Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 01.06.2005, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 9 Tveir námshestar af Skaganum Skagamenn eru víða að gera það gott þessa dagana. I vikunni bárust fréttir af því að Akurnesingurinn Eiríkur Jónsson hefði hlotið hinn svokallaða Frank Boas styrk til framhaldsnáms í alþjóðalögum við hinn virta Harvard háskóla. Eiríkur var valinn úr hópi umsækjenda ífá einum níu löndum en Fulbright stofnanir í hverju landi fyrir sig sjá um að tilnefna einn til tvo tunsækj- endur. Löndin níu eru: Austurríld, Belgía, Danmörk, Holland, Island, Lúxemburg, Noregur, Portúgal og Svíþjóð. Eiríkur hefur víða látið til sín taka frá því hann útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1997 og var meðal armars formaður stúdentaráðs Háskóla íslands á ár- unum 2000 til 2001. Það er nokkuð ljóst að við eigum eftir að sjá meira af þessum tilvonandi Harvardnema í ffamtíðinni. Annar ungur og efhilegur Skaga- maður, Arsæll Þór Jóhannsson, náði þeim glæsilega árangri að fá 10 í einkunn fyrir lokaverkefni sitt í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík á dögunum - en afar sjaldgæff er að nemendur fái 10 fyr- ir lokaverkefni sín í skólanum. Verkefnið vann Arsæll ásamt tveim- ur samnemendum sínum en það fjallaði um hvernig tilfinningar geta haft áhrif á ákvarðanatöku á nám í gervigreindum kerfum. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum var verkefnið framúrskarandi á allan hátt og tókst strákunum meðal annars að sýna ffam á að ákvarðan- ir byggðar á tilfinningum geti sann- arlega haff áhrif á námshraða tölvu- vera. Niðurstöðumar er hægt að nýta í tölvuleiki því skilyrði fyrir gervigreind fýrir tölvuleiki er að hver einstök „vitvera" í leiknum krefjist ekki of mikilla útreikninga af örgjörvanum. Verkefnið fólst í því að einfalda reikniaðgerðimar þannig að þær virkuðu vel í tölvu- leikjum og jafnvel farsímum. Leið- beinendur verkefnisins vora þeir Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson. MM Nemendur og starfsfólk ^mgagerðisskóla. Utskrift og afliending Grænfána í Laugagerði Nemendur vom útskrifaðir ffá Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi í fertugasta skipti síðastliðinn sunnu- dag. I blíðviðrinu á Snæfellsnesi var þar að auki Grænfáninn, viður- kenning umhverfisráðuneytis, dreginn að húni. Við hátíðlega at- höfn í sal skólans var afhending ein- kunna og viðurkenninga fýrir af- staðið skólaár. Nemendur skólans em tæplega fimmtíu en sérstaða skólans er nokkur þar sem hann er í raun bæði leikskóli og grunnskóli, en kennt er 0. til 10. bekk. Þetta árið útskrifuðust þrír nemendtu- úr 10. bekk. I ávarpi sínu við athöfnina sagði Jóhanna Halldóra Sigurðardóttir, skólastjóri að ásamt um- hverfisauðnum sem verið væri að heiðra þennan dag, væri félagsauð- urinn mikilvægasta eign skólans. Tengsl milli nemenda, kennara og foreldra skipti miklu máh í þjóðfé- laginu í dag og þá sérstaklega í svona Htlu samfélagi sem Lauga- gerðisskóh er. Þar hjálpi allir til og sé félagsauðurinn ríkulegur. Jó- hanna þakkaði smðning foreldra og starfsfólks og minntist á tilnefhingu skólans til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2004, en hana fékk Laugagerðisskóli að til- stuðlan foreldrafélagsins vegna fréttabréfs skólans. Tryggvi Felix- son, framkvæmdastjóri Landvernd- ar afhenti skólastjóranum alþjóð- legt skírteini sem fýlgir Grænfán- anum, en fánann og viðurkenning- tma hafa nú hlotið yfir 400 skólar í um 30 löndum. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, afhenti þvínæst nemendum Lauga- gerðisskóla Grænfánann. Ráðherr- ann sagði við þetta tækifæri vera glöð með heimsókn sína til Snæ- fellsness enda um einstaka nátt- úruperlu að ræða og því mikilvægt að huga vel að umhverfismálum Ráöherra og nemendur dragafánann ai húni. Jóhanna Halldóra Siguröardóttir, skólastjóri Laugagerðisskóla og Sigríður Anna Þórðar- dóttir, umhverfisráðherra. www.skesstihom.is i FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Vogabraut 5, 300 Akranes Innritun fyrir haustönn 2005 stendur yfir Fjölbrautaskóli Vesturlands býður upp á nám á eftirtöldum námsbrautum: Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut. Duglegir námsmenn geta lokið stúdentsprófi á 3 árum. Iðnbrautir: Byggingagreinar: Gmnnnám bygginga- og mannvirkjagreina, húsasmíði. Málmiðnadeild: Gmnnnám málmiðngreina, vélvirkjun, gmnnnám bíliðna. Rafíðnadeild: Gmnnnám rafiðngreina, rafVirkjun. Aðrar námsbrautir: Almenn námsbraut, félagsmála- og tómstundabraut, starfsbraut, sjúkraliðabraut, tölvufræðibraut, | viðskiptabraut, listnámsbraut-tónlistarkjörsvið. I Viðbótarnám til stúdentsprófs af starfstengdum I námsbrautum og listnámsbraut. Innritun lýkur 14. júní. Nemendur fæddir 1989 eiga að innrita sig á rafrænan hátt. Aðstoð við rafræna innritun verður veitt í skólanum 13. og 14. júní. Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjöfum til 14. júní. Námsráðgjafí frá skólanum verður til viðtals í Grunnskólanum í Borgarnesi kl. 11-14 fimmtudaginn 9. júní. Nánari upplýsingar í síma 433 2500 og á heimasíðu skólans: www.fva.is SPORTFATNAÐU R Buxur - jakkar og fleira Stutterma bolir verð frá: 1.990 kr. Stutterma skyrtur verð frá: 3.990 kr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.