Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 25

Morgunblaðið - 05.06.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Þegar keppnistímabilum fé- lagsliða í boltagreinum lýkur þá tekur gjarnan við lands- leikjahrina í júní. Þetta ár er eng- in undantekning. Kvennalandsliðið í hand- knattleik lék á Spáni í síðustu viku og tekur á móti Spánverjum í Laugardalshöllinni á fimmtu- daginn. Eftir stórt tap ytra þá þurfa okkar konur að sýna allar sínar bestu hliðar til að komast á HM í desember og slást þar í för með Þóri Hergeirssyni sem er kominn langleiðina inn í mótið með norska landsliðinu. Karlalandsliðið í knatt- spyrnu mun leika heimaleiki gegn Albaníu á laugardag og Tyrklandi á þriðjudag í und- ankeppni EM. Íslandi hefur geng- ið vel gegn þessum þjóðum á heimavelli í gegnum áratugina. Bakvörður dagsins sá Ísland vinna Albaníu 2:0 árið 1990. Sá þá einnig nakinn áhorfanda hlaupa inn á völlinn. Var það upplifun út af fyrir sig. Ísland vann einnig Albaníu 2:1 árið 2013. Ísland vann Tyrkland í Laugardalnum 1981, 1989, 1991, 2014 og 2016. Sigrar gegn Alb- aníu og Tyrklandi myndu koma Íslandi í góða stöðu í riðlinum. Karlalandsliðið í handknatt- leik fer til Grikklands og leikur þar 12. júní og gegn Tyrklandi heima 16. júní en leikirnir eru í undankeppni EM. Með fullri virð- ingu fyrir því að þessar þjóðir virðast vera að sækja í sig veðrið þá ætti Ísland að vinna þessa leiki og koma sér í góða stöðu í riðlinum. Handknattleikur hefur ekki verið forgangsmál á þess- um slóðum eins og hjá okkur enda vann Ísland örugga sigra í fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Gott framboð er því af lands- leikjum fyrir íþróttaunnendur hér á eyjunni á næstunni. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is EM 2020 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það er ekki ofsögum sagt að Arnór Sigurðsson hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Þessi tvítugi Skagamaður var að ljúka sínu fyrsta tímabili með rússneska stór- liðinu CSKA frá Moskvu og er nú mættur til undirbúnings með ís- lenska landsliðinu fyrir komandi leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara á Laugardalsvelli 8. og 11. júní. „Við vitum að þetta eru mjög mikilvægir leikir upp á framhaldið að gera, gegn tveimur erfiðum and- stæðingum og auðvitað stefnum við á að sækja sex stig hérna heima. Við vitum hversu sterkir við erum hér og vonandi nýtum við okkur það. Það er sól og flottur grasvöllur. Ég held að þetta gerist ekki betra,“ segir Arnór þegar Morgunblaðið ræðir við hann fyrir æfingu lands- liðsins á Laugardalsvellinum í gær. Arnór kemur fullur sjálfstrausts til móts við landsliðið eftir fyrsta veturinn í Rússlandi. Þangað var hann keyptur síðasta sumar eftir tæplega eins og hálfs árs dvöl hjá Norrköping í Svíþjóð. Hann var fljótur að láta til sín taka hjá CSKA, skoraði meðal annars gegn ekki minni liðum en Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni, og skor- aði að auki fimm deildarmörk í 21 leik í Rússlandi. Hann var útnefnd- ur leikmaður aprílmánaðar hjá CSKA, en liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar og spilar í Evr- ópudeildinni að ári. Tek því hlutverki sem ég fæ „Ég er búinn að vera virkilega ánægður með þetta. Persónulega var þetta gott tímabil hjá mér, en smá vonbrigði að liðið náði ekki Meistaradeildarsæti. En við förum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og getum alveg verið sáttir með það. En nú er annað verkefni, þetta er landsliðið en ekki CSKA, svo það þarf að gíra sig upp í það. Maður er fullur sjálfstrausts og 100% tilbúinn í þetta,“ segir Arnór. Þrátt fyrir að hafa slegið í gegn í vetur hefur Arnór aðeins spilað þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í nóvember. Hann vonast að sjálf- sögðu til að fá tækifæri nú gegn Albaníu og Tyrklandi, en er yfirveg- aður í svörum. „Já, maður vonast alltaf eftir því að spila. En ég tek að sjálfsögðu því hlutverki sem ég fæ og geri mitt besta í því,“ segir Arnór, sem kom aftur til landsins síðastliðinn föstu- dag og fór á fyrstu æfinguna með landsliðinu þegar það kom saman á mánudag. Ekkert staðfest frá Napoli Það eru ekki bara áhangendur ís- lenska landsliðsins sem eru spenntir að sjá Arnór í landsliðsbúningnum eftir frammistöðuna með CSKA í vetur, heldur hefur framganga hans vakið áhuga stórliða í Evrópu. Með- al þeirra var talað um ítalska félagið Napoli og Arnór staðfestir það. „Það er bara áhugi, en ekkert 100% eins og var talað um,“ segir Arnór og veit af orðrómi um að hann gæti verið á förum frá Moskvu í sumar. Hann er þó með hugann á réttum stað fyrir komandi landsliðs- verkefni. „Einbeitingin hjá mér er núna 100% hér á þessa tvo leiki og svo tökum við stöðuna. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist í þessu. Mér líður bara mjög vel í Moskvu og er ekkert að spá í neitt annað fyrr en þess þarf. Ég er ánægður þarna, er með sjálfstraust og þjálf- arinn treystir mér,“ segir Skaga- maðurinn, sem þó stefnir sjálfur lengra hvort sem það verður strax í sumar eða síðar. „Já, klárlega, og það var vitað áð- ur en ég fór til CSKA að ég væri með mjög háleit markmið og það átti ekki að vera nein endastöð. Ég stefni eins hátt og langt og ég get,“ segir Arnór Sigurðsson einbeittur á svip í samtali við Morgunblaðið. Stefni eins langt og ég get  Arnór Sigurðsson hefur slegið í gegn og kemur fullur sjálfstrausts frá Moskvu  Orðaður við stórlið í Evrópu en einbeitir sér alfarið að komandi landsleikjum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalsvöllur Arnór Sigurðsson hitar upp í byrjun æfingar íslenska landsliðsins á þjóðarleikvanginum í gær. Markvörðurinn Ingvar Jónsson var í gær kallaður til móts við íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni Evr- ópumótsins sem fram fara á Laugardalsvelli 8. og 11. júní. Ingvar kemur til móts við landsliðið á morgun, fimmtudag. Ingvar, sem leikur með Viborg í dönsku B-deildinni, kemur inn í hópinn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson, mark- vörð Dijon í Frakklandi. Rúnar Alex meiddist þegar hann var að æfa útspörk í upphitun fyrir leik með liði sínu á sunnudag og var metinn óleikfær af læknateymi landsliðsins eftir skoðun í gær. Ingvar, sem verður þrítugur á árinu, á að baki átta landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Síðasta landsleik spilaði hann í janúar á þessu ári, vináttuleik gegn Eistlandi sem fram fór í Katar, en þar áður spilaði hann vináttuleik í nóvember 2017. Ingvar var með íslenska landsliðinu sem fór í lokakeppni Evrópumótsins 2016 í Frakklandi. yrkill@mbl.is Ingvar kallaður í landsliðið Ingvar Jónsson Jóhann Berg Guðmundsson fann fyrir meiðslum á æfingu íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mánu- dag. Eru það meiðsli í kálfa sem hafa plagað hann undanfarna mán- uði og urðu meðal annars til þess að hann missti úr leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót. Jóhann hélt til Dublin í gær til sérfræðinga sem unnu með honum vegna meiðslanna fyrr í vor og því er óvíst með þátttöku hans í kom- andi leikjum í undankeppni Evr- ópumótsins. yrkill@mbl.is Óvissa með Jóhann Berg AFP Ekki með? Jóhann Berg Guð- mundsson fann fyrir meiðslum á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.