Morgunblaðið - 09.05.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOL
TA
Hefur þú prófað
Holta drumsticks?
Bærilegt útlit í gistiþjónustu
Árstíðasveifla virðist vera að aukast Íslendingar hafa uppgötvað Siglufjörð
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Menn finna fyrir minnkun í apríl og maí. Sumarið
virðist líta bærilega út, allavega hér á höfuðborg-
arsvæðinu og suðvesturhorninu,“ sagði Kristófer
Óliversson, framkvæmdastóri Center hótela og
formaður FHG-fyrirtækja í hótel- og gistiþjón-
ustu, um bókanir á gistingu.
Hann sagði að gjaldþrot WOW air og kyrrsetn-
ing Boeing 737 MAX 8 flugvéla Icelandair hefðu
valdið mikilli óvissu. Einnig hefðu verkföll orðið á
versta tíma þegar undirbúningur sumarsins hefði
átt að standa sem hæst. Verkföllin hefðu valdið
hótelunum miklu tekjutapi. Launahækkun í kjöl-
far kjarasamninganna hefði komið þyngra niður á
hótelum og gistihúsum en öðrum atvinnugreinum.
Auk þess þyrftu hótel og gistihús að greiða sér-
staka skatta, eins og gistináttagjald. Allt þetta
þyngdi reksturinn og margir fyndu fyrir því.
Kristófer sagði að bókunarstaða hótelanna yfir
sumarið væri nú svipuð og á sama tíma í fyrra.
„Stóra áhyggjuefni ferðaþjónustunnar í heild er
að svo virðist sem árstíðasveiflan, sem okkur tókst
svo vel að vinna gegn á undanförnum árum, virðist
vera að aukast aftur. Aðsóknin utan sumarsins er
ekki jafn sterk og hún var orðin. Aukningin í
ferðaþjónustunni varð ekki síst á veturna þegar
innviðirnir höfðu verið illa nýttir. Norðurljósa-
ferðir og annað bætti úr því,“ sagði Kristófer.
Hann sagði að síðasta farþegaspá Isavia styddi
það að árstíðasveiflan væri að aukast.
Uppsveifla á Siglufirði
„Við erum mjög bjartsýn fyrir sumarið. Mars og
apríl voru algjörlega frábærir, metmánuðir, full-
bókað og biðlisti allar helgar,“ sagði Kristbjörg
Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Selvíkur
sem m.a. rekur Sigló hótel á Siglufirði.
Henni sýndist vera góður vöxtur í maí og að
sumarið yrði betra en í fyrra. Samdráttur hefur
orðið í komum stórra ferðaskrifstofuhópa en á
móti hefur aðsókn Íslendinga, minni hópa og fjöl-
skyldna aukist og þeir gestir gefi betur af sér.
Morgunblaðið/Hari
Ferðamenn Þeir koma jafnt sumar sem vetur.
„Hann lagði áherslu á að viðskipta-
banninu yrði viðhaldið en viður-
kenndi óbeint að það væri ekki
nógu árangursríkt og þyrfti frekar
að huga að öðrum aðferðum þótt
hann færi ekki nánar út í það,“ seg-
ir Birgir Þórarinsson, þingmaður
Miðflokksins, en hann átti fund
með Volodymyr Groysman,
forsætisráðherra Úkraínu, í fyrra-
dag og spurði hann þá út í við-
skiptabann Vesturlanda gagnvart
Rússlandi og vakti um leið athygli
hans á því hversu mikil áhrif það
hefði á sjávarútveg á Íslandi.
Birgir var í hópi fimmtán þing-
manna frá ýmsum löndum sem
boðið var á ráðstefnu samtaka gyð-
inga í Úkraínu um ofsóknir gegn
minnihlutahópum í Evrópu, meðal
annars gegn gyðingum, og friðar-
og öryggismál í Mið-Austurlönd-
um. Utanríkisráðherra Úkraínu,
aðstoðarforsætisráðherra og for-
seti alheimssamtaka gyðinga voru
meðal þeirra sem ávörpuðu ráð-
stefnuna.
Að ráðstefnu lokinni fundaði
hluti þingmannanna með Groysm-
an, sem hefur verið forsætisráð-
herra frá árinu 2016 og er valda-
mesti maðurinn í stjórnkerfinu.
Birgir segist hafa notað sinn tíma
til að ræða viðskiptabannið og áhrif
þess og vekja athygli á hversu mik-
il áhrif það hefði á sjávarútveg
okkar litlu þjóðar. Hann segir að
Groysman hafi sýnt því skilning en
lagt á það áherslu að viðskipta-
bannið væri mikilvægt fyrir Úkra-
ínumenn, skiljanlega, og jafnframt
bent á mikilvægi þess að þjóðirnar
stæðu saman að þessum aðgerðum
gagnvart Rússum.
„Mér fannst gott að geta komið
því á framfæri hvaða áhrif við-
skiptabannið hefur á okkar efna-
hag, sennilega hlutfallslega mest af
Evrópuþjóðum,“ segir Birgir.
helgi@mbl.is
Ekki nógu árangursríkt
Vakti athygli á
áhrifum viðskipta-
banns á Íslandi
Valdamaður Birgir fundaði með
forsætisráðherra Úkraínu.
Fjölskylda Jóns
Þrastar Jóns-
sonar, sem hvarf
sporlaust í Dubl-
in á Írlandi í
febrúar, hefur
opnað heimasíðu
þar sem finna
má allar upplýs-
ingar um Jón.
Fjölskyldan er
gjörsamlega ráð-
þrota vegna hvarfs Jóns Þrastar
en hyggst ekki gefast upp. „Staðan
er óbreytt, eina sem hefur gerst er
að tíminn hefur liðið,“ segir Davíð
Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, í
samtali við mbl.is.
Rannsókn málsins hefur lítið
sem ekkert miðað frá því að
ábending barst um að Jón Þröstur
hefði mögulega ferðast með leigu-
bíl. Davíð segir að líklegt megi
teljast að hann sé ekki á lífi.
„Hvort sem hann er á lífi eða ekki
breytir það því ekki að við þurfum
einhvers konar málalok.“ Slóðin á
vefsíðuna er jonjonmissing.com og
lengri útgáfa af viðtalinu við Davíð
er á mbl.is.
„Þurfum ein-
hvers konar
málalok“
Jón Þröstur
Jónsson
Fjölskyldan opnar
vefsíðu um Jón Þröst
Gísli Þór Þórar-
insson, sem myrt-
ur var á heimili
sínu í þorpinu
Mehamn í Nor-
egi, lést vegna
áverka sem hann
hlaut á læri eftir
skotvopn.
Frumniðurstöður
krufningar benda
til þess að honum
hafi blætt út í kjölfar árásarinnar, en
lögreglan í Finnmörku greindi frá
þessu í gær.
Búið er að greina íslenska utan-
ríkisráðuneytinu frá því að krufn-
ingu sé lokið og að flytja megi jarð-
neskar leifar Gísla Þórs til Íslands
þar sem hann verður jarðsettur.
Rannsókn málsins stendur enn yfir
og hefur lögregla m.a. yfirheyrt 50
vitni í tengslum við hana.
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem
grunaður er um morðið, var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 28.
maí næstkomandi.
Lést vegna
skotáverka
á læri
Gísli Þór
Þórarinsson
Árleg sala Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á
mæðrablóminu hófst í gær í Veröld – húsi Vigdís-
ar. Allur ágóði af sölu blómsins, sem í ár er í formi
leyniskilaboðakertis, rennur til menntunarsjóðs
nefndarinnar sem styrkir tekjulágar konur til
mennta. Í ár leggja þrjár konur átakinu lið; frú
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Ís-
lands, frú Eliza Reid forsetafrú og Lilja Alfreðs-
dóttir mennta- og menningarmálaráðherra, en
hver þeirra valdi sín leyniskilaboð í kertin.
Leyniskilaboðakertið, sem Þórunn Árnadóttir
hannaði, er í postulínsskál og þegar kveikt er á
því og vaxið bráðnar koma skilaboðin á botni
skálarinnar smátt og smátt í ljós.
Markmið menntunarsjóðs Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur er að efla styrkþega með
menntun og auka þannig möguleika þeirra á að
finna góð störf. Frá því að sjóðurinn var stofn-
aður árið 2012 hafa verið veittir yfir 200 styrkir
til kvenna sem hafa nýtt þá til að afla sér mennt-
unar.
Leyniskilaboð frá Vigdísi, Elizu og Lilju
Morgunblaðið/Eggert
Mæðrablómið Frá vinstri: Guðríður Sigurðardóttir formaður Menntunarsjóðsins, Lilja Alfreðsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir og frú Eliza Reid.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur selur Mæðrablómið sem styrkir tekjulágar konur til mennta