Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 13

Morgunblaðið - 05.06.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forsvarsmenn mótmælenda í Súdan kölluðu í gær eftir fjöldamótmælum og allsherjarverkfalli til þess að koma herforingjastjórn landsins frá. Sögðust þeir ekki hafa um neitt að semja við herinn eftir að mótmæla- búðir í höfuðstöðvum hans í Kharto- um voru ruddar með valdi í fyrradag. Fyrr um daginn hafði hershöfðing- inn Abdel Fattah al-Burhan tilkynnt í sjónvarpsávarpi að vikið hefði verið frá fyrri áformum um að herfor- ingjastjórnin, sem tók sér völd í apríl síðastliðnum, sæti í þrjú ár og afhenti svo völdin til borgaralegra afla. Boðaði Bur- han þess í stað til þingkosninga innan næstu níu mánaða. Sagði Burhan að kosn- ingarnar myndu fara fram undir eftirliti alþjóðlegra aðila, en að jafn- framt yrði öllum viðræðum við mót- mælendum um valdaskiptin hætt. Lofaði Burhan því í ræðu sinni að at- burðir mánudagsins yrðu rannsak- aðir og fól ríkissaksóknaraembætti Súdans það verkefni. Herforingjastjórnin sagði enn- fremur í sérstakri yfirlýsingu að hún harmaði atburði mánudagsins og að aðgerðir hersins, sem áttu að ryðja mótmælendum frá höfuðstöðvum hersins hefðu „farið úrskeiðis“, en tala látinna var í gær sögð hafa hækkað upp í 35 manns. Öryggisráðið kom saman Nokkur spenna ríkti enn á götum Khartoum í gær eftir atburði mánu- dagsins og gengu hermenn fylktu liði um götur borgarinnar. Mótmæli voru leyfð, en leiðtogar mótmælanna hvöttu fólk til þess að fagna Eid al- Fitr, síðasta degi Ramadan sem er í dag, degi of snemma til þess að „biðja fyrir píslarvottunum“ og mót- mæla á friðsaman hátt. Öryggisráðið fundaði í gær að beiðni Breta og Þjóðverja um málið, en Bandaríkjamenn og Bretar for- dæmdu aðgerðir hersins á mánudag- inn. Fór fundur ráðsins fram bak við luktar dyr. Antonio Guterres, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hins vegar krafist rannsóknar á atburðum mánudagsins. Boðað til kosninga í Súdan  Forsprakkar mótmælenda kalla eftir allsherjarverkfalli í kjölfar „blóðbaðs“ Abdel Fattah al-Burhan Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í gær og lofaði henni „undraverðum“ viðskiptasamningi eftir að Bretar gengju úr Evrópusambandinu. Trump sagði jafnframt að hann hefði neitað að hitta Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, en Corbyn flutti ræðu á mótmælum í miðborg Lundúna gegn komu Trumps í gær. AFP Bretlandsheimsókn Bandaríkjaforseta Lofaði May „undraverðum“ samningi Danir ganga að kjörborðinu í dag, á þjóðhátíðardegi sínum. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Mette Frederik- sen muni leiða jafnaðarmenn og vinstriblokkina til sigurs. Flokkur hennar hefur mælst með um 29% fylgi í síðustu könnunum en hann fékk 26,3% í kosningunum 2015. Miðhægriflokk- urinn Venstre, flokkur forsætisráð- herrans Lars Løkkes Rasmussens, mælist næststærstur allra flokka með um 18% fylgi, en hann fékk 19,5% í síðustu kosningum. Hins vegar er því spáð að Danski þjóðarflokkurinn, sem varð næst- stærstur árið 2015 með 21,1% fylgi, muni nú einungis hljóta um 10% at- kvæða. Hafa vinstriflokkarnir því rúmlega 58% fylgi en hægriflokk- arnir um 41%. Umhverfismál hafa verið mjög í deiglunni í kosninga- baráttunni til þessa og önnur mál fallið nokkuð í skuggann. Stefnir í sigur vinstriflokkanna Mette Frederiksen DANMÖRK Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, heim- sótti Brussel í gær í fyrstu ut- anlandsferð sinni eftir að hann tók við embætti. Fundaði hann með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, og Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, en einn tilgangur heimsóknarinnar var að sögn Zelenskís sá að fá stuðning Evrópuríkja til þess að beita Rússa þrýstingi um að binda enda á átökin í austurhluta Úkra- ínu. Kallaði Zelenskí jafnframt eftir því að friðarviðræður við Rússa myndu hefjast á ný. Vill að ESB þrýsti á Rússa um frið Volodymyr Zelenskí ÚKRAÍNA Þess var minnst víða um veröld í gær að þrjátíu ár voru þá liðin frá því að kínversk stjórnvöld bundu blóðugan enda á stúdentamótmæli á Torgi hins himneska friðar í Peking. Á torginu sjálfu var þess hins vegar vandlega gætt að atburðanna yrði ekki minnst með nokkrum hætti, og setti lögregl- an upp vegtálma og skoðaði skilríki allra sem áttu leið hjá torginu. Þá máttu erlendir blaðamenn ekki leggja leið sína á torgið, auk þess sem lögreglumenn meinuðu þeim að taka ljósmyndir, og var jafnvel hótað með brottvísun úr landi. Í Hong Kong, sem er sjálfstjórn- arhérað innan Kína, var annað upp á teningnum, en þúsundir manna komu þar saman í gærkvöldi og héldu minningarathöfn með kerta- ljósum. Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur reynt undanfarin þrjátíu ár að ritskoða alla viðleitni til þess að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar, en talið er að mörg hundruð manns hafi látist þegar her- menn og skriðdrekar leystu upp mót- mæli stúdenta, sem krafist höfðu lýð- ræðisumbóta. Mætt með þögninni  30 ár frá mótmælunum á Torgi hins himneska friðar  Athöfn í Hong Kong AFP Mótmæli Þessi mótmælandi minntist atburðanna fyrir þrjátíu árum með því að stilla sér fyrir framan gerviskriðdreka á lýðveldistorginu í París. Fjórir eru látnir og einn særður eftir að maður hóf skothríð í borg- inni Darwin í norðurhluta Ástralíu. Sá grunaði, 45 ára gamall karl- maður, er í haldi lögreglunnar, en talsmenn hennar sögðu að ekki væri talið að um hryðjuverk væri að ræða. Maðurinn sem er í haldi lögregl- unnar hafði áður setið inni, en lokið afplánun í janúar síðastliðnum. Árásin átti sér stað í vegahóteli, og sögðu sjónarvottar að maðurinn hefði farið herbergja á milli og skotið gesti hótelsins með afsagaðri haglabyssu. Hinir látnu voru allir karlkyns en kona særðist. Að árás- inni lokinni vatt maðurinn sér upp í pallbíl og keyrði af vettvangi. Leit- aði lögreglan árásarmannsins í klukkustund áður en hún hafði hendur í hári hans. Ástæður mannsins voru enn ókunnar í gær. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu fordæmdi árásina og sendi samúðarkveðjur til allra íbúa fylk- isins sem Darwin er hluti af. Fjórir látnir eftir skotárás í Darwin  45 ára gamall maður í haldi lögreglu ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.