Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 6

Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Biðlistar eftir brennsluaðgerðum vegna gáttatifs og annarra hjartslátt- artruflana á Landspítala eru heldur að styttast, að sögn Davíðs O. Arnar, yfirlæknis hjarta- lækninga. Um 200 manns eru nú á biðlista eftir brennslu vegna gáttatifs og álíka stór hópur bíður eftir brennslu vegna annarra hjartsláttartrufl- ana. Biðtíminn er nú allt að tveimur árum. Jafnt og þétt bætist á biðlist- ann en Davíð segir að staðan sé alls ekki viðunandi. Gáttatif er algengt og getur haft al- varlegar afleiðingar eins og heilaáföll. Talið er að um þriðjungur þeirra tengist takttrufluninni. Blóðsegar geta myndast í hjartanu, losnað þaðan og farið til heilans þar sem þeir geta valdið drepi með oft á tíðum mikilli færniskerðingu. Brennsluagerðir eru orðnar lykilmeðferð við gáttatifi. Unnið á biðlistunum „Við höfum gert heilmikið í því að taka á þessum vanda með biðlistana undanfarin ár. Við höfum ráðið fleiri lækna með sérþekkingu á hjartslátt- artruflunum en brennsluaðgerðir eru mjög tæknilega krefjandi og þarf mikla sérhæfingu til að framkvæma þær. Sömuleiðis höfum við bætt að- stöðuna á hjartaþræðingastofu fyrir þessar tegundir aðgerða og fjölgað dagdeildarplássum fyrir þessa sjúk- linga. Biðlistarnir eru eigi að síður ennþá langir og fyrir því eru nokkrar ástæður,“ sagði Davíð. Örfá ár eru síðan heimilað var að fjölga brennslu- aðgerðum vegna gáttatifs. Fram að því höfðu verið gerðar 20-25 gáttatifs- brennslur á ári. Árið 2018 voru til að mynda gerðar um 100 aðgerðir vegna gáttatifs og stefnir í 150 á þessu ári. En betur má ef duga skal. „Við erum nú að vinna niður nokk- urra ára uppsafnaðan vanda,“ sagði Davíð. „Við getum tekið á þessu vandamáli en verðum að fá áfram fjármagn til að geta aukið fjölda að- gerða. Ef það tekst er ég jákvæður á að eftir 18-24 mánuði verði biðlistar komnir í jafnvægi og biðtími orðinn eðlilegur. Til þess þurfum við að gera 150-200 gáttatifsbrennslur á ári.“ Davíð telur að 3-6 mánuðir geti talist eðlilegur biðtími. Hver aðgerð kostar í kringum eina milljón króna. Lítið hefur verið um það að einstaklingar með gáttatif hafi farið utan til brennsluaðgerða. Mjög margir á biðlista eiga þó sennilega rétt á því ef þeir hafa beðið í meira en þrjá mánuði. Davíð segir að það yrði talsvert dýrara fyrir ríkið að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir heldur en að gera þær á Landspítala. Forgangsraðað eftir alvarleika Forgangsraðað er á biðlistum eftir alvarleika vandamálsins hjá sjúkling- um. Sumir fá sjaldnar gáttatifsköst og þola lengri bið en aðrir fá mjög tíð ein- kenni og þurfa að komast að sem fyrst. Ýmist er beitt brennslu eða frystingu og er misjafnt eftir sjúkling- um hvor aðferðin hentar betur. Eins og staðan er nú gæti Landspítali gert 25-30 slíkar aðgerðir á mánuði. Það eru jafn margar aðgerðir og gerðar voru á heilu ári fyrir ekki svo löngu síðan. Fólk liggur oft inni eina nótt eftir aðgerðina en sumir sjúklingar fara heim samdægurs. Um 6.000 Íslendingar hafa greinst með gáttatif en það einkennist af óreglulegum og oft á tíðum hröðum hjartslætti. Flestir sem fá gáttatif eru komnir yfir miðjan aldur en þó er vel þekkt að yngra fólk fái takttruflunina. Þeir sem yngri eru eru oft með meiri einkenni og er sjúkdómurinn oft erfð- ari viðureignar hjá þeim. Brennsluað- gerð hentar oft mjög vel gegn gátta- tifi hjá þeim sem yngri eru. Aðrir áhættuþættir gáttaitfs eru sjúkdómar eins og háþrýstingur, hjartabilun og sykursýki sem og nýrri lífstílssjúk- dómar eins og offita og kæfisvefn. „Brennsluaðgerð er kannski besta úrræðið sem við eigum í dag við gátta- tifi,“ sagði Davíð. „Áður fyrr var lyfja- meðferð aðalúrræðið en árangur oft takmarkaður. Rannsóknir hérlendis benda til að algengi gáttatifs muni þrefaldast á næstu þremur til fjórum áratugum og eftirspurnin eftir með- ferð halda áfram að aukast. Við meg- um því hvergi gefa eftir í viðleitni okk- ar til að koma böndum á biðlista- vandann vegna n.“ Brýnt er að fjölga brennsluaðgerðum  Gáttatif er algengur sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar  Brennsluaðgerðir eru orðnar lykilaðgerð gegn gáttatifi  Biðlisti er eftir aðgerðum  Staðan er ekki viðunandi, að sögn yfirlæknis Davíð O. Arnar Morgunblaðið/RAX Landspítali Aðgerð gerð með þræðingu. Mynd úr safni. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Willum Þór Þórsson, formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að mikl- ar annir séu hjá nefndinni þessa dagana en nefnd- in stefni að því að ljúka vinnu við ríkisfjármála- áætlun fyrir 17. þessa mánaðar. „Umsagnir eru byrjaðar að ber- ast og við í fjár- laganefnd erum bara á fullu að yf- irfara þær en frestur til þess að skila inn umsögn- um rennur út nú um helgina. Við er- um að byrja að taka á móti gestum sem búnir eru að senda umsagnir og því erum við búin að hlaða inn fund- um,“ sagði Willum Þór við blaðið í gær. „Svo er náttúrlega stóra málið sem við erum að bíða eftir sem er endurskoðuð þjóðhagsspá,“ sagði Willum. Hann segir að fjárlaga- nefnd muni eiga fund með Hagstof- unni á morgun, föstudag, þar sem fulltrúar Hagstofunnar muni kynna nefndinni spána. „Þegar það liggur fyrir má segja að stóru línurnar liggi fyrir um það hvernig þarf að bregðast við svo sem með tekjuafgang og fleira.“ Willum segir að nefndin hafi sett sér skýra áætlun um það hvenær þessu starfi ljúki og lögð hafi verið drög að nefndaráliti og sé miðað við dagsetninguna 17. maí. „Við höldum okkur við þá áætlun, en það hefur sett aðeins strik í reikninginn að þessar tölur í endur- skoðaðri þjóðhagsspá liggja ekki fyrir og þá er ég að vísa til þessara óvissuþátta sem er flaggað í áætl- uninni sjálfri, eins og um ferðaþjón- ustuna, Wow Air og loðnubrestinn. Nú hefur þeirri óvissu að mestu ver- ið eytt, Wow Air er fallið og fyrir liggur að það verður engin loðna. Hagstofan er því að setja nýjar töl- ur hvað þetta varðar inn í reiknilík- anið við endurskoðun sína til að sjá áhrifin á landsframleiðsluna og tekjuöflun ríkissjóðs. Þannig mun- um við hafa í höndum upplýsingar til þess að áætla hvaða útgjöld eru möguleg og hversu miklum tekju- afgangi verður hægt að skila,“ sagði Willum Þór. Beðið eftir þjóðhagsspánni  Miklar annir hjá fjárlaganefnd vegna fjármálaáætlunar Willum Þór Þórsson Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Nefndafundir varnar- og öryggis- málanefndar NATO-þingsins eru haldnir í Reykjavík þessa dagana. Þeir hófust í gær og standa fram á föstudag. Njáll Trausti Friðbertsson, for- maður Íslands- deildar NATO og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir fundina aðal- lega snúa að því að kynna þingmönn- um NATO-þings- ins Ísland, starfsemi NATO hérlendis og sögu NATO á Íslandi. „Þingmennirnir hitta m.a. íslenska þingmenn á meðan þau dvelja hérna, forseta Íslands, utanríkisráðherra og fulltrúa Landhelgisgæslunnar. Það er ánægjulegt og mikilvægt að fá tækifæri til að kynna þær aðstæður sem er hér að finna á Íslandi og á haf- svæðunum í kringum landið og þær veðurfarslegu krefjandi aðstæður sem hér eru til staðar. Auðvitað er einnig horft til mikilvægis landfræði- legrar stöðu Íslands í miðju Norður- Atlantshafinu mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Njáll. Formaður NATO á landinu 35 manns eru á landinu í tengslum við fundina, þar af 22 þingmenn frá 10 löndum. Í hópnum er formaður NATO-þingsins, breski þingmaður- inn Madeleine Moon. „Síðan er líka vert að nefna að James Gray er í hópnum en hann er breskur þingmaður sem verður með fyrirlestur hjá Varðbergi í hádeginu á morgun [í dag],“ segir Njáll en Gray er sérstaklega þekktur í heimalandi sínu sem stuðningsmaður Brexit og hefur gefið út tvær bækur um efnið. Aðspurður segir Njáll að nefndar- fundirnir séu mikilvægur þáttur í að efla alþjóðasamstarf Íslands. „Ég held að það hjálpi alltaf að fá tækifæri til að kynna hluti á Íslandi í stærra samhengi.“ Ásamt Njáli taka tveir aðrir þing- menn þátt í nefndafundunum, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem jafnframt á sæti í umræddri varnar- og öryggis- málanefnd NATO, og Willium Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar- flokksins. Þingmenn NATO funda í Reykjavík  35 manns á vegum þingsins á landinu Njáll Trausti Friðbertsson „Þetta er ögrandi staða,“ sagði Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Við- reisnar á Seltjarnarnesi, við mbl.is en ársreikningur sveitarfélagsins var ræddur á fundi bæjarstjórnar í gær. Þar kom fram að sveitarfélagið hefði verið rekið með 264 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist einkum af miklum framkvæmdum. Karl Pétur sagði að bærinn stæði í miklum framkvæmdum, m.a. bygg- ingu hjúkrunarheimilis og íþrótta- húss, auk þess sem mikið af ungu barnafólki hefði verið að flytja í bæ- inn. „Það er rétt að það er neikvæð nið- urstaða í rekstrinum, einfaldlega vegna þess að bærinn stækkar mjög ört og margar barnafjölskyldur hafa flutt hingað. Við höfum ákveðið að halda úti sama þjónustustigi og verið hefur og fjölguðum um þrjár leik- skóladeildir síðasta haust til þess að geta boðið öllum 14 mánaða börnum í maí 2019 inngöngu í leikskóla,“ sagði Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri. „Þetta hefur allt verið upplýst í bæjarstjórninni og verið rætt í bæjar- ráði,“ sagði Ásgerður. Þannig væru allir upplýstir um það tap sem hefði orðið á síðasta ári og hvað hefði valdið því. hjortur@mbl.is Segir stöð- una ögrandi  Miklar fram- kvæmdir á Nesinu Eliza Reid forsetafrú ýtti herferð- inni „Ljósavinir“ úr vör í gær en herferðinni er ætlað að vekja at- hygli á mikilvægi Ljóssins og þeirri fjárþörf sem þarf að uppfylla til að hægt sé að halda starfsemi Ljóssins gangandi. Ljósið er endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið herferðarinnar er að 2000 manns bætist í hóp svokallaðra Ljósavina sem styðja fjárhagslega við Ljósið. „Það er ekkert í lífinu sem býr þig undir það að greinast með krabbamein. Ljósið veitir hins veg- ar von,“ segir Erna Magnúsdóttir, stofnandi Ljóssins. Hægt er að ger- ast Ljósavinur á vefslóðinni www.ljosid.is/ljosavinur. Stefna á að eignast 2000 nýja Ljósavini Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eliza vekur athygli á fjárþörf Ljóssins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.