Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Fylkir ........................................2:0 KR – Valur .................................................0:3 Staðan: Valur 2 2 0 0 8:2 6 Breiðablik 2 2 0 0 6:1 6 Stjarnan 2 2 0 0 2:0 6 ÍBV 2 1 0 1 2:2 3 HK/Víkingur 2 1 0 1 1:1 3 Þór/KA 2 1 0 1 4:5 3 Fylkir 2 1 0 1 2:3 3 Keflavík 2 0 0 2 1:4 0 Selfoss 2 0 0 2 1:5 0 KR 2 0 0 2 0:4 0 Meistaradeild karla Undanúrslit, seinni leikur: Ajax – Tottenham.....................................2:3 Matthijs de Ligt 5., Hakim Ziyech 35. – Lu- cas Moura 55., 59., 90.  Tottenham í úrslit, 3:3 samanlagt, og mætir Liverpool í Madrid 1. júní. Danmörk B-deild: Næstved – Roskilde................................. 4:1  Frederik Schram stóð í marki Roskilde. Færeyjar Undanúrslit bikarkeppni, fyrri leikur: HB – KÍ Klaksvík......................................1:1  Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB. Heimir Guðjónsson þjálfar liðið. KNATTSPYRNA KÖRFUBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Baldur Þór Ragnarsson var í gær kynntur til leiks sem nýr þjálfari körfuknattleiksliðs Tindastóls á Sauðárkróki til næstu þriggja ára. Hann tekur við af Israel Martin sem lét af störfum eftir að Tinda- stóll féll úr úrslitakeppninni í átta liða úrslitum í síðasta mánuði eftir tap fyrir Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Sauðárkróki. Baldur Þór stýrði einmitt Þórslið- inu í umræddum leik og þótti fara það einstaklega vel úr hendi. „Tindastóll hefur gert vel í mörg ár og er auk þess stórt félag í ís- lenskum körfuknattleik. Þess vegna þykir mér spennandi að taka við liðinu,“ sagði Baldur Þór í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Eftir að hafa verið í Þorláks- höfn alla mína tíð og fannst vera kominn tími til að fara út fyrir þægindahringinn þegar sóst var eftir starfskröftum mínum hjá öðru liði. Breyta til. Setja meiri pressu á sjálfan mig sem þjálfara þar sem ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að leika leikinn,“ sagði Baldur sem er 29 ára gamall. Hann verður áfram aðstoðarlandsliðs- þjálfari í karlaflokki samhliða starfi sínu hjá Tindastóli. Baldur Þór tók við sem aðal- þjálfari Þórs í Þorlákshöfn fyrir ári eftir að hafa verið í þrjú ár þar á undan aðstoðarþjálfar Einars Árna Jóhannssonar hjá Þór. Baldur Þór segir að ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að halda áfram með Þórsliðið. Sér hafi stað- ið það til boða en að vel athuguðu máli hafi það verið sitt mat að hann hafi gott af tilbreytingunni og að vinna í nýju umhverfi. „Ég hef unnið með meistaraflokki Þórs ár- um saman þótt ég hafi aðeins verið síðasta árið sem aðalþjálfari. Ég er og hef verið ánægður í Þorlákshöfn hjá mjög góðu félagi. Hér þekki ég allt. Þegar maður hefur metnað til þess að skipta um umhverfi er rétt að láta á það reyna þegar færi gefst til.“ Hefur sínar hugmyndir Baldur Þór segir forsvarsmenn Tindastóls hafa haft samband við sig fljótlega eftir að Þór féll úr leik í undanúrslitum fyrir KR í síðasta mánuði. Síðan hafi tekið við samtöl og vangaveltur. „Við röbbuðum saman og þeir viðruðu sínar hugmyndir við mig. Mér leist vel á og ákvað að láta slag standa. Þess utan hef ég mín- ar hugmyndir um körfuknattleik. Ég er ekki í vafa um að þessi breyting á eftir að styrkja mig sem þjálfara,“ sagði Baldur Þór sem verður ekki aðeins aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli heldur einnig styrktarþjálfari yngri flokka félagsins. Baldur Þór er styrktarþjálfari. Ljóst er að Brynjar Þór Björns- son leikur ekki áfram með Tinda- stóli en hann var eitt helsta tromp liðsins á nýliðnu keppnistímabili. Spurður hvort hann sæi fram á miklar breytingar á leikmanna- hópnum svaraði Baldur Þór því til að meðal þess fyrsta sem hann gerði yrði að ræða við þá leikmenn sem fyrir hendi væru hjá Tinda- stóli. „Þegar staðan liggur fyrir þá tekur við starf við að styrkja liðið fyrir átökin á næsta keppnis- tímabili. Þetta er bara spennandi verkefni,“ sagði Baldur Þór Ragn- arsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik karla. Fannst tímabært að fara út fyrir þægindahringinn  Eftir að hafa slegið Tindastól úr keppni í vor tekur Baldur við þjálfun liðsins Morgunblaðið/Hari Ákveðinn Baldur Þór Ragnarsson hefur ákveðnar skoðanir þegar kemur að því að leika körfuknattleik. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið þrjá nýja þjálfara í störf hjá meistaraflokksliðum sínum. Jón Hall- dór Eðvaldsson, sem síðustu ár hefur starfað sem spek- ingur í sjónvarpsþættinum Körfuboltakvöldi, hefur ver- ið ráðinn þjálfari kvennaliðs félagsins að nýju. Hann stýrði Keflavík til Íslandsmeistaratitils árið 2008 og 2011, en Jón tekur við af nafna sínum, Jóni Guðmunds- syni sem kom Keflavík í úrslitaeinvígi við Val í vor. Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur, og verður því Jóni Halldóri til aðstoðar. Hann mun þó að sjálfsögðu spila áfram með karlaliðinu, eins og segir í til- kynningu frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Finnur Jónsson, sem síðast þjálfaði karlalið Skallagríms í vetur, hefur svo verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur. Hann verður því Sverri Þór Sverrissyni innan handar en Sverrir verður áfram aðalþjálfari liðsins. Að sögn Keflvíkinga er frétta af leikmannamálum að vænta á allra næstu dögum, nú þegar þjálfaramálin eru í höfn. Keflavík með 3 nýja þjálfara Jón Halldór Eðvaldsson Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson verður ekki áfram í herbúðum norska liðsins Elverum að keppnistímabilinu loknu. Þetta staðfesti Þráinn við Morgunblaðið í gær. Hann sagði enn óvíst hvort hann héldi áfram að leika úti í Evrópu eða flytti heim. Þráinn Orri lék með Gróttu áður en hann gekk til liðs við Elver- um fyrir tveimur árum. „Ef ekkert gott býðst þá kem ég líklegast heim,“ sagði Þráinn Orri sem reiknar með að gefa sér tíma út þennan mánuð áður en hann ákveður næsta skref. Elverum hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildar- innar á leiktíðinni. Liðið er komið í úrslit í úrslitakeppn- inni og mætir Noregsmeisturum Arendal fyrsta sinni á útivelli á sunnudag- inn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að vinna úrslitakeppnina. Liðið sem vinnur úrslitakeppnina verður ekki norskur meistari heldur liðið sem vinn- ur deildarkeppninni, öfugt við það sem er hér á landi. iben@mbl.is Þráinn Orri yfirgefur Elverum Þráinn Orri Jónsson HANDBOLTI Olísdeild karla Undanúrslit, fjórði leikur: ÍBV – Haukar ........................................30:27  Staðan í einvíginu er jöfn, 2:2, og liðin mætast í oddaleik á Ásvöllum á laugardag. Spánn Barcelona – Granollers....................... 38:27  Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Barcelona. Frakkland Cesson-Rennes – Chambéry............... 18:28  Geir Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir Cesson-Rennes. Þýskaland Alba Berlín – Bonn............................ 110:98  Martin Hermannsson skoraði 4 stig og gaf 3 stoðsendingar á 14 mínútum. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Philadelphia .......................125:89  Staðan er 3:2 fyrir Toronto. Vesturdeild, undanúrslit: Denver – Portland...............................124:98  Staðan er 3:2 fyrir Denver. KÖRFUBOLTI Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.