Skessuhorn - 29.11.2006, Page 38
38
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
§K2SSUli©BKj
l/ÍHiAht’tfiið
Gleðileg þvt gefiir jól - guð@himnum.com
Fyrir nokkrum
árum sendi Björn
Þórleifsson skóla-
stjóri á Akureyri
ættingjum sínum og
vinum jólakvæði
sem oftar og þar í
mun vera að finna
þetta erindi um að-
ventuna:
Sumra athygli beinist að glimmer
og greinum,
glansandi skrauti og laglausum
jólasveinum,
sem textalaus jólalög kyrja
kynlegum róm
og kunna við það að birtast
á strigaskóm.
Þetta erindi minnir mig á ungan mann
sem fyrir mörgum árum var staddur á
jólatrésskemmtun og varð reiður mjög
því ófétis jólasveinninn hafði „stolið
bæði gítarnum og stígvélunum hans
pabba“. Mátti móðir drengsins standa í
ströngu að halda honum frá því að ganga
í að endurheimta þessa muni en faðir
hans hafði einhverra hluta vegna þurft að
bregða sér frá um stundarsakir.
Raunar er alveg merkilegt hvað þessi
þjóð á mikið af jólasveinum og það í öll-
um merkingum orðsins og ennþá merki-
legra hvað það er mikið til af Jóla - ein-
hverju sem við vissum ekki að væri lífs-
nauðsynlegt fyrr en kaupmennimir voru
svo góðir við okkur að upplýsa okkur þar
um. Hallmundur Kristinsson orti ein-
hvemtíman undir auglýsingalestrinum:
Gerir mýkra geðið mitt
og göngu dagsins létta.
Jóla þetta og jóla hitt,
jóla hitt og þetta.
Hallmundur setti þessa vísu inn á
„Leirlistann" og lét þess getið að vel
hefði verið við hæfi að nota þarna brag-
línuna „ekki er því að leyna“ sem hagyrð-
ingar tala gjarnan um sem stórkostlegan
hortitt eða einhvers konar superklúður.
Sæmundur Bjarnason greip hugmyndina
á lofti og bætti við:
Eykur gleði útvarpsgarg,
ekki er því að leyna.
jóla hitt og þetta þvarg
- þú veist hvað ég meina.
Hvað sem líður auglýsingaflóðinu sem
óneitanlega er tengt jólunum mun óhætt
að fullyrða að hin fyrstu jól hafa verið
allverulega frábrugðin þeim sem nú
þekkjast. Barnaskólakennari einn sem
þótti stundum óheppinn í orðum var að
tala við nemendur sína og sagði:
„Kannske hefur Jósef gefið Jesú lítinn bíl
eins og pabbar ykkar gefa ykkur í jóla-
gjöf.“ Af þessu tilefni kvað Rósberg Snæ-
dal:
Gullum missti ekki af,
oft þó brysti skilning vina.
Jesú Kristi á jólum gaf
Jósef fyrstu bifreiðina.
Mjög er það misjafht hvernig prestum
tekst tál með ræður, svo á jólum sem í
annan tíma enda raddstyrkur þeirra og
flumingsmáti vissulega einnig misjafn.
Rósberg Snædal hlýddi eitt sinn á pré-
dikun hjá séra Finnboga Kristjánssyni í
Hvammi en honum lá ekki hátt rómur:
Rýfur ekki rómur þinn
rjáfur kirkjuþaka.
Viljann fyrir verknaðinn
verður guð að taka.
Ekki veit ég hvort menn stunda það
enn að bera saman ræður og ræðustíl
presta en Gestur Einarsson ffá Hæli bar
saman ræður tveggja presta á eftirfarandi
hátt:
Annar lapskáss bar á borð
og beinakex fyrir drottins orð,
en hangikjöt og harðan fisk
hinn kom með á silfurdisk.
Á sama hátt er oft töluverður munur á
því hvað prestar leggja mesta áherslu á í
ræðum sínum og um einn ágætan klerk
var sagt að hann litd sömu augum á
hemptma og sannleikann, hvort tveggja
væri of hátíðlegt til hversdagsbrúks. Við
útgöngu úr sóknarkirkju sinni kvað
Gestur Olafeson á Akureyri:
Athuga þinn innri mann,
er þar líkt hjá flestum.
Sumir trúa á sannleikann,
sumir trúa prestum.
Þó kirkjusókn sé eins og gengur mis-
jöfii við venjulegar messur má heita ör-
uggt að allar kirkjur séu fullar af fólki á
jólunum. Stefán Stefánsson frá Móskóg-
um hafði þetta að segja um erindi kirkju-
gesta, væntanlega þó á almennum sunnu-
dögum:
Kynslóðirnar koma og fara,
klerkarnir af trúnni státa,
en kerlingarnar koma bara
í kirkju til að hósta og gráta.
Guðffæðin mun vera merkilegt fag og
ýmsar kenningar í gangi innan þeirrar
ffæðigreinar þó ég hafi nú í einfeldni
minni haldið að guð væri sá sami fyrir
alla. Séra Jón Ragnarsson hlýddi á
predikun hjá ónefhdum prestd sem vitn-
aði óspart í þekktustu guðffæðinga sam-
tímans og nokkra láma líka:
Cuðspjallið út hann lagði af list,
Ijóss var það bjartur geiri.
Vitnaði bœði í Kung og Krist
- og kannaðist við þá fleiri.
Hálfdan Á. Bjömsson hafði þetta að
segja um þá ágætu menn sem gera auka-
atriðin að aðalatriðum, hver sem trú
þeirra annars er:
Það finnast enn farísear,
frœðanna totta snuð,
trúa á trúarbrögðin,
taka þau fyrir guð.
Það er nú svo með blessaða prestana
sem aðra dauðlega menn að á einhverjum
tímapunkti lýkur starfsævi þeirra. Um
það leyti sem séra Emil Björnsson fór á
eftirlaun hittust þeir Stefán Jónsson
fréttamaður og ræddust við um stund og
kom ffam í samtali þeirra hin sterka trú
séra Emils og jafhffamt það að nú væri
hann sestur í helgan stein. Þá orti Stefán:
Ekki bilar enn hans trú,
endast mun til loka.
Séra Emil segist nú
sestur í helgan poka.
Undirbúningur jólanna hefur löngum
reynt á taugar og tékkhefti okkar meðal-
jónanna hvað þá á húsmæður sem gera
örvæntingarfullar tilraunir til að tæma
verkefnalistann áður en klukkan slær sex
á aðfangadagskvöld þó stundum hafi
manni dottið í hug að jólin kæmu nú fyr-
ir því, enda orti Sigmundur Benediktson
á Akranesi:
í Mammonsveldi kærleiks hugsjón kól,
það knýr á fast að lýður glysið borgi.
Þó meistarinn gæfi máttug ffiðarjól,
maðurinn gerði þau að sölutorgi.
Björn Ingólfsson á Grenivík hefur
greinilega verið búinn að búa sig vel
undir jólin þegar hann orti:
Ég er búinn að skreyta allan bœinn
og búa mér vel í haginn,
en verra er hitt
að veskið mitt
það verslaðist upp hérna um daginn.
Sverrir Stormsker hefur greinilega
verið að velta fyrir sér tilganginum með
öllum þessum fyrirgangi í mannskepn-
unni þegar hann orti:
Flest hér virðist feta sama stig,
fcestir vilja að náunganum hyggja.
jörðin snýst í kringum sjálfa sig.
- Sömuleiðis þeir sem hana byggja.
Fyrir allmörgum árum, á upphafcárum
kortabyltingarinnar flutti Hörður Þór-
leifeson brag í góðra vina hópi um það
merka fyrirbrigði VISA kortið sem bar
nafiiið „Korthafans kæti og raun.“ VISA
fyrirtækið komst á snoðir um tilvist
bragsins og fékk leyfi til að prenta hann á
jólakveðju fyrirtækisins. Starfcmenn voru
byrjaðir að senda út jólakveðjur þegar
forráðamenn fengu bakþanka og létu
eyðileggja upplagið. I ffamhaldi af því
mætti Hörður í viðtal í útvarpsþætti og
varð heimsffægur í einn dag og líklega
hafa fá skáld á Islandi fengið ljóð sín
prentuð í níutíuþúsund eintökum til þess
eins að vera síðan eyðilögð:
Plastið er það ágœtt eitt,
ég ekki þarf að borga neitt,
efnahagsundur er oss veitt
ef nýtti ég það sem bœrí.
Með VISA söng í veskinu mínu hrœri.
í bankakerfi að bót var gcett,
blessað fólkið var svangt og mcett,
kœtist nú gjörvöll Adams œtt
og korti þeir veifa á fœri.
Með VISA söng í veskinu mínu hrceri.
Févana hreppa fögnuð hér,
finna þeir björg í Desember,
upplitsdjarfir um allt vort sker
ofgnótt þeim plastið fceri.
Með VISA söng í veskinu mínu hrœri.
Lofum við kortsins mikla mátt,
með því höldum jólin sátt,
mörgum verður í maga brátt
mikið af þessu lceri.
Með VISA söng í veskinu mínu hræri.
Þó gjör'ég oss von til úrlausnar,
allt verði gott í Febrúar,
í mínu hjarta ei veit par
hver úrbótin skuldar væri.
Með VISA söng í veskinu mínu hræri.
Umbúðir allar út ég ber,
ótta hrollur um húð mér fer,
tek ég nú trúna nœrri mér
tigna ég þig minn kæri.
Með VISA söng í veskinu mínu hrœri.
Yfir mig breiðist óttinn snar,
æ meir er líður janúar,
emja ég fullur iðrunar
ei mig um kort nú kæri.
Með VISA söng í veskinu mínu hrœri.
Hermann Jóhannesson frá Kleifum
frétti af manni sem eins og fleirum gekk
dálítið illa að ná endum saman og greip
þá til þess ráðs að lána sjálfum sér úr
sjóði sem hann hafði umsjón með en upp
komast tæknileg mistök um síðir og lá
maðurinn undir töluverðu ámæli fyrir
tiltækið. I tdlefhi þess kvað Hermann:
Oft verða þeir loðnir um lófana
sem leiðast í slagtog við þjófana.
En ekki er þó greið
til gróða sú leið
og áhœttusöm fyrír óvana.
Sjálfur er ég alinn upp á þeim tíma
þegar epli fengust aðeins fyrir jólin og
voru óaðskiljanlegur hluti þeirra.
Kannske ennþá fasttengdari þeim í huga
mínum en rjúpur eru hjá mörgum sem
geta ekki hugsað sér jól án þeirra. Mér er
enn í minni hvað ég varð reiður og
hneykslaður 9 eða 10 ára pjakkur þegar
ég ffétti að það ætti að fara að selja epli á
öðrum árstímum. Slíkt var í mínum huga
algjör eyðilegging á jólunum og ekkert
annað. Reyndar veit ég ekki hvort böm
em yfirleitt glaðari á jólum nú en á þeim
tíma þó jólin stæðu þá aðeins í þrjá daga
og aðventan hefði ekki þá stöðu sem hún
hefur í dag. Allavega er mikill sannleikur
í þessari vísu Sverris Stormsker:
Óljós draumur djúpt í hvers
manns geði
drífur áfram lífið, fært í hlekki.
Vonin eftir varanlegri gleði
er varanleg - en það er gleðin ekki.
Stórhátíðir hafa gjaman verið notaðar
til tímasetningar ýmissa merkisviðburða
á mannsæfinni og Guðmundur Sigurðs-
son sendi vini sínum sem gifti sig á að-
fangadagskvöld eftirfarandi heillaóska-
skeyti.
Ó, hvílík dýrð, er dagsins sól
í djúpið leitar heims um ból
og blómarós á brúðarkjól
oss boðar náttúrunnar jól.
Það em líklega milli 30 og 40 ár síðan
einhver kaldhæðinn náungi setti saman
eftirfarandi jólastemningu og kannske
má finna samsvöran enn ef vel er gáð:
Nú eru jól við norðurpól,
norpa í skjóli rakkar.
Herlega góla „Heims um Ból"
heiðnir skólakrakkar.
Jólin era heldur ekki öllum sífelld
ánægja og gleði enda misjafnar aðstæður
manna. Theódóra Thoroddssen orti:
Fýkur í skjólin, skerpast hret,
skefur af hól og grundum.
Vart til sólar séð ég get,
svona eru jólin stundum.
Jólin era hátíð fjölskyldunnar og geta
verið erfið þeim sem einhverra hluta
vegna verða að vera einir og fjarri ástvin-
um sínum. Á jólakvöld 1918 sat Jón S
Bergmann einn með ketti sínum og orti:
Þegar hríðarhretin svört
himin byrgja öðrum,
sé ég ávalt bjarma björt
blik á skýjajöðrum.
Þótt mér bregðist hyllin hlý
hæfir ekki að kvarta,
meðan ég á ítök í
einu kattarhjarta.
Við skulum svo ljúka þættinum með
þessari ágætu vísu effir Stefán Vilhjálms-
son:
Nú er hátíð heims um ból
og hœfir ekki að vera domm,
gleðileg því gefur jól
gud@himnum. com
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum, 320 Reykholt
5 849 2715