Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Bærilegt útlit í gistiþjónustu  Árstíðasveifla virðist vera að aukast  Íslendingar hafa uppgötvað Siglufjörð Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Menn finna fyrir minnkun í apríl og maí. Sumarið virðist líta bærilega út, allavega hér á höfuðborg- arsvæðinu og suðvesturhorninu,“ sagði Kristófer Óliversson, framkvæmdastóri Center hótela og formaður FHG-fyrirtækja í hótel- og gistiþjón- ustu, um bókanir á gistingu. Hann sagði að gjaldþrot WOW air og kyrrsetn- ing Boeing 737 MAX 8 flugvéla Icelandair hefðu valdið mikilli óvissu. Einnig hefðu verkföll orðið á versta tíma þegar undirbúningur sumarsins hefði átt að standa sem hæst. Verkföllin hefðu valdið hótelunum miklu tekjutapi. Launahækkun í kjöl- far kjarasamninganna hefði komið þyngra niður á hótelum og gistihúsum en öðrum atvinnugreinum. Auk þess þyrftu hótel og gistihús að greiða sér- staka skatta, eins og gistináttagjald. Allt þetta þyngdi reksturinn og margir fyndu fyrir því. Kristófer sagði að bókunarstaða hótelanna yfir sumarið væri nú svipuð og á sama tíma í fyrra. „Stóra áhyggjuefni ferðaþjónustunnar í heild er að svo virðist sem árstíðasveiflan, sem okkur tókst svo vel að vinna gegn á undanförnum árum, virðist vera að aukast aftur. Aðsóknin utan sumarsins er ekki jafn sterk og hún var orðin. Aukningin í ferðaþjónustunni varð ekki síst á veturna þegar innviðirnir höfðu verið illa nýttir. Norðurljósa- ferðir og annað bætti úr því,“ sagði Kristófer. Hann sagði að síðasta farþegaspá Isavia styddi það að árstíðasveiflan væri að aukast. Uppsveifla á Siglufirði „Við erum mjög bjartsýn fyrir sumarið. Mars og apríl voru algjörlega frábærir, metmánuðir, full- bókað og biðlisti allar helgar,“ sagði Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Selvíkur sem m.a. rekur Sigló hótel á Siglufirði. Henni sýndist vera góður vöxtur í maí og að sumarið yrði betra en í fyrra. Samdráttur hefur orðið í komum stórra ferðaskrifstofuhópa en á móti hefur aðsókn Íslendinga, minni hópa og fjöl- skyldna aukist og þeir gestir gefi betur af sér. Morgunblaðið/Hari Ferðamenn Þeir koma jafnt sumar sem vetur. „Hann lagði áherslu á að viðskipta- banninu yrði viðhaldið en viður- kenndi óbeint að það væri ekki nógu árangursríkt og þyrfti frekar að huga að öðrum aðferðum þótt hann færi ekki nánar út í það,“ seg- ir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, en hann átti fund með Volodymyr Groysman, forsætisráðherra Úkraínu, í fyrra- dag og spurði hann þá út í við- skiptabann Vesturlanda gagnvart Rússlandi og vakti um leið athygli hans á því hversu mikil áhrif það hefði á sjávarútveg á Íslandi. Birgir var í hópi fimmtán þing- manna frá ýmsum löndum sem boðið var á ráðstefnu samtaka gyð- inga í Úkraínu um ofsóknir gegn minnihlutahópum í Evrópu, meðal annars gegn gyðingum, og friðar- og öryggismál í Mið-Austurlönd- um. Utanríkisráðherra Úkraínu, aðstoðarforsætisráðherra og for- seti alheimssamtaka gyðinga voru meðal þeirra sem ávörpuðu ráð- stefnuna. Að ráðstefnu lokinni fundaði hluti þingmannanna með Groysm- an, sem hefur verið forsætisráð- herra frá árinu 2016 og er valda- mesti maðurinn í stjórnkerfinu. Birgir segist hafa notað sinn tíma til að ræða viðskiptabannið og áhrif þess og vekja athygli á hversu mik- il áhrif það hefði á sjávarútveg okkar litlu þjóðar. Hann segir að Groysman hafi sýnt því skilning en lagt á það áherslu að viðskipta- bannið væri mikilvægt fyrir Úkra- ínumenn, skiljanlega, og jafnframt bent á mikilvægi þess að þjóðirnar stæðu saman að þessum aðgerðum gagnvart Rússum. „Mér fannst gott að geta komið því á framfæri hvaða áhrif við- skiptabannið hefur á okkar efna- hag, sennilega hlutfallslega mest af Evrópuþjóðum,“ segir Birgir. helgi@mbl.is Ekki nógu árangursríkt  Vakti athygli á áhrifum viðskipta- banns á Íslandi Valdamaður Birgir fundaði með forsætisráðherra Úkraínu. Fjölskylda Jóns Þrastar Jóns- sonar, sem hvarf sporlaust í Dubl- in á Írlandi í febrúar, hefur opnað heimasíðu þar sem finna má allar upplýs- ingar um Jón. Fjölskyldan er gjörsamlega ráð- þrota vegna hvarfs Jóns Þrastar en hyggst ekki gefast upp. „Staðan er óbreytt, eina sem hefur gerst er að tíminn hefur liðið,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, í samtali við mbl.is. Rannsókn málsins hefur lítið sem ekkert miðað frá því að ábending barst um að Jón Þröstur hefði mögulega ferðast með leigu- bíl. Davíð segir að líklegt megi teljast að hann sé ekki á lífi. „Hvort sem hann er á lífi eða ekki breytir það því ekki að við þurfum einhvers konar málalok.“ Slóðin á vefsíðuna er jonjonmissing.com og lengri útgáfa af viðtalinu við Davíð er á mbl.is. „Þurfum ein- hvers konar málalok“ Jón Þröstur Jónsson  Fjölskyldan opnar vefsíðu um Jón Þröst Gísli Þór Þórar- insson, sem myrt- ur var á heimili sínu í þorpinu Mehamn í Nor- egi, lést vegna áverka sem hann hlaut á læri eftir skotvopn. Frumniðurstöður krufningar benda til þess að honum hafi blætt út í kjölfar árásarinnar, en lögreglan í Finnmörku greindi frá þessu í gær. Búið er að greina íslenska utan- ríkisráðuneytinu frá því að krufn- ingu sé lokið og að flytja megi jarð- neskar leifar Gísla Þórs til Íslands þar sem hann verður jarðsettur. Rannsókn málsins stendur enn yfir og hefur lögregla m.a. yfirheyrt 50 vitni í tengslum við hana. Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um morðið, var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 28. maí næstkomandi. Lést vegna skotáverka á læri Gísli Þór Þórarinsson Árleg sala Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á mæðrablóminu hófst í gær í Veröld – húsi Vigdís- ar. Allur ágóði af sölu blómsins, sem í ár er í formi leyniskilaboðakertis, rennur til menntunarsjóðs nefndarinnar sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Í ár leggja þrjár konur átakinu lið; frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Ís- lands, frú Eliza Reid forsetafrú og Lilja Alfreðs- dóttir mennta- og menningarmálaráðherra, en hver þeirra valdi sín leyniskilaboð í kertin. Leyniskilaboðakertið, sem Þórunn Árnadóttir hannaði, er í postulínsskál og þegar kveikt er á því og vaxið bráðnar koma skilaboðin á botni skálarinnar smátt og smátt í ljós. Markmið menntunarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur er að efla styrkþega með menntun og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf. Frá því að sjóðurinn var stofn- aður árið 2012 hafa verið veittir yfir 200 styrkir til kvenna sem hafa nýtt þá til að afla sér mennt- unar. Leyniskilaboð frá Vigdísi, Elizu og Lilju Morgunblaðið/Eggert Mæðrablómið Frá vinstri: Guðríður Sigurðardóttir formaður Menntunarsjóðsins, Lilja Alfreðsdóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir og frú Eliza Reid. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur selur Mæðrablómið sem styrkir tekjulágar konur til mennta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.