Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 12

Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet áformar að leggja 32 km loftlínu og 1,4 km jarðstreng frá Hafnarfirði og til Reykjanesbæjar, samkvæmt frummatsskýrslu sem hefur verið kynnt. Umhverfisáhrif aðalvalkosts Landsnets eru metin talsvert til verulega neikvæð á landslag, ásýnd og jarðmyndanir á hluta leiðarinnar. Það á ekki síst við um Hrauntungur í Hafnarfirði. Landsnet hefur lengi undirbúið lagningu Suðurnesjalínu 2. Verk- efnið var hluti af mun umfangs- meira umhverfismati Suðvesturlína. Komið var að framkvæmdum á Suð- urnesjum þegar heimild sem fyrir- tækið hafði fengið til eignarnáms var ógilt með dómum. Landsnet ákvað í kjölfarið að hefja nýtt umhverfismatsferli enda telur fyrirtækið að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdir til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suð- urnesjum og auka flutningsgetu raf- orkukerfisins milli höfuðborgar- svæðisins og Suðurnesja. Kostar 2,3 milljarða Aðalvalkostur Landsnets við fyr- irhugaða framkvæmd er loftlína sem fer um Hrauntungur og liggur síðan að mestu samhliða núverandi Suðurnesjalínu 1. Innan þétt- býlismarka Hafnarfjarðar liggur lína í jörðu á milli tengivirkisins í Hamranesi og Hraunhellu. Raflínan er í heildina tæplega 34 km löng og kostnaður er áætlaður 2,3 milljarðar kr. Vegna athugasemda sem komu fram á sínum tíma eru könnuð áhrif nokkurra annarra kosta. Meðal þeirra eru jarðstrengir alla leið en lagning þeirra myndi kosta 3,9 til 4,4 milljarða eða nærri tvöfalt meira en aðalvalkostur Landsnets. Jafn- framt er könnuð önnur útfærsla af loftlínu sem yrði enn ódýrari og blönduð leið loftlína og jarðstrengja sem yrði nokkuð dýrari en aðal- valkostur. Neikvæð áhrif á umhverfið Niðurstaða umhverfismatsins er að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði talsvert til verulega neikvæð á landslag og ásýnd og jarðmyndanir á hluta leiðarinnar. Áhrif eru metin talsvert neikvæð á ferðaþjónustu og útivist og vistgerðir á hluta leiðar. Áhrif á aðra umhverfisþætti eru metin óveruleg eða nokkuð neikvæð. Í frummatsskýrslunni er bent á að sjónmengun og áflugshætta fugla fylgi loftlínu en varanlegt rask sé meira við lagningu jarðstengja en loftlína. Minnstu umhverfisáhrif yrðu af lagning jarðstrengs sem færi meðfram Reykjanesbraut. Í stefnu stjórnvalda sé hins vegar miðað við loftlínur nema annað sé talið æskilegra af tæknilegum ástæðum eða umhverfis- og öryggis- sjónarmiðum. Landsnet telur ekki að umhverfissjónarmið gefi tilefni til að vikið sé frá þessari stefnu stjórn- valda. Hins vegar falli lagning jarð- strengs innan þéttbýlis í Hafnarfirði að þeirri stefnu. Farið að aðalskipulagi Neikvæðustu umhverfisáhrifin eru talin verða við Hrauntungur þar sem nýja línan víkur frá núverandi Suðurnesjalínu. Áhrifin yrðu minni ef línan yrði lögð út frá Hamranesi samhliða Suðurnesjalínu 1. Fyrri leiðin er valin vegna stefnumörk- unar í aðalskipulagi Hafnarfjarðar sem gerir ráð fyrir að dregið verði úr mikilvægi núverandi tengivirkis við Hamranes þar sem íbúðabyggð hefur þróast nærri og mun gera áfram. Mestu áhrifin eru á umhverfi í Hrauntungum  Loftlína er aðalvalkostur Landsnets við lagningu háspennulínu á Suðurnes Mastur Ný Suðurnesjalína mun að mestu liggja samsíða þeirri gömlu. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kaffisamsæti var hjá véla-, kæli- og renniverkstæð- inu Kapp ehf. í Garðabæ í gær í tilefni 50 ára starfs- afmælis Haraldar Guðjóns Samúelssonar rennismiðs hjá fyrirtækinu og forverum þess. Hann byrjaði hjá vélaverkstæði Egils Vilhjálmssonar 1. júní 1969 og hefur fylgt með í sameiningum og sölum síðan. „Ég er orðinn gamli karlinn,“ segir vinnuþjarkurinn. Haraldur segir að röð tilviljana hafi ráðið því að hann hafi lagt rennismíði fyrir sig. Hann var sendill á Morgunblaðinu í einn vetur en þegar hann var 15 ára byrjaði hann að vinna í málningarverksmiðju Slipp- félagsins í Reykjavík, í litlum skúr rétt hjá Stálsmiðj- unni. Þegar hann var 17 ára var teningunum kastað. „„Heyrðu Halli,“ sagði sumarstrákur við mig síð- sumars. „Ég er að fara upp í Iðnskóla að sækja um. Kemurðu ekki bara með mér?“ Ég sagði já. Eftir vet- urinn í skólanum ætlaði ég að halda áfram að búa til málningu vestur í Slipp, þóttist vera góður í því, en um vorið kom kennari til mín og sagði að ég ætti að mæta í vélaverkstæði Egils Vilhjálmssonar næstkom- andi mánudag og byrja að læra rennismíði. Fram- tíðin var því í höndum annarra og kom mér ekkert við.“ Genin og skammirnar Margt hefur breyst á hálfri öld. „Tölvan er mesta breytingin,“ segir Halli, „en sem betur fer hef ég sloppið við að þurfa að setja mig mikið inn í þá ver- öld.“ Hann hafi bara einbeitt sér að því að smíða, gera við og renna hluti. Hann minnist margra, góðra starfsfélaga og leið- beinenda. „Jóhann Guðmundsson, meistari minn, var mjög góður við mig og svo var annar, Sigurjón Jör- undsson. Ég skildi aldrei hvers vegna hann skamm- aði mig ekki eins og hina nemana, en síðar kom í ljós að við vorum báðir ættaðir frá Álfadal á Ingjalds- sandi. Það hlýtur því að hafa verið í genunum að ég var ekki skammaður.“ Halli er jólabarn, fæddist á aðfangadag 1950. „Ég er kominn á aldur,“ segir hann. Bætir við að hann sé að mestu hættur í rennismíðinni og sé einkum í snatt- inu. „Ég sæki verkfæri, skrúfur og fleira sem þarf og segi svo strákunum til þegar eitthvað gamaldags kemur upp á og þeir kannast ekki við. Þeir þekkja ekki vinnubrögðin sem ég lærði.“ Morgunblaðið/RAX Hátíðarkaffi Haraldur Guðjón Samúelsson, annar til vinstri, með vinnufélögum í kaffisamsætinu í gær. Haraldur er núna orðinn gamli karlinn  Haldið upp á 50 ára starfsafmæli rennismiðsins Sigurður Örlygsson myndlistarmaður lést á Landspítala 30. maí síð- astliðinn, 72 ára að aldri. Sigurður fæddist 28. júlí 1946, sonur hjónanna Unnar Ei- ríksdóttur kaupkonu og Örlygs Sigurðssonar listmálara. Sigurður lauk prófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands. Fram- haldsmenntunar aflaði hann sér í myndlistar- akademíunni í Kaupmannahöfn og Art Students League í New York. Sigurður tók þátt í mörgum samsýn- ingum og hélt einnig fjölda einkasýn- inga bæði hér og erlendis. Þá var hann stundakennari við Myndlista- og hand- íðaskólann. Sigurður hlaut Menningar- verðlaun DV árið 1989 og af og til naut hann starfslauna listamanna. Eftirlifandi sambýlis- kona Sigurðar er Ingi- björg Einarsdóttir. Fyrri kona Sigurðar er Ingveldur Róberts- dóttir, prófarkalesari og þýðandi. Þau eign- uðust fimm börn, Unni Malín, Þorvald Kára, Arnljót, Gylfa og Valgerði. Uppeldis- dóttir Sigurðar er Ingveldur Stein- unn Ingveldardóttir. Dóttir Sigurðar og Hrefnu Steinþórsdóttur er Theo- dóra Svala. Andlát Sigurður Örlygsson myndlistarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.