Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
Frisland Classic
Benedikt Guðmundsson hefur valið
æfingahóp kvennalandsliðsins í körfu-
bolta sem kominn er saman til undir-
búnings fyrir Smáþjóðaleikana í Svart-
fjallalandi 27. maí til 1. júní. Um er að
ræða fyrsta verkefni landsliðsins undir
stjórn Benedikts sem valdi 26 manna
hóp sem sjá má á mbl.is. Fimm leik-
menn gátu ekki gefið kost á sér en það
eru þær Birna V. Benónýsdóttir úr
Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir úr
Val, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og
Ragnheiður Benónísdóttir úr Stjörn-
unni, og Unnur Tara Jónsdóttir úr KR.
Forráðamenn sænska knattspyrnu-
félagsins Hammarby hyggjast reyna
hvað þeir geta að halda landsliðs-
framherjanum Viðari Erni Kjart-
anssyni í sínum röðum lengur en sem
nemur lánssamningnum við rússneska
félagið Rostov sem rennur út um miðj-
an júlí. Hammarby á betri möguleika á
að halda Viðari nú þegar félagið hefur
selt hinn 18 ára gamla
miðvörð Kossounou
Odilon fyrir met-
upphæð til Club
Brugge í Belgíu, en
Hammarby fær á bilinu
380-510 milljónir ís-
lenskra króna vegna
sölunnar. „Við
munum alla
vega reyna,“
sagði Jesper
Jansson, yfirmaður
íþróttamála hjá
Hammarby, að-
spurður hvort félag-
ið gæti nú haldið
Viðari. Viðar hefur
skorað 3 mörk í fyrstu 7
leikjum tímabilsins í Sví-
þjóð.
Eitt
ogannað
Í EYJUM
Guðmundur T. Sigfússon
sport@mbl.is
Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi
sínu gegn Haukum í gærkvöldi
þegar liðin mættust í fjórða sinn í
undanúrslitum Íslandsmóts karla í
handknattleik. Liðin fara nú í
oddaleik um sæti í úrslitarimm-
unni næsta laugardag á Ásvöllum
og sigurvegarinn þar mætir Sel-
fossi. Leiknum í gær lauk 30:27 og
voru Eyjamenn í raun með sig-
urinn vísan mestallan leikinn.
Eyjamenn hófu leikinn mjög vel
og höfðu forskot frá upphafi en
þeir leiddu með fjórum mörkum í
hálfleik, 15:11.
Umskipti í síðari hálfleik
Það forskot var fljótt að gufa
upp í seinni hálfleik þar sem
Haukarnir hófu hann af miklum
krafti, höfðu greinilega farið vel
yfir hlutina í hálfleik.
Haukar náðu aldrei forystunni á
nýjan leik og hefði það líklega
verið það sem þeir þurftu. Ef
Eyjamenn hefðu lent undir hefð-
um við getað séð brotið lið.
Sigurbergur Sveinsson, Kristján
Örn Kristjánsson og Dagur Arn-
arsson skoruðu allir sex mörk í
leiknum og léku vel. Hjá Hauk-
unum var Orri Freyr Þorkelsson
markahæstur með fimm mörk, öll
úr vítum. Markverðir liðanna hafa
allir átt betri leiki en samtals voru
18 skot varin í leiknum, níu hjá
hvoru liði.
Haukar sterkir á Ásvöllum
Haukar hafa unnið báða heima-
leikina sína gegn ÍBV í þessari
rimmu nokkuð þægilega en Eyja-
menn að því er virðist þurft að
hafa meira fyrir sínum sigrum,
sem báðir komu þó á þeirra
heimavelli. Helsti munurinn á
þessum leik og þeim fyrri var sá
að Eyjamenn náðu að stoppa gríð-
arlega öfluga seinni bylgju Hauka
og fækka mörkum þeirra úr
henni.
Stuðningurinn í Vestmanna-
eyjum var eins og best verður á
kosið; Eyjamenn fylltu húsið og
frábærir stuðningsmenn Hauka
fjölmenntu einnig til Eyja. Það
verður gaman að sjá hvort það
sama verður upp á teningnum í
næsta leik liðanna. Ekki kæmi
það á óvart þegar sæti í úrslitum
Íslandsmótsins er í húfi.
Eins og áður segir hafa allir
fjórir leikirnir unnist á heimavelli.
Haukar komust yfir 1:0 og 2:1 en
ÍBV hefur tvívegis jafnað.
Vörnin betri en áður hjá
ÍBV gegn Haukum
Eyjamenn knúðu fram oddaleik á Ásvöllum með sigri í fjórða leiknum í Eyjum
Ljósmynd/Sigfús
6 mörk Kristján Örn Kristjánsson var drjúgur fyrir ÍBV og er hér kominn í skotfæri gegn Grétari Ara.
Vestmannaeyjar, undanúrslit karla,
fjórði leikur, miðvikudag 8. maí 2019.
Gangur leiksins: 3:2, 6:4, 8:5, 10:8,
13:10, 15:11, 15:14, 17:17, 21:19,
24:23, 27:24, 30:27.
Mörk ÍBV: Kristján Örn Kristjánsson
6, Dagur Arnarsson 6, Sigurbergur
Sveinsson 6, Hákon Daði Styrmisson
4/2, Gabríel Martinez 3, Fannar Þór
Friðgeirss. 3, Elliði Snær Viðarss. 2.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 5,
Haukur Jónsson 4.
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson
ÍBV – Haukar 30:27
5/5, Adam Haukur Baumruk 4, Daní-
el Þór Ingason 4, Brynjólfur Snær
Brynjólfsson 4, Heimir Óli Heimisson
3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Ásgeir Örn
Hallgrímsson 2, Atli Már Báruson 1,
Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Einar
Pétur Pétursson 1.
Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 8,
Andri Sigmarsson Scheving 1/1.
Utan vallar: 2 mínútur
Dómarar: Jónas Elíasson og Svavar
Ólafur Pétursson. Áhorfendur: 900.
Staðan í einvíginu er jöfn, 2:2, og
liðin mætast í oddaleik á laugardag.
Tottenham Hotspur mætir Liver-
pool í úrslitaleik Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu eftir ævin-
týralega atburðarás í Amsterdam í
gærkvöldi. Tottenham leikur til úr-
slita í keppninni í fyrsta skipti í
sögu félagsins. Tottenham sigraði
Ajax 3:2 eftir að Ajax komst í 2:0 og
fer áfram á fleiri mörkum skor-
uðum á útivelli.
Villtustu draumar stuðnings-
manna Tottenham rættust í gær
rétt eins og villtustu draumar
stuðningsmanna Liverpool rættust
á þriðjudagskvöldið. Tottenham
þurfti að skora alla vega þrjú mörk
í síðari hálfleik í gær og gerði það.
Brasilíumaðurinn Lucas Moura sá
reyndar alfarið um það með mörk-
um á 55., 59. og þegar fimm mín-
útur voru liðnar af uppbótartíma.
Matthijs de Ligt og Hakim Ziyech
skoruðu mörkin fyrir Ajax á 5. og
36. mínútu.
Eftir fyrri leikina benti margt til
þess að Ajax-Barcelona yrði úrslita-
leikurinn en þess í stað verður það
Tottenham-Liverpool.
AFP
Þrenna Lucas Moura hafði ástæðu til að fagna í Amsterdam í gær.
Þrenna Moura kom
Tottenham í úrslit