Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
595 1000
Frábært verð!
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
v
COSTADEL SOL
ve
rð
t
28.maí í 12 nætur
Frá kr.
99.995
Flug frá kr.
59.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Humlur í hremmingum, skrifar Er-
ling Ólafsson skordýrafræðingur á
facebooksíðu sína, Heimur smádýr-
anna. Hann segir að alla jafna fljúgi
drottningarnar um á þessum tíma
árs nývaknaðar af vetrardvalanum,
iðnar við að lepja í sig hunangssafa
víðireklanna, safna frjókornum
þeirra og leggja drög að sumar-
búskapnum. Mun minna hafi hins
vegar farið fyrir þeim á suðvestan-
verðu landinu en venjulega og lík-
legt sé að rigningin samfellda síðast-
liðið sumar valdi því.
„Í fyrrasumar áttu þernur í erfið-
leikum með að fljúga um og afla
fanga í rennblautum blómunum.
Framleiðsla nýrra haustdrottninga
varð af þeim sökum með minnsta
móti. Ef minnið er ekki að bregðast
þá hefur viðjan oft verið iðnari við að
blómgast en þetta vorið. Hún er
humlunum í görðum okkar afar
mikilvæg sem fyrsta orkulind. Nú er
bara að vonast eftir góðri sumartíð
svo humlurnar nái að byggja sig upp
á ný. Fátt er sumarlegra en suðandi
humlur flögrandi á milli blóma í góð-
viðri,“ skrifar Erling.
Til þessa segist hann aðeins hafa
séð eina drottningu trjágeitungs og
gæti ástandið verið svipað hjá þeim
og humlunum, en þó sé heldur
snemmt að fullyrða um það. Kóln-
andi veður með kaldri tungu úr
norðrinu sé víst til að tefja vorkom-
una í smádýralífinu.
Bobbi í garði forstjórans
Fram kemur á facebooksíðu Nátt-
úrufræðistofnunar að við vorverkin í
garði sínum í Kópavogi fyrir
skömmu hafi Jón Gunnar Ottósson,
forstjóri NÍ, fengið óvæntan glaðn-
ing. Þar var um að ræða myndar-
legan kuðungssnigil með 3,5 cm kuð-
ungshúsi. Hann lá í beði, falinn í
gróðurleifum frá síðasta hausti, og
spurning sé hvort snigillinn hafi ver-
ið þar í dvala yfir veturinn.
Um garðabobba var að ræða, en
hann berst hingað af og til með varn-
ingi og er mun stærri en íslenskir
kuðungasniglar. aij@mbl.is
Humlurnar í hremmingum
Rigningar síðasta sumars valda þeim vanda Fátt er
sumarlegra en suðandi humlur, segir skordýrafræðingur
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Drottning Alla jafna lætur hús-
humlan mest fyrir sér fara á vorin.
Morgunblaðið/Hari
Ráðherra Mynd frá kynningu Lilju
á frumvarpinu í upphafi árs.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Breytingar sem gerðar hafa verið á
fjölmiðlafrumvarpi mennta- og
menningarmálaráðherra eru til
þess fallnar að styrkja ritstjórnir
meira en gert var ráð fyrir í drög-
um frumvarpsins.
Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, en frumvarpið snýr að
styrkjum til einkarekinna fjölmiðla.
„Breytingarnar eru ekki um-
fangsmiklar en með þeim er komið
til móts við þær ábendingar sem
hafa borist. Breytingartillögurnar
miða að því að efla ritstjórnir enn
frekar en var gert í fyrstu drögum.
Megininntak, skilyrði og annað
slíkt er svipað upprunalegum drög-
um,“ segir Lilja.
Lilja kynnti breytt frumvarp fyr-
ir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í
gær. „Það var mjög góður fundur,
ég fór yfir megininntak frumvarps-
ins og hvaða breytingar hafa orðið
á því.“ Hún segir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins jákvæða fyrir
breyttu frumvarpi en drög frum-
varpsins voru gagnrýnd af nokkr-
um þingmönnum flokksins þegar
þau voru lögð fram í byrjun árs.
„Ég tel að það sé alveg ljóst að
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins,
eins og þingflokkur Vinstri-grænna
og Framsóknarflokksins, verði já-
kvæður þegar endanleg kynning
frá þeirra formanni hefur átt sér
stað.“
Birgir Ármannsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, gat
ekki tjáð sig um viðbrögð flokksins
við breyttu frumvarpi þegar Morg-
unblaðið náði af honum tali í gær.
Aftur til umræðu í vikulok
Lilja vill ekki greina nánar frá
breytingum á frumvarpinu að svo
stöddu en ýmsar ábendingar bár-
ust um það, þar á meðal varðandi
aðgerðir sem þyrfti að ráðast í
vegna umfangs RÚV á auglýsinga-
markaði og kröfu um að fjölmiðlar
sem hljóti styrki séu skrifaðir á ís-
lensku.
Lilja er bjartsýn á að frumvarpið
verði samþykkt og segir um fram-
haldið: „Formaður Sjálfstæðis-
flokksins er erlendis, hann verður
kominn aftur í vikulok og þá verður
þetta aftur til umræðu. Ég er mjög
þakklát fyrir samstarfið sem ég hef
átt við stjórnarflokkana og hversu
langt málið er komið.“
Frumvarpið verður lagt fram á
Alþingi á þessu vorþingi, að sögn
Lilju.
Miða að frekari eflingu ritstjórna
Breytingar á fjölmiðlafrumvarpi til þess fallnar að efla ritstjórnir meira en áður var áætlað að sögn
Lilju Alfreðsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn jákvæðari gagnvart breyttu frumvarpi en drögum þess
Íbúar á Norðausturlandi vöknuðu
upp við slyddu og gráa jörð í gær-
morgun. Hálka var á fjallvegum
og hömluðu snjór og hálka för
þeirra sem komnir eru á sumar-
dekk.
Snjóinn tók upp þegar sólin
skein og var horfinn af láglendi
upp úr hádegi.
Veðurstofan spáir því að él
gangi yfir Norður- og Austurland
á næstu dögum. Veðurfræðingur
varaði þá sem sett hafa sumar-
dekk undir bíla sína við hálku á
heiðum og fjallvegum.
Ökumenn á Norðausturlandi
áttu að vera búnir að skipta út
vetrardekkjum fyrir sumardekk
fyrir miðjan apríl. Menn á þeim
slóðum fara sér þó að engu óðs-
lega og huga að þróun veðurs og
færðar. Karl Ásberg Steinsson á
verkstæðinu Mótorhaus á Þórs-
höfn segir að um helmingur
bílanna sé kominn á sumardekk.
Þeir sem búnir eru að skipta aki
aðeins innanbæjar og taki frekar
bílaleigubíl á nöglum ef þeir fari í
langferð. „Þetta bjargast allt sam-
an,“ segir Karl.
helgi@mbl.is
Spáð er kulda og éljum á Norður- og Austurlandi fram á helgi
Vöknuðu
upp við él
og snjóföl
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir