Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
INNBYGGÐUM GUFUGLEYPI
SPANHELLUBORÐMEÐ
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
LOSNAÐU VIÐ HÁFINN
Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til
margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru
með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu
um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni.
ÞÝSK VERÐLAUNAHÖNNUN
Sjámyndbönd á friform.is
5 ára ábyrgð á öllum raftækjum
FRÁBÆR
NÝJUNG
ENGINN HÁFUR
EKKERTVESEN
OPIÐ:
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15
Bandarísku sjónvarpsstöðvarnarvitna mjög í kannanir um
meintar vinsældir stjórnmála-
manna. Einkum eru forsetarnir
mældir og meðaltöl helstu kannana
svo birt reglulega.
Donald Trumphefur legið
með sínar vinsældir
nálægt 40% lungann
af sínum fyrstu
tveimur árum, sem
telst vera í lægri
kanti. Síðustu vikur
hefur Eyjólfur þó
hresst svo mælan-
legt er.
Síðast var Trumpmeð 46% í
mældum vinsældum
og bent var á til
samanburðar að Obama hefði á
sama tíma sitt seinasta heila ár
mælst með 44%. Þegar vinsælda-
mælingunni var beint að efnahags-
málum hækkaði skorið upp í rúm
51% hjá Trump. Margt er misjafnt
sagt um Trump og fjölmiðlar sækja
að honum og ekki síst þeir sömu og
geymdu Obama í bómull bæði kjör-
tímabil hans.
En sá stuðningur sem Trumpnýtur vegna fjármálastjórnar
er mikilvægur í bandarískum kjör-
þokka. Þetta snýst allt um „the eco-
nomy, stupid“ sem var eignað Bill
Clinton svo frægt varð.
Ský getur þó snögglega dregiðfyrir sólu vinsældanna eins og
dæmi sanna. Í þessari viku féllu
þannig bréf hratt í kauphöll við
fréttir um að „viðskiptastríðið“ á
milli Kína og Bandaríkjanna væri
hlaupið í harðan hnút.
Kálið er sem sagt ekki endilegasopið, þótt landið hafi risið,
eins og kerlingin benti svo iðulega á.
Obama
Landris Trumps
STAKSTEINAR
Trump
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hæstiréttur Íslands hefur veitt Barnaverndar-
stofu leyfi til þess að áfrýja dómi í máli Freyju
Haraldsdóttur gegn stofnuninni til Hæstaréttar,
en Landsréttur kvað upp þann dóm fyrir skömmu
að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju
vegna fötlunar og sneri þar með við dómi sem áður
hafði fallið í héraði.
Freyja hefur farið fram á að úrskurður úrskurð-
arnefndar velferðarmála frá 2016 verði felldur úr
gildi, en með þeim úrskurði var staðfest sú ákvörð-
un Barnaverndarstofu að hafna umsókn Freyju
um leyfi til þess að taka barn í varanlegt fóstur.
Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar um mál-
skotsbeiðnina að Barnaverndarstofa hafi byggt
beiðni sína um áfrýjunarleyfi á því að málið hafi
verulegt almennt gildi um hvernig stjórnvöldum
beri að beita jafnræðisreglunni og rannsóknar-
reglunni og að niðurstaða málsins varði mikilvæga
hagsmuni barna sem þurfi að setja í varanlegt
fóstur.
Þá hafi dómur Landsréttar verið bersýnilega
rangur, þar sem litið hafi verið framhjá megin-
markmiðum barnaverndarlaga um að börnum
skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem
velferð þeirra krefst og samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barnsins.
Freyja sagði á facebooksíðu sinni í gær að áfrýj-
unarleyfi Barnaverndarstofu væri henni „mikil
vonbrigði“, enda hefði dómur Landsréttar verið
bæði „skýr og afdráttarlaus“.
„Áfrýjunarbeiðnin er yfir höfuð athyglisverð og
enn önnur afhjúpun á því hvað kerfiskarlar (af öll-
um kynjum) geta verið hræddir við fatlaða konu
og hve mikil ógn fatlaður kvenlíkami er fyrir hug-
myndir stjórnvalda og samfélagsins um móður-
hlutverkið,“ skrifaði Freyja.
Mál Freyju fer fyrir Hæstarétt
Vísað til barnaverndarlaga og samnings SÞ „Vonbrigði,“ segir Freyja
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hugtakið „flugviskubit“ komst
nýverið inn í umræðuna hér á landi.
Er með því vísað til þess þegar
ferðalangar fá samviskubit yfir flug-
ferðum sínum og því kolefnisfótspori
sem þeim fylgir. Til að bregðast við
þessari vakningu hafa ferðaskrif-
stofur víða í Evrópu meðal annars
hafið að bjóða upp á lestarferðir til
framandi staða í stað flugferða.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF), segir samtökin
meðvituð um flugviskubit fólks.
„Að þetta sé komið upp í um-
ræðunni hér kemur okkur ekki á
óvart. Í nágrannalöndum okkar, s.s.
Svíþjóð og Danmörku, höfum við
verið að sjá þá umræðu að ferða-
menn hugsa töluvert um áhrif ferða-
lags síns með tilliti til útblásturs.
Þetta er ekki einungis tengt flugi
heldur einnig öðru er varðar ferða-
lög,“ segir hann og bætir við að
ferðaþjónustan hér á landi þurfi því
að horfa til þessa.
„Við hjá Samtökum ferðaþjónust-
unnar erum þegar byrjuð að horfa til
þess hvernig við getum fótað okkur í
þessum málum og almennt er mikill
vilji hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
til að taka þátt í þessu, enda er
ferðaþjónusta og náttúruvernd sam-
ofin,“ segir Jóhannes Þór og heldur
áfram: „Meðal þess sem við erum að
horfa á hér er kolefnisjöfnun fyrir-
tækjanna og hvernig hægt er að ýta
undir orkuskipti í samgöngum.“ Þá
segir hann uppi þá hugmynd að setja
á stofn kolefnisjöfnunarverkefni
sem beint er að ferðamanninum
sjálfum svo hann geti með góðri
samvisku ferðast til Íslands. „Það
skiptir máli að fara í svona verkefni
af fullum þunga,“ segir Jóhannes
Þór.
Flugviskubitið kem-
ur SAF ekki á óvart
Ferðaþjónusta og
náttúruvernd eru
samofin, segir SAF
Morgunblaðið/Hari
Keflavík Farþegar velta sumir fyrir
sér kolefnisfótspori sínu.