Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI
40 ára Guðbjörg er frá
Ólafsvík en býr í
Reykjavík. Hún er leik-
skólakennari að mennt
og er í meistaranámi í
náms- og starfsráðgjöf
við Háskóla Íslands.
Maki: Vignir Örn Sig-
þórsson, f. 1978, framkvæmdastjóri hjá
Johan Rönning.
Börn: Jökull Örn, f. 2006, Hrafnhildur
Steinunn, f. 2010, og Arna Guðrún, f.
2012.
Foreldrar: Jón Þorbergur Oliversson, f.
1953, vinnur í vélsmiðjunni Framtaki, og
Kolbrún Þóra Björnsdóttir, f. 1954, vinnur
hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Guðbjörg Birna
Jónsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Regla dagsins hljóðar svo: Þú
mátt bara hafa áhyggjur í fimm mínútur.
Taktu frumkvæðið og bjóddu á stefnumót.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt að hafa þann aga til að bera
að rannsaka málin vandlega áður en þú
segir af eða á. Taktu upp hanskann fyrir
vin og þú munt slá í gegn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú heldur að það sé ekki heilla-
vænlegt að láta skrýtinn draum rætast
eða nota sköpunarkraftinn. Á hverju bygg-
irðu þá skoðun? Láttu slag standa. Tíma-
setningin er lykilatriði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þegar í öngstræti er komið er gott
að hugsa málin alveg upp á nýtt. Settu
þér það mark að tala fagurt mál og rita.
Vinur biður um hjálp.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekki hlusta á þá sem segja að
draumar þínir geti aldrei ræst. Þú átt
hauk í horni í fjölskyldunni sem styður
þig, sama hvað.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Réttlætistilfinningu þinni verður
misboðið, íhugaðu hvað þú getur gert í
því. Fólk hrífst af staðfestu þinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Allt á sinn tíma og nú er aðalmálið að
halda fast utan um budduna. Einhver
óvænt útgjöld skjóta upp kollinum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sambönd úr fortíðinni gætu
skotið upp kollinum í dag. Skoðaðu hvar
þú ert núna og hvar þú vilt vera eftir fimm
ár.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er eitt og annað sem þú
átt ógert en verður að ráða fram úr því
eins fljótt og mögulegt er. Fólk sem hugs-
ar sér að vera á móti þér getur það hrein-
lega ekki þegar á reynir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt gefa öðrum ráð eða
deila reynslu þinni með þér yngra fólki.
Kannski ertu einum of ráðrík/ur við þína
nánustu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er allt í lagi að sýna tilfinn-
ingar sínar við þá sem maður treystir og
eru líklegir til þess að skilja þær. Börnin
eru ekki upp á sitt besta þessar vikurnar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Heimili, fasteignir og málefni fjöl-
skyldunnar eru efst á baugi á þessu ári.
Leyfðu málum bara að hafa sinn gang og
njóttu lífsins með bros á vör.
mikið til að flytja inn og að koma okk-
ur vel fyrir. Eyrarbakki á stóran sess
í hjarta mínu og ég hef einlægan
áhuga á að leggja gott til samfélags-
ins. Hafið og fjaran heillar mig ávallt
og togar í með spennandi verkefni
sem mig langar einnig að vinna að í
náinni framtíð.
Ég hef ákveðið að hrinda í fram-
ásamt konu sinni verið að vinna að
og þróa tvö nýsköpunarverkefni.
„Það er heilsutengd ferðaþjónusta
þar sem hafið er nýtt til ánægju og
heilsueflingar og hitt er að vinna há-
gæðaafurð úr broddmjólk kúa.“ Við
fjölskyldan höfum keypt okkur fal-
legt hús á Eyrarbakka sem við erum
að lagfæra og breyta og hlökkum
G
uðmundur Ármann Pét-
ursson fæddist 9. maí
1969 í Reykjavík og bjó í
Vogahverfinu, Sólheim-
um og Álfheimum nánar
tiltekið. „Foreldrar mínir kaupa Hús-
ið á Eyrarbakka árið 1979 og hefjast
handa við lagfæringar á því og endur-
bætur. Ég flyt síðan á Eyrarbakka
árið 1982 ásamt móður minni og
bróður og þangað er ég fluttur á ný
ásamt konu minni og börnum.“
Guðmundur gekk í Ísaksskóla og
Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands
og frá árinu 1982 í Barnaskólann á
Eyrarbakka. Hann var skiptinemi í
Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum
1985-1986. Hann lauk námi í frum-
greinadeild Háskólans á Bifröst 1989
og varð rekstrarfræðingur frá sama
skóla 1991. Hann fór síðan í nám við
Emerson College í lífefldri ræktun
2003 og lauk MSc-námi í arkitektúr,
orku- og umhverfismálum við Uni-
versity of East London 2004.
Guðmundur byrjaði ungur að
vinna, s.s. í fiskvinnslu, við brúar-
smíði, sem verkamaður, á Litla
Hrauni og á réttargeðdeildinni á
Sogni. „Á Sólheimum starfaði ég með
hléum frá árinu 1988 til ársins 2017,
hafði á þeim tíma unnið í lengri eða
skemmri tíma nánast öll störf í fjöl-
breyttum rekstri þess samfélags, þar
af framkvæmdastjóri í rétt tæp 15
ár.“
Guðmundur var kjörinn í sveitar-
stjórn Grímsnes- og Grafningshrepps
árið 2010 og á ný árið 2014 og sat til
ársins 2018. Hann byrjaði ungur í
skátahreyfingunni í skátafélaginu
Skjöldungum og var þar virkur um
árabil. Fór á tvö alheimsmót skáta í
Kanada og Ástralíu, lauk Gilwell-
þjálfun, hlaut forsetamerki, var for-
maður Skátasambands Suðurlands
og sat um tíma í stjórn Bandalags ís-
lenskra skáta.
„Ég kom að því að endurvekja
skátastarf á Selfossi með skátafélag-
inu Fossbúum ásamt góðu fólki og
starfaði í félaginu um nokkurt skeið.
Sonur minn er með Downs heilkenni
og læt ég mig hagsmuni einstaklinga
með Downs mjög varða, sat um tíma í
stjórn Félags áhugafólks um Downs
heilkennið og sit í stjórn Þroskahjálp-
ar á Suðurlandi.“
Síðustu misseri hefur Guðmundur
kvæmd hugmynd sem lætur mig ekki
í friði en það er setja af stað kvik-
myndahátíð. Sé fyrir mér að hátíðin
verði árlegur viðburður og mun hún
heita BRIM kvikmyndahátíð. Mark-
miðið er að sýna myndir sem tengjast
sjávarbyggðum og/eða hafinu. Á
þessari fyrstu hátíð verða myndirnar
um plast í hafinu. Ég hef náð sam-
starfi við erlend samtök sem vinna
með markvissum og upplýsandi hætti
gegn plastnotkun og hreinsun á plasti
úr hafinu.
Ég mun kynna þetta verkefni fyrir
Eyrbekkingum á næstunni og á ekki
von á öðru en það verði vel tekið í
hugmyndina.“
Fjölskylda
Sambýliskona Guðmundar er
Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. 28.
apríl 1971, doktorsnemi í heilbrigðis-
vísindum. Foreldrar hennar eru hjón-
in Ásbjörn Kristófersson, f. 9. ágúst
1933, fv. kaupmaður, og Sigríður
Guðmannsdóttir, f. 18. október 1932,
vann á Landakoti. Þau eru bús. í
Reykjavík.
Börn: 1) Auðbjörg Helga, f. 23.
Guðmundur Ármann Pétursson, sjálfstætt starfandi – 50 ára
Fjölskyldan Nói Sær, Guðmundur, Embla, Birna Guðrún og Auðbjörg Helga
fyrir utan Mosfellskirkju í Grímsnesi við fermingu Emblu Lífar í fyrra.
Kominn heim á Eyrarbakka
Afmælisbarnið Guðmundur við
ostagerð í námi sínu á Englandi.
30 ára Torfi Geir er
Garðbæingur og er að
klára BA-nám í al-
mannatengslum á Bif-
röst. Hann er mark-
aðsstjóri hjá leikhús-
framleiðslufyrirtækinu
Theater Mogul.
Maki: Ragnheiður Dísa Gunnlaugsdóttir,
f. 1989, leikskólakennari og deildarstjóri
á Bæjarbóli.
Dóttir: Þórhildur Sóldís, f. 2014.
Systkini: Sólveig Dröfn, f. 1996, og
Sigurður Einar, f. 1998.
Foreldrar: Símon Bjarnason, f. 1966,
málari, búsettur á Bíldudal, og Anna Lilja
Torfadóttir, f. 1968, kennari, búsett í
Garðabæ.
Torfi Geir
Símonarson
Til hamingju með daginn
Selfoss Silja Steinsdóttir fæddist
26. september 2018 í Reykjavík.
Hún vó 4.102 g og var 55 cm löng.
Foreldrar hennar eru Selma
Harðardóttir og Steinn Vignir.
Nýr borgari