Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Side 1

Skessuhorn - 22.11.2006, Side 1
VIKUBLAÐ ÁVESTURLANDI 47. tbl. 9. árg. 22. nóvember 2006 - Kr. 400 í lausasölu Tíundu bekkingar í Grunnskóla Borgarfjarðar héldu í starfs- og skólakynningaiferS til Reykjavíkur ogAkraness í liðinni viku. Til- gangur ferðarinnar var að kynnast ólíkum starfsgreinum og ólíkum gerðum framhaldsskóla enda liggur fyrir þeim að íhuga og velja síðan fratnhaldsnám nœsta vetur. Sjáfrásögn bls. 16. Ljósm. HSS Vinna grunnskólabama farin að bitna á námi þeirra / .... ■ \ Meðal efnis: Dramatík á Bifröst.........Bls, 8 Skólastjóri á teppinu.........Bls. 12 Sparisjóður í víking..........Bls. 2 Of kalt fyrir æfingar.........Bls. 23 • Lögregla í hæstu hæðum..........Bls. 14 • Óbreytt forusta XD........Bls. 6 • Lögregla skrifar foreldrum.........Bls. 4 • Grenndargámar fyrir rusl........Bis. 9 • Setti þrjú drengjamet.....Bls. 22 • Sjóðheit körfuboltalið ...Bls. 23 • Annir í ófærð...Bls. 24 • Sameining styrkir SpOI...Bls. 10 • Fyrsti bíll sinnar tegundar.......Bls. 10 • Meiri áhyggjur af flokknum.......Bls. 6 • Endurskoða skóiaakstur.......Bls, 2 • Sameining tölvufyrírtaekja...Bls. 4 • Barnið alltaf í fyrirrúmi......Bls. 11 • Hætta við hækkun.........Bls. 16 • Umhverfismál MS.............Bls. 15 ATLANTSOLIA Dísel »Faxabraut 9. Samhliða auknu framboði at- vinnu í þenslu undanfarinna ára hafa börn á grunnskólaaldri í vax- andi mæli farið að stunda vinnu samhhða námi og eru vísbendingar um að það sé farið á bitna á námi þeirra. I könnun sem ffamkvæmd var á síðasta ári kom ffam að yfir helmingur nemenda framhalds- skóla stundar vinnu samhliða námi. Slíkt þykir sjálfsagt mál enda í flest- um tilfellum verið að tala um ein- staklinga 17-20 ára. Sambærileg vísindalega unnin könnun hefur ekki verið gerð meðal yngri nem- enda skólastigsins, þ.e. grunnskóla- nemenda, svo vitað sé, enda ekki þess að vænta að stór hópur þeirra taki virkan þátt á vinnumarkaðin- um. Slíkt er auk þess beinlínis ólög- legt skv. Evróputilskipun sem Is- lendingar hafa undirgengist. Vís- bendingar eru nú uppi um að börn í elstu bekkjum grunnskóla séu í auknum mæli að taka að sér mikla vinnu sem jafhvel er farin að bitna á ástundun og námi. I svokölluðum föstudagspósti sem Elís Þór Sigurðsson, umsjón- arkennari eins 10. bekkjar Grunda- skóla á Akranesi sendi foreldrum fyrir síðustu helgi segir hann m.a.: „Sérkennilegt er hve margir nem- endur eru farnir að vinna með skóla; fara með strætó suður í Smáralind, í Bónus Mosfellsbæ, í Borgarnes og víðar og vinna þar a.m.k. aðra hverja helgi. Mat mitt er að þetta geti ekki gengið." Eh's Þór segir í samtali við Skessuhorn að algengt sé að nemendur geti ekki skilað heimavinnu eða öðrum verkefnum með viðimandi hætti því vinnan kalli og við það bætist í mörgum tilfellum álag vegna tón- listarstarfs og ekki síður íþróttaiðk- unar sem stundum krefst æfinga off í viku. Elís Þór segir að nú sé svo komið að hann hvetji foreldra og uppalendur til að staldra við og ræða þetta sérstaklega við börn sín og hjálpi þeim við að skipuleggja tíma sinn þannig að námið fái þann tíma og sess í vinnudeginum sem eðlilegt verði að teljast. )rMér of- býður það þegar maður upplifir að sjá nemendur sína í stórum hópum við vinnu í öðrum sveitarfélögum, vinnandi þar jafnvel langa vinnu- daga á kvöldin og um helgar, en þeir síðan beri fyrir sig tímaskorti þegar ekki næst að skila verkefnum sem fyrir þá eru lögð í skólanum. Það hlýtur eitthvað að vera að í for- gangsröðun." Elís Þór segir að kennarar hafi reynt að nálgast ástæður þess hjá börnunum fyrir því af hverju þau vinni svo mikið sem raun ber vimi. Hann segir að svörin sem fáist séu á þá lund að þau þurfi peninga til að kaupa föt og kosta þá afþreyingu sem þau vilji sækja. Þannig má segja að lífsgæðakaupphlaupið svokallaða sé farið að hafa neikvæð áhrif á eðli- lega forgangsröðun grunnskóla- barna. MM A myndinni eru hjónin Kjartan og Sig- ríður Margrét, Jón Karl Ólafison, for- maður SAF og Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðheira. Landnámssetrið fær nýsköpunar- verðlaun SAF Landnámssetur Islands í Borgarnesi hlýmr nýsköpunar- verðlaun Samtaka ferðaþjónust- unnar (SAF) en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfh á Hótel Holti í síðustu viku. I úr- skurði dómnefndar segir að Landnámssetrið hafi hlotið verðlavmin fýrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efli ímynd Islands og séu til þess fallnar að auka menningar- tengda ferðaþjónusm hér á landi utan hins hefðbundna ferða- tímabils. Ástæða er til að óska þeim hjónum Kjartani og Sigríði Margréti til hamingju með glæsilegt ffumkvöðlastarf og ný- stárlega starfsemi í Borgarnesi sem nú síðast endurspeglast í þessari viðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar. MM Fjárveitingum til Sundabrautar seinkað Fjárveitingum þeim af sölu- andvirði Landssíma Islands h£, sem verja átti til gerðar Sunda- brautar, seinkar um eitt ár sam- kvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Upphaflega var áætlað að verja 1.500 milljónum króna til verks- ins árið 2007 og 2.500 milljón- um króna árið 2008. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins 100 milljónum króna varið til Sundabrautar á næsta ári og 3.900 milljónum króna árið 2008. Ekki tókst að ná sambandi við Sturlu Böðvarsson, samgöngu- ráðherra vegna málsins. HJ niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii •&SPM < JrlVI SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - HORNSTEINN I HERAÐI Digranesgötu 2 • 310 Borganes » Síðumúla 27 * 108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.