Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. JUNI 2005 att£S9UllUK.. Held áfrarn að róa á meðan heilsa leyfir Rætt við Konný Breiðfjörð Leifsdóttur trillukerlingn á Arnarstapa miðun að aldur þorsksins fari efrir sentímetrafjölda en sjómenn hafa viljað halda því fram að smáfiskurinn væri eldri en Hafró vill meina. Það hefur síðan komið á daginn að það er rétt því að þorskar undir 50 sentí- metrum eru að hrygna. Það er nátt- úrulega svolítíð uggvænlegt og bendir til að sú kenning sé rétt að það séu til fleiri en ein arfgerð af þorski, stórþorksur og smáþorskur. Það er sótt óskaplega mikið í stóra þorskmn því hann er dýrastur en um leið hefur minni fiskurinn haft séns og kannski fengið að vera meira í friði. Ef til vill endar þetta með því að fiskveiðistofninn verði bara litíi fiskurinn. Þetta finnst mér að þurfi að skoðast. Enn sem komið er segja fiskifræðingar bara að það þurfi eitt- hvað að gera en ekkert gerist. Ef það minnkar mikið í stofiúnum þá breyt- ist mikið hér á svæðinu og þessvegna verður að grípa í taumana áður en það er of seint.“ Engin leið að hætta Þó sjómannsh'fið sé stundum erfitt þá ætlar Konný að halda áfram að stunda sjóinn frá Amarstapa um ó- komin sumur. „Þetta er stundum fjandi erfitt en var þó mim erfiðara hér áður þegar við slægðum úti á sjó. Þetta er mtm þægilegra efrir að það var komin slægingarþjónusta í landi. Jú, ég held áfram á meðan heilsa leyfir,“ segir Konný og síðan er það sjippo-hoj og „skipið skríður frá landi, eins og segir í kvæðinu." GE Á síld eftir fermingu Konný var tíu ára gömul þegar hún fór í fyrstu sjóferðina. Það var á vertíðarbáti með lúkar þar sem öll á- höfiún hafðist við í sömu vistarver- unni. Fáum árum síðar fór hún síð- an á vertíð í fyrsta sinn. „Það var fermingarárið mitt. Þá var fóstri minn kokkur á síldarbáti og ég fékk að fara með. Við fórum fyrst norður á Siglufjörð en þar var Htla síld að hafa þannig að við enduðum austur á Norðfirði. Eg var hjálparkokkur þetta sumar, eða var allavega látin halda það, og mér Hkaði þetta líf bara vel. Eg var að vísu sjóveik á norðurleiðinni og ætlaði að fara heim um leið og við kæmum að landi á Siglufirði. Eg var hinsvegar búin að sjóast þegar þangað kom og þá kom ekki til greina að gefast upp.“ Aðspurð segir Konný að hún hafi aldrei losnað alveg við sjóveikina. „Eg verð alltaf sjóveik fyrst á vorin en finn ekki fyrir því þegar ég er Hólkot. Þar er ég á sumrin og það er stutt að fara. Samfélag trillukarlanna hér á Amarstapa er líka alveg spes. Hér eru miklir öðlingspiltar sem hafa tekið mér sem jafningja.“ Blaðamaður á erfitt með að sjá samlíldngu með störfum sjómaims- ins og sjúkraliðans og Kormý tekur undir að þau séu gjörólík. „Eg starfa núna á Sóltúni sem er dvalarheimili fyrir aldraða í Hafnarfirði og gamla fólkið heldur stundum að ég sé bara að grínast þegar ég segist vera sjó- maður. Þama er mikið af fólki sem þekkir náttúmlega þennan útveg og gömlu karlamir hafa lúmskt gaman af því að tala sjómannamál við mig og mér skilst á þeim að ég noti mik- ið hugtök úr sjómennskunni en það kemur sennilega svona óafvitandi.“ Skipasmíði Þegar Konný byrjaði að róa frá Amarstapa var hún ein á báti en síð- ari árin hefur maður hennar Einar Grétar Einarsson, sem er frá Grvmd- arfirði, róið með henni. „Ég byrjaði bara ein því þá var maðurinn minn í annarri vinnu og sagði að ef ég vildi vera í útgerð yrði ég að vera ein og ég tók hann á orðinu. Síðarí árin hefur hann hinsvegar róið með mér þegar hann hefur getað. Sonur okk- ar er reyndar í þessu Hka en hann er á sínum eigin bát og búinn að gera út frá Amarstapa í tólf ár. Við fórum hinsvegar í skipasmíð- ar saman fjölskyldan fyrir tveimur áram. Við keyptum þá þrjá Sómabáta; ég, sonur minn og kunningi hans haustið 2003 og notuðum veturinn í að innrétta þá. Við feng- um skelina með inn- réttingum og skápum en settum vélarnar niður sjálf, smíðuðum palladekk, settum allt í mælaborðið og geng- um frá mastrinu og rekkverkinu. Síðan þurfri að klæða veggi og fleira. Við höfðtun samvinnu um þetta. Leifur sonur okkar sá um rafrnagnið, Guð- brandur félagi hans var með járnaverkið og Grétar maðurinn minn var altmuligt- mann í þessu. Ég var síðan í því að innrétta bátana. Það fóra náttúrulega allar frístundir í þetta þennan veturinn en þetta var ótrúlega gaman og okkur tókst að klára alla bátana áður en vertíðin hófst.“ Aðspurð segir Konný að þótt það sé síður en svo einsdæmi að konur stundi sjó- inn þá séu þær ekki margar sem séu einar í þessu. „Það er fullt af kvenfólki sem er að róa með öðmm eða taka þátt í útgerð með öðmm hætti en ég held við séum ekki margar sem stöndum í þessu einar. Kallinn er að vísu með mér núna en ég er að sjálf- sögðu skipstjórinn og sá sem öllu ræður,“ segir Konný og hlær. „Það er ágætt að hafa hann með upp á fé- lagsskapinn og síðan er það náttúm- lega léttara ef menn era tveir. Ég fann hinsvegar aldrei neitt fyrir því að vera ein. Ég er ekki sjóhrædd sem er kannski bæði kostur og galli. Hinsvegar þarf maður ekki að hafa miklar áhyggjur núna því það er smtt á miðin og smtt í land. Sérstak- lega er það eftír að við fengum nýja bátinn því hann gengur 23 mílur á meðan sá sem ég var á fyrst gekk ekld nema fjórar. Dvergþorskur Konný segir fiskeríið það sem af er vori hafa verið þokkalegt en þó ekki meira en það. „Þetta hefur ver- ið ágætt og er að glæðast núna. Síð- ustu ár hafa hinsvegar komið tímabil á vorin þar sem sjórinn er svo dökk- ur að þú sérð ekki nema á fyrsta krók. Það er eitthvað í sjónum sem ég veit ekki hvað er en þá er hálfgert fiskileysi á meðan. Sjórinn er hins- vegar orðinn tær núna en þá er ein- tómur ufsi á slóðinni. Það er eins og krókarnir komist ekki niður tíl þorsldns en ég veit að hann er þama og ég fæ einn og einn þorsk en um 90% af aflanum núna er ufsi og það er lítið sem ekkert fyrir hann að hafa. Það er reyndar afleitt að fiskur sem er meðhöndlaður nákvæmlega eins og þorskurinn skuli ekki vera verðmeiri.“ Konný segir að sá þorskur sem veitist núna sé þokkalega á sig kom- inn en hinsvegar sé ljóst að það sé eitthvað mikið að gerast í stofninum. „Síðasta haust var firðinum lokað vegna smáfisks. Hafiró hefur þá við- „Hann var sjómaður dáðadreng- ur...“ - „...fast þeir sóttu sjóinrí' - „Kátír vora karlar...“ Allt era þetta línur úr þekktum sjómannalögum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um sjómenn, enda fátt eðlilegra þeg- ar sjómannalög eiga í hlut. Hinsveg- ar man blaðamaðvur ekki eftir því að hafa hejtrt sérstök „sjókonulög“ og í flestum, ef ekki öllum þessum slög- urum er ekki minnst á konur nema sem aukapersónur. Yfirleitt biðu þær sómannanna í landi og sumir áttu „konur í hverri höfh“ o.s.frv. Visstdega má segja höfundum sjó- mannalaga fyrr og nú tíl málsbóta að konur hafa alla tíð verið ffernur fáar í sjómannsstétt og era reyndar enn. Þær era þó til og ein þeirra er Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, sem hefur róið frá Amarstapa á Snæfells- nesi síðustu m'u sumur. Sjómanns- ferill hennar nær þó mun lengra aft- ur. „Ég ólst upp fyrstu árin í Staðar- sveit og á Búðum en flutti sex ára gömul á Hellissand. Þar snerist h'fið eingöngu um fisk og fiskveiðar eins og var í þessum þorpum. Ædi ég hafi ekki fengið bakteríuna þar,“ seg- ir Konný. „Ég á líka ættir að rekja til sjómanna. Afi minn Þorleifur Þor- steinssson kom til Búða frá Leirum á Suðumesjum. Hann var formaður eins og það var kallað þá og reri frá Búðum og Amarstapa. Pabbi var líka lengi á sjó, ýmist á triHum eða síldar- bátum.“ búin að vera nokkra daga á sjó. Það er vont en það venst eins og sagt er.“ Ein á báti Þegar Koimý byrjaði að róa ffá Amarstapa fyrir m'u áram hafði hún nánast ekkert verið á sjó ffá því hún var krakki en sjórinn togaði sífeHt í hana. „Það sat alltaf í mér að ég vildi eignast bát og fara á skak og það endaði með því að ég lét drauminn verða að veruleika. Það var mörgum sem fannst það furðuleg hugmynd og þeim sömu finnst undarlegt að ég skuli endast í þessu. Ég get hinsveg- ar fátt hugsað mér skemmtilegra. Ég starfa sem sjúkraliði í Reykjavík á vetuma en fer á sjóinn um leið og vorar og þetta er eitthvað sem mað- ur bíður eftir allan veturinn. Þá er maður að dytta að og undirbúa sig og hugsa um hvað maður geti gert betur og láta sig hlakka til. Þetta er vissulega erfið vinna en það gleymist fljótt og á vetuma get ég ekki beðið effir því að komast affur á sjóinn enda er ég komin hingað vestur um leið og hrygningarstoppið er búið í endaðan apríl.“ Spes samfélag Konný segir það hafa legið beint við að róa í kjölfar föður síns og afa og gera út frá Amarstapa. „Þetta er eitthvað sem maður þekkir og síðan Hggur þetta beint við þar sem ég á jörð í Staðarsveitinni sem heitir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.