Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 12

Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 ● Hagstofan og Kolviður hafa gert samning um að binda kolefni vegna los- unar sem hlýst af starfsemi Hagstof- unnar. Mun Kolviður hafa umsjón með kolefnisbindingunni sem á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt. Alls nam kolefnisspor af starfi Hagstofunnar um 108 tonnum hitunargilda sem samsvarar einu tonni á hvern starfsmann. Þar af eru 67% vegna flugferða, 27% vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu og afgang- urinn er vegna annarar orkunotkunar. Hagstofa Íslands kolefnisjöfnuð STUTT 14. júní 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.61 125.21 124.91 Sterlingspund 158.83 159.61 159.22 Kanadadalur 93.65 94.19 93.92 Dönsk króna 18.865 18.975 18.92 Norsk króna 14.407 14.491 14.449 Sænsk króna 13.182 13.26 13.221 Svissn. franki 125.29 125.99 125.64 Japanskt jen 1.1489 1.1557 1.1523 SDR 172.66 173.68 173.17 Evra 140.91 141.69 141.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.8231 Hrávöruverð Gull 1336.65 ($/únsa) Ál 1754.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.79 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is „Ég dreg í efa að það sé engin kona sem getur talist að minnsta kosti jafn hæf og karlarnir sem hafa ráðist í störfin,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), um þær fjöl- mörgu ráðningar í framkvæmda- stjórastöður sem hafa átt sér stað hjá stórum fyrirtækjum upp á síðkastið. Í máli sínu vísar Hulda Ragnheiður til þess að Sýn, Icelandair, HB Grandi, Heimavellir, IKEA, Eimskip, Ís- landspóstur, Samgöngustofa og nú síðast Isavia í gær, hafi öll nýverið ráðið karla í forstjórastöðu. Raunar hafi aðeins ein kona verið ráðin í tíu framkvæmdastjórastöðar sem nýlega hafa losnað. Það er Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Breyta rótgrónum hefðum Hulda Ragnheiður segir mikilvægt að halda þessum málflutningi á lofti en á döfinni eru ráðningar í störf Seðlabankastjóra og Þjóðleikhús- stjóra. „Mér finnst það í rauninni eðli- legt vegna þess hversu lengi þetta hefur verið á hinn veginn. Allar breytingar taka tíma og við lítum á okkur sem hreyfiafl sem hefur m.a. þann tilgang að stuðla að breytingum varðandi ráðningar. Við erum tals- menn öflugra kvenna sem er m.a. að sækja um þessi störf. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að eiga þetta sam- tal og umræðu til þess að breytingin eigi sér stað. Það er bara eðli rótgró- inna hefða að breytingar eiga sér ekki stað nema að undangenginni umræðu og í rauninni ákveðnum þjáningum. Það er erfitt að gera breytingar á rót- grónum hefðum. Við erum ekkert að gefast upp. Við ætlum að sjá þessar breytingar eiga sér stað.“ Hluti af langri keðju Í samtali við Morgunblaðið leggur Hulda mikla áherslu á vandaða stjórnarhætti. Til þess þurfi fjöl- breytni í þann hóp sem hefur ákvarð- anavald og að rannsóknir sýni að eftir því sem fjölbreytni stjórna eykst, þeim mun víðsýnni eru þær í ráðn- ingum. „Við sjáum það sem hluta af langri keðju að velja jöfn hlutföll kynjanna í stjórnir fyrirtækjanna í þeirri von að frekar sé hugað að jafnfrétti við ráðn- ingu stjórnenda. Auðvitað viljum við meira jafnvægi í ráðningum stjórn- enda. Það hefur náðst ákveðinn ár- angur í stjórnunum en okkur finnst það ekki skila sér í ráðningum æðstu stjórnenda. Árið 2013 tóku að fullu gildi breytingar á lögum hluta- og einkahlutafélaga sem fela í sér kröfu um að þriggja manna stjórnir skyldu að lágmarki vera skipaðar báðum kynjum og að í fjölmennari stjórnum væri tryggt að hlutfall hvors kyns væri a.m.k. 40%. Frá árinu 2007 hefur hlutfall kvenna í stjórnum vaxið úr 12,7% í 33,5% árið 2018. Blindar áheyrnaprufur Hulda veltir fyrir sér leiðum sem gætu bætt stöðu kvenna á þessu sviði. Nefnir hún máli sínu til stuðnings rannsóknir um „blindar áheyrna- prufur“ fyrir inntöku í sinfóníuhljóm- sveitir sem hafa aukið líkurnar á því að kona sé valin, um allt að 50%. „Mér finnst áhugavert að velta því upp hvort hæfnisnefndir geti byrjað á að taka afstöðu til umsókna án þess að vita hvaða einstaklingar standa á bak við lýsunguna á þeim hæfileikum sem boðnir eru,“ segir Hulda og nefn- ir að slíkt mat, byggt á reynslu og menntun, geti verið eitt af fyrstu skrefunum í ráðningarferlinu. „Þó að hitt þyrfti að koma fram á síðari stig- um þá gæti verið gagnlegt fyrir ferlið að athuga hvort niðurstaðan yrði sú sama,“ segir Hulda og bætir því við að FKA lýsi sig reiðubúið til sam- starfs við alla þá sem vilja fara í slíkar tilraunir. Aðeins ein kona ráðin í tíu nýlegum forstjóraráðningum Morgunblaðið/Hari Skekkja Hulda segir FKA reiðubúið að fara í samstarf við fyrirtæki.  Aukinn fjöldi kvenna í stjórnum virðist ekki skila sér í ráðningum stjórnenda ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við gististaði Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Eitt af áhersluatriðum áætlunarinnar eru orkuskipti í samgöngum sem er stærsti losunarþátturinn sem snýr að beinum skuldbindingum Íslands. Markmiðið með verkefninu er að fjölga hleðslustöðvum við gististaði þannig að mögulegt verði að auka hlutdeild rafbíla í ferðaþjónustu. Þeir gististaðir sem falla undir liði (a) og (b) í 4 gr. reglugerðar nr. 1277/2016, geta sótt um styrki til uppsetninga á hleðslustöðvum. Við úthlutun styrkja verður miðað við að: • Verkefnið leiði til uppsetningar á hleðslustöðvum í öllum landshlutum þannig að notendur rafbílaleigubíla geti ferðast um landið með öruggu aðgengi að hleðslustöðvum á næturstað. • Þegar fleiri en einn sækir um uppsetningu stöðva á sama svæði, þá er sá umsækjandi valinn þar sem kostnaður við uppsetningu er lægstur miðað við fjölda gesta sem nýtt geta hleðslustöðina • Við uppsetningu hleðslustöðva verði hugað að aðgengi fatlaðra Til úthlutunar í eru 50 m.kr. Eingöngu eru veittir fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019. Rafrænar umsóknir sendist um þjónustugátt af vefwww.os.is Staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 15. október 2019 Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083. Netfang: jbj@os.is. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Ker- ecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara, um tvo milljarða króna. Þetta staðfestir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, í samtali við Morgunblaðið. Félagið seldi nýtt hlutafé fyrir um 10 milljónir dollara auk þess sem kröfum var skuldbreytt í hlutafé fyr- ir um 6 milljónir dollara. Mikil um- frameftirspurn myndaðist í hluta- fjárútboðinu og segir Guðmundur ánægjulegt að búið sé að ljúka því. Fjármunirnir muni jafnframt nýtast til að styðja við frekari vöxt fyrir- tækisins. „Þetta gekk mjög vel og er gott til að styðja við frekari vöxt Kerecis,“ segir Guðmundur og bætir við að fyrirtækið muni halda áfram að einbeita sér að frekari útvíkkun starfseminnar í Bandaríkjunum og Sviss. Emerson Collective nú hluthafi Meðal aðila sem nú eru hluthafar í Kerecis eru samtökin Emerson Col- lective, sem stofnuð voru af Laurene Powell Jobs, ekkju stofnanda Apple, Steve Jobs. Samtökin skuldbreyttu kröfum í félaginu í hlutafé. Kerecis var stofnað fyrir átta ár- um og er með höfuðstöðvar og fram- leiðslu á Ísafirði. Fyrirtækið hefur einblínt á framleiðslu vara sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitu- sýrur. Afurðirnar eru nýttar til með- höndlunar á þrálátum sárum og brunasárum auk þess að hafa já- kvæð áhrif á frumuvöxt. Ljósmynd/Aðsend Höfuðstöðvar Hlutafjárútboð nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis gekk vel. Fjármögnun lokið  Emerson Collective meðal hluthafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.