Fréttablaðið - 11.09.2019, Page 4

Fréttablaðið - 11.09.2019, Page 4
Ólíklegt er að Jón Gunnarsson haldi for- mennsku í umhverfis- og samgöngunefnd enda á VG réttinn nái minnihlutinn ekki samkomulagi. Sparaðu allt að 50-70%! info@fedaszdental.huHafðu samband: + 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is Fyrir Eftir Tannlækningar í Ungverjalandi ✿ Fyrstu tveir leggir Borgarlínunnar Lækjartorg Hamraborg Ártún SAMGÖNGUMÁL Framkvæmdir við Borgarlínuna munu hefjast árið 2021 og liggja nú fyrstu tveir legg- irnir fyrir, sem mætast á Lækjar- torgi. Er það annars vegar leiðin Lækj- artorg-Ártún. Hún mun liggja upp Hverfisgötuna og Laugaveginn að Suðurlandsbrautinni. Þaðan yfir nýja brú yfir Sæbraut og Geirsnef að endastöð við Krossmýrartorg í nýju Ártúnshverfi. Hins vegar er það leiðin Lækjar- torg-Hamraborg. Gengur hún, líkt og leið 1 hjá Strætó, frá Lækjartorgi að Háskóla Íslands og þaðan í gegn- um Vatnsmýrina að fyrirhugaðri brú frá Fossvogi yfir í Kópavoginn að endastöð við Hamraborg. Áætlað er að þessir tveir fyrstu leggir muni koma til með að kosta 16,2 milljarða króna. Hver vagn mun geta rúmað 150 farþega í einu. – khg Fyrstu leggir Borgarlínunnar skýrast ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti við upp- haf þings í gær breytingar á stjórn- un þingfunda. Þingmanni úr sama f lokki og ræðumaður verður framvegis ekki heimilt að veita andsvar við ræðu. Þá verða andsvör ekki heimiluð við endurteknar fimm mínútna ræður þingmanna. Er þetta gert til að reyna að minnka óhóflega notkun á andsvörum til að lengja umræður í þinginu. „Þetta er kannski fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að færa andsvör aftur til þess sem þeim var ætlað í upphafi, að vera raunverulega and- svör. Vissulega getur það líka stytt umræður en það verkfæri dugar nú skammt því eftir sem áður verða þingsköp óbreytt, það er að þing- menn hafa óendanlega margar fimm mínútna ræður,“ segir Stein- grímur. Áður fyrr átti hver þingmaður tvær ræður við aðra umræðu laga- frumvarpa og voru þær ræður án tímamarka. Þingsköpum var breytt í núver- andi horf til að stemma stigu við löngum ræðum þingmanna. „Þær breytingar voru nú kannski ekki hugsaðar til að stemma stigu við málþófi heldur aðeins að koma böndum á þessar löngu ræður,“ segir Steingrímur. Áfram verður unnið að endur- skoðun þingskapalaga í samvinnu við alla þingflokka á Alþingi. „Þessi vinna mun fara fram í vetur og mikilvægt að sátt náist um breytingar á þingsköpum. Það gæti því orðið þannig að ný þingskapa- lög taki gildi við upphaf nýs kjör- tímabils,“ bætir Steingrímur við. – sa Andsvör samflokksmanna á þingi verða bönnuð Steingrímur J. Sigfússon. STJÓRNMÁL Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki sam- komulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að f lokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingf lokks minni- hlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Mið- flokksins um breytingar á nefnda- skipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum f lokksins hefur fjölgað um tvo og er f lokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarand- staðan formennsku í þremur þing- nefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðar- nefnd og Samfylkingin í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd en sam- kvæmt samkomulagi f lokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Óla- son hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingf lokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvern- ig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisf lokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkur- inn er orðinn stærstur stjórnarand- stöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlut- ans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Sam- fylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helga- dóttur, þingmanni Samfylkingar- innar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Mið- f lokkurinn er stærstur stjórnar- andstöðuf lokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Berg- þóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á for- sendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmunds- syni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guð- brandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefnd- inni, svo mjög reyndar að stjórnar- slitum hefur verið hótað. adalheidur@frettabladid.is Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í um- hverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BANDARÍKIN Donald Trump Banda- ríkjaforseti tilkynnti á Twitter í gær að hann hefði beðið þjóðaröryggis- ráðgjafann John Bolton að segja af sér. „Ég lét John Bolton vita í gær- kvöldi [fyrrakvöld] að þjónustu hans væri ekki lengur óskað í Hvíta húsinu. Ég var mjög ósammála mjög mörgum tillögum frá honum, og það á líka við um aðra í ríkisstjórn- inni,“ skrifaði Trump. „Því bað ég John að skila inn afsagnarbréfi, sem ég fékk í hend- urnar í morgun. Ég þakka John innilega fyrir þjónustuna. Ég mun útnefna nýjan þjóðaröryggisráð- gjafa í næstu viku,“ skrifaði for- setinn svo. Bolton tók við stöðunni af hers- höfðingjanum HR McMaster ekki síst vegna herskárra skoðana um samskipti Bandaríkjanna og Íran. Studdi hann meðal annars ákvörð- un Trumps um að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamningi vesturveld- anna við Írani en svo virðist sem hann hafi verið ósammála forset- anum í helstu atriðum um málefni Afganistans og Norður-Kóreu. –oæg Trump búinn að reka Bolton Trump og Bolton í ágúst síðast- liðnum. NORDICPHOTOS/GETTY SAMFÉLAG Íslenska f lugfélagið Air Atlanta f laug í gær með Frans páfa heim til Rómar úr ferðalagi hans til Afríku en í tilkynningu frá f lug- félaginu kemur fram að páfinn hafi verið bæði vingjarnlegur og auð- mjúkur. Páfinn hefur undanfarna daga verið í heimsókn í austurhluta Afríku og meðal annars heimsótt Mósambík, Máritaníu og Mada- gaskar. Hann er nú á heimleið með flugvél íslenska flugfélagsins og var haldin stutt athöfn fyrir brottför á f lugvellinum áður hann gekk um borð í vélina, sem er af gerðinni Airbus TF EAB. Kemur fram forsvarsmönnum f lugfélagsins þótti þetta mikill heiður. Páfinn hafi eins og áður segir verið bæði vingjarnlegur og auðmjúkur við brottför. – oæg Páfinn flaug með Atlanta 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -6 A 4 8 2 3 B F -6 9 0 C 2 3 B F -6 7 D 0 2 3 B F -6 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.