Skessuhorn - 29.11.2006, Side 18
18
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
..rviiin... ;
Jólasamkeppni meðal grunnskólabama á Vesturlandi
Jólasögur og jólamyndir óskast!
Skessuhom gengst nú annað árið
í röð fyrir samkeppni meðal grann-
skólabarna á Vesturlandi í gerð
jólamyndar og jólasögu. Annars-
vegar býðst öllum börnum á aldrin-
um 6-10 ára (1.-5. bekkur) að senda
irm teiknaðar og litaðar myndir
(A4) þar sem þemað á að vera Jólin.
Hinsvegar býðst bömum á aldrin-
um 11-16 ára (6.-10. bekkur) að
senda inn jólasögu. Lengd jólasög-
unnar má vera hálf til ein síða A4
með 12 punkta letri.
Valdar verða 3 bestu myndimar
og 3 bestu jólasögumar að mati
dómnefhdar og verða þær birtar í
Jólablaði Skessuhoms sem kemur
út 20. desember. Veitt verða þrenn
verðlaun í hvomm flokki og fær
vinningshafinn í hvoram flokki
stafræna ljósmyndavél í verðlaun af
gerðinni Olympus Mju 700 með
7,1 milljón pixla upplausn, hreyfi-
myndatöku með hljóði og 19 Mb
innbyggðu minni. Fyrir 2. sæti í
bvomm flokki verður veitt 10 þús-
xmd króna gjafabréf og 5 þúsund
króna gjafabréf fyrir 3. sætið.
Skilafrestur í samkeppnina er 10.
desember nk. Myndir skulu sendar í
pósti á heimilisfangið: Skessuhom
ehf., Kirkjubraut 54, 300 Akranesi
og munið að merkja vel myndirnar
á bakhlið þeirra (nafn, aldur, síma-
númer, heimib og skóli). Jólasög-
urnar skulu sendar á rafrænu formi
í tölvupósti á netfangið:
skessuhorn@skessuhorn.is og
einnig þar þarf að koma fram nafn
höfundar, aldur, símanúmer, heim-
ili og skóli.
Skessuhorn hvetur alla krakka á
Vesturlandi til að taka þátt í þessum
skemmtilega leik, senda okkur
myndir og sögur og hver veit - þú
gætir unnið!
Gangi ykkur vel
Góð öryggisráð
í bytjunjólaföstu
Jólin era tími kertaljósanna, raf-
magnsseríanna, en því miður oft
slysanna. Skessuhorn spjallaði við
Bjarna Þorsteinsson, slökkviliðs-
stjóra í Borgarnesi til að fá góð ráð
varðandi hvað við getum gert á að-
ventunni til að tryggja okkur, og
þeim sem okkur þykir vænt um,
gleðileg og slysalaus jól.
Kerti og skreytingar
„Nú er tími kertaljósanna að
renna upp. Það er nauðsynlegt að
sýna aðgát í meðferð óvarins elds
og mjög mikilvægt að skilja böm
aldrei eftdr ein við kertaljós. Það er
mikil hætta á því að þau fari sér að
voða, til dæmis með því að kveikja í
hárinu á sér. Þegar kemur að
skreytingum þá þarf að vanda und-
irlagið og passa að kerti og annað í
skreytingum sé stöðugt. Kerti og
skreytingar með kertum mega ekki
vera úti í gluggum. Það þarf svo lít-
ið tíl, ekki nema smá flökt eða
gegnumtrekk, að eldurinn læsist í
gluggatjöldunum og þá er herbergi
ekki lengi að verða alelda. Gardín-
ur em líka úr þannig efhum að þær
em oftar en ekki sérstaklega eld-
fimar.“
Slökkvitæki
og annar búnaður
„Það þ^rf að láta yfirfara slökkvi-
tæki heimilisins eigi sjaldnar en
þriðja hvert ár. Það er allur gangur
á því hvar þétta er gert en er oft á
þjónustumiðstöðvum sem era í
einkageiranum. Við bjóðtun upp á
þessa þjónustu hér á slökkvistöð-
inni í Borgamesi og við fáum tæki
allsstaðar af Vesturlandi. Eldvam-
arteppi á svo einnig að vera til stað-
ar á hverju heimib. Þau hafa reynst
mjög vel þegar eldur kemur upp í
eldhúsum og sjónvarpstækjum,"
segir Bjarni.
Reykskynjarar
Hann segir að það sé góð regla
að hafa reykskynjara í hverju her-
bergi. „Nú era oft tölvur og sjón-
vörp í herbergjum ungs
fólks og þar verður að
vera reykskynjari. Það er
góð regla að fara í það
núna á aðventu að skipta
um rafhlöður í reyk-
skynjuram og endur-
nýja. Það er ekkert mál
að verða sér úti um þessi
tæki, reykskynjarar fást í
byggingavöraverslunum
eða sams konar deildum
í verslunum. Við emm
til dæmis með lítið þjón-
ustuhorn hérna á
slökkvistöðinni sen hef-
ur vakið smá athygb og
mælst vel fyrir þar sem
hægt er að fá öll þessi
öryggistæki. Reyk-
skynjarar hafa marg-
sannað gildi sitt og er
besta líftrygging sem þú
getur fengið. Það er ekki svo dýrt
að endumýja þá, þetta em svona
þúsund krónur fyrir eitt stykki.“
Seríur
Bjarni segir að fólk verði að hafa
það í huga að ofhlaða ekki fjöltengi.
„Það er um að gera að kaupa viður-
kennd og góð fjöltengi með jarð-
Bjami Þorsteinsson.
tengdri kló og svo er betra að hafa
slökkvara á þeim. Það eiga allir að
gefa sér tíma tíl að yfirfara seríurn-
ar á heimibnu og athuga hvort þær
séu orðnar gamlar og trosnaðar. Þá
er bara að endurnýja þær, það kost-
ar ekki mikinn pening í dag.“
Dreifum álaginu
„A gamlárs- og aðfangadag er
margfalt álag á rafmagnstöflum
húsa. Það er tvöföld eða jafnvel
þreföld notkun á við venjulega daga
því allir em með seríumar í gangi
og að vinna í eldhúsum. Ef fólk get-
ur á einhvern hátt dreift álaginu þá
er hægt að forðast bilanir svo albr
hafi ljós.“
Komum í veg
fyrir slysin
„Það er mikilvægt að hafa þessa
hluti í huga og sýna aðgát á þessum
árstíma. Það er algjörlega óásættan-
legt að það verði manntjón í elds-
voða. Sem betur fer er fólk alltaf að
verða meðvitaðra um þessi mál og
tækin era líka endurnýjuð oftar og
era vandaðri. Samt gerast sfysin og
við verðum öll að gera okkar besta
til að koma í veg fyrir þau. Hér hjá
mér er alltaf til það nauðsynlegasta
sem þarf til eldvarna fyrir heimibn.
Ef einhver kemur í verslunarhug að
luktum dyram er best að ná í mig í
síma 437-2222,“ sagði Bjarni Þor-
steinsson, slökkvibðsstjóri í Borg-
arnesi að lokum.
GG
Tónleikamir verða í Reykholtskirkju, en með þeim erjafnan markað upphaf aðventu í
Borgarfirði.
Heilsum aðventu með
gleði og fögrum söng
Aðventutónleikar Tónlistarfé-
lags Borgarfjarðar verða haldnir í
Reykholtskirkju laugardaginn 2.
desember næstkomandi og hefjast
klukkan 20:30. Um árabil hafa
þessir tónleikar verið samstarfs-
verkefni Tónlistarfélagsins, Reyk-
holtskirkju og Borgarfjarðarpró-
fastsdæmis og sú hefð hefur skapast
að halda þá á laugardagseftirmið-
degi fyrir fyrsta sunnudag í að-
ventu. Að þessu sinni reyndist þó
nauðsynlegt að breyta tónleikatím-
anum ffá því sem verið hefur og
verða þeir því að kvöldlagi nú.
Þessir tónleikar marka í huga
margra Borgfirðinga upphaf að-
ventu og hafa þeir ávallt verið vel
sóttir. Meðal flytjenda á liðnum
áram má t.d. nefria Kammersveit
Reykjavíkur, Söngsveitina Fílharm-
óníu, Karlakór Reykjavíkur, Op-
erakór Hafnarfjarðar, Gradualekór
Langholtskirkju auk fjölmargra
þekktra hljóðfæraleikara og söngv-
ara.
Það er stjórn Tónlistarfélags
Borgarfjarðar mikil ánægja að fá nú
til bðs við sig bstamenn úr héraði,
Kammerkór Vesturlands undir
stjórn Dagrúnar Hjartardóttur.
Kammerkórinn hefur á undanföm-
um áram komið ffam við fjölmörg
tækifæri innanlands og getið sér
gott orð fyrir fágaðan söng. I vor
hélt kórinn í sína fyrstu tónleika-
ferð til útlanda og söng á tónleik-
um í Lubljana, höfuðborg Slóven-
íu. Einsöngvarar á aðventutónleik-
unum verða úr röðum kórfélaga og
undirleikarar era Jónína Erna Arn-
ardóttir píanóleikari, Ewa Tosik-
Warszawiak og Helga Steinunn
Torfadóttir fiðluleikarar, Ornólfur
Kristjánsson sellóleikari og Asgeir
Steingrímsson trompetleikari.
A tónleikunum í Reykholtskirkju
flytur Kammerkór Vesturlands
m.a. verk effir Johann Sebastian
Bach, Georg Friedrich Handel,
Andreas Hammerschmidt, Georg
Phibpp Telemann og Febx
Mendelssohn-Bartholdy auk
þekktra laga sem tengjast aðventu
og jólum. Tónleikunum lýkur með
almennum söng; tónleikagestir
taka undir með kómum og syngja
lag Sigvalda Kaldalóns við hinn
hugþekka sálm Einars Sigurðsson-
ar í Eydölum Nóttin var sú ágæt
ein.
Tónleikarnir era öllum opnir
meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir
er 1500 krónur fyrir þá sem ekki
eru meðlimir í Tónbstarfélagi
Borgarfjarðar og 1000 krónur fyrir
börn og eldri borgara. I hléi verða
kaffiveitingar í safhaðarsal Reyk-
holtskirkju.
(fréttatilkynning)