Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 48

Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 48
48 MINNINGAR Aldarminning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Í dag hefði Páll Agnar Pálsson dýralæknir orðið tí- ræður, en hann lést í júlí árið 2003. Nú þegar vorið skrýðir íslenska náttúru sín- um fagra sumarbún- ingi kalla minning- arnar um þennan góða afa minn hvað ákafast á mig. Í grænum mó á ég þær sérlega margar. Ásamt ömmu kynnti afi okkur barna- börnunum töfra hestamennsku og almennrar útivistar og um leið opnuðust augu okkar fyrir fegurð landsins í stóru sem smáu. Slíkt veganesti er með sanni ómetan- legt. Afi fæddist á Kletti í Reyk- holtsdal 9. maí 1919. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Hann- esdóttur húsfreyju og Páls Zóp- hóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Stúdents- prófi lauk hann frá MR 1937 og prófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1944. Hann stundaði framhaldsnám í sýkla- og meinafræði húsdýra í Dan- mörku, Svíþjóð og Bretlandi. Páll var sérfræðingur við Til- raunastöð Háskólans í meina- fræði á Keldum árin 1948-98 og forstöðumaður hennar 1959-67. Hann sinnti margvíslegum rann- sóknarstörfum, einkum á sviði visnu og mæðiveiki, og var yfir- dýralæknir 1959-89. Í dýralæknanáminu kynntist afi samnemanda sínum, Kirsten Henriksen. Úr þeim kynnum varð einstaklega farsælt hjóna- band. Þau amma eignuðust tvær dætur, Hlín Helgu kennara og Vigdísi Hallfríði hjúkrunar- fræðing. Páll afi var miklum mannkost- um gæddur og margt í lýsingum samferðamanna hans sem ég hef síðar heyrt og lesið skynjaði ég strax sem barn. Greiðvikni var áberandi í hans fari og vitjanir tengdar dýrahaldi utan hefð- bundins vinnutíma voru al- gengar. Úr gat orðið mikið ævin- týri fyrir lítið fólk sem fékk að Páll Agnar Pálsson slást í för. Kú hjá Geira í Gufunesi gekk illa að bera en allt fór vel að lok- um. Háhyrning þurfti að skoða í Sædýrasafninu í Hafnarfirði áður en með hann var flogið út í heim. Afi fór ekki í manngreinarálit. Kom það meðal annars skýrt fram á ótal hress- ingargöngum okkar um Þing- holtin þar sem víða var staðar numið og spjallað af virðingu við fólk úr öllum þjóðfélagsstigum, og unga sem aldna. Það er sérstaklega eftirminni- legt hve velkomin við barnabörn- in vorum ávallt við hlið afa Páls hvað sem hann tók sér fyrir hendur og stundum voru okkur falin sjálfstæð verkefni. Undir hlýlegri leiðsögn hans efldist í senn áræðni og ábyrgðartilfinn- ing. Fátt var betra en hrós frá afa að vel unnu verki loknu. Afi var sérlega vinnusamur og ósérhlífinn og eftir hann liggur afar yfirgripsmikið og giftusam- legt ævistarf. Rannsóknir hans á sviði búfjársjúkdóma, í samstarfi við aðra merka vísindamenn, skiluðu íslenskum landbúnaði og þjóðinni allri miklu. Í því sambandi skal sérstak- lega dregið fram, hve afdráttar- laust hann beitti sér fyrir vörnum landsins við illvígum búfjársjúk- dómum. Þar beitti hann þeirri stefnu að boða ýtrustu varúð frekar en að bjóða minnstu hættu heim og lét ekki hagsmuni stund- arinnar sveigja sig af þeirri leið. Ef sofnað var á verðinum gat enda illa farið, eins og nokkur dæmi frá fyrri hluta tuttugustu aldar höfðu sannað. Enginn vafi leikur á því hver afstaða afa Páls hefði verið til nýlegs frumvarps sem meðal annars tekur til inn- flutnings á ófrystri kjötvöru. Megi allar góðar vættir varð- veita minningu merks manns og ástríks afa, Páls Agnars Páls- sonar. Kristín Helga Þórarinsdóttir. ✝ Íris BjörkHlöðversdóttir fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1973. Hún lést 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar henn- ar: hjónin Svein- björg Hermanns- dóttir, f. 25.12. 1946, d. 14.12. 2001, og Hlöðver Kjartansson, f. 16.8. 1948. Systkini Írisar Bjark- ar eru þau Hulda Kristín Hlöð- versdóttir, f. 18.8. 1975, sam- búðarkona hennar er Brynja Dröfn Ísfjörð Ingadóttir, f. 1.11. 1980; Kjartan Arnald Hlöðvers- son, f. 12.2. 1980, dóttir hans og fyrrverandi sambúðarkonu hans, Eyglóar Scheving, f. 4.11. 1983, er Sveinbjörg Júlía Schev- ing Kjartansdóttir, f. 11.7. 2004; Pálmar Þór Hlöðversson, f. 27.12. 1984, sambúðarmaður hans er David Anthony Noble, f. 19.3. 1986. Íris Björk var gift Ægi Finn- bogasyni, f. 8.9. 1970. Þau skildu. Áttu þau saman börnin Finnboga Erni Ægisson, f. 18.1. 1996, og Emilíu Karen Ægisdóttur, f. 16.4. 1998. Seinni eigin- maður Írisar Bjark- ar var Jóhannes Ólafur Ellingsen, f. 23.10. 1972. Þau slitu sam- vistum. Íris Björk ólst upp í Reykja- vík og síðar Hafnarfirði. Hún gekk í Víðistaðaskóla í Hafnar- firði og stundaði nám við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Tækniskólanum. Um ævina vann Íris Björk hin ýmsu störf en lengst af sem hús- móðir. Útför Írisar Bjarkar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 9. maí 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13. Það er sorglegt að minnast þegar fólk deyr á miðjum aldri. Íris Björk, systurdóttir okkar, hefur nú hafið ferð inn í eilífðina til Guðs og góðra engla. Við minnumst hennar sem barns innan um börnin okkar, frá fyrstu sporum í leik og vellíðan, afmælum sem útilegum. Ekki var annað að sjá en þau ungu hjörtu sem léku svo glatt ættu hina björtu framtíð fyrir sér. Við fylgdumst öll að, æsku- sporin, en svo eins og gengur þroskast fólk og fjarlægist, eftir að fullorðinsárin koma yfir eitt af öðru og nýjar fjölskyldur mynd- ast hjá því sjálfu og um nóg verð- ur að hugsa hjá hverju og einu. Samverustundunum fækkar og leiðir skilja. Svo koma slæmar fréttir og veikindi er oft erfitt að ráða við. Við þökkum fyrir samfylgdina svo langt sem hún náði og vottum ykkur, elsku börn hennar, Finn- bogi Ernir og Emelía Karen, samúð okkar, svo og föður, systk- inum og öðrum ættingjum. Hvíl í friði, elsku Íris Björk. Sólrún, Herdís, Guðmundur, Halldór og fjölskyldur. Regnbogi glitrar um himin, þvílíkt undur sem það nú er. Líkt og vinátta sem maður öðlast og varðveitir um alla eilífð í hjarta sér. Á enda hvers regnboga er gullið góða maður finnur það ef vel er að gáð maður getur fundið slíka gersemi í vin- áttu sérstaklega ef vel í byrjun er sáð Þó er sú staðreynd að regnbogar dofna og eftir verður minningin ein um þá liti, það undur og þá fegurð sem virtist vera svo hrein. Vinátta getur því sannarlega dofnað, sérstaklega ef vinur í burtu fer. Minningar verða því einungis eftir fyrir þann sem eftir er. Um hlátrasköllin góðu, þau skemmtilegu spjallkvöld, tryggðin, trúin og traustið og hvað gleðin tók oft öll völd. Þó gerist oft það undur að regnbogi birtist á ný og vinir aftur hittast líkt og ekkert hafi farið fyrir bí. Því ef vonleysið mann ei gleypir, heldur ætíð í þá trú að regnbogi muni aftur birtast og sá regnbogi gæti verið þú. Það skiptir því ekki svo miklu hvar á jarðarkringlunni maður er því ætíð mun maður sjá aftur regnbogann birtast sér. Alltaf mun ég því halda mínum kæra vin nær. Allavega í mínu hjarta öruggan stað þar hann fær. (Katrín Ruth) Una Ýr Jörundsdóttir. Hér sit ég dofin, illt í hjartanu og hugsa til fallegu Írisar minnar sem nú er látin. Íris var stelpa sem fór ekki fram hjá nokkurri manneskju. Þvílíka sjarmatröllið eða drottn- ingin sem hún var, gullfalleg með fallega brosið sitt, útgeislunina og lífsgleðina sína. Íris hafði lag á því að sjá hið fallega í hverri manneskju, hverjum hlut, hverju augnabliki, fegurð jarðlífsins var henni hugleikin. Ef mér leið eitthvað illa var ekkert betra en að hitta eða spjalla við Írisi mína og það var á við besta þerapíutíma. Hún hafði svo mikið að gefa. Vildi öllum vel. Hún var gjafmild á hrós og gull- hamra og fólki leið vel í hennar návist. Heimilið hennar bar ávallt vott um að þar byggi mikil smekk- manneskja og hún naut þess að skapa sér og sínum fallegt um- hverfi og sjá hið fagra í kringum sig. Við systurnar eins og við köll- uðum okkur stundum kynntumst fyrir tilstilli mömmu minnar árið 2012. Mamma hafði kynnst Írisi í gegnum MS-samtökin. Einhvern veginn fannst mömmu minni við bara verða að kynnast hvor annarri. Við værum nefnilega svolítið líkar. Það varð ekkert aftur snúið eftir fyrsta heimboðið í Mosó til mín. Íris kom í kaffi og eftir stutta stund var eins og við hefð- um þekkst alla ævi. Við gátum tengt við svo ótalmargt og áttum svo margt sameiginlegt. Við vor- um báðar í nýjum samböndum, áttum börn á svipuðum aldri, vor- um að mynda stjúpfjölskyldu, elskuðum hunda og lífið sjálft. Við treystum fljótt hvor annarri fyrir okkar dýpstu leyndar- málum, líðan og tilfinningum og leituðum í reynslubanka hinnar þegar þörf var á. Árin liðu, ég flutti út á land með eiginmanni mínum og það dró úr samskiptum milli okkar. Við hittumst mun sjaldnar en héldum þó alltaf sambandi á fés- bókinni. Síðastliðið ár var Írisi minni afar erfitt. Hún leitaði til mín í haust og ég studdi hana eins og ég best gat eftir mínum veika mætti. Það var sárt að fylgjast með því í vetur þegar erfiðleikar og veikindi þín tóku af þér öll völd, elsku vinkona. Ég er óskaplega þakklát fyrir okkar síðasta fund þegar við hitt- umst og áttum saman góða stund um miðjan apríl síðastliðinn, borðuðum og spjölluðum lengi saman. Mér fannst Íris mín vera komin til baka. Þú varst viðkvæm og brothætt en samt svo sterk og ætlaðir þér að komast í gegnum þetta allt saman. Þú áttir þér þá ósk heitasta að fjölskyldan þín myndi fyrirgefa þér og að börn- unum þínum liði vel. Það var erfitt að kveðja þig, við knúsuðumst þrisvar sinnum og ég átti erfitt með að sleppa þér. Ég sé núna af hverju. Þetta var okkar hinsta vinkvennastund. „Be a rainbow in someone else’s cloud“ var setning sem þér var kær. Þú sannarlega lífgaðir upp tilveru allra þeirra sem þér kynntust. Hvíldu í friði, elsku Íris mín. Minning um stórkostlega manneskju og vinkonu mun lifa. Gullmolunum þínum þeim Finn- boga Erni og Emilíu Karen sem og fjölskyldunni þinni allri sem þú varst svo stolt af að tilheyra og elskaðir svo heitt sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona Bjarnþóra Pálsdóttir. Íris Björk Hlöðversdóttir ✝ Halldór JóhannGuðmundsson fæddist 30. desem- ber 1938 í Reykja- vík. Hann lést 1. maí 2019 á deild 2B á Borgarspítal- anum. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson, f. 9. águst 1900, d. 13. febrúar 1986, versl- unarstjóri hjá ÁTVR, og Ágústa Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 16. ágúst 1895, d. 20. febrúar 1981. Mána, Mími og Móses. 3) Þór- arinn Sturla, f. 18. okóber 1965, kvæntur Fatmatu Bintu Cole, dóttir þeirra er Alda Latifa Cole. Fyrir á Þórarinn þrjú börn, Soffíu Láru og synina Þór- arin Mikael og Snævar Gabríel. 3) Halldór Andri, f. 3. ágúst 1967, kvæntur Helgu Margréti Reykdal. Fyrir á Halldór Andri börnin Andra Jóhann, Kristófer (fæddist andvana), Töru Ösp, Viktor Alexander og Aron Jó- hann. 5) Gísli Ágúst, f. 19. apríl 1975. Barnabarnabörnin eru fjögur. Halldór vann lengst af í Landsbankanum. Hann var einn af stofnendum Fornbílaklúbbs- ins. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 9. maí 2019, klukkan 13. Systir Halldórs heitir Alda Guð- finna, f. 2. júlí 1938. Halldór kynntist konu sinni Láru Margréti Gísladótt- ir, f. 7. mars 1942, árið 1959 og þau giftust 1. apríl 1961. Þau eign- uðust fimm börn: 1) Guðmundur Ólafur, f. 14. júní 1961, kona hans er Irena Galas- zewska, 2) Guðlaug Ágústa, f. 4. febrúar 1963, hún á þrjá syni, Pabbi minn var myndarlegur og duglegur maður en fámáll og feiminn. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin þegar við þurftum ráð í fjármálum og ýms- um öðrum lífsins málum. Pabbi og mamma voru sam- stiga hjón og hamingjusöm með hvort annað og eyddu öllum sumrum í garðverkum og viðhaldi á húsinu sínu sem alltaf var snyrtilegt og til fyrirmyndar. Pabbi hafði mikla bíladellu og elskaði bíla og gamlir voru í uppá- haldi. Hann safnaði mynt, frí- merkjum, vasaúrum, herdóti og ýmsu öðru sem honum þótti varið í. Hann eyddi mörgum árum í frí- stundum við að skrifa ættartölu um Ámundaættina … enda hafði hann mikinn áhuga á ættfræði. Á hverju sumri var farið í tjaldútilegu í sumarfríinu og varla til sá staður á landinu sem ekki var heimsóttur í þessum túrum. Þau voru mikið með Dagnýju syst- ur mömmu og Ragnari og oft var kátt á hjalla hjá okkur í þeim fé- lagsskap í Vatnsholti og víðar. Pabbi og mamma ferðuðust einnig til útlanda, þar af margar ferðir með mér og minni fjöl- skyldu og alltaf var gaman hjá okkur. Síðastliðið sumar fórum við systkinin með pabba og mömmu til Dublinar í tilefni af áttræðisaf- mæli pabba og það var góð og skemmtileg ferð þar sem Alda systir hans var einnig og við héld- um upp á afmæli þeirra. Pabbi hafði góðan smekk á fötum og var vandlátur, oft fékk ég að nota af honum föt sem hann var hættur að nota og eins af afa mínum. Pabbi ólst upp á góðu heimili við gott atlæti og foreldrar hans ferðuðust víða um heim og klæddu fjölskylduna upp. Auk þess var Alda systir hans, flug- freyja hjá PanAm og búsett í Bandaríkjunum, dugleg að færa okkur framandi fatnað og hluti er hún heimsótti okkur. Pabbi og mamma voru bindind- isfólk, lifðu heilbrigðu lífi, þau fóru í klukkutíma göngu hvern dag eft- ir að þau hættu að vinna og eyddu miklum tíma í samveru hvort ann- ars og mikill kærleikur var með þeim. Hann hafði áhuga á íþróttum, kom mér í frjálsar íþróttir og þjálfaði mig í langstökki og kúlu- varpi heima en sá ferill minn ent- ist stutt, ég held að ég hafi bara gert þetta fyrir pabba þar sem enginn bræðra minn stundaði íþróttir. Pabbi fékk blóðtappa 14. feb. sl. og lungnabólgu ásamt hjarta- stoppi næstu tvo daga. Hann var sex vikur á gjörgæslu, síðan á taugadeild og barðist fyrir lífi sínu og ég horfði á hann með aðdáun yfir hversu miklum styrk hann bjó yfir og ekki kvartaði hann í eitt skipti, bar þjáningu sína í hljóði. Pabbi hafði góðan húmor og var stríðinn. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd en reyndi aldrei að stjórna öðrum og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni sem mér finnst virðingar- vert. Ég kveð föður minn með sökn- uði í hjarta, ég mun sakna hans, lífið verður ekki samt án pabba en ég held í góðu minningarnar og mér er létt að hann þurfi ekki að þjást lengur. Ég bið almættið að styrkja móður mína í sorg hennar og söknuði. Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir. Þær töluðu saman daglega, Dagný eiginkonan mín heitin og Lára systir hennar. Stundum oft- ar. Þær voru bestu vinkonur í heimi, allt frá barnæsku. Um eitt og hálft ár skildi þær að í aldri og var Lára eldri. Vinátta þeirra var göfug og falleg. Aldrei varð þeim sundurorða. Lára giftist ung, Halldóri J. Guðmundssyni, bankamanni í Landsbanka Íslands, sem hér er minnst. Þau eignuðust fimm börn; fjóra drengi og eina stúlku. Það hefði verið hægt að trúa Halldóri fyrir hverju sem er, því ekki talaði hann af sér! Ég get alveg viðurkennt að það olli mér nokkrum vanda fyrstu árin að halda uppi viðræðum við Halldór. Ekki þýddi að tala við hann um hesta. Svo varð mér ljóst að með því að tala um gamla bíla opnuð- ust allar flóðgáttir. Við hjónin áttum athvarf í Búlgaríu, við Svartahafið. Þangað fóru Lára og Halldór nokkrum sinnum með okkur. Það voru yndislegir dagar. Ekki síst þótti okkur Nessebar spennandi strandbær, með gömlum fallegum húsum, óteljandi verslunum og veitingastöðum. Þar var Halldór fljótur að finna allar antíkversl- anir á svæðinu. Hann virtist hafa innbyggðan radar. Var auk þess fljótur að læra nokkur lykilorð í búlgörsku, eins og „nemalenja“ – („afsláttur“)! Oft hringdi hann í son sinn og ræddi hvað væri klókast að kaupa. Þar var um margt að ræða, sjaldgæfa mynt frá því á fyrri hluta tuttugustu aldar, alls konar stríðsviðurkenningar og medalíur. Stundum held ég að Láru hafi nú fundist Halldór eiga nóg af úrum þó að ekki bættist eitt bilað úrið enn í safnið. Ég minnist liðinna stunda með þeim Láru og Halldóri með mikilli ánægju. Þau voru góðir félagar, heima og erlendis. Ég votta Láru og börnum þeirra einlæga samúð mína. Ragnar Tómasson. Halldór Jóhann Guðmundsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningar- greinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.