Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 4 5 PRÓFAÐU 100% RAFBÍL Í 24 TÍMA! RENAULT ZOE Renault ZOE – verð: 3.790.000 kr. TIL AFGREIÐSLU STRAX! Hafðu samband við sölumenn Renault og tryggðu þér 100% rafdrifinn ZOE til reynslu í 24 tíma. Renault ZOE hefur algjöra sérstöðu í þessum stærðarflokki rafbíla með 300 km uppgefið drægi.* ZOE er að auki, eins og aðrir nýir Renault bílar, með ríkulegan staðalbúnað. Taktu græna skrefið og prófaðu Reanult ZOE 100% rafbíl. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 *Uppgefið drægi miðast við WLTP staðal. Ríkisborgarar 28 landa Evrópu- sambandsins, yfir hálfur milljarður manna, halda Evrópudaginn hátíð- legan í dag. Á þessum degi minn- umst við yfirlýsingar franska utan- ríkisráðherrans, Robert Schuman, frá því í maí 1950, sem lagði grunninn að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Evrópa var enn í sárum eftir tvær hræðilegar styrjaldir á að- eins þriggja áratuga skeiði. Schuman gerði sér grein fyrir þörfinni á því að skapa sterkt samband milli fyrrverandi stríð- andi fylkinga svo að slíkar hörm- ungar myndu aldrei endurtaka sig. Af þessari litlu rót, sem byrjaði sem Kol- og stálbandalagið, hefur vaxið ríkjabandalag sem engin for- dæmi eru fyrir í mannkynssög- unni. Eins og Schuman sjálfur orðaði það: „Evrópa verður ekki byggð á einum degi, eða samkvæmt ein- hverri einni áætlun. Hún verður byggð með áþreifanlegum afrekum sem verða grundvöllur raunveru- legrar samstöðu.“ Schuman væri yfir sig ánægður að sjá Evrópu- sambandið sem við höfum búið til. Saga Sambandsins er ótrúleg saga velgengi, sem í meira en 70 ár hef- ur stuðlað að friði og velmegun á meginlandi sem áður var sundur- tætt af átökum. Sameinuð í fjölbreytileika Í Evrópusambandinu starfa saman 28 aðildarríki sem jafn- ingjar og með góðum árangri. Löndin deila fullveldi sínu þegar og á þeim sviðum sem þau telja að séu þeim til hagsbóta. Um leið er- um við öll stolt af sögu, hefðum, menningu og tungu okkar eigin landa. Enda eru einkennisorð okk- ar: „Sameinuð í fjölbreytileika.“ Evrópusambandið er byggt á sam- eiginlegum gildum; mannlegri reisn, frelsi, lýðræði, jafnrétti, réttarríkinu og mannréttindum. Evrópusambandið stendur ein- arðlega með þessum gildum, þrátt fyrir hávær áköll um sterka for- ingja og aukinn sýnileika þjóðern- ishyggju. Sameiginleg saga okkar gerir okkur kleift að standa þétt saman gegn slíkum áskorunum. Þetta er hinn viðvarandi styrkleiki evr- ópskrar samvinnu og gerir okkar fordæmi einstakt og þess virði að verja það. Enda fékk Evrópusam- bandið friðarverðlaun Nóbels árið 2012 fyrir að stuðla að friði, sátt- um, lýðræði og mannréttindum í Evrópu. Bjart framundan Og nú, árið 2019, er Evrópa að reisa sig við eftir árabil af kreppu. Í Evrópu eru nú 240 milljónir manna í vinnu – fleiri en nokkru sinni fyrr. Neytendur og fyrirtæki njóta góðs af innri markaði Evr- ópusambandsins, sem veitir þeim meira val og lægra verð. Sameig- inlegur gjaldmiðill okkar verndar okkur gegn fjárhagslegum óstöðu- leika. Evrópa er einstök þegar hún tryggir að kostir okkar félagslega markaðshagkerfis nái til allra borgara hennar. Evrópa vinnur að því að tryggja öryggi íbúa sinna – meiri árangur hefur unnist í innflytjendamálum, landamæraeftirliti og í öryggis- málum almennt á síðustu fjórum árum heldur en á tveimur áratug- um þar á undan. Þá er Evrópa ábyrgur alþjóðlegur áhrifavaldur, sem tekur forystu í að takast á við loftslagsbreytingar, er talsmaður friðar og sjálfbærrar þróunar á heimsvísu, stuðlar að frjálsum og sanngjörnum viðskiptaháttum og setur staðla í mannréttindum, að- stæðum á vinnustöðum, matvæla- öryggi og gagnavernd. Samstaða er lífsnauðsynleg Svo að Evrópa blómstri, verða lönd Evrópusambandsins að vinna saman. Þau verða að vinna saman ef þau vilja vernda evrópska lifn- aðarhætti, viðhalda jörðinni okkar, og styrkja áhrif okkar á alþjóða- vísu. Aðeins með því að finna þann styrk sem felst í einingu, mun Evrópa geta haft áhrif á fram- vindu alþjóðamála. Því er mikil- vægt að við horfum til framtíðar, lærum af mistökunum og byggjum á velgengni okkar. Í dag hittast leiðtogar Evrópu- sambandsins í Sibiu í Rúmeníu, til þess að ræða pólitískar væntingar Sambandsins og undirbúa að- gerðaáætlun til næstu fimm ára. Þessi fundur á sér stað í aðdrag- anda Evrópukosninganna, þar sem yfir 400 milljón Evrópubúar kjósa í stærstu lýðræðislegu fjölþjóða- kosningu heims. Þessi fundur á sér stað þrjátíu árum eftir endalok kommúnismans og fall Berlínar- múrsins, og fimmtán árum eftir fordæmalausa stækkun Sambands- ins, sem markaði endalok sorglegs klofnings meginlandsins okkar. Umræður leiðtoganna munu leggja grunnstoðirnar að næsta kafla evr- ópskrar samvinnu. Til að fagna öllu þessu höldum við Evrópudaginn hátíðlegan í dag klukkan 17, í Ráðhúsi Reykjavík- ur, með matar og menningarhátið. Veislan er opin öllum. Eftir Michael Mann, Håkan Juholt, Graham Paul, Herbert Beck, Ann-Sofie Stude og Gerard Pokruszyński »Evrópa er einstök þegar hún tryggir að kostir okkar félagslega markaðshagkerfis nái til allra borgara hennar. Ann-Sofie Stude Michael Mann er sendiherra Evrópusambandsins, Håkan Juholt er sendiherra Svíþjóðar, Graham Paul er sendiherra Frakklands, Herbert Beck er sendiherra Þýska- lands, Ann-Sofie Stude er sendiherra Finnlands, Gerard Pokruszyński er sendiherra Póllands. Graham Paul Gerard PokruszyńskiHerbert BeckHåkan JuholtMichael Mann Evrópudagurinn – hátíð evrópskrar samvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.