Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Side 30

Skessuhorn - 29.11.2006, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 2006 ^uisáunuiJi Gamall draumur um bónda að rætast Ármann Ármannsson, útgerðar- maður og eigandi Mið - Fossa í Borgarfirði vígir um næstu helgi með formlegum hætti nýja reiðhöll á jörð sinni. Um leið fær hesta- mannafélagið Faxi og Landbúnað- arháskóli Islands á Hvanneyri til afnota aðstöðu til keppni, kennslu í hestamennsku og námskeiðahalds. Það dylst engum sem hafa átt leið nálægt Mið - Fossum að þar hefur staðið yfir gríðarleg upp- bygging; fjósi og hlöðu hefur verið breytt í hesthús fyrir 80 hross, glæsilegur reiðvöllur hefur á liðn- um árum litið dagsins ljós og í vet- ur hefur á undra skömmum tíma risið tilkomumikil reiðhöll. Aðal- maðurinn á bak við þessar miklu framkvæmdir er útgerðarmaður- inn Ármann Armannsson. Blaða- manni Skessuhorns lék forvitni á að vita hver maðurinn væri, hvað- an hann kæmi og hver væri fram- tíðarsýn hans varðandi staðinn. Við mæltum okkur mót í hest- húsinu á Mið - Fossum og fljótlega áttar maður sig á að Ármann er ekki fyrir gauf af neinu tagi. Hann er ffamkvæmdamaður, stundvís og hefur í nógu að snúast. Við setjum okkur niður í stórri kennslustofu sem tilheyrir hesthúsinu, dreypum á kaffi og fyrst er Ármann spurður út í upprtmann. Sveitapiltur á Skarði „Ég er ættaður ffá Vestmanna- eyjum, báðir foreldrar mínir voru þaðan, en sjálfur er ég úr Reykja- vík. Frá sex ára aldri fram á ung- lingsár var ég í sveit á Skarði í Landssveit og því vanur skepnum af öllu tagi. Ég undi mér vel í sveit- inni, vildi hvergi annarsstaðar vera og fólkið þar var mér afar gott. Ég hef alltaf sagt að í sveitinni lærði maður að vinna, enda Skarð stórt og myndarlegt bú og ekki þýddi að koma sér undan verkum," segir hann með áherslu. Armann heldur áfram: „Þar vaknaði fyrst áhugi minn á skepnum og sveitalífinu en sjálfur stunda ég þónokkra hrossa- rækt í dag.“ Aðspurður um hvort einhver sérstök ræktunarstefna höfði til hans fremur en önnur svarar hann: „Ég er mikill Orra- maður og á mörg folöld undan honum en við getum sagt að þetta sé fyrst og fremst áhugamál mitt sem á eftir að þróast frekar.“ Vill að aðrir njóti aðstöðunnar En hvernig vildi það til að Ár- mann kom sér fyrir á Mið - Foss- um og hóf þar uppbyggingu? „I upphafi keypti ég 35 hektara lands af Gísla, fyrri eiganda Mið - Fossa hérna hinum megin við veg- inn þar sem við búum, ég og kon- an mín Lára Friðbertsdóttir, en seinna bauðst mér að kaupa jörð- ina, greip það tækifæri og sé ekki eftir því. Ég hef mikinn áhuga á uppbyggingu staðarins, færa fram mitt framlag til byggðarlagsins. Mér finnst ekki sá kraftur í hesta- mennskunni hér í Borgarfirði sem vel gæti orðið.“ Athygli vakti þegar samningur var gerður á milli Ármanns og for- ráðarmanna Faxa að öll aðstaðan sem félagið fær að nýta á Mið - Fossum verður því að kostnaðar- lausu sem verður teljast harla óvenjulegt og höfðinglegt. Eina skilyrðið sem sett var fyrir notkun- inni var að vel yrði gengið um staðinn og aðstöðuna. „Með samn- ingnum vonast ég til að hann geti orðið lyftistöng fyrir félagið, að t.d. barna- og ung- lingastarf geti dafnað með því að nýta reið- höllina, reiðvöllinn og aðra aðstöðu. Ég vil að aðrir njóti þess sem ég hef og get boðið upp á,“ segir hann ákveð- inn. Jafnvel Fjórðungsmót „Ég er með fullt af hugmyndum í höfðinu um frekari fram- kvæmdir og meðal þeirra er t.d. að reisa bústaði fyrir fólk sem vill dvelja á staðnum, Armann Armannsson á Mið - Fossum. hvort sem það væri að sumar- eða vetrarlagi.“ Ég spyr Ár- mann hvort stefna hans sé sú að geta haldið Fjórðungsmót á staðn- um og er greinilegt á svörum hans að það sé ekkert loku fyrir það skotið. „Það vantar nú ekki mikið í viðbót til að svo geti orðið.“ Samstarfið við Lbhl á Hvanneyri Nýverið gerði Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri samning við Ármann sem gildir næstu 12 ár og þar munu kennarar og nemendur geta nýtt aðstöðuna undir kennslu, hvort sem er verkleg eða bókleg. „Oll verkleg kennsla fer fram á Mið - Fossum hér eftir en sam- komulagið tók gildi þann 1. októ- ber sl. og má þakka það mikið Ágústi Sigurðssyni, rektori á Hvanneyri sem hefur haft mikinn metnað fyrir þessu verkefni. Það er sem betur fer allt annað viðhorf til hesta og hestamennsku í skólanum í dag og með bættri aðstöðu munu þær áherslur eiga eftir að eflast enn frekar, vona ég“. Líður vel í sveitinni ,JVIér líður ákaflega vel í sveit- inni og þrátt fyrir að eiga annað heimili í höfuðborginni og stunda vinnuna að stórum hluta þaðan, erum við hjónin mikið hér upp frá og hérna líður okkur best,“ heldur hann áfram. „Það er svo ágætt að losna undan Reykjavíkuráreitinu, njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar með því til dæmis að ríða út eða á einhvern annan hátt. Við förum alltaf í nokkrar hestaferðir á sumr- in ásamt góðum vinahópi og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.“ Ármann segir að þegar hann hafi verið yngri langaði hann alltaf að verða bóndi og uppbygging sú sem hann stendur fyrir á Mið - Fossum sé farvegur í þá átt. „Ætli ég kaupi mér ekki dráttarvélar og tæki í framtíðinni og fari að sjá um hey- skapinn sjálfur, slá tún eins og í gamla daga og rækta sveitadreng- inn í mér,“ segir hann að lokum, sposkur á svip, orðinn greinilega óþreyjufullur eftir að geta haldið áffam því sem þarf að gera, enda líklegast af nógu að taka. Við kveðjum í bili þennan mikla framkvæmdamann. Minnum á at- höfnina á laugardaginn, sem verð- ur óneitanlega einn af stóru dög- unum í hestamennsku í Borgar- r Fimmtudaginn 30. nóvember verða teknar í notkun 3 grenndarstöðvar vegna sorpflokkunar á Akranesi, þrír gámar á hverjum stað. í einn fer bylgjupappi, í annan dagblöð og tímarit og í þann þriðja fara fernur, plastumbúðir, málmar og skrifstofupappír, en í þann gám þarf innihaldið að vera aðgreint eftir flokkum og í glærum plastpokum til að auðvelda flokkun. Staðsetning grenndarstöðvanna er við Samkaup Strax, Skagaver og Bíóhöllina. Innihaldinu úr grenndargámunum er svo ekið í flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu í Hafnarfirði og þaðan er því komið í endurvinnslu bæði hér heima og erlendis. Hver er tilgangurinn með því að flokka sorp? Það er fyrst oq Tr vrst ogTremst umhverfis-og náttúrvernd. Stóran hluta sorps er hægt að endurvinna. Við getum ekki endalaust urðað allt sorp því við höfum einfaldlega ekki nægilegt landrými og kostnaður við urðun er einnig mikill. Við hvetjum þig til að taka þátt í þessu verkefni og setja Akranes í fremstu röð sveitarfélaga í umhverfismálum og náttúruvernd. Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.