Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 16
Við erum afar sérhæfð en við erum að keppa við fyrirtæki á borð við Microsoft. Við erum því ekki að keppa við neina aukvisa. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá Ensku úrvals-deildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. Eins og greint var frá í fyrradag hefur norræna f jölmiðlafyrir- tækið Nordic Entertainment Group (NENT) ákveðið að gera Íslending- um kleift að gerast áskrifendur að efnisveitunni Viaplay á fyrri helm- ingi næsta árs. Í fréttatilkynningu NENT kom fram að í gegnum efnisveituna væri hægt að nálgast beinar útsendingar af fjölmörgum íþróttaviðburðum, þar á meðal af leikjum í Ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild- inni. Síminn hefur sýningarrétt á Ensku úrvalsdeildinni en Sýn á Meistaradeildinni. Í svari Símans við fyrirspurn Markaðarins segir að Viaplay muni ekki geta sýnt frá Ensku úrvalsdeildinni. „Svona virka samningar um sýningarrétt. Rétt eins og margir þekkja að úrval efnis á Netf lix Viaplay getur ekki sýnt frá Enska boltanum eða Meistaradeildinni er mismunandi eftir löndum allt eftir því hvernig samningar um sýningarrétt dreifast á milli aðila og landa. Sama má segja um Ama- zon Prime Video og í raun allar streymisveitur. Viapla eru svo með fleira efni í sinni veitu en bara Enska boltann sem mun ekki verða aðgengilegt á Íslandi þar sem við eða aðrir erum með gilda samninga hér á landi,“ segir í svari Símans. Þá er tekið fram að Viaplay muni vafa- laust virða þá samninga sem fyrir eru. Sýn tekur í sama streng. „Að því marki sem um er að ræða efni, sem Sýn á einkarétt til sýninga á hér á landi, mun Viaplay ekki geta streymt hlutaðeigandi efni hér á landi. Þetta á meðal annars við um Meistaradeildina,“ segir í svari Sýnar. – þfh Síminn hefur sýningarrétt á Enska til þriggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða. Þetta kemur fram í umsögn VBM um frumvarpsdrög sem ætlað er að innleiða Evrópureglugerðina CSDR en hún felur í sér auknar kröfur til verðbréfamiðstöðva. Starfsemi Verðbréfmiðstöðvar- innar mun hefjast á næstu mánuð- um og Nasdaq verðbréfamiðstöð að því leyti eina virka verðbréfamið- stöðin á íslenskum markaði. „Þess má geta að eftir að VBM boðaði innreið sína á markaðinn hefur Nasdaq verðbréfamiðstöð a.m.k. í þrígang lækkað gjaldskrá sína,“ segir í umsögninni. VBM bendir á að Nasdaq hafi reynt að byggja upp lagalegar og tæknilegar hindr- anir sem standa í vegi fyrir flutningi milli verðbréfamiðstöðva. „Þess merki má raunar sjá í reglum Nasdaq verðbréfamiðstöðv- ar þar sem segir að óski útgefandi afskráningar þurfi fullnægjandi samþykki eigenda raf bréfanna í stað þess að ákvörðun stjórnar nægi líkt og þegar bréf eru tekin til skráningar. Sömuleiðis, að Nasdaq verðbréfamiðstöð leggur mat á það hverju sinni hvort forsendur séu til staðar til að afskrá bréfin. Miðað við reglur Nasdaq gæti t.d. einn eigandi raf bréfa staðið flutningi í vegi.“ VBM telur að einfaldasta leiðin til að tryggja samkeppni á markaðin- um sé sú að útgefandi raf bréfa geti sagt upp útgáfusamningi og tekið bréfin í heild sinni til skráningar í annarri verðbréfamiðstöð. Hefur fyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyr- issjóða og einkafjárfesta, nú þegar kært Nasdaq verðbréfamiðstöð til Samkeppniseftirlitsins fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Misnotkunin felist í óbreyttri varðveisluþóknun úr hendi reikn- ingsstofnana, jafnvel þótt þær kjósi að færa réttindaskráningu yfir til VBM. Ákvað Samkeppniseftirlitið að taka málið til sérstakrar skoð- unar. – þfh Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva Sjóður í rekstri Stefnis, SÍA III, hefur keypt yfir 90 prósenta hlut í tækni-fyrirtækinu Men&Mice. Magnús Eðvald Björns-son, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og nokkrir aðrir lykilstjórnendur eiga það sem eftir stendur. Kaupverðið fæst ekki upp- gefið. Magnús Eðvald segir í samtali við Markaðinn að nýir hluthafar muni styðja við frekari vöxt fyrirtækis- ins. „Við erum að fá inn hluthafa sem getur stutt við bakið á okkur í vaxtarfasa.“ Seljendur eru meðal annars Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins sem fór með 27 prósenta hlut og stofnendurnir Jón Georg Aðal- steinsson og Pétur Pétursson sem áttu samanlagt 30 prósent. 52 prósenta vöxtur Tekjur Men&Mice hafa vaxið hratt á undanförnum árum og námu 7,5 milljónum dollara, jafnvirði 940 milljóna króna, á síðasta ári. Á milli áranna 2017 og 2018 var vöxturinn 52 prósent. Hagnaður síðastliðins árs var 2,2 milljónir dollara, jafn- virði 276 milljóna króna. Magnús bjó í 19 ár á Bostonsvæð- inu í Bandaríkjunum. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá Brandeis-háskóla og starfaði síðast sem stjórnandi í vöruþróun hjá Oracle með 80 undirmenn í þremur löndum. Hann segir að Men&Mice auð- veldi fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir öll sín net og einfaldi stjórnun netkerfa. Innan meðalstórra og stórra fyrirtækja vinni teymi við að tryggja að netið hjá þeim virki, til dæmis tryggi að allt gangi snurðu- laust fyrir sig þegar nýr vélbúnaður sé tengdur og það geti ráðið tíma- bundið við álagstíma. „Við búum til tól sem hjálpar upplýsingatækni- teymunum að sinna sínu starfi.“ Microsoft, Intel, Nestlé Hvers vegna eruð þið á mikilli sigl- ingu núna? „Við höfum verið að fá nýja og stærri viðskiptavini. Á meðal við- skiptavina eru Microsoft, Intel, Nestlé, Unilever, Comcast og McA- fee. Nýjasti samningurinn, sem er sá stærsti hingað til, er við Fedex. Þeir sem stóðu að rekstri fyrir- tækisins á árum áður gerðu krafta- verk. Það er með ólíkindum að þeim hafi tekist að komast inn fyrir dyrnar hjá fyrirtækjum á borð við Microsoft og Intel. Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins á einnig heið- ur skilið fyrir að hafa stutt við þessa vegferð. Ég gekk til liðs við fyrirtækið sumarið 2016. Í kjölfarið hófst stefnumótunarvinna og ákveðið var að færa vöruna nær skýinu. Það gerði það að verkum að auð- velt var að tengjast þeim sem bjóða upp á skýjaþjónustu eins og Ama- zon, Google og Microsoft. Varan er hönnuð til að vera sveigjanleg. Fyrirtæki vinna nefnilega oft með fleiri en eina skýjaþjónustu og reka jafnvel til viðbótar netþjóna innan veggja fyrirtækisins.“ Þið horfið til enn frekari vaxtar með tilkomu nýs hluthafa? „Fyrirtæki ganga í gegnum mis- munandi æviskeið. Þau byrja sem sprotar og höfuðáhersla er lögð á að skapa vöru og fá staðfestingu á að viðskiptahugmyndin gangi upp. Stofnendur, englafjárfestar og sjóðir eins og Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins fjármagna þá vegferð. Gangi allt að óskum hefst vaxtarfasi og þá þurfa oft aðrir fjárfestar, sem eru fjársterkari, að leggja fram fé, eins og til dæmis framtakssjóðurinn SÍA III. Til að Men&Mice geti vaxið þurfum við fjárfesti með fjármagn, tengingar við aðra fjárfesta og rétt hugarfar. Það er líka ánægjulegt að Nýsköp- unarsjóðurinn geti nú selt hlut sinn og nýtt fjármagnið til að fjárfesta í f leiri sprotafyrirtækjum.“ Taldir þú að fyrirtækið vantaði vaxtarfjárfesti í hluthafahópinn? „Þeir sem eru nú að selja sinn hlut voru búnir að vera hluthafar lengi og fannst kannski tímabært að hverfa á braut. Það getur verið hollt að gera breytingar og fá nýja fjárfesta inn sem geta tekið við kef linu og fylgt félaginu áfram. Það er samhljómur á meðal okkar um vegferðina sem við erum á og hvert skuli stefna. Fyrirtækið er vel rekið, það skilar hagnaði og er ekki með vaxtaberandi skuldir. Varan er f lott og við erum að þjónusta stór og öflug fyrirtæki. Við erum líka á stórum markaði sem er að vaxa um 10-20 prósent á ári. Það er því mikið tækifæri til staðar sem hægt er að grípa ef rétt er haldið á spilunum. Fjárfestingarsjóðir eins og SÍA III hafa hingað til einkum fjárfest í rótgrónari rekstrarfélögum. Þetta er í fyrsta skipti svo ég viti til sem sjóður á borð við þennan fjárfestir í þekkingarfyrirtæki. Nú er búið að ryðja brautina fyrir önnur hug- búnaðarfyrirtæki sem þurfa á fjár- magni að halda til að vaxa. Það yrði afar spennandi þróun. Það er fjöldi öflugra íslenskra tæknifyrirtækja með góða rekstrarsögu sem henta sjóðum sem þessum.“ Fjölgi um tíu starfsmenn Hversu mikið mun starfsmönnum fjölga á næstu misserum? „Ég vonast til þess að starfs- mönnum muni fjölga um tíu á næstu sex mánuðum í um 40. Nýju starfsmennirnir munu starfa í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Íslandi. Um 70 prósent af áskriftar- tekjunum koma frá Bandaríkjunum og það sem eftir stendur frá Evrópu, aðallega Þýskalandi. Við munum því einkum vaxa í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það er varasamt að vaxa of hratt en við reynum að gera það með skipulögðum hætti.“ Eru keppinautarnir margir? „Já, tíu til fimmtán fyrirtæki um heim allan.“ Það hljómar nú ekki mikið? „Við erum afar sérhæfð en við erum að keppa við fyrirtæki á borð við Microsoft. Við erum því ekki að keppa við neina aukvisa. Ráðgjafarfyrirtækið Gartner birti skýrslu við upphaf árs þar sem fram kom að Men&Mice væri eitt af fjór- um markverðustu fyrirtækjunum á þessu sviði. Við komum vel út úr samanburðinum. Hér starfa um 30 manns en keppinautur okkar Info- blox er með 1.500 starfsmenn og BlueCat er með 400 til 500 starfs- menn. Okkur tekst að standa uppi í hárinu á þeim og hafa betur í baráttunni um viðskiptavini. Intel greindi til að mynda samkeppnina og prófaði vörur frá tveimur fyrir- tækjum. Þeim þótti okkar vara betri miðað við þeirra þarfir.“ Það er áhugavert að Microsoft, sem er keppinautur, sé á meðal við- skiptavina ykkar? „Já, mikið rétt. Þótt Microsoft sé keppinautur þá er varan þeirra sniðin að minni fyrirtækjum. Hún hefur ekki þá virkni og sveigjan- leika sem þarf fyrir stærra umhverfi sem fyrirtæki á borð við Microsoft þurfa.“ Sjóður Stefnis kaupir í Men&Mice SÍA III getur stutt við fyrirtækið í vaxtarfasa. Men&Mice starfar á markaði sem vex 10-20 prósent á ári. Fjárfestingarsjóðir í rekstri bankanna hafa hingað til einkum fjárfest í rótgrónari rekstrarfélögum. Horfa til vaxtar í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Magnús er doktor í tölvunarfræði og starfaði áður hjá Oracle með 80 undirmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -7 4 2 8 2 3 B F -7 2 E C 2 3 B F -7 1 B 0 2 3 B F -7 0 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.