Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2005, Side 15

Skessuhorn - 30.11.2005, Side 15
gHÉSSUHŒH MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 15 Nýr framkvæmda- stjóriíf Ingimundur Birnir hefur tekið við starfi forstjóra Islenska jám- blendifélagsins ehf (Ij). Ingimund- ur er efnafræðingur frá Háskóla Is- lands og efnaverkfræðingur frá Lund Tekniska Högskola. Stundaði hann auk þess nám í rekstrar og viðskiptaffæðum við Endurmennt- tmarstofhun HI 1998. Að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð árið 1992 starfaði hann um fimm ára skeið sem sérffæðingur hjá Islenska jám- blendifélaginu. Frá 1997 til 1999 starfaði Ingimundur sem fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Lyfjaverslunar Islands ehf. og firá 1999 til 2000 sem verksmiðjustjóri Alpan ehf. Frá 2000 til 2003 sem framkvæmdastjóri framleiðslusviðs íj og ffá 2003 til 2005 sem fram- kvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ij. Ingimundur er 43 ára gamall, kvæntur Elínu Björkjóhannesdótt- ur, nema. Þau eiga eina dóttur. Johan Svensson fyrverandi for- stjóri Islenska járnblendifélagsins hefur tekið við starfi verkefnisstjóra við byggingu rafskautaverksmiðju í Mosjön í Noregi. Um er að ræða viðamikið samvinnuverkefni Elkem og Alcoa. MM Heimilt að fella niður stimpilgjöld í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2005 sem kynnt hefur verið á Alþingi er ákvæði þar sem heimilt verður að fella niður eða endur- greiða stimpilgjöld vegna endur- fjármögnunar á lánum Spalar ehf., sem á og rekur jarðgöng undir Hvalfjörð. Sem kunnugt er samdi félagið við Islandsbanka hf. um endurfjármögnun á lánum félagsins fyrir um 3 milljarða króna í febrúar á þessu ári. í ffamhaldi af því voru veggjöld um göngin lækkuð veru- lega. Vegna endurfjármögnunar- innar voru gefin út skuldabréf sem skráð eru í Kauphöll Islands. I skráningarlýsingu sem birt var á vef Kauphallarinnar kemur ffam að þóknun umsjónaraðila og annar kostnaður svo sem stimpilgjöld hafi verið um 76 milljónir króna. HJ Snæfellsbær selur fasteign á Hellissandi Húsnæðisnefnd Snæfellsbæjar hefur tekið kauptilboði í húseign- ina að Bárðarási 3 á Hellissandi að upphæð 7,1 milljón króna. Tillaga kom ffam á fundinum um að ffesta málinu en henni var hafnað. Það vora Maria Florinda Peres og Karl Thorleif Book sem lögðu fram til- boðið. Formaður nefndarinnar kynnti matsgerð frá Málflutnings- stofu Snæfellsness ehf. vegna máls- ins. Einn nefndarmanna, Þröstur Kristófersson, lagði til að sölu hús- eignarinnar yrði frestað þangað til nefndin hefði skoðað eignina. Einn greiddi tillögunni atkvæði, annar greiddi atkvæði á móti en einn nefndarmanna sat hjá. Tilboðið var síðan samþykkt með tveimur at- kvæðum gegn einu. Húsið að Bárðarási 3 var byggt árið 1968 og er rúmir 136 fermetr- ar að stærð. Fasteignamat þess er rúmar 8,3 milljónir króna og brunabótamat er rétt rúmar 18 milljónir króna. Söluverðið er því einungis 39,4% af branabótamati. HJ Frá vinstri: Ásgeir Asgeirsson, skrifstofustjóri SHA, MagnúsD. Brandsson útibússtjóri og Guðjón Brjánsson, framkvœmdastjóri SHA. SHA til Islandsbanka i Síðastliðinn föstudag skrifuðu forráðamenn Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi og útibússtjóri Islandsbanka á Akranesi undir samning um banka- viðskipti. SHA leitaði eftir tilboð- um frá öllurb bankaútibúum á Akranesi í viðskiptin og eftir yfir- ferð á þeim ákváðu forráðamenn SHA að taka tilboði ffá Islands- banka. Samningurinn tekur ;:gildii ffá og með 1. janúar 2006.- ! " Ert þú ekki að missa af einhverju? Áskríftarsíminn er 433 5500 www.skessuhorn. is Fiskar / %e>* t Fiiíflar t ** ^ k:m úAföönog í£«í2f?aj; fylgihlutum fyrir hesta, fugla, fiska, nagdyr, hunda og ketti JSS&s*. Furðufuglar og fylgifisfiar Skólabraut 37 • Akranesí • sími 4313018 Iþrótta og tískuföt í úrvali Tilvalin íjólpakkana borgorsport hyrnutorgi - borgornesi - sími 437 1707 ^ HANDVERKSBAKARI Diqranesqöíii6 - Borqarnesi^sínii: 437 2020 Helgaríilboö: Fullvéldiskaka kr. 890 , 2$ Kransahringur 550 Nýbökuð rúnstykki 2 fvrir 1 fró kl. 9-12 MargaLSortjfyafjSmákökum Ljúfferígar lagtertur Ekta ensk jólakaka Laufabrauð Opnunartím IS^nuaagaTil; föstudaga kl. 9:00 -18:00 laugardaga og sunnudaga 9:00 -16:00

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.