Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 17

Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Markmiðið með áætluninni er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamningsins til 2030 og markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Eitt af áhersluatriðum áætlunarinnar eru orkuskipti í samgöngum sem er stærsti losunarþátturinn sem snýr að beinum skuldbindingum Íslands. Því er ráðist í átaksverkefni með það að markmiði að fjölga aflmiklum hraðhleðslustöðvum (DC) þar sem þörfin er mest til að tryggja hindrunarlausan akstur á langferðum. Við úthlutun styrkja verður miðað við að: • Verkefnið leiði til uppsetningar á aflmeiri stöðvum en fyrir eru og stytti þar með hleðslutíma. • Verkefnið bæti aðgengi og hleðsluhraða fyrir lengri ferðir rafbíla. Sérstaklega skal þar horft til uppsetningu stöðva þar sem umferð milli svæða er hvað mest. • Verkefnið mæti þörfum bílaleigubíla og flýti þannig innleiðingu rafbíla í ferðaþjónustu. • Rekstur þeirra hleðslustöðva sem styrktar verða skal tryggður í a.m.k. 3 ár. • Greiðslufyrirkomulag á stöðvum verði opið öllum án skuldbindinga. • Þegar fleiri en einn sækir um uppsetningu stöðva á sama stað, þá er sá umsækjandi valinn sem býður lægsta kostnað við uppsetningu. • Við uppsetningu hleðslustöðva verði hugað að aðgengi fatlaðra Til úthlutunar eru 200 milljónir króna. Eingöngu eru veittir fjárfestingarstyrkir og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019. Rafrænar umsóknir sendist um þjónustugátt af vefwww.os.is Staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 15. október 2019 Nánari upplýsingar fást hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Sími: 569 6083. Netfang: jbj@os.is. Dómur Hæstaréttar, í málinu 718/2016, sem kveðinn var upp 7. des- ember 2017, hljóðar svo: máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Verð að játa að mér er ekki nokkur leið að átta mig á því hvernig hægt er að vísa þegar dæmdu máli frá dómi, tel reyndar að frávísanir geti ekki átt við um annað en núið og hið ókomna, ekki um þegar orðnar ákvarðanir. Eða hvernig er hægt með einni skipun að ákveða að liðinn atburður hafi aldrei átt sér stað og ef nefnt mál fór aldrei fyrir héraðsdóm, um hvaða mál var þá Hæstiréttur að fjalla, tæpast um mál sem aldrei var dómtekið í héraðsdómi. Ef snilli af þessu tagi er fær þá reikna ég með að margur maðurinn muni nýta sér þá leið til að afmá liðna atburði, ekki ómerkja þá heldur afmá þá með öllu, þeir áttu sér bara aldrei stað. Að feta í fótspor kirkjunnar Hér erum við komin á svipaðan stað og kirkjan var á fyrir siðaskipt- in en þá seldi hún aflátsbréf til handa þeim sem voru fjáðir og töldu að heldur hallaði á sig í uppgjörinu við almættið. Kaþólskir prestar veita enn þessa þjónustu, þeir hlýða á syndarann sem tíundar fyrir þeim sína breysk- leika og afleiðingar þeirra, þetta material bera þeir síðan fyrir drott- in allsherjar sem afmáir syndirnar í von um að þeir geri þetta nú aldrei aftur. Hæstiréttur er ekki kominn svo langt í þjónustu sinni við þegn- ana að hann sé farin að falbjóða þjónustu af þessu tagi, en hver veit hvert framtíðin leiðir okkur í rétt- lætinu. Staðreyndir þessa máls eru þess- ar: Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 7. júní 2016, þeim dómi hefur Hæstiréttur ekki breytt né numið úr gildi, það eina sem hann hefur sagt er að þegar dæmt mál hafi aldrei verið dæmt sem er nú nokkuð þunnur þrettándinn. Að öllu þessu virtu, sem er viðurkennt tungutak gáfumanna, er dómur hér- aðsdóms frá 7. júní 2016 í fullu gildi. Stjórnarskrárvarin réttindi Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er æðstu lög Íslands, sem öll önnur lög landsins verða að hlíta. Þar kemur fram í 70 gr.: Öllum ber rétt- ur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfi- legs tíma fyrir óháðum og óhlut- drægum dómstóli, o.s.frv. Í 70 greininni kemur einfaldlega fram hver sé hinn lögvarði réttur hvers og eins sem er að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur, fyrir óháð- um og óhlutdrægum dómstóli. Með því að fella ekki efnisdóm í málinu 718/2016 gekk Hæstiréttur gegn skýru ákvæði Stjórnarskrár Íslands um lögvarin réttindi þegnanna. Af hverju, vegna þess að tilgreind rétt- indi viðkomandi voru skert um í kringum 46%, dómsmálið snérist um að fá það leiðrétt, svo einfalt er þetta í grunninn. Stjórnarskráin er mjög skýr og afdráttarlaus hvað þetta varðar, þar eru engir fyr- irvarar um að réttindin skuli vera af þessu eða hinu taginu, megi ekki vera sameiginleg með öðrum eða hafa ákveðið vægi í efnahag viðkom- andi. Ef um er að ræða einhverja fyrirvara af þessu tagi þá eru þeir til þrengingar á stjórnarskrárvörð- um réttindum þegn- anna. Dómstólar eiga einfaldlega að taka til dóms öll mál sem varða réttindi þegn- anna. Ákvörðun héraðs- dóms um frávísun á að vera endanleg Síðan finnst mér það ekki við hæfi þeg- ar héraðsdómur hefur fellt efnisdóm að Hæstiréttur taki ekki málið til dóms, mér finnst einfaldlega að ef héraðsdómur hafnar frávísun eigi það að vera endanleg niðurstaða vegna þess að þá þegar er sækjand- inn í málinu búinn að eyða töluverð- um fjármunum í undirbúning máls- ins, sú tala hækkar þegar málið fer til Hæstaréttar ef málinu er vísað frá fæst engin efnisleg niðurstaða, málið er enn á byrjunarreit þ.e. óleyst. Mér finnst að það hljóti að þurfa nokkuð gild rök til þess að vísa máli frá dómi, rök sem snúa fyrst og fremst að tæknilegum at- riðum eins og að stefna sé ekki nógu skýr til þess að hægt sé að taka málið til dóms o.s.frv. Síðan getum við spurt okkur, fer einhver með mál fyrir dómstóla bara að gamni sínu og þó að dóm- urum við Hæstarétt finnist málið léttvægt þá finnst þeim sem leggur uppí leiðangur að því tagi brýnt að fá niðurstöðu hann hefur kostað til þess fjármunum í öllum tilfellum og á að mínu mati rétt á að fá nið- urstöðu í sínu máli. Í þessu tilfelli hafnaði héraðs- dómur frávísun, taldi ekki innistæðu fyrir henni. Við bæði þessi dómsstig starfa löglærðir einstaklingar sem námu, vona ég, sömu lögfræðina sem virðist nú ekki nákvæmari eða afdráttarlausari en svo að þessir fjölfróðu einstaklingar lesa sitt- hvora meininguna útúr sama texta. Þær spurningar vakna hvort að það skipti ef til vill meira máli hver les textann en nákvæmlega hvað hann hefur að geyma þegar dómararnir meta málsástæður. Hver veit? Að hefja til öndvegis ranga niðurstöðu Síðan vaknar spurningin, hvað mælir gegn því að fella efnisdóm í máli sem deilt er um, hvað mælir gegn því ef málsástæður eru skýrar og þær þokkalega skýrt lagðar fram. Ég kem ekki auga á, á hverj- um réttur er brotinn og af hverju snýst barátta sumra þeirra sem stefnt er eingöngu um að fá málinu vísað frá dómi. Bendir ekki flest til þess að þeirra málstaður sé nú ekki líklegur til vinnings og að þess vegna vilji þeir ekki fá niðurstöðu. Jú, öðruvísi er ekki hægt að skilja kröfuna um frávísun og ef dómur vísar máli frá vegna kröfu frá stefnda er hann í raun að leiða til öndvegis ranga nið- urstöðu. Nokkuð skondin leið dóm- stóla en eins og okkur er öllum tjáð þá er þeirra hlutverk í réttarríkjum að leiða hið sanna í ljós. Dómur Hæstarétt- ar nr.718/2016 Eftir Helga Laxdal » Getur verið að það skipti meira máli hver les lagabókstafinn en hvað hann hefir að geyma? Sú hugsun læðist að mér og er býsna áleitin. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com Þegar Katrín Jak- obsdóttir varð for- sætisráðherra varð það mér mikið fagn- aðarefni því ég þekki vel til hennar góða vilja að gjöra sem allra bezt í réttlæt- isátt á hvaða sviði sem er. Vel er mér kunn- ugt að ekki verða öll málefni sem kosta ákveðin fjárútlát, og þarf ekki til, hrist fram úr erminni og allra sízt máske með samvinnu við þann flokk sem talið hefur verið að gangi hvað lengst í sérhags- munagæzlu, enda til þess valinn af stórum hópi kjósenda, en þar á bæ er einnig að finna ötult baráttufólk fyrir réttindum öryrkja og eldri borgara, það þekki ég frá fyrri tíð og býsna langri reynslu. Það mál sem mér hugnaðist svo að væri vel komið fyrir hjá ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna var mér óneitanlega skylt sem slíkum svo lengi sem ég hafði unnið með því góða fólki sem í Öryrkjabandalaginu var. Það var því sjálfgefið að mínu hyggjuviti sem og sanngirni allri að greið yrði leiðin til leiðréttingar á því sjálf- sagða réttlætismáli að afnema ósvinnuna sem kölluð er: Króna-á- móti-krónu-skerðingin. Þannig er í raun réttri komið mál- um fyrir öryrkja að þeim skuli refs- að fyrir atvinnuþátttöku sína, mál- efni sem ég hélt að allir væru sammála um til að styðja við þá lífs- fyllingu sem í atvinnunni felst. Svo mikið veit ég hversu dýrmætt það er svo ótalmörgum öryrkjum að eignast þannig sinn sess í atvinnulífinu, finna slagæð þess og eiga þar að dýrmætan feng um leið og því dap- urlegra er það þegar þessar atvinnutekjur eru ekki einungis skatt- lagðar, heldur skerðast hinar réttmætu ör- orkubætur um krónu fyrir krónu og til hvers er þá unnið. Ég var fyrir margt löngu að tala um þessi mál við ágætan mann í góðri stöðu og um leið með drjúgar aukatekjur af öðrum nefnd- arstörfum sem unnin voru þó að mestu á vinnutíma hans hjá stofn- uninni og með fleira í handraðanum og þegar hann talaði fjálglega um hversu mikið það kostaði ríkissjóð að vera með frítekjumark af at- vinnutekjum öryrkja, þó að ekki væru nema 100 þúsund krónur t.d. Þá innti ég hann eftir því hvort hon- um fyndist ekki að aukatekjur hans ættu að skerða aðallaun hans hjá ónefndri stofnun að þá brást hann hinn versti við og sagði þetta víðs- fjarri. En þegar aðallaun öryrka væru skert vegna atvinnutekna, hvað þá um það. „Ja, þetta kostar svo mikið, að það að setja þar á frítekjumark væri hrein fjarstæða.“ Ég vann þá hjá öryrkjum og hafði áður verið með þessi mál á Alþingi og þóttist mæla sanngirnismál, en enn í dag virðist þessi sanngirni í garð öryrkja ekki vera beint til staðar hjá öllum. Ég heyri hjá skeleggum fulltrúum öryrkja að leiðrétting þessi sé eitt- hvað tengd starfsgetumati sem er auðvitað fjarstæða og enginn skyld- leiki þar á ferð að mínu hyggjuviti. Frítekjumark er komið á hjá öldr- uðum og ekki vanþörf á hjá þeim all- stóra hóp sem lítið hefur handa á milli. En enn frekar ættu öryrkjar að njóta frítekjumarks vegna at- vinnutekna sinna. Það er svo líka raunin að ríkið fengi myndarlegar tekjur á móti við skattlagningu þessara tekna, því skal haldið til haga þar sem persónuafslátturinn er enn fáránlega lágur. Ég skora á forsætisráðherra sem ég hefi stutt heilshugar að taka þarna til hend- inni með myndarlegu frítekjumarki eða því sem enn betra væri, að af- nema þessi býsn sem króna-á-móti- krónu-skerðingin svo sannarlega er. Þar væri einu bezta réttlætismáli okkar tíma komið heilu í höfn sem lengi yrði rómað. Og ekki einhvern tímann heldur strax. Afnám króna-á-móti- krónu-skerðingu Eftir Helga Seljan Helgi Seljan »Ég skora á forsætis- ráðherra að taka þarna til hendinni með myndarlegu frítekju- marki, eða því sem enn betra væri, að afnema þessi býsn sem króna-á- móti-krónu-skerðingin svo sannarlega er. Höfundur er fv. alþingismaður. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.