Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist
18. september
1931. Hún lést 26.
apríl 2019 eftir
stutt veikindi.
Hún var dóttir
Petreu Óskars-
dóttur, f. 30.6.
1904, d. 27.12.
1999, og Jóns
Sveinssonar, f.
14.5. 1887, d. 19.3.
1971.
Sigríður ólst upp á Hóli í
Sæmundarhlíð. Systkini sam-
feðra: Sigurður, f. 11.8. 1916,
d. 28.10. 1994, og Hallfríður
Bára, f. 14.7. 1922. Alsystkini:
Sveinn, f. 7.11. 1926, d. 15.11.
2016, Grétar, f. 9.6. 1928, Ósk-
ar, f. 11.1. 1930, Bjarni, f. 10.6.
1937, Magnús, f. 12.9. 1938,
Margrét, f. 25.6. 1945, d. 31.12.
1982.
Sigríður gekk í barnaskóla
sem var í raun farskóli. Oftar
en ekki fór kennslan fram á
Hóli. Veturinn 1948-1949 dvaldi
hún í Reykjavík hjá Sigurði
bróður sínum og Margréti konu
hans. Gætti hún barna þeirra
en stundaði jafnframt nám í
kvöldskóla KFUM. Hlaut hún
þar m.a. viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur. Veturinn
eitt barn. 2. Helga, f. 7.3. 1954,
m. Bjarki E. Tryggvas., f. 3.8.
1951. Börn þeirra:
Sigríður Herdís, f. 24.11.
1976, m. Valdimar Búi Haukss.,
f. 10.8. 1972, Haraldur
Tryggvi, f. 16.10. 1979, Jóhann
Örn, f. 8.12. 1981, m. Ragnhild-
ur Einarsd., f. 20.7. 1980, þau
eiga eitt barn, Vildís Björk, f.
26.10. 1986, m. Samúel R.
Kristjánss., f. 10.9. 1985, þau
eiga þrjú börn. 3. Baldur, f.
25.5. 1962, m. Katrín María
Andrésd., f. 28.12. 1968. Börn
Baldurs af fyrri samböndum:
Marta Birna, f. 14.11. 1979, m.
Joseph Spiegel, f. 13.3. 1971,
þau eiga eitt barn, Eva Pan-
dora, f. 8.10. 1990, m. Daníel V.
Stefánss. f. 4.4. 1988, barn
þeirra er Benjamín, f. 5.2.
1995. 4. Jón Bjartur, f. 28.4.
1969.
Eftir fráfall Haraldar flutti
Sigríður til Sauðárkróks. Hóf
þar störf á Saumastofunni
Vöku og starfaði þar 1985-
1988. Þá flutti hún sig um set
og starfaði við Heilbrigðisstofn-
unina á Sauðárkróki til 2000.
Síðustu æviárin bjó hún á
Sauðárkróki ásamt syni sínum,
Jóni Bjarti. Haustið 2018 hafði
heilsu Sigríðar hrakað, fór hún
til dvalar á Deild II á Heil-
brigðisstofnuninni.
Útförin fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 9. maí 2019,
klukkan 14.
1949-1950 var Sig-
ríður í Húsmæðra-
skólanum á
Löngumýri. Sótti
hún ýmsa fræðslu
eftir að formlegu
námi lauk, m.a. á
sviði ræktunar og
garðyrkju. Á með-
an Sigríður dvaldi
á Löngumýri
kynntist hún til-
vonandi eigin-
manni sínum, Haraldi Hró-
bjartssyni múrarameistara frá
Hamri í Hegranesi. Þau giftu
sig 2. nóvember 1952 og hófu
búskap á Hamri í félagi við
tengdaforeldra hennar, mág og
mágkonu. Höfðu þau ánægju af
ferðalögum og á heimili þeirra
var ætíð gestkvæmt. Sigríður
starfaði lengi með Kvenfélagi
Rípurhrepps og varð þar heið-
ursfélagi. Á Hamri bjuggu Sig-
ríður og Haraldur til ársins
1985 er Haraldur féll frá, langt
um aldur fram. Börn Sigríðar
og Haraldar eru:
1. Bragi Þór, f. 8.3. 1953, m.
Sigríður J. Andrésd., f. 8.10.
1954. Börn þeirra: Þórdís Vil-
helmína, f. 13.6. 1979, Jónas, f.
22.11. 1980, Halla Sigríður, f.
27.3. 1986, m. Arnar Ó. Arn-
þórss. f. 7.12. 1973, þau eiga
Okkur langar að minnast
elsku ömmu okkar. Amma var
ávallt hress, kát og lífsglöð með
eindæmum. Hún var mjög óeig-
ingjörn og setti alltaf fólkið í
kringum sig í forgang. Við vor-
um mjög mikið hjá henni sem
börn enda stutt að labba yfir til
hennar í Raftahlíðina. Þar var
stjanað við mann og alltaf geng-
ið úr skugga um að maður fengi
nóg að borða: „Viltu ekki meira?
Þú ert ekkert búin(n) að borða.“
Þetta heyrði maður sama
hversu oft maður var búinn að
setja á diskinn. Hún hafði alltaf
tíma fyrir okkur og hafði mikinn
áhuga á því sem við vorum að
gera hverju sinni.
Hún var líka góð fyrirmynd.
Þegar hún varð óvænt ekkja á
miðjum aldri þá lagði hún ekki
árar í bát, heldur gerði ýmsar
breytingar á lífi sínu. Hún flutti
úr sveitinni, fór út á vinnu-
markaðinn og tók bílpróf. Ef
amma gat gert allt þetta við
þessar erfiðu aðstæður þá get-
um við brugðist við flestum erf-
iðleikum sem verða á vegi okk-
ar.
Þótt heilsan hafi hægt á
ömmu síðari ár var hún alltaf
glöð og hress þegar við barna-
börnin komum í heimsókn til
hennar. Þrátt fyrir að vera að
komast á níræðisaldurinn vildi
hún ennþá allt fyrir mann gera.
Hvíl í friði, elsku amma.
Sigríður, Haraldur
og Jóhann.
Elsku amma. Við trúum því
varla að þú sért virkilega farin.
Það er undarleg tilhugsun sem
erfitt er að sætta sig við en á
sama tíma erum við frænkurnar
fullar þakklætis í þinn garð því
þú skilur svo sannarlega mikið
eftir. Viðhorf þitt til lífsins var
aðdáunarvert. Jafn einlæg já-
kvæðni er sjaldgæf en þú varst
alltaf brosandi og hlæjandi og
þannig sjáum við þig ljóslifandi
fyrir okkur. Þennan eiginleika
þinn og viðhorf til lífsins munum
við reyna að taka okkur til fyrir-
myndar og kenna komandi kyn-
slóðum. Það þarf aðeins eina sól
til að lýsa upp allan heiminn og
þú stóðst þig svo sannarlega vel
í því.
Við tvær eyddum miklum
tíma með þér í æsku og eigum
svo margar yndislegar minning-
ar með þér en það sem stendur
helst upp úr er pönnukökuilm-
urinn úr eldhúsinu, ófáu kök-
urnar sem þú reyndir ítrekað að
koma ofan í okkur þrátt fyrir að
við værum pakksaddar og allar
sveita- og sundferðirnar.
Sem börn áttuðum við okkur
ekki endilega á því hversu ótrú-
lega þolinmóð þú varst við okk-
ur við þessi tilefni, til dæmis
þegar við vorum hræddar við
vatnið í sundi og fengum að
hanga í hálsinum á þér allan
tímann eða þegar við vorum
óþolinmóðar í bílnum á leiðinni
út í sveit og ýttum á alla takkana
og þú sagðir ekki orð. Það er
nefnilega merkilegt að hvorug
okkar á eina einustu minningu
af því að þú hafir nokkurn tím-
ann skammað okkur. Við erum
ekki vissar um að það segi mikið
um hvernig börn við vorum,
frekar um hversu góð og þolin-
móð þú varst. Í seinni tíð var
alltaf svo gott og notalegt að
koma í heimsókn til þín í Rafta-
hlíðina. Dyr þínar voru ávallt
opnar og búrið alltaf vel útbúið
kökum og góðgæti. Andrúms-
loftið heima hjá þér var einstak-
lega þægilegt, stundum svo
þægilegt að maður fékk að
leggja sig í rúminu þínu á meðan
þú sast við hliðina á í lazy-boy
stólnum þínum að horfa á sjón-
varpið eða að prjóna, jafnvel
hvort tveggja í einu.
Það voru ákveðin viðbrigði
þegar þú fórst inn á dvalarheim-
ilið og við gátum ekki lengur
heimsótt þig í Raftahlíðina en
þegar þú brostir og hlóst þá
skipti engu máli hvar við vorum,
það var alltaf yndislegt að koma
og knúsa þig. Við erum óend-
anlega þakklátar fyrir að börnin
okkar fengu að kynnast þér. Þú
varst yndisleg langamma sem
barnabarnabörnin elskuðu,
þrátt fyrir að þú hafir verið
„smá gleymin“, að þeirra sögn.
Ástríkari manneskju en þig
var ekki hægt að finna en það
hlýjaði manni alltaf um hjarta-
rætur að sjá hvað þú varst alltaf
rosalega ástfangin af afa og
saknaðir hans mikið, þrátt fyrir
að hann hafi kvatt fyrir rúmlega
þremur áratugum. Við hefðum
svo sannarlega viljað hafa séð
ykkur saman en okkur er mjög
minnisstæð saga af ykkur
tveimur þegar þú varst einhvern
tímann hlæjandi eins og vana-
lega og afi hristi hausinn og
sagði „er ekki nóg fyrir þig að
hlæja einu sinni á dag?“. Við
trúum því að núna séuð þið afi
loksins saman á ný og hlæið oft
á dag.
Eva Pandora Baldursdóttir
og Vildís Björk
Bjarkadóttir.
Sigríður Jónsdóttir
Ég mun aldrei
gleyma þessum
aukasekúndum hvert
skipti sem ég faðm-
aði þig, elsku afi. Þegar ég hugsa til
baka gerðir þú mikið til þess að
sýna okkur hinum ómetanlega
óskuldbundna ást. En þú gerðir
það á lúmskan hátt og ég sé það
betur með hverjum deginum eftir
að þú hvarfst inn í draumalandið
hversu fallegt hjarta þú hafðir að
geyma.
Afi Valdi kenndi mér margt nyt-
samlegt þessi ár sem við áttum
saman. Það mætti segja að hann
hafi skipað sérstakan sess í lífi mínu
sem barn. Hann var alltaf tilbúinn
að bardúsa með okkur barnabörn-
unum og sýndi okkur mikla þolin-
mæði og umhyggju. Okkur Söru
frænku þótti yndislegt að eyða
helgunum hjá afa og ömmu. Þá var
öllu tjaldað til að gera hvern dag
ævintýralegan, bæði á Hjarðarhag-
anum og seinna á Stokkseyri.
Afi Valdi átti gulu trilluna Pysju
sem var staðsett við gömlu höfnina.
Þorvaldur Kristinn
Friðriksson Hafberg
✝ ÞorvaldurKristinn Frið-
riksson Hafberg
fæddist 19. júlí
1932. Hann lést 30.
mars 2019.
Útförin fór fram
16. apríl 2019.
Oftar en ekki bauð
hann mér, Söru og
Ísaki með sér að
veiða og voru túrarn-
ir hver öðrum ævin-
týralegri. Besta
minningin um afa er
þegar amma Nonný
kom með okkur
tveimur einn sólríkan
dag í veiðitúr á gulu
trillunni. Þau voru
eitthvað svo krúttleg
þennan daginn. Afi var alltaf að
kyssa ömmu, þau voru að hlusta á
gömlu rómantísku lögin og dansa.
Það verðmætasta sem afi Valdi
kenndi mér var að taka lífið ekki of
alvarlega og að mikilvægast væri að
elta drauma sína. Við lágum saman
á túnsléttu eftir reiðtúr á Stokks-
eyri einn sólríkan sumardag. Við
lágum hlið við hlið í grasinu þar sem
hann sagði mér að grafa fingurna
alla leið ofan í moldina, loka aug-
unum og anda inn fersku lofti í dá-
góðan tíma – þessi upplifun fylgir
mér og afi Valdi hefur fundið á sér
að ég þyrfti að læra að jarðtengja
mig.
Ég á endalausar yndislegar
minningar um þig, afi, og fyrir það
verð ég ætíð þakklát.
Nú ertu loksins kominn í
draumalandið með elskunni þinni
og Snúllu.
Þórhildur Kristjánsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir og stjúpmóðir
okkar,
INGVELDUR GEIRSDÓTTIR
blaðamaður,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
föstudaginn 26. apríl.
Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 14. maí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Kristinn Þór Sigurjónsson
Ásgeir Skarphéðinn Andrason
Sigurjón Þór Kristinsson
Kristín Þórunn Kristinsdóttir
Gerður Freyja Kristinsdóttir
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og dóttir,
SÚSANNA JÓNSDÓTTIR,
lést á gjörgæslu Landspítalans við
Hringbraut laugardaginn 20. apríl.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 10. maí klukkan 13.
Haraldur Einarsson
Þorvarður Helgi Haraldsson Agnieszka Olejarz
Ásta Særós Haraldsdóttir
Halldór Haukur Haraldsson Ásrún Dís Jóhannsdóttir
Hákon Hjörtur Haraldsson
Kristófer Freyr, Gabríella Guðlaug
María Helena Ólafsdóttir Jón Þórðarson
Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR REIMAR GUNNARSSON,
Strandvegi 19, Garðabæ,
lést þriðjudaginn 7. maí á Landspítalanum í
Fossvogi. Jarðarför verður auglýst síðar.
Þórunn Jónsdóttir
Sigrún Sæmundsdóttir Merced Maldonado
Jón Sæmundsson Laufey Ýr Sigurðardóttir
Margrét Sæmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri,
BRAGI SIGURÞÓRSSON
verkfræðingur,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 5. maí.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn
13. maí klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og
Hjálparstarf kirkjunnar.
Inga Björk Sveinsdóttir
Sólrún Bragadóttir
Þórdís Bragadóttir Þorbjörn Guðjónsson
Friðrik Bragason María Guðmundsdóttir
Ragnar Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓN KRISTJÁNSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans,
Fossvogi, 27. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 13. maí klukkan 15.
Guðrún A. Björgvinsdóttir
Jón Bjarki Sigurðsson Laufey Sigurðardóttir
Aðalbjörg E. Sigurðardóttir Einar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför
KJARTANS BJÖRNSSONAR
bónda á Hraunkoti, Aðaldal.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk sjúkradeildar
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík
fyrir hlýja og góða umönnun.
Snjólaug G. Benediktsdóttir
Snjólaug G. Kjartansdóttir
Borghildur Kjartansdóttir
Börkur Kjartansson
Kolbeinn Kjartansson
Björn Kjartansson
og fjölskyldur
Okkar ástkæri
GUNNAR MAGNÚSSON,
áður til heimilis að Litlagerði 14,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 5. maí á Hrafnistu í
Reykjavík.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Didda Gíslína Þórarinsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Ólafur Guðjónsson
Arnar Þór Gunnarsson Ester Guðbjörnsdóttir
Harpa Gunnarsdóttir Guðmundur Baldursson
Magnús Gunnarsson Margrét B. Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR SVAVA JÓNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Ísafold, í Garðabæ
þriðjudag 30. apríl.
Útförin fór fram í kyrrkey að ósk hinar látnu.
Jón Þórður Stefánsson Mette Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn