þessa eyju. Engu að síður tókst honum nokkuð vel upp og ekki mikil ástæða til að við sem á eftir komum reynum að hreinskrifa hans verk. Gísli Einarsson, skógfrœðingur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.