Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
VINNINGASKRÁ
6. útdráttur 13. júní 2019
581 11261 22761 32263 42351 50967 60182 72365
682 11339 22774 32609 42598 51124 61156 72744
1051 11550 23100 32667 42697 51173 61360 72975
1196 11840 24276 32701 42862 51417 61658 73179
1926 12881 24721 32720 42864 51458 61773 73474
2145 13120 24769 34215 43825 51735 62324 73775
2322 13272 24943 34411 43934 51797 63183 73839
2437 13546 25114 34892 44094 51910 63195 74119
2514 13938 25131 34967 44263 52150 63633 74327
2559 14002 25155 35548 44303 52240 63636 74484
3298 14146 25531 35804 44667 52814 63799 74784
3627 15011 25584 35846 44690 52968 64486 75148
4046 15318 25850 36263 46011 54233 64490 75182
4274 15806 26281 36490 46247 54372 65126 75185
4635 15876 26345 36522 46634 54814 65383 75261
4976 15961 26538 36822 46642 54952 65410 75427
5179 16159 26984 36978 47105 55123 66071 75609
5265 16346 27234 37013 47271 55328 66203 75809
5511 16789 27321 37845 47866 55521 66479 75956
5520 17193 27452 38043 47985 56361 66613 76457
5629 17395 27737 38473 48229 56445 67401 76884
6172 17571 28208 38686 48471 56691 68436 77292
6797 19392 28447 38746 48539 57032 68690 77783
6934 19509 28498 38909 48543 57675 68704 77811
6963 19724 28628 38993 49111 57747 68789 78413
7468 19877 28722 39223 49299 57803 68839 78713
8036 20132 28766 39567 49558 57896 69278 78756
8236 20355 29138 40352 49605 58102 69439 78808
8353 20458 29279 40651 49625 58229 69516 79593
8477 20828 29476 40656 49731 58468 69694 79695
8595 20883 29632 41219 49828 58512 69753 79984
8840 20996 30420 41246 49847 58701 69914
9736 21124 30494 41428 50075 58880 70159
9776 21440 30624 41598 50195 59128 70229
10506 22008 31418 42023 50523 59429 71145
10536 22074 31686 42105 50836 59618 71629
10681 22754 32126 42251 50845 59711 72076
1126 9076 17873 26571 38817 47474 59631 69435
1670 10041 17926 27443 38953 48053 59652 69687
2696 11110 18553 29356 39443 48580 59869 70211
3369 12170 19961 30484 39446 49369 59962 73060
4433 13795 20808 31301 39781 50119 60005 73497
4655 15590 21409 31322 40574 50273 60054 74461
4853 15727 22668 31445 44404 50434 60876 75997
5662 15799 22917 31956 44776 50633 62498 76854
7977 15862 24648 32115 44951 53840 63198 77698
8209 16711 26024 34100 44954 53927 63211
8286 16848 26147 36484 45687 55680 63292
8387 17051 26468 37020 46508 55998 68155
8958 17713 26551 38633 46740 57947 68219
Næstu útdrættir fara fram 20. og 27. júní 2019
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
5982 7427 21381 30637 33430
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
500 16154 24607 40483 53285 61261
3305 18178 34730 42747 53492 65225
5420 19318 35594 46701 54113 67309
13383 22901 37382 47418 54981 78046
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr.4.000.000 (tvöfaldur)
3 3 4 8 2
Ekki er langt síðan
flestallir Íslendingar
voru vissir um að
þeirra land væri hreint
og óspillt. Hér væri
loftið tært, vatnið það
besta í heimi og hvergi
í heiminum betra að
búa því hér væri jöfn-
uður, allir hefðu það
gott og spilling þekkt-
ist ekki. En á síðustu
áratugum hefur bilið milli ríkra og
fátækra stöðugt breikkað. Aðeins
fáar fjölskyldur eiga óheyrilega
mikið af fjármagni. Græðgin kann
sér ekki hóf. Á meðan vinna margir
langan vinnudag án þess að hafa
nóg til að lifa sómasamlegu lífi í við-
eigandi húsnæði. Aldraðir og ör-
yrkjar eru margir illa staddir og
neita sér jafnvel um hollan mat og
læknisþjónustu. Þegar þetta er
skrifað eru kjarasamningarnir
komnir í höfn og margir anda léttar.
Samt ráða peningaöflin ferðinni allt
of mikið og jafnvel ráðherrar eru
ekki hlutlausir í sínum ákvörðunum.
Snúum okkur að „hreina landinu“
okkar. Hér hafa risið mengandi
verksmiðjur og orkuver. Mosagróð-
urinn hefur stórskemmst nálægt
þessum ósköpum enda viðkvæmur
fyrir mengun. Nálegt álverinu í
Hvalfirðinum hafa hestar veikst af
of miklu flúrmagni í bithögunum.
Þrátt fyrir þessar aug-
ljósu vísbendingar
hefur risið heilt íbúð-
arhverfi rétt hjá ál-
verinu í Straumsvík.
Og í Keflavík var búið
að planta gölluðu kísil-
veri rétt hjá þar sem
fólkið býr. Erum við
virkilega svona blá-
eygð? Viljum við ekki
vita að hér eiga sér
stað mengunarslys
sem eiga væntanlega
eftir að hafa afleið-
ingar á heilsu fólks? Þetta minnir á
forseta Bandaríkjanna sem er
ennþá í afneitun í sambandi við
loftslagsbreytingar sem ógna lífi á
jörðu.
Í þéttbýli og sérlega á Reykjavík-
ursvæðinu er svifryk orðið stórt
vandamál og loftgæðin við ákveðin
skilyrði vægast sagt slæm. Fólk er
hvatt til þess að halda sig innandyra
á svona „gráum dögum“. Hvað er
að? Í staðinn fyrir að taka á rót
vandans með því að draga úr notk-
un einkabíla og sérlega þeirra sem
menga mikið eiga íbúar að loka sig
af heima hjá sér. Í öðrum borgum í
Evrópu er sífellt meira grípið til
þess ráðs að banna umferð meng-
andi ökutækja í miðbæjarkjarna og
loka þar jafnvel stærra svæði fyrir
gegnumakstri einkabíla. En hér
vilja menn ennþá aka helst á bíl inn
í hverja búð og þá gjarnan stórum
eyðslufrekum drossíum. Og það
þykir alveg sjálfsagt að nota nagla-
dekk á höfuðborgarsvæðinu þó að
einungis örfáa daga sé þörf á því og
auk þess dekk í boði sem virka jafn
vel í hálku.
Frárennslismálin eru hér á landi
algjörlega í ólestri. Klóakið rennur
ennþá á mörgum stöðum óhreinsað
út í ár og sjóinn. Í flestum sveitar-
félögum stendur á því að vinna í
þessum málum. Þó nokkrir íbúar
nota spillandi hreinsiefni í óhófi og
hella afganginum í niðurföll án þess
að gera sér grein fyrir því að það
getur haft alvarlegar afleiðingar á
lífríkið bæði til lands og sjávar.
„Froðufellandi“ bæjarlækir og
fréttir um óútskýrðan fiskidauða
tala sínu máli.
Fjármagnið sem sett er í
umhverfismálin er langt frá því að
vera nægilegt en með því að spara á
því sviði núna munu menn seinna
þurfa að borga margfalt meira. Það
verður nefnilega ekki að því hlaupið
að laga eða endurheimta þau vist-
kerfi sem við mennirnir byggjum
afkomu okkar á.
Hreina og óspillta landið okkar
Eftir Úrsúlu
Jünemann » Fjármagnið sem er
sett í umhverfis-
málin er langt frá
því að vera nægilegt.
Úrsúla Jünemann
Höfundur er kennari á eftirlaunum
og leiðsögumaður.
ursula@visir.is
Nú hafa grunn-
skólar á höfuðborg-
arsvæðinu slitið skól-
um og útskrifað
10.-bekkinga út í
óvenju bjart og hlýtt
sumarið.
Hvernig ber að
fagna því ? Með því að
unglingar hittist og
eigi góða stund sam-
an. Rifji upp „gamla“
tíma og ræði framtíðina? Frábært
og hvetjum unglinga til þess.
Að hittast á grænum skóg-
arsvæðum með áfengi og önnur
hugbreytandi efni um hönd án eft-
irlits foreldra er að mínu mati
mjög vafasamt og í sumum til-
fellum gert með samþykki for-
eldra.
Þetta var raunin hér á dögunum
á höfuðborgarsvæðinu og hugs-
anlega víðar um land. Í starfi mínu
átti ég samtal við foreldra sem
vissu fyrirfram af þessum áætlun-
um unglingana og aðrir meira
segja keyptu áfengið fyrir sinn
ungling. Ástæða þess sem þetta
var leyft var sú að það væri hefð
fyrir því.
Ef foreldrar viðurkenni og sam-
þykki áfengis-, tóbaks-, rafrettu-
eða vímuefnaneyslu er forvarn-
arþáttur foreldra horfinn og einnig
er verið að brjóta lög. Samkvæmt
18.gr. áfengislaga er bannað að
selja, veita eða afhenda áfengi
þeim sem eru yngri en 20 ára.
Foreldrar segja að með því að
kaupa áfengið þá hafi þau betri yf-
irsýn yfir drykkju unglingsins. Í
rannsókn sem Kjartan Ólafsson
lektor við Háskólann á Akureyri
gerði á drykkjumynstri unglinga
og hvaðan þau fengju áfengið, kom
í ljós að unglingar sem fá áfengið
frá foreldrum sínum eru líklegri til
þess að ná sér einnig í áfengi með
öðrum leiðum en þeir unglingar
ekki fá áfengi frá foreldrum sínum.
Einnig kom fram að unglingar sem
fá áfengið frá foreldrum sínum eru
líklegri en aðrir til að
lenda í vandræðum
undir áhrifum og
einnig drekka meira.
Kjartan telur að for-
eldrar sem kaupa
áfengið fyrir ung-
lingana sína séu með
því að samþykkja
drykkju þeirra sem
leiði til þess að ung-
lingarnir drekki
meira. Foreldrar eru
því ekki að koma í
veg fyrir að börnin
neyti td. landa eða út-
vegi sér annað áfengi.
Í byrjun tíunda áratugarins var
nær helmingur unglinga á Íslandi
sem sagðist drekka áfengi. Um
helgar var miðbær Reykjavíkur
fullur af unglingum, oft með bak-
poka með ýmsu áfengi.
Á þeim tímapunkti fengu for-
eldrar, samfélagið, fagfólk, lög-
regla og fleiri nóg og tóku höndum
saman.
Samþykkt voru á lög um útivist-
artíma barna og unglinga upp að
16 ára aldri. Átak í forvörnum
hófst. Hvatning fjölskyldunnar um
að auka samveru og leyfa ekki
sumarbústaðarferðir unglinga né
eftirlitslaus partý svo eitthvað sé
nefnt.
Mikill árangur náðist í ýmsu for-
varnarstarfi enda tóku allir hönd-
um saman sem höfðu eitthvað með
unglinga að gera – þ.e. samfélagið
í heild vildi ná árangri og samtal á
milli allra aðila skilar góðri út-
komu.
Niðurstöður kannana, upplifun
lögreglu, fagaðila og foreldra varð
sú að hlutirnir breyttust. Ungling-
ar byrjuðu seinna á að fikta með
áfengi og önnur hugbreytandi efni.
Síðastliðin ár hafa þessar nið-
urstöður vakið áhuga nágranna-
þjóða okkar og við megum vera
stolt af árangri okkar. Mikið af er-
lendum sveitarfélögum og borgum
óskar eftir að fá að koma hingað
til lands og kynna sér „How did
you do it?“
En við megum ekki sofna á
verðinum og þurfum stanslaust að
minna uppalendur á að samvera
með fjölskyldunni er ein besta for-
vörnin. Þekkja vini unglingsins,
þekkja hina foreldrana og eiga
samtal um hvað má og hvað má
ekki. Standa saman að reglum og
láta ekki setningar eins og „en all-
ir hinir eru að fara/mega“ plata sig
í að leyfa eitthvað sem getur verið
vafasamt. Virkja unglinga í já-
kvæðar tómstundir og vera góð
fyrirmynd í lífi unglingsins.
Foreldrar þurfa að vera þeir
sem setja rammann um sinn ung-
ling og vera óhræddir um að vera
strangir ef má kalla og stoppa
óheppilega vegferð til áfengis- og
tóbaks- rafrettu- og vímuefna-
neyslu.
Sumarið er tíminn sem útivist-
artími lengist og bjart er úti. Að-
gengi á heimili að td. áfengi eykst
oft til muna og svo virðist sem það
slakni á föstum reglum og römm-
um.
Foreldrar geta alltaf stytt úti-
vistartímann með eigin reglum og
viðmiðum – en aldrei lengt hann.
Virðum aldurstakmörk á tónleika
og útihátíðir. Förum saman á
menningarviðburði og samferða
heim.
Tökum höndum saman og auk-
um fjölskyldusamveru, verum í
raunsamtali við foreldra vina og
kunningja og hlúum að unglingum
þessa lands.
Saklaust eftirlitslaust partí –
það er hefð fyrir því
Eftir Þórhildi Rafns
Jónsdóttur
Þórhildur Rafns
Jónsdóttir
»Unglingar sem
fá áfengið frá
foreldrum sínum eru
líklegri til þess að ná
sér einnig í áfengi
með öðrum leiðum
en þeir unglingar
sem ekki fá áfengi
frá foreldrum sínum.
Höfundur er foreldri ásamt því að
starfa hjá Frístundamiðstöðinni
Kringlumýri og situr
í SAMAN-hópnum sem annar fulltrúi
Reykjavíkurborgar,
thorhildur@rvkfri.is
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is