Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  138. tölublað  107. árgangur  ÓVENJULEG ENDALOK HJÁ ÆVARI ALLI-TRALLI GRILLAR MEÐ GULLI BÖGGLAST VIÐ AÐ SEMJA LÖG OG TEXTA GRILLBLAÐIÐ ÁRNI HJARTARSON 30MOKAR ÚT BÓKUM 36 Tafir engin nýlunda  Skipulagsstofnun hefur ákveðið að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes fari í umhverfismat  Kjalnesingar orðnir langeygir eftir framkvæmdinni ákvörðunarinnar, þar sem matsferl- ið feli í sér marga tímafreka þætti. „Og sú töf er ekki góð því að þetta er framkvæmd sem stóð til að fara í fyrir um áratug en sofnaði í banka- hruninu, þannig að þetta er afleit staða fyrir okkur,“ segir Guðni. „Nánast allir afleggjarar hér tengj- ast inn á Vesturlandsveg og það er því mikilvægt fyrir okkur að fá góð- an veg,“ segir Guðni. Það sé ekki síst spurning um öryggi. „Það eru fleiri þúsund bílar á dag sem fara hér um og því yrði þetta bæði sam- göngu- og öryggisbót að fá þennan veg.“ G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að Vegagerðin sé að skoða úrskurðinn og að reynt verði að halda töfum á verkinu í lágmarki. „Við erum orðnir það vanir töfum að það kemur okkur ekkert á óvart lengur,“ segir Guðni Ársæll Indr- iðason, formaður Íbúasamtaka Kjal- arness, en Skipulagsstofnun ákvað fyrr í vikunni að breikkun Vestur- landsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Guðni segir að gera megi ráð fyr- ir að framkvæmdirnar tefjist um að minnsta kosti ár í viðbót vegna Vesturlandsvegur » Skipulagsstofnun hefur ákveðið að breikkun Vest- urlandsvegar um Kjalarnes skuli sæta umhverfismati. » Til stóð að fyrsti hluti fram- kvæmda hæfist í ár. MBreikkun Vesturlandsvegar »6 Ný veggmynd blasti við vegfarendum úti á Granda í gær, en henni er ætlað að minnast þeirra um það bil þrjú hundruð Þjóðverja, eink- um kvenna, sem fluttust hingað til lands í kjölfar síðari heimsstyrjaldar og sóttust eftir efnahags- legu öryggi eftir búsifjar stríðsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Minntust þýsku kvennanna Gert er ráð fyrir að Vegagerðin muni fjarlægja um 2.270 metra af svo- nefndum teinagirðingum af miðeyj- um milli vega í Reykjavík. Unnið hefur verið að því frá árinu 2017 að fjarlægja slíkar girðingar eftir að banaslys varð það ár sem rekja mátti til áverka sem hlutust þegar öku- maður kastaðist úr bifreið sinni og lenti á teinagirðingu. Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverk- stjóri við þjónustustöð Vegagerðar- innar í Hafnarfirði á suðursvæði, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að í fyrra hafi um 2.000 metrar af teinagirðingum verið teknir niður. Segir Jóhann Bjarni að lítið verði eftir af verkinu að sumri loknu, en 20 milljónum króna hefur verið veitt til þess í ár. Þá þurfi mögulega að setja netgirðingar í stað teinagirðinganna, en sums staðar standa enn girðing- arstaurar eftir. Jóhann Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort eigi að setja þar netgirðingar á þá staura eða taka þá niður, en að það yrði lokahnykkurinn. »10 Teinagirð- ingarnar fjarlægðar  2.270 metrar fara í sumar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Girðingarvinna Unnið er að því að fjarlægja teinagirðingar í borginni. Tún eru byrjuð að brenna á Suður- landi vegna langvarandi þurrka. „Sandatún og tún á aurum eru farin að líða fyrir þurrk og maður er far- inn að sjá merki um bruna. Þá fer að vanta vatn fyrir búfénað sums staðar. En sem fyrr í þurrkatíð koma mýrartún og tún þar sem jarðvegur er þykkur best út,“ segir Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. „Uppskeran er í tæpu meðallagi. Ég varð að slá vegna þurrkanna. Grösin voru byrjuð að brenna og þau verða ónýt ef ekki er slegið,“ segir Guðni Guðjónsson, kúabóndi á Helluvaði á Rangárvöllum. Varla hefur komið dropi úr lofti á Rang- árvöllum frá 10. maí. Margir kúabændur á Suðurlandi hafa lokið eða eru að ljúka fyrri slætti. Vegna þurrkanna hefur sprottið illa en gæði heyjanna eru þeim mun meiri. Bændur eru að slá grasið í fullri sprettu, fá það hrað- þurrkað og pakkað inn í plast á inn- an við sólarhring. Fóðurgildið ætti því að vera gott. „Þetta er uppskrift að góðum heyjum. Ef ekki er hægt að ná góðum heyjum við þessar að- stæður er það aldrei hægt,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöð- um í Ásahreppi. »4 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bóndi Guðni Guðjónsson athugar ástand heys sem hann er að þurrka. Tún farin að brenna á Suðurlandi  Kúabændur að ljúka fyrri slætti  Ekki mikil uppskera en góð hey A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.