Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 28

Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 emmessis.is SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Aukinn áhugi er á þriðja geiranum svokallaða og birtist það meðal ann- ars í stjórnarfrumvarpi um félög til almannaheilla, nefndarstarfi þar sem skattalegar ívilnanir eru til skoðunar og námskeiði fyrir stjórnendur á þessu sviði í Háskólanum í Reykja- vík. Með þriðja geiranum er átt við félög og stofnanir sem starfa í al- mannaþágu án hagnaðarsjónarmiða og tilheyra hvorki opinberum rekstri né einkarekstri. Umfang þessarar starfsemi og fjárhagsleg velta virðist hafa stóraukist bæði hér á landi og erlendis á undanförnum árum, en upplýsingar skortir til að leggja ná- kvæmt mat á framlag þriðja geirans til þjóðlífsins og efnahagsstarfsem- innar hér. Umfang geirans mikið Tveir prófessor við háskóla Ís- lands, Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir, hafa á und- anförnum árum kannað ýmsa þætti þriðja geirans hér á landi. Þau segja að erfitt sé að meta umfang hans, en benda á að samkvæmt gögnum Hag- stofunnar hafi tæplega 900 félaga- samtök og sjálfseignarstofnanir verið starfandi hér á landi árið 2017. Miðað er við aðila sem greitt höfðu einhver laun á því ári og voru þeir 1.500 þetta ár.Yfirleitt eru samtök af þessu tagi með fáa launaða starfsmenn og sum enga. Undantekning frá því er sjálfs- eignarstofnanir í velferðarþjónustu þar sem nokkur dæmi eru um að starfsmenn séu fleiri en eitt hundrað. Í nýlegu riti The Third Sector as a Renewable Resource for Europe eft- ir Lester M. Salamon og Wojciech Sokolowski segir að starfsemi af þessu tagi sé gífurlega sterkur þáttur í evrópsku hagkerfi, sterkari en margar hefðbundnar atvinnugreinar. Tölur sem höfundarnir birta um um- fangið eru frá 2014 og miðast við lönd Evrópusambandsins og Noreg. Þær sýna að innan þriðja geirans starfa rúmlega 28 milljónir manna, ýmis í launuðu starfi eða sjálfboðavinnu. Þetta eru 13% af öllu vinnuafli í Evr- ópu. Ólaunuðu sjálfboðaliðarnir eru 55% hópsins, um 15 milljónir manna. Erlendar rannsóknir sýna að framlag þriðja geirans til vergrar landsframleiðslu er allt 0,8%. Ómar og Steinunn segja að erfitt sé að meta efnahagsleg áhrif þriðja geir- ans þar sem stór hluti hans felst í ávinningi sem ekki mælist með fjár- hagslegum mælistikum. Erlendis hafi menn skoðað veltu félaga og stofnana á þessu sviði og áætlað hvað ólaunuð störf sjálfboðaliða myndu kosta ef þau væru unnin af launuðu starfsfólki. Þessi aðferð mæli hins vegar aldrei nema brot af þeim ávinningi sem felist í samfélagslegum áhrifum félagasamtaka. Vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun sé nú meiri áhugi á því að mæla félagslegar framfarir en efnahagslegar. Heims- markmiðin kveða sem kunnugt er m.a. á um að stefnt skuli að heimi án fátæktar og hungurs og að tryggja öllum heilsu og vellíðan, menntun og jafnan rétt. Almannaheill Könnun sem gerð var hér á landi fyrir um áratug leiddi í ljós að um þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum og 75% voru í einhverjum félögum. Flestir unnu fyrir íþrótta- og tómstunda- félög og þau voru einnig fjölmennust frjálsra félaga. Algengara er að fólk eldri en 50 ára sinni sjálfboðastörfum en yngra fólk, sérstaklega fyrir vel- ferðarfélög. Rúmur áratugur er síðan Al- mannaheill, samtök þriðja geirans, voru stofnuð til að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum fyrir al- mannaheillasamtök og sjálfseignar- stofnanir sem starfa í almannaþágu. Jafnframt vinna þau að sem hagfelld- ustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opin- berum aðilum og fjölmiðlum. Innan Almannaheilla eru nú 33 aðildarfélög, þar á meðal stór samtök eins og Bandalag íslenskra skáta, Lands- samband eldri borgara, Öryrkja- bandalagið og Neytendasamtökin. Meðal annarra aðildarfélaga má nefna Barnaheill, Blindrafélagið, Heimili og skóla, Hjartavernd, Kven- félagasambandið, Landvernd, Geð- hjálp og Þroskahjálp. Uatn Almannaheilla stendur enn mikill fjöldi félaga innan þriðja geir- ans, þ.á m. björgunarsveitirnar og ýmsir aðilar sem leggja til mikið fjár- magn í formi styrkja og gjafa, eins og Lions, Kiwanis, Rotary, Frímúrarar, Oddfellowar og fleiri slík félög og samtök. Framlög Oddfellowa á ári til ýmissa samtaka og stofnana nema t.d. um 150 milljónum króna. Að sögn Ketils B. Magnússonar, formanns Almannaheilla, er allt starf samtakanna unnið af stjórnarfólki í sjálfboðastarfi. Enginn stjórnar- maður fær greitt fyrir vinnu sína og enginn starfsmaður er á launum hjá félaginu. Ketill segir að af verkefnum á næstunni beri einna hæst kynningu á skattlausum erfðafjárgjöfum til al- mannaheillafélaga. Nýverið varð að lögum eitt af baráttumálum samtak- anna um að fella niður skatt af erfða- fjárgjöfum til almannaheillafélaga. Ketill segir að Almannaheill muni áfram beita sér fyrir bættu rekstr- arumhverfi almannaheillafélaga. Skattaumhverfið sé ennþá óhagstætt þó svo að skilningur yfirvalda sé að aukast. Almannaheill vilji auka skat- tafslátt sem fyrirtæki fá fyrir styrki til almannaheillafélaga. „Eins viljum við að einstaklingar sem gefa fé til al- mannaheillafélaga geti fengið dregið það framlag frá í skattaframtali sínu upp að ákveðnu marki eins og víða má sjá í öðrum löndum,“ segir Ketill. Löggjöf og skattaívilnanir Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp um félög til almannaheilla þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur félaga sem kjósa að vera á fyrirhugaðri almannaheillaskrá ríkis- skattstjóra. Hugmyndin er að tryggja að félög af þessu tagi viðhafi lýðræðislega starfshætti og að fag- lega og á vandaðan hátt sé haldið ut- an um fjármál og önnur gæði sem fé- lögunum eru fengin. Skiptar skoðanir hafa verið um ýmis efnisatriði frum- Aukinn áhugi á þriðja geiranum  Félag og stofnanir sem starfa í almannaþágu án fjárhagslegs ávinnings gegna mikilvægu hlutverki  Um 28 milljónir manna starfa innan þriðja geirans í Evrópu  Áhrifin félagsleg og efnahagsleg Morgunblaðið/Árni Sæberg Þriðji geirinn Björgunarstarf hér á landi er að stórum hluta unnið í sjálfboðavinnu. Það hefur gífurlega þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Hér eru félagar í Landsbjörg á æfingu við Gufuskála fyrir nokkrum árum. Björgunsveitirnar eru ekki aðilar að samtökunum Almannaheill. Morgunblaðið/Golli Hjálparstarf Starfsmenn Mæðrastyrksnefndar að störfum við úthlutun gjafa til fátækra. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu. Ketill Magnússon Ómar Kristmundsson Steinunn Hrafnsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.