Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Ég er ekki stuðningsmaður
Liverpool og lít reyndar á liðið
sem mína erkióvini en ég gat
ekki annað en hrifist af frammi-
stöðu þess í leiknum gegn
Barcelona í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar á Anfield í
fyrrakvöld.
Liverpool pakkaði Spánar-
meisturunum saman á mögnuðu
Evrópukvöldi á Anfield og ég
held svei mér þá að Messi og
samherjar hans í Katalóníuliðinu
hafi vanmetið andrúmsloftið á
þessum sögufræga velli.
Ég hef gríðarlega mikið álit
á Jürgen Klopp, knattspyrnu-
stjóra Liverpool, klókindum hans
og útgeislun og hversu tilbúnir
leikmenn eru til að spila fyrir
Þjóðverjann og félag sitt. Það
gerði útslagið í þessum leik.
Ég heyrði í gömlum leik-
mönnum Liverpool spjalla saman
á Liverpool-sjónvarpsstöðinni
eftir leikinn og þeir höfðu á orði
að leikmenn Barcelona hefðu
mætt inn í búningsklefann fyrir
leikinn með hangandi haus þar
sem værukærðin skein út úr and-
litum þeirra. Þeir töldu forms-
atriði að gera út um einvígið með
3:0-forystu í farteskinu.
Liverpool mætir Tottenham
í úrslitaleiknum á Wanda Metro-
politano-vellinum í Madrid 1. júní
en í ótrúlega dramatískum leik
gegn Ajax í Amsterdam í gær-
kvöld tryggði Tottenham sér far-
seðilinn í úrslitaleikinn með
sigurmarki á síðustu sekúndu
leiksins.
Ég ætla að spá Liverpool
sigri og hver veit nema 29. eyði-
merkurgöngu Liverpool í leit að
Englandsmeistaratitlinum ljúki á
sunnudaginn! Það er ekkert
ómögulegt í þessari fallegustu
og skemmtilegustu íþrótt í
heimi!
BAKVÖRÐUR
Guðmudur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
KR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ýmislegt sögulegt hefur gerst að
undanförnu þegar vetraríþróttirnar
hafa náð hámarki. Kvennalið Vals
unnu alla stóru bikarana bæði í hand-
knattleik og körfuknattleik á sama
tímabilinu. KA vann alla stóru bikar-
ana í blakinu bæði í karla- og kvenna-
flokki. Skautafélag Akureyrar vann
hvern einasta bikar sem keppt er um
í íshokkíi. Ekki fór framhjá mörgum
að KR varð Íslandsmeistari karla í
körfuknattleik sjötta árið í röð. Marg-
ir töldu að slíkt væri ekki gerlegt í
hópíþróttum nútímans þegar fleiri fé-
lög hérlendis leggja metnað í að ná
árangri en gerðu ef farið er aftur í
tímann.
KR setti met í körfuboltanum á Ís-
landi þegar liðið náði sjötta titlinum í
röð. Karlalið ÍR sigraði tvívegis fimm
sinnum í röð. Fyrst frá 1960-1964 og
síðan frá 1969-1973. Kvennalið KR
vann fimm sinnum í röð frá 1979-
1983.
KR-ingar eru þó ekki búnir að
setja met í íslensku íþróttalífi hvað
þetta varðar en eiga möguleika á því.
Karlalið Fram varð Íslandsmeistari í
knattspyrnu sex sinnum í röð 1913-
1918. Kvennalið Vals í handknattleik
varð Íslandsmeistari sex ár í röð
1964-1969 en kvennalið Fram vann
einnig sex sinnum gerði gott betur í
handknattleiknum og sigraði sjö
sinnum í röð 1984-1990. Er það sem
sagt metið sem KR-inga að reyna að
jafna á næsta keppnistímabili.
Sóttur í Stykkishólm
Þegar Finnur Freyr Stefánsson lét
af störfum síðasta sumar sem þjálfari
KR var kallað í annan uppalinn KR-
ing, Inga Þór Steinþórsson, sem búið
hafði í Stykkishólmi frá sumrinu 2009.
Ingi hafði gert karlalið KR að meist-
urum árið 2000 og karlalið Snæfells
vann tvöfalt undir hans stjórn 2010.
Þá varð kvennalið Snæfells Íslands-
meistari þrjú ár í röð undir hans
stjórn 2014-2016.
Ingi þurfti því ekkert að sanna sem
þjálfari en margir töldu að erfitt yrði
fyrir hann að koma vel út úr þessu
keppnistímabili. KR-liðið hafði unnið
fimm ár í röð og molnaði í sundur þeg-
ar Brynjar Þór Björnsson, Darri
Hilmarsson og Kristófer Acox yfir-
gáfu félagið. Var það rakið í grein í
mánudagsblaðinu hvernig KR-liðið
tók svo breytingum í vetur og varð
sterkara.
Nýta þarf kóngana rétt
Inga tókst að finna réttu formúluna
og búa til meistaralið, nánast á síð-
ustu stundu eða þegar úrslitakeppnin
fór í hönd. Fram að því höfðu lið eins
og Stjarnan og Njarðvík þótt sigur-
stranglegri en KR. Ingi Þór var með í
sínum leikmannahópi afar reynda og
sigursæla menn. Slíkt getur verið
vandmeðfarið en hann virðist hafa
unnið mjög farsællega úr því. Þjálf-
arinn þarf að leyfa slíkum mönnum að
koma að borðinu og setja fram sínar
hugmyndir. Í hita leiksins er einnig
hægt að nýta innsæi þeirra og leik-
skilning til að meta stöðuna. En um
leið þarf að vera ljóst að þjálfarinn
stjórnar en ekki leikmennirnir. Hans
er ábyrgðin og hann tekur endanlega
ákvörðun.
Stundum verður maður var við um-
ræðu um sigursæl lið í íþróttum að
þau séu nánast sjálfspilandi og litlu
skipti hver þjálfi þau. Greinarhöf-
undur hefur ekki mikla trú á þeirri
kenningu. Lið verða ekki meistarar
þegar leikmenn ráða för. Til þess er
sjónarhorn þeirra of þröngt. Inn í
þeirra sýn spilar þeirra eigin hlut-
verk of mikla rullu til að þeir sjái
heildarmyndina jafn skýrt og sá sem
er á hliðarlínunni.
Tenging við baklandið
Afrek Inga er því merkilegt; að
hafa náð að stýra flaggskipi KR í höfn
með þeirri pressu sem því fylgir. Eins
var afrek forvera hans Finns Freys
Stefánssonar geysilegt. Til marks um
pressuna sem fylgir því að stýra
meistaraliði KR þá var Finnur nánast
búinn á sál og líkama þegar mótinu
lauk fyrir ári.
Síðustu árin hefur KR gjarnan þótt
sigurstranglegasta liðið. Ekki síst eftir
að Jón Arnór Stefánsson ákvað að
flytja heim. En þannig hefur það ekki
endilega verið öll þessi sex tímabil.
Þegar maður hugsar til baka þá var
meistaralið KR 2014 til dæmis ekki
samansafn af stórstjörnum á þeim
tíma. En leikmenn eins og Martin Her-
mannsson og Darri Hilmarsson sönn-
uðu sig sem toppmenn þann veturinn.
Öll sex tímabilin hafa þó margir af
lykilmönnum liðsins verið uppaldir
KR-ingar. Tengingin við baklandið er
því fyrir hendi og það sést á stemn-
ingunni í úrslitaleikjum.
KR-ingar geta
jafnað met á
næsta tímabili
Kjarni uppalinna leikmanna með
uppalda þjálfara er sigurformúla
Morgunblaðið/Hari
Þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson leggur línurnar í leikhléi.
Birna Berg Haraldsdóttir, lands-
liðskona í handknattleik, fékk högg
á höfuðið um síðustu helgi í kapp-
leik með þýska fyrstudeildarliðinu
Neckarsulmer. Svo þungt var högg-
ið að hún hlaut heilahristing. Þar af
leiðandi leikur hún ekki tvo síðustu
leiki liðsins í deildarkeppninni. Að-
dragandi höggsins var óvenjulegur.
Birna hafði lokið við að taka víta-
kast í leiknum, sem hún skoraði úr,
þegar hún sneri sér við til að hlaupa
í vörnina þegar einn andstæðinga
hennar lagði lykkju á leið sína og
hljóp utan í Birnu auk þess sem svo
virðist sem hún slái til hennar með
olnboganum. Birna féll í gólfið og
var síðan flutt á varamannabekkinn
til frekari aðhlynningar.
„Tíu mínútum síðar kom ég inn af
varamannabekknum til að taka
annað vítakast. Ég man ekkert eftir
því frekar en öðru sem gerðist í
fyrri hálfleik. Í hálfleik var ég flutt
á sjúkrahús,“ sagði Birna Berg í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Í ljós hefur komið að ég hlaut
heilahristing og var auk þess bara
heppin að hafa ekki kinnbeins-
brotnað til viðbótar,“ sagði Birna
ennfremur en hún verður að hafa
hægt um sig á næstunni meðan heil-
inn jafnar sig.
Engu er líkara en andstæðingur-
inn rekist viljandi utan í Birnu.
„Fyrst trúði ég ekki að þetta væri
viljaverk en núna er ég búin að
horfa á þetta nokkrum sinnum og
það er eitthvað skrítið við þetta. En
ég bara trúi því ekki að einhver sé
svona vondur að gera svona vilj-
andi,“ sagði Birna sem segist enn
vera í áfalli eftir að hafa séð mynd-
bandið af atvikinu, en það er m.a.
að finna á mbl.is.
Birna Berg gekk til liðs við Neck-
arsulmer í byrjun árs og hefur átt
drjúgan þátt í að liðið hefur bjargað
sér frá falli í 2. deild. iben@mbl.is
Man ekki eftir að
hafa tekið vítakastið
Morgunblaðið/Eggert
Heilahristingur Birna Berg er frá
keppni um nokkurt skeið.