Fréttablaðið - 11.09.2019, Side 39

Fréttablaðið - 11.09.2019, Side 39
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 11. SEPTEMBER 2019 Viðburðir Hvað? Menningarganga Hvenær? 12.15-13.00 Hvar? Gerðarsafn og nágrenni Jón Proppé listfræðingur gengur um nágrenni Menningarhúsanna í Kópavogi og dregur fram áhrifin sem framandi menningarheimar höfðu á listsköpun Gerðar Helga- dóttur. Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir. Hvað? Fikt á tilraunaverkstæði Hvenær? 15.00-17.00 Hvar? Gerðuberg, Breiðholti Starfsmaður getur leitt fólk gegnum verkefni eins og að prenta í þrívídd, skera límmiða og forrita. Hvað? Kínverskur bíódagur Hvenær? 18.30 Hvar? Veröld, hús Vigdísar Boðið upp á kvikmynd byggða á hinu sígilda kínverska bók- menntaverki Thunderstorm. Enskur texti. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir! Hvað? Töfrum slungin Hvenær? 17.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Grófinni, Ljósmyndasýning sem lýsir upp- lifun Söru G. Amo, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu, af Íslandi. Blanda af list- og heim- ildaljósmyndun. Dúóið ƷƐb әnd Iːwa (Jeb og Iwa) leikur blöndu af vestrænu rokki og hefðbundinni austurlenskri tónlist. Boðið upp á veitingar og snakk fyrir grænkera. Tónlist Hvað? Öll píanóeinleiksverk John Speigth Hvenær? 15.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Peter Máté leikur sjö verk fyrir einleikspíanó eftir John Speight. Það nýjasta, samið 2018, verður frumflutt á tónleikunum. Hvað? Minningartónleikar um Loft Gunnarsson Hvenær? 20.00 Hvar? Háskólabíó Loftur hefði orðið fertugur í dag, hefði hann lifað. Fram koma: Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal, Syca- more Tree, Elín Ey, Krummi, Teitur Magnússon, K.K. og GÓSS. Öll innkoma rennur í bættan aðbúnað utangarðsfólks. Orðsins list Hvað? Skálholt á kaþólskri tíð og lútherskri Hvenær? 12.05 Hvar? Þjóðminjasafnið, fundarsalur Helgi Þorláksson, fyrrverandi pró- fessor, heldur fyrsta hádegisfyrir- lestur haustsins á vegum Sagn- fræðingafélags Íslands. Hvað? Ljóðakaffi Hvenær? 20.00-22.00 Hvar? Gerðuberg, Breiðholti Skáldin Brynja Hjálmsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson, Eva Rún Snorradóttir, Haukur Ingvarsson og Ragnar Helgi Ólafsson taka þátt. Eftir hlé eru skáld meðal gesta hvött til að lesa upp. Gestir geta fengið sér kaffi og með því. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Kynning á deiliskipulagslýsingu: Frístundasvæði Miðdal Mosfellsbæ Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Fyrir gerð deiliskipulags á 5 ha lóð, lnr. 213970 sem staðsett er milli Nesjavallarvegar og Selvatns. Megin viðfangsefni deiliskipu- lagsins er að skipta landinu upp í 5 lóðir, ákveða stærðir húsa, staðsetja vegi, byggingareiti og vindmillur sem sjá eiga svæðinu fyrir rafmagni. Í aðalskipulagi er lóðin á svæði sem skilgreint er fyrir frístundabyggð, 530-F. Í deiliskipulagslýsingum kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina. Upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli hvað varðar kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skipulagsfulltrúa. Deiliskipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ og hana má einnig finna á heimasíðu bæjarins á slóðinni: mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna má skila til þjónustuvers Mosfellsbæjar eða til undirritaðs fyrir 2. október 2019. 11. september 2019 Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar olafurm@mos.is Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Að mæla árangur með hagvexti eða hamingju Uppbygging velsældarhagkerfa Forsætisráðuneytið, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Wellbeing Economy Governments og OECD kynna alþjóðlega ráðstefnu Aðalbygging Háskóla Íslands Mánudaginn 16. september kl. 8:30-12:00 Aðgangur er ókeypis og fer ráðstefnan fram á ensku Ísland, Skotland og Nýja Sjáland gengu til samstarfs um mótun velsældar- hagkerfa undir yfirskriftinni Wellbeing Economy Governments (WEGo) árið 2018. Samstarfið felur í sér mótun sameiginlegrar sýnar á hvernig ríki geta aukið vellíðan, jöfnuð og sjálfbæran vöxt. Á ráðstefnunni verður fjallað um þetta starf og um endurskoðun þessara ríkja á mælikvörðum á velgengni sem mun hafa áhrif á áherslur í allri opinberri stefnumótun. Ráðstefnan leiðir saman alþjóðlega leiðtoga og sérfræðinga á sviði velsældarmála. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun meðal annars kynna tillögur nefndar að velsældarmælikvörðum fyrir Ísland sem verða lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Dagskrá Kaffi og te í boði frá kl. 8:00 8:30-10:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Derek Mackay, fjármála- og efnahagsráðherra Skotlands Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands 10:00-10:30 Kaffihlé 10:30-11:50 Pallborðsumræður með frummælendum Dr. Gary Gillespie efnahagsráðgjafi skosku heimastjórnarinnar stýrir pallborðsumræðum Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari Hagvöxtur og þjóðarframleiðsla hafa um skeið verið hinir hefðbundnu mælikvarðar á árangur hagkerfa. Í því samhengi hefur hins vegar láðst að líta til annarra þátta sem mynda öflug og sjálfbær samfélög. Ósjálfbær nýting auðlinda, aukinn ójöfnuður og framleiðslu- og neysluhættir sem ýta undir loftslagsbreytingar valda óstöðugleika til framtíðar og ógna öllu lífríki jarðar. Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið FRETTABLADID.IS Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinuá Facebook og Instagram á frettabladid.is hlustaðu þegar þér hentar HelginLifum lengur Hismið M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 1 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B F -6 5 5 8 2 3 B F -6 4 1 C 2 3 B F -6 2 E 0 2 3 B F -6 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.