Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 emmessis.is SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Aukinn áhugi er á þriðja geiranum svokallaða og birtist það meðal ann- ars í stjórnarfrumvarpi um félög til almannaheilla, nefndarstarfi þar sem skattalegar ívilnanir eru til skoðunar og námskeiði fyrir stjórnendur á þessu sviði í Háskólanum í Reykja- vík. Með þriðja geiranum er átt við félög og stofnanir sem starfa í al- mannaþágu án hagnaðarsjónarmiða og tilheyra hvorki opinberum rekstri né einkarekstri. Umfang þessarar starfsemi og fjárhagsleg velta virðist hafa stóraukist bæði hér á landi og erlendis á undanförnum árum, en upplýsingar skortir til að leggja ná- kvæmt mat á framlag þriðja geirans til þjóðlífsins og efnahagsstarfsem- innar hér. Umfang geirans mikið Tveir prófessor við háskóla Ís- lands, Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir, hafa á und- anförnum árum kannað ýmsa þætti þriðja geirans hér á landi. Þau segja að erfitt sé að meta umfang hans, en benda á að samkvæmt gögnum Hag- stofunnar hafi tæplega 900 félaga- samtök og sjálfseignarstofnanir verið starfandi hér á landi árið 2017. Miðað er við aðila sem greitt höfðu einhver laun á því ári og voru þeir 1.500 þetta ár.Yfirleitt eru samtök af þessu tagi með fáa launaða starfsmenn og sum enga. Undantekning frá því er sjálfs- eignarstofnanir í velferðarþjónustu þar sem nokkur dæmi eru um að starfsmenn séu fleiri en eitt hundrað. Í nýlegu riti The Third Sector as a Renewable Resource for Europe eft- ir Lester M. Salamon og Wojciech Sokolowski segir að starfsemi af þessu tagi sé gífurlega sterkur þáttur í evrópsku hagkerfi, sterkari en margar hefðbundnar atvinnugreinar. Tölur sem höfundarnir birta um um- fangið eru frá 2014 og miðast við lönd Evrópusambandsins og Noreg. Þær sýna að innan þriðja geirans starfa rúmlega 28 milljónir manna, ýmis í launuðu starfi eða sjálfboðavinnu. Þetta eru 13% af öllu vinnuafli í Evr- ópu. Ólaunuðu sjálfboðaliðarnir eru 55% hópsins, um 15 milljónir manna. Erlendar rannsóknir sýna að framlag þriðja geirans til vergrar landsframleiðslu er allt 0,8%. Ómar og Steinunn segja að erfitt sé að meta efnahagsleg áhrif þriðja geir- ans þar sem stór hluti hans felst í ávinningi sem ekki mælist með fjár- hagslegum mælistikum. Erlendis hafi menn skoðað veltu félaga og stofnana á þessu sviði og áætlað hvað ólaunuð störf sjálfboðaliða myndu kosta ef þau væru unnin af launuðu starfsfólki. Þessi aðferð mæli hins vegar aldrei nema brot af þeim ávinningi sem felist í samfélagslegum áhrifum félagasamtaka. Vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun sé nú meiri áhugi á því að mæla félagslegar framfarir en efnahagslegar. Heims- markmiðin kveða sem kunnugt er m.a. á um að stefnt skuli að heimi án fátæktar og hungurs og að tryggja öllum heilsu og vellíðan, menntun og jafnan rétt. Almannaheill Könnun sem gerð var hér á landi fyrir um áratug leiddi í ljós að um þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum og 75% voru í einhverjum félögum. Flestir unnu fyrir íþrótta- og tómstunda- félög og þau voru einnig fjölmennust frjálsra félaga. Algengara er að fólk eldri en 50 ára sinni sjálfboðastörfum en yngra fólk, sérstaklega fyrir vel- ferðarfélög. Rúmur áratugur er síðan Al- mannaheill, samtök þriðja geirans, voru stofnuð til að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum fyrir al- mannaheillasamtök og sjálfseignar- stofnanir sem starfa í almannaþágu. Jafnframt vinna þau að sem hagfelld- ustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opin- berum aðilum og fjölmiðlum. Innan Almannaheilla eru nú 33 aðildarfélög, þar á meðal stór samtök eins og Bandalag íslenskra skáta, Lands- samband eldri borgara, Öryrkja- bandalagið og Neytendasamtökin. Meðal annarra aðildarfélaga má nefna Barnaheill, Blindrafélagið, Heimili og skóla, Hjartavernd, Kven- félagasambandið, Landvernd, Geð- hjálp og Þroskahjálp. Uatn Almannaheilla stendur enn mikill fjöldi félaga innan þriðja geir- ans, þ.á m. björgunarsveitirnar og ýmsir aðilar sem leggja til mikið fjár- magn í formi styrkja og gjafa, eins og Lions, Kiwanis, Rotary, Frímúrarar, Oddfellowar og fleiri slík félög og samtök. Framlög Oddfellowa á ári til ýmissa samtaka og stofnana nema t.d. um 150 milljónum króna. Að sögn Ketils B. Magnússonar, formanns Almannaheilla, er allt starf samtakanna unnið af stjórnarfólki í sjálfboðastarfi. Enginn stjórnar- maður fær greitt fyrir vinnu sína og enginn starfsmaður er á launum hjá félaginu. Ketill segir að af verkefnum á næstunni beri einna hæst kynningu á skattlausum erfðafjárgjöfum til al- mannaheillafélaga. Nýverið varð að lögum eitt af baráttumálum samtak- anna um að fella niður skatt af erfða- fjárgjöfum til almannaheillafélaga. Ketill segir að Almannaheill muni áfram beita sér fyrir bættu rekstr- arumhverfi almannaheillafélaga. Skattaumhverfið sé ennþá óhagstætt þó svo að skilningur yfirvalda sé að aukast. Almannaheill vilji auka skat- tafslátt sem fyrirtæki fá fyrir styrki til almannaheillafélaga. „Eins viljum við að einstaklingar sem gefa fé til al- mannaheillafélaga geti fengið dregið það framlag frá í skattaframtali sínu upp að ákveðnu marki eins og víða má sjá í öðrum löndum,“ segir Ketill. Löggjöf og skattaívilnanir Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp um félög til almannaheilla þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur félaga sem kjósa að vera á fyrirhugaðri almannaheillaskrá ríkis- skattstjóra. Hugmyndin er að tryggja að félög af þessu tagi viðhafi lýðræðislega starfshætti og að fag- lega og á vandaðan hátt sé haldið ut- an um fjármál og önnur gæði sem fé- lögunum eru fengin. Skiptar skoðanir hafa verið um ýmis efnisatriði frum- Aukinn áhugi á þriðja geiranum  Félag og stofnanir sem starfa í almannaþágu án fjárhagslegs ávinnings gegna mikilvægu hlutverki  Um 28 milljónir manna starfa innan þriðja geirans í Evrópu  Áhrifin félagsleg og efnahagsleg Morgunblaðið/Árni Sæberg Þriðji geirinn Björgunarstarf hér á landi er að stórum hluta unnið í sjálfboðavinnu. Það hefur gífurlega þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Hér eru félagar í Landsbjörg á æfingu við Gufuskála fyrir nokkrum árum. Björgunsveitirnar eru ekki aðilar að samtökunum Almannaheill. Morgunblaðið/Golli Hjálparstarf Starfsmenn Mæðrastyrksnefndar að störfum við úthlutun gjafa til fátækra. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu. Ketill Magnússon Ómar Kristmundsson Steinunn Hrafnsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.