Fréttablaðið - 11.09.2019, Side 36
Ég held að fólk
sakni þess að
fara á Kefla vík ur flug völl
til þess að stíga upp í
fjólu bláa flug vél og fljúga
eitt hvert.
Michele Roosevelt Edwards,
athafnakona
Stjórnar-
maðurinn
06.09.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 11. september 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Er bókhaldið
ekki þín
sterkasta hlið?
BÓKHALD | LAUN | SKATTUR | RÁÐGJÖF
Tekjur Iceland Travel, dótturfélags Icelandair og einnar stærstu ferðaskrifstofu landsins, drógust
saman um tæp 16 prósent á milli ára
samkvæmt nýbirtum ársreikningi.
Tekjur félagsins námu 88 milljónum
evra, jafnvirði 12,2 milljarða króna, á
síðasta ári samanborið við tæplega
105 milljónir evra á árinu 2017. Að
sama skapi drógust rekstrargjöld
saman um rúm 16 prósent. Iceland Travel hagn-
aðist um 1,3 milljónir evra, jafnvirði 180
milljóna króna, á síðasta ári samanborið
við 335 þúsund evrur á árinu 2017.
Stjórn félagsins leggur til að greiddur
verði 111 milljóna króna arður til eig-
andans, Icelandair. Þá er gert ráð fyrir að
söluferli á Iceland Travel hefjist í haust.
Björn Víglundsson var nýlega ráðinn
framkvæmdastjóri Iceland Travel en
hann kom í stað Harðar Gunnarssonar
sem hafði leitt félagið í tæpan áratug. – þfh
Samdráttur hjá Iceland Travel
Björn Víglunds-
son fram-
kvæmdastjóri
Afdráttarlausar yfirlýsingar
menntamálaráðherra um að
vilja Ríkisútvarpið út af auglýs-
ingamarkaði hafa vakið nokkra
athygli. Sem eðlilegt er hefur
ráðherrann þó þann varnagla á
að vilja vanda til verka og tryggja
að þær auglýsingatekjur sem RÚV
verður af renni ekki beinustu
leið til alþjóðlegra risa á borð við
Google og Facebook.
Ráðherrann er ekki einn um að
hafa áhyggjur af ægivaldi tækni-
risanna. Evrópska samkeppnis-
eftirlitið sektaði Google sem
kunnugt er um 9 milljarða Banda-
ríkjadala fyrir að hamla sam-
keppni. Sama fyrirtæki sætir nú
rannsóknum í Bandaríkjunum og
er gefið að sök að vera í einokunar-
stöðu á auglýsingamarkaði. Rann-
sakendur segja að Google nýti
yfirburðastöðu sína meðal annars
til þess að stjórna f læði upplýsinga
og frétta á netinu. Google og
Facebook eru samanlagt með um
60% markaðshlutdeild í auglýs-
ingasölu á netinu vestanhafs.
Auðvitað er það alvarlegt ef einn
aðili misnotar aðstöðu sína og
síar út upplýsingar sem ekki eru
þóknanlegar. Ekki síður alvarleg
er hins vegar sú staðreynd að
Google og Facebook hafa aftengt
hið hefðbundna tekjumódel
fjölmiðla. Tekjumódel inter-
netrisanna byggist ekki síst á því
að vísa í fréttir um málefni líðandi
stundar. Fjölmiðillinn sem vann
fréttina fær hins vegar ekkert
greitt.
Hefðbundnir fjölmiðlar eru því
að stórum hluta orðnir fríar efnis-
veitur fyrir internetrisana, og
með því hefur skapast ákveðin til-
vistarkreppa sem ekki hefur verið
ráðið fram úr. Þessi vandi er enn
greinilegri á smærri mörkuðum,
eins og hér á landi.
Sennilega er það sanngjarnt að
þeir sem búi til efnið fái greitt fyrir
það. Þá skekkju hefur markaðnum
ekki tekist að leiðrétta. Raunar
á það ekki einungis við gagn-
vart fjölmiðlum, heldur einnig
tónlistarmönnum til að mynda,
sem hafa nánast ekkert upp úr
streymisveitum eins og Spotify.
Auðvitað er það rétt að RÚV á
ekkert erindi á auglýsingamarkað.
Hins vegar er það líka rétt hjá
ráðherra að binda þarf þannig um
hnútana að tekjurnar f læði ekki
rakleiðis úr landi. Slík aðgerð yrði
aðeins til að veikja innlenda fjöl-
miðla enn frekar.
Putti í stífluna
1
1
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
B
F
-5
B
7
8
2
3
B
F
-5
A
3
C
2
3
B
F
-5
9
0
0
2
3
B
F
-5
7
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K