Morgunblaðið - 05.06.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Ábyrgðin á þeirri stöðu sem er komin upp eftir dóm
Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í gær er ríkisins
og það er þeirra að koma með leið til að greiða úr málinu.
Þetta segir athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson, sem er
einn hinna fjögurra sem dæmdir voru í Al Thani-málinu.
Fyrr í gær komst MDE að þeirri niðurstöðu að einn
hæstaréttardómara sem dæmdu í málinu hefði ekki verið
hlutlaus vegna fjölskyldutengsla hans, en eiginkona
dómarans var varaformaður stjórnar FME þegar eft-
irlitið rannsakaði Kaupþing og þá var sonur hans aðallög-
fræðingur Kaupþings og síðar starfsmaður slitabús
bankans.
Ólafur segir það ekki geta verið hlutverk borgara að
standa í því að stefna ríkinu til endurupptöku þegar ljóst
sé að brotið hafi verið á mannréttindum fólks og það stað-
fest af MDE. Segir hann það hlutverk dómsmála-
ráðherra og forsætisráðherra að tryggja lýðræðisleg
réttindi borgara og þeir verði að finna út hvað eigi nú að
gera. „Þeir bera ábyrgðina á málinu,“ segir hann.
„Þeir væru að dæma eigin störf“
Málið hefur farið fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, en
síðar var farið fram á endurupptöku málsins. Var það
vegna fyrrnefndra fjölskyldutengsla, auk þess sem fjór-
menningarnir töldu að brotið hefði verið gegn réttindum
þeirra varðandi aðgang að gögnum málsins, hlerunum á
símtölum við verjendur og að ekki hafi verið fullreynt að
fá sjeik al Thani til að bera vitni við dómshaldið. Endur-
upptökunni var hafnað og kærðu þeir málið til MDE.
Dómstóllinn tók hins vegar ekki undir þessar aðfinnslur.
Spurður hvort hann teldi rétt að endurupptökunefnd
myndi fallast á endurupptöku málsins eftir dóm MDE
segir Ólafur að núna sé sannarlega búið að dæma dóm-
stólinn brotlegan. Hins vegar segist hann ekki treysta
Hæstarétti lengur til að dæma í málum sér tengdum.
Segir hann flesta dómarana sem dæmdu fyrr í málinu
sitja áfram, utan Árna Kolbeinssonar, sem var sagður
hafa skort hlutleysi, og Gunnlaugs Claessen, sem kom
aftur til starfa tímabundið eftir að hafa verið kominn á
eftirlaun. „Þeir væru að dæma eigin störf,“ segir Ólafur
og bætir við að þegar ekki sé hægt að bera traust til ein-
staklinga sem eigi að vera hlutlausir og faglegir þá velti
hann alvarlega fyrir sér hvað sé hægt að gera.
Segir ríkið bera ábyrgðina
á málinu og næstu skrefum
Ráðherrar eigi að tryggja lýðræðisleg réttindi
Morgunblaðið/Golli
Vantraust Ólafur Ólafsson segist ekki treysta Hæsta-
rétti Íslands til að dæma í málum sér tengdum lengur.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Ferðamaður sem alræmdur er fyr-
ir utanvegaakstur á jarðhitasvæði í
Bjarnarflagi við Mývatn þar sem
hann festi bílaleigujeppa sinn á
sunnudag greiddi að líkindum
hæstu stöku sekt sem hefur verið
greidd af þessu tagi á Íslandi.
Borgaði hann alls 450 þúsund
krónur fyrir brot á náttúruvernd-
arlögum í fyrradag. Þetta segir
Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarð-
stjóri lögreglunnar á Húsavík, sem
kom að málinu. Ferðamaðurinn
sem um ræðir heitir Alexander
Tikhomirov og er sá vinsæl rúss-
nesk samfélagsmiðlastjarna. Birti
hann og föruneyti hans myndir af
sér og skemmdunum á samfélags-
miðlum.
Hreiðar segir reglur um slík
brot af skornum skammti og bend-
ir á að ekki sé að finna neinn sekt-
arramma á ákveðnum brotum í
náttúruverndarlögum eins og finna
megi í umferðarlögum. Segir hann
að lögreglumönnum sé þó heimilt
að gefa sektir á bilinu 10-500 þús-
und krónur fyrir brot á náttúru-
verndarlögum. Í þessu tilviki hafi
sektin því verið í hæsta lagi.
Heimila ekki harðari refsingu
„Þetta var í algjöru hámarki
þarna. Við höfðum 50 þúsund krón-
ur upp á að hlaupa sem hámarks-
sekt fyrir eitthvað hrikalegt,“ segir
Hreiðar. „Ég reikna með að þetta
sé hæsta staka sekt sem hefur ver-
ið greidd af þessu tagi á Íslandi í
dag.“ Hreiðar segir lögreglumenn
ekki hafa neina heimild til að gefa
harðari refsingu fyrir brot af þessu
tagi. Hann segir til að mynda ekki
hægt að svipta Tikhomirov öku-
réttindum þar sem brotið heyrði
ekki undir umferðarlög heldur
náttúruverndarlög. „Þú getur
skemmt náttúruna á svo margan
hátt. Bíll er bara eitt af því sem þú
getur notað til þess,“ segir Hreið-
ar. Hann staðfestir þó að landeig-
endum, sem sitji uppi með tjón af
völdum utanvegaakstursins, standi
lítið annað til boða en að kæra at-
vikið sem þeir hafi þegar gert.
Aðstoð í formi vinnuframlags
Guðrún María Valgeirsdóttir,
formaður landeigenda í Reykjahlíð,
staðfestir að eigendur svæðisins
hafi kært verknaðinn og lagt fram
kröfu upp á tvær milljónir. Hún
segist þó ekki bera neinar vonir
um að fá eitthvað út úr henni enda
ólíklegt að Tikhomirov verði á
landinu þegar kröfunni verður
fylgt eftir. Segir Guðrún umhugs-
unarvert að engin betri úrræði
skuli finnast í þessu tilfelli þar sem
um kláran ásetning sé að ræða.
„Þótt það væri ekki nema bara að
skylda hann til að laga til eftir sig.
Það getur bara ekki verið eðlilegt
að landeigandinn sitji eftir með
tjónið og fjárhagslegan skaða.“
Hún segist þó bjartsýnni eftir að
hafa fengið boð frá ferðaklúbbnum
4x4 og Umhverfisstofnun um að-
stoð í formi vinnuframlags til að
laga skemmdirnar á svæðinu.
Þetta staðfestir Umhverfisstofnun
í samtali við Morgunblaðið, en
stofnunin bauð landeigendum að-
stoð í formi vinnuframlags síðdegis
í gær.
Tóku dráttarkaðla í leyfisleysi
Marcin Kozaczek, ljósmyndari
og starfsmaður fyrirtækisins Jóns
Inga Hinrikssonar ehf., sem býður
upp á dráttarbílaþjónustu og bíla-
leigu í Mývatnssveit, var einn sá
fyrsti á svæðið á sunnudaginn og
sá um að grafa bílaleigubíl Tik-
homirovs úr leirnum. Marcin segir
í samtali við Morgunblaðið að sam-
félagsmiðlastjarnan hafi tekið í
leyfisleysi nokkra dráttarkaðla
sem fyrirtækið geymdi í skúr í
grenndinni. Segir hann Tikhomirov
hafa verið að freista þess að leysa
bílinn sjálfur með aðstoð vegfar-
enda þegar Marcin kom að bíla-
leigubílnum.
Sýndi engin merki um iðrun
Segist Marcin í upphafi hafa
haldið að um slys væri að ræða.
Því segir hann að Tikhomirov hafi
svarað neitandi og segir hann ekki
hafa sýnt nein merki um eftirsjá.
„Hann sagðist bara vera með
þennan bíl sem hægt væri að keyra
utan vegar og hann hefði bara gert
það,“ segir Marcin sem kallaði í
framhaldi eftir lögregluaðstoð.
Hann sá sjálfur um að leysa bílinn
úr leirnum en dráttarbíl þurfti til
þess. Marcin segir Tikhomirov
sjálfan hafa staðgreitt fyrir björg-
unina. Hann bætir við að þetta sé
ekki í fyrsta skipti sem hann hafi
þurft að aðstoða fólk sem festir sig
við utanvegaakstur. „Á síðustu sex
árum hef ég séð mikið af svona
heimskupörum.“
500 þúsund króna hámarkssekt
Aðalvarðstjóri lögreglunnar segir lagalega ekki hægt að svipta Tikhomirov ökuleyfi sínu
Formaður landeigenda bjartsýnni eftir boð um aðstoð frá Umhverfisstofnun og ferðaklúbbnum 4x4
Ljósmynd/Marcin Kozaczen
Lögbrjótur Alexander Tikhomirov er ekki vinsæll meðal Íslendinga eftir að hann festi bílaleigubíl sinn rækilega við
utanvegaakstur á jarðhitasvæði í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Sagt er að hann hafi ekki sýnt nein merki um iðrun.
Vanvirðing Miklar skemmdir urðu á jarðvegi eftir utanvegaaksturinn.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt
kvenmannsnöfnin Hrafnhetta og
Erlenda og karlmannsnafnið
Muggi. Nafninu Ingadóra var hafn-
að og einnig karlmannsnafninu
Ewald. Þá var eiginnafninu Kona
hafnað á þeim forsendum að það
væri samnafn og notað um kven-
mann á ákveðnum aldri. Nokkur
orð í þessum sama merkingar-
flokki, sem tákna manneskju, eru á
mannanafnaskrá, m.a. Karl, Dreng-
ur og Sveinn. Í úrskurði nefndar-
innar segir að þau orð hafi áunnið
sér hefð sem eiginnöfn og eigi sér
langa sögu í tungumálinu.
Nefndin hafnaði beiðni um milli-
nafnið Vatneyringur á þeim for-
sendum að það hefði nefnifallsend-
inguna -ur. Þá hafnaði nefndin
millinafninu Zar því það væri ekki
dregið af íslenskum orðstofni.
Erlinda og Muggi leyfð, ekki Zar og Kona