Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Í lok ársfundar Árnastofnunar í gær afhenti Guðrún Nordal, for- stöðumaður stofnunarinnar, for- manni og framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, Jóhann- esi Benediktssyni og Helga Gíslasyni, plöntur sem skotið hafa rótum í grunni Húss íslenskra fræða (eða Húss íslenskunnar eins og það mun heita) frá því að hann var grafinn fyrir sex árum. Lét Guðrún þess getið að um leið væri búið að kolefnisjafna fyrir ársfund- inn þar sem dreift var t.a.m. prent- aðri ársskýrslu. Skógræktarmenn veittu framtíðarskóginum viðtöku og sögðust mundu sjá til þess að ræktaður yrði upp trjálundur sem minnti á auðlegðina sem felst í ís- lenskum fræðum. Stærsta trjáplantan sem þeir höfðu á brott með sér var um 2,5 m á hæð og hafði skotið djúpum rót- um í grunninum. Lítið rask hefur verið á svæðinu frá því að skóflu- stungan var tekin í mars 2013 og gróður því getað skotið rótum óá- reittur um árabil. Samtals hafa starfsmenn Árnastofnunar tekið upp 100 sjálfsáðar plöntur og sett í pott, en nóg er enn eftir af trjá- plöntum í grunninum. Framkvæmdir við Hús íslensk- unnar eru nú að hefjast eftir að ákveðið var að taka lægsta tilboð- inu þótt það væri yfir kostnaðar- áætlun. Húsið verður á þremur hæðum, auk kjallara undir hluta þess, samtals 6.500 fermetrar. Byggingin er sporöskjulaga og er formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp. Húsið mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. gudmundur@mbl.is Skógræktarfélag- ið fær 100 plöntur úr grunninum  Rækta trjálund sem minnir á auðlegð íslenskra fræða Kæru landsmenn, við úthlutum yfir 900 matargjöfum í hverjum mánuði. Reykjavíkurborg styrkir starfið um eina milljón króna árið 2019 Félagsmálaráðuneytið styrkir starfið um eina milljón árið 2019 Hjálpið okkur að hjálpa fátæku fólki á Íslandi. Margt smátt gerir eitt stórt. 0546-26-6609 kt. 660903-2590 Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn 15-20% afsláttur af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn DAGAR 15% afsláttur 15% afsláttur 15% afsláttur ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLARSkoðaðu úrvalið okkar á *SENDUM FRÍTT Í VEFVERSLUNLágmúli 8 | S: 530 2800 þú færð HeiMilstækin Hjá Okkur SKOÐAÐU TILBOÐIN OKKAR Á ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Erlendur karlmaður var handtek- inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir síðustu helgi eftir að í far- angri hans fannst mikið magn af sígarettum eða 32.800 stykki. Lög- reglan á Suðurnesjum tók skýrslu af manninum og kvaðst hann þá hafa ætlað að verða sér úti um pen- inga með því að selja sígaretturnar hér á landi. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá hafa komið á borð lögreglu á síðustu dögum nokkur fíkniefna- mál, einnig frá flugstöðinni. Toll- gæslan stöðvaði mann með neyslu- skammta af LSD og annan sem var með kannabisolíu í fórum sínum. Síðastliðinn föstudag handtók svo lögregla karlmann sem var að koma frá London með umtalsvert magn af verkjalyfinu oxycontin og svefnlyfjum innan klæða. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Tekinn með 32.800 sígarettur sem hann hugðist selja Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Í farangri fannst mikið magn af sígarettum, 32.800 stykki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.