Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
Fléttan valið nýtt byggðamerld Borgarbyggðar
Fléttan ersögð verðugt merkifyrir Borg-
arbyggð framtíðarinnar.
Við hátíðlega athöfin í ráðhúsi
Borgarbyggðar sl. miðvikudag voru
kynntar niðurstöður dómnefndar í
vali á nýju byggðamerki sveitarfé-
lagsins Borgarbyggðar. Alls bárust
92 tillögur til nefndarinnar, en sam-
staða var meðal nefndarmanna um
að tdllaga Arnar Smára Gíslasonar
bæri sigur úr bítum, en tillöguna
kallar höfundurinn „Fléttuna."
I umsögn dómnefhdar segir að
merkið sé sérstaklega vel hannað.
Formið er sterkt og afgerandi og
nýtur sín jafht lítið sem stórt; hvítt
á lituðum grunni sem í lit á hvítum
grunni; jafnt í afmörkuðum fleti
Þór Þorsteinsson fierir Emi Smára Gíslasyni hönnuði Fléttunnar verðlaun.
sem utan hans. „Merkið er mjög
sérstætt í flokki byggðamerkja. I
stað þess að kalla sjálfkrafa ffam
hugmynd um ákveðin einkenni t.d.
í landslagi eða sögu eins og algengt
er um slík merki, gefur það tilefni
til fjölbreyttrar túlkunar og per-
sónulegrar skírskotunar." Þá segir
að höfundur merkisins, sem sækir
formið í fomt fléttumynstur, hafi
valið að hafa merkið þríeitt með til-
vísun í menningu, menntun og
sagnaarf héraðsins. I merkinu má
líka sjá keiluform Baulu, Skessu-
homs og Hafnarfjalls og boga Ei-
ríksjökuls jafht sem gömlu Hvítár-
brúarinnar. Það er tákn um sam-
heldni og samvinnu íbúanna og um
það hvernig ffamvinda mála veltur
á þátttöku einstaklinganna. I merk-
inu býr mikill kraffur og hreyfing
en samt er það í fullkomnu jafii-
vægi. Samofnir þættir þess sýna
styrk sveitarfélagsins og þá festu
sem hverju samfélagi er nauðsyn-
leg. I niðurlagi umsagnar dóm-
nefndar segir: ,,„Fléttan“ er verðugt
merki fyrir Borgarbyggð framtíðar-
innar.“
Asamt Þór Þorsteinssyni vora í
dómnefnd um nýtt byggðamerki
þau Bjami Guðmundsson, Sigur-
björk Ósk Askelsdóttir, Bjarki Þor-
steinsson og Ólafur Ingi Ólafsson
og frá FÍT þeir
Björn Jónsson og
Atli Hilmarsson.
Nýjar
heimasíður
opnaðar
Þegar niðurstaða
dómnefndar hafði
verið kynnt um nýja
byggðamerkið og
verðlaun afhent, var
ný heimasíða Borg-
arbyggðar formlega
opnuð á slóðinni
www.borgarbyggd.is.
Það var Nepal hug-
búnaður ehf. í Borg-
arnesi sem hannaði
og vann nýja síðuna.
Ymsar nýjungar er
þar að finna ffá eldri
útgáfum heimasíða
sveitarfélaganna sem
sameinuð vora í nýja
Borgarbyggð sl. vor.
Má þar nefha gagn-
virkni og upplýsingasíður fyrir íbúa
af erlendu bergi. Þá verða í tímans
rás allar heimasíður stofnana á veg-
um sveitarfélgsins hannaðar með
sama yfirbragði og nýja heimasíða
sveitarfélagsins. Við sama tilefni var
Om Smári Gíslason, höfundur merkisins við merkið t Ráðhúsi
Borgarbyggðar.
Ljósm. ES
heimasíða Grunnskóla Borgarfjarð-
ar opnuð (www.gbf.is) og fyrr um
daginn var heimasíða Menntaskóla
Borgarfjarðar opnuð á slóðinni
www.menntaborg.is
MM
Haukabergið kotnið eftir
gagngerar endurbætur
Gunnar Hjálmarsson, skipstjóri ásamt móður sinni Flelgu Þóru Amadóttur í brúnni.
Ljósm. Sverrir Karlsson.
Haukabergið SH-20 hefur verið í
skipasmíðastöð í Póllandi ffá því
síðla sumars þar sem ffam fóra
gagngerar endurbætur á skipinu.
Settur var á það skutur en við það
gjörbreytist öll vinnuaðstaða aftur á
dekld og skipið var lengt um tæplega
1,5 metra. Samfara þessum breyt-
ingum til togveiða var sett ný Ca-
terpillar aðalvél í skipið auk þess sem
skipt var um stýri og skrúfu. Þá fékk
Haukabergið kemur til hafnar sl. fóstu-
dag. Ljósm. GK
skipið andlitslyfidngu því sett var á
það ný brú og endurbætur gerðar í
matsal og eldhúsi.
Haukabergið var smíðað á Akra-
nesi árið 1974 fyrir Hjálmar Gunn-
arsson útgerðarmann í Grundarfirði
en byggt var yfir affurdekk þess árið
1997. Það er nú í eigu ekkju og af-
komenda Hjálmars sem stofnuðu
fyrirtækið Hjálmar ehf fyrir
nokkrum árum. Að sögn Gunnars
Hjálmarssonar skipstjóra mun sldp-
ið halda til togveiða fljótlega.
GK
Hlaut verðlaun Myndstefe fyrir
glugga Reykholtskir
Forseti Islands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, afhenti í síðustu
viku Valgerði Bergsdóttir myndlist-
armanni heiðursverðlaun Myndstefs
fyrir árið 2006 við athöfii sem ffam
fór í Listasafni Islands. Viðurkenn-
inguna hlaut Valgerður fyrir hönn-
un og gerð steindra glugga í Reyk-
holtskirkju og fyrir sýningarnar
Teikn og hnit og AND-LIT í Gerð-
arsafiú fyrr á þessu ári. Jafnffamt var
hún heiðruð fyrir fjölþætt störf á
vettvangi íslenskrar myndlistar sem
kennari, stjómandi og myndhstar-
maður.
Heiðursverðlaun Myndstefs,
Myndhöfundarsjóðs Islands, nema
samtals einni milljón króna og var
þeim nú úthlutað í annað sinn. I
umsögn dómnefiidar kemur ffam að
í steinglersgluggum Reykholtskirkju
nálgist Valgerðtu aldagamalt hst-
form á nýstárlegan hátt með því að
leggja ffemur áherslu á formteikn-
ingu en htaspil.
„Frjálslega teiknuð og samfléttuð
hringform mynda þar meginstef
Valgerður tekur hér við verðlaununum úr
ásamt mismunandi blæbrigðum
hhðstæðra litatóna. Valgerður er í
hópi færustu teiknara og í þessu
verki tekst henni að yfirfæra frjálst
og leikandi handbragð yfir í miðil
glersins á þann veg sem ekki hefur
áður sést,“ segir meðal annars í álitri
dómnefhdarinnar.
Efnt var til samkeppni um verk-
efnið árið 1992 þar sem tillaga Val-
gerðar var valin til útfærslu. Lokið
hendi Olafs Ragnars Grímssonar, forseta.
var við hringglugga á austur- og
vesturstafni árið 2003 og á 10 ára
vígsluafmæh Reykholtskirkju í sum-
ar voru langgluggar á hliðarskipum
afhjúpaðir. Þykir dómnefndinni að
Valgerði hafi tekist afar vel að fella
verk sitt að andblæ og innra rými
kirkjunnar svo úr verði órofa listræn
heild, um leið og hún feti nýjar
brautir á sviði glerlistar.
HJ
Framboðslisti Samfylking-
arinnar í NV-kjördæmi
Á kjör-
dæmisþingi
Samfylking-
arinnar
Norðvestur-
k j ör d æ mi
sem haldið var í Reykjaskóla í
Hrútafirði um helgina kynnti kjör-
nefnd tillögu sína að ffamboðslista
flokksins fyrir þingkosningarnar
næsta vor. Var tillagan samþykkt
samhlóða. Efstu sæti listans eru
þannig skipuð:
7. Vanaa Sigurgeirsdóttir, lektor
Sauðárkróki
8. Jóhannes Freyr Stefánsson, húsa-
smiður Borgarbyggð
9. Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfull-
trúi Isafirði
1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
Akranesi
2. Se'ra Karl V. Matthíasson, Reykja-
vík
3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, al-
þingismaður Sauðárkróki
4. Sigurður Pe'tursson, bæjarfulltrúi
Isafirði
5. Helga Vala Helgadóttir, laganemi
ogf ólmiðlakona Bolungarvtk
6. Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor
og umhverfisfrœðingur Snæfellsbæ
Sjö þeirra sem skipa m'u efstu
sætin tóku þátt í prófkjöri sem ffam
fór á dögunum. Þau Vanda og Jó-
hannes Freyr eru hins vegar ný á
lista ef svo má að orði komast.
Á kjördæmisþinginu flutti Guð-
bjartur Hannesson oddviti listans
erindi. Á fundinum fór fram
stefnumótunarvinna tmdir kjörorð-
inu „Fram til baráttu næsta vor“.
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrver-
andi utanríkisráðherra var sérstak-
ur gestur fundarins. HJ
Kristrún Lind og Sturla Böðvarsson.
Kristrún Lind nýr aðstoðar-
maður samgönguráðherra
Kristrún Lind Birgisdóttir, að-
stoðarskólastjóri Lindaskóla í
Kópavogi, hefur verið ráðin að-
stoðarmaður Sturlu Böðvarssonar,
samgönguráðherra. Hóf hún störf í
ráðuneytinu í þessari viku. Kristrún
Lind er fædd 1971. Hún lauk kenn-
araprófi ffá Kennaraháskóla Islands
árið 1998 og ffamhaldsnámi frá
KHÍ 2004. Hún hefur starfað sem
kennari og skólastjóri, meðal ann-
ars við Grunnskóla Onundarfjarðar
og víðar, við ráðgjöf og kennslu hjá
Fræðslumiðstöð Vestfjarðar og sem
verkefnisstjóri hjá menntamála-
ráðuneytinu. MM