Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Þ
etta friðaða og fallega hús á sér
langa og merkilega sögu. Það var
byggt árið 1901 og hefur verið í
sömu fjölskyldu frá upphafi. Eig-
andinn eignaðist húsið frá móður
sinni og tók það loforð að húsið færi aldrei úr
fjölskyldunni en sjálf ólst hún upp í húsinu til
8 ára aldurs,“ segir Berglind.
– Í hvernig ástandi var það þegar þið feng-
uð þetta verkefni?
„Húsið leit út eins og leikmynd að utan en
var mjög illa farið að innan og þurfti því
hreinlega að byggja húsið upp á nýtt.
Þegar ráðist var í endurgerð á þessu fallega
húsi var gætt að því að öll hönnunin tæki mið
af anda og byggingarstíl hússins og að allar
endurbætur væru í samræmi við aldur þess.
Skipta þurfti til dæmis um alla glugga í hús-
inu en passað var upp á að þeir væru nákvæm
eftirsmíði af upprunalegum gluggum. Allir
hurðarhúnar, slökkvarar og rofar eru til dæm-
is í upprunalegum stíl frá aldamótum. Sama á
við um allar hurðir og lista við gólf og loft til
að ná fram sem upprunalegustu útliti og því
yfirbragði sem einkenndi húsið upphaflega,“
segir Helga.
Þess var gætt vel að allar innréttingar væru
í anda hússins. Þær eru allar sérsmíðaðar hjá
Örn ehf. í Vestmannaeyjum. Í eldhúsinu er til
dæmis hvít sprautulökkuð innrétting með
fulningum og eru ekki efri skápar heldur opn-
ar hillur fyrir ofan vaskinn. Á einum vegg eru
háir skápar með innfelldum ísskáp og tækja-
skáp. Í eldhúsinu er stór og mikil gamaldags
eldavél og eru höldurnar litlir hnúðar úr
burstuðu stáli. Steinn er á borðplötunum og
kemur hann úr Granítsmiðjunni. Eins og sést
á myndunum er gott skápapláss í eldhúsinu.
„Í húsinu býr fimm manna fjölskylda og var
hugmyndin að búa til hlýlegt og persónulegt
heimili þar sem að þarfir og óskir fjölskyld-
unnar væru hafðar í fyrirrúmi. Breytingar
voru gerðar á skipulaginu á neðri hæðinni
Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson
Lofaði að húsið
færi ekki úr
fjölskyldunni
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhúss-
arkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið
hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið
upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar.
Marta María | mm@mbl.is
Gamaldags vaskur prýðir baðherbergið. Hringlaga speg-
illinn tengir þetta um 120 ára gamla hús við nútímann.
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir sáu um að
hanna húsið að innan og raða upp öllum húsgögnum.
Berglind og Helga röðuðu upp öllum
húsgögnum á heimilinu. Glugga-
tjöldin eru sérsmíðuð hjá Skerma.
Allar hurðir í húsinu eru sprautulakkaðar
og hurðarhúnar eru í upprunalegum stíl.
SJÁ SÍÐU 12