Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 29.11.2006, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 §aæssi;ii@iæi Er Akranes ferðamannabœr? Það var fyrir nokkru að ég brá mér af bæ, sem ekki er í ffásögur færandi. Eftír ferðina spurði ég sjálfan mig þessarar spumingar og varð efins, þó ég hafi búið hér allan minn aldur. Eftír þessa bæjarferð sá ég nefnilega að Akranes getur verið stór ferðamannabær en til þess þarf visst átak og hugarfarsbreytingu. En málið var sem sagt það að ég fór í strætóferð tíl Reykjavíkur. Og þar sem ég var bara í strætóferð en ekki í verslunarleiðangri, legg ég í að segja frá án þess að fá bágt fyrir. Kominn niður í Austurstrætí gekk ég inn á kaffihúsið Ömmukaffi þar sem nokkrar ömmur hafa leigt kaffihús og reka í sjálfboðavinnu sér til gamans. Þar inni lenti ég í mjög áhugaverðum hringborðsumræðum um ferðamál. Kona ein í hópnum, sem býr í Hafnarfirði, hafði tekið sér far með strætó ásamt fimm vin- konum sínum. Ferðinni var heitið upp á Akranes, þræddar voru allar búðir, matur og kaffi keypt á veit- ingastað í bænum. Sagðist hún hafa skemmt sér vel og ekki trúað, að óreyndu, að það gætí verið svona gaman að fara upp á Akranes. Önn- ur kona spurði hvort strætóinn hefði ekki kostað mikið. Þegar hún ffétti hið sanna sagðist hún endi- lega þurfa að gera þetta líka og taka fjölskylduna með. Þama er kjami málsins. Eg held að við á Akranesi þurfum að átta okkur á því að strætó gengur í báð- ar áttir. Bæjaryfirvöld þurfa að girða sig í brók ásamt verslunar- og markaðstengdum atvinnugeira. Láta Stór-Reykjavíkursvæðið vita hvar Akranes er og hvemig hægt er að komast þangað á sem ódýrastan hátt. Akranes hefur margt upp á að Ifremstu röð í umhverfismálum Á morgun verður stigið stórt skref í umhverfismálum Skaga- manna þegar þrjár grenndarstöðvar í sorpflokkun verða teknar í notk- un. Fleiri slíkar verða teknar í notk- un á næstu mánuðum. Þá mun bæj- arbúum standa til boða á næstunni að fá til sín sérstaka tunnu sem ætl- uð er undir sorp tíl endurvinnslu. Það skref sem nú er stígið kemur í kjölfar samnings Akraneskaupstað- ar og Gámaþjónustunnar hf. Með þessu skrefi munu Skaga- menn komast í fremstu röð sveitar- félaga í flokkun sorps og endur- vinnslu þess. Hér er því um að ræða mikið framfaramál í umhverfismál- um og náttúruvernd. Staðreyndin er sú að stærstan hluta sorps er hægt að endurvinna og það hefur verið stefina meirihluta bæjarstjóm- ar að Akumesingar leggi sitt lóð á vogarskálina til þess að svo megi verða. Því miður hafa margir Akur- nesingar á undanförnum ámm lagt talsvert á sig við flokkun sorps til einskis því eins og alhr vita var allt sorp urðað á sama stað. Nú verður þar breyting á því sorp það sem í grenndarstöðvarnar kemm fer til endurvinnslu innanlands og utan. Skagamenn munu ömgglega ekki láta sitt eftir liggja í sorp- flokkun þeg- ar þeir fá nú vissu fyrir því að flokkun þeirra skilar árangri í endurvinnslu. Þegar þetta skref hefur verið stigið bíða fleiri spennandi skref í um- hverfismálum sem meirihluti bæj- arstjómar hefur heitið að stíga með stuðningi bæjarbúa. Gunnar Sigurðsson. Höfundur erforseti bœjarstjo'mar Akraness. bjóða. Söguna, bæinn, náttúmna og fleira. Þetta þarf að selja með öfl- ugri markaðssetningu. Því hér hin- um megin við flóann búa yfir 100.000 manns og ef við fáum bara nokkra 6-10 manna hópa í hverri strætóferð, verður Akranes ótrúlega stór ferðamannabær, án þess að nokkur eiginlega átti sig á því. Við getum búið okkur til eitthvert gott Pmmnn^ slagorð eins og: „A Akra- nesi færðu allt.“ Eða: „Ef það er ekki til, reddum við því.“ Kristján Heiðar Baldursson, Akranesi Frábœr matur ogþjónusta á Hótel Glym í Hvalfirði Sunnudaginn 26. nóvember sl. bauð Hótel Glymur öllu starfsfólki Fjöliðjunnar í jólahlaðborð. Það er ekki hægt að segja annað en að okkur í Fjöliðjunni hafi komið það skemmtilega á óvart þegar okkur barst boð um að koma til þeirra í hið glæsilega jólahlaðborð sem Hótel Glymur hefur upp á að bjóða. Hótel Glymur er ekki eins og önnur hótel, andrúmsloftið er með allt öðmm hætti en maður á að venjast. Þegar komið er inn er mik- ill hlýleiki í öllu, umhverfi og ekki síður í starfsfólki, mjög persónulegt og notanlegt í alla staði. Þarna numm við tæplega 50 starfsmenn mikillar og góðrar þjónusm og ekki var maturinn síðri, hann glæsilega borinn ffam og góður eftir því. Þetta kvöld verður okkur öllum ógleymanlegt og hvet ég alla sem vilja gera vel við sig í mat og drykk, endilega að kíkja til Hansínu og hennar starfsfólks og láta þau dekra við ykkur, þið verðið ekki fyrir von- brigðum. Enn og aftur kærar þakkir ffá Fjöhðjtmni og starfcfólki hennar fyrir yndislega kvöldstund á góðrnn stað í fallegu umhverfi. Þorvarður B Magnússon Forstöðumaður Fjöliðjunnar Fiskihornið S:431-2595 Höfum opnað nýja og glæsilega fiskbúð að Ægisbraut 29 Akranesi. Fjölbreytt úrval af fiski og fiskréttum. Opið frá 10-18 Verið Velkomin - Heddý og Jói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.