Morgunblaðið - 14.06.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
✝ Gísli Krist-jánsson
Heimisson fæddist
á Stórólfshvoli í
Hvolhreppi 27.
nóvember 1957.
Hann lést á heimili
sínu í Hverafold 31
í Reykjavík 6. júní
2019.
Gísli var sonur
hjónanna Heimis
Bjarnasonar lækn-
is, f. 2. ágúst 1923, d. 14.
september 2014, og Maríu Gísla-
dóttur húsmóður, f. 3. maí 1927.
Systkini Gísla eru: Helga, f. 9.
október 1949, Pétur, f. 2.
nóvember 1954, Fanný Kristín,
f. 20. júní 1956, Birna, f. 16. maí
prófi frá Danmarks Tekniske
Højskole 1984.
Gísli starfaði lengst af fyrir
fjármálafyrirtæki eða
hugbúnaðarfyrirtæki tengd
þeim, í fyrstu sem kerfisfræð-
ingur og stjórnandi hjá Den
Danske Bank og Hugbúnaði hf.
Hjá Landsbréfum gegndi hann
stöðu framkvæmdastjóra
rekstrar- og upplýsinga-
tæknisviðs. Hann stofnaði Mens
Mentis hf. ásamt fleirum og
veitti því forstöðu, var fram-
kvæmdastjóri rekstrar- og upp-
lýsingatæknisviðs hjá Glitni
banka og MP banka, fram-
kvæmdastjóri MainManager
ehf. og stýrði upplýsinga-
tæknisviði Korta. Gísli var
stjórnarformaður Verðbréfa-
miðstöðvar Íslands og sat einnig
í stjórn hjá Reiknistofu bank-
anna, Teris, Auðkenni hf. o.fl.
Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 14. júní
2019, klukkan 13.
1959, Heimir, f. 10.
nóvember 1960, og
María, f. 2. febrúar
1964.
Gísli kvæntist
24. júlí 1982 Þor-
gerði Ragnars-
dóttur, f. 30. októ-
ber 1958. Börn
þeirra eru María, f.
9. júní 1983, Grím-
ur, f. 30. júní 1986,
og Ragnar, f. 21.
mars 1996.
Gísli ólst upp á Djúpavogi og
Hellu á Rangárvöllum, lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1977, BS-
prófi í byggingarverkfræði frá
Háskóla Íslands 1982 og MS-
Hlýr, hugulsamur, skemmti-
legur félagi, stóri bróðir, bak-
hjarl, trúnaðarvinur – allt þetta
var hann Gísli bróðir minn mér.
Hann var líka drífandi frum-
kvöðull sem jafnan hafði sann-
girni og stórmennsku að leiðar-
ljósi. Þegar sjúkdómur hans
greindist og ljóst var hvert
stefndi komu aðrir kostir hans
svo sterkt fram: karlmennska og
æðruleysi. Hann kvartaði aldrei
undan hlutskipti sínu og átti allt
fram á síðustu stundu styrk og
hlýju að gefa okkur hinum.
Það voru sjö ár á milli okkar
systkinanna; þegar ég var barn
var hann stór bróðir sem gat og
vissi allt og sagði manni stund-
um til syndanna. Með tímanum
minnkuðu áhrif þessara ára sem
skildu okkur að og tengsl okkar
styrktust og þroskuðust, síðustu
tuttugu ár vorum við mjög náin.
Þegar góðar fréttir bárust
hringdum við hvort í annað til að
deila þeim. Og þegar við stóðum
í erfiðum verkefnum eða fengum
slæmar fréttir vorum við líka
fljót að láta hvort annað vita,
leita ráða um næstu skref eða
bara njóta þess að fá skilning og
hvatningu hvort frá öðru. Á síð-
ustu dögum ævi sinnar vann
Gísli mál fyrir Hæstarétti en við
höfðum iðulega rætt þetta mál
og framgang þess. Daginn fyrir
væntanlegan dómsúrskurð fór-
um við enn einu sinni yfir stöð-
una og hann var viss um að hafa
sigur. Það var greinilegt að við
vorum bæði að fylgjast með því
vart hafði ég séð dómsorðið á
netinu er ég fékk skilaboð frá
Gísla um að hann hefði unnið
málið. Það var dýrmætt að geta
samfagnað af þessu tilefni þó
dimmur skuggi hvíldi yfir.
Það var gott að leita til Gísla
og hann var einstaklega hjálp-
samur. Hann vildi hvers manns
vanda leysa – ekki til að fá eitt-
hvað í staðinn, heldur einfald-
lega vegna þess að hann leit svo
á að ef maður væri svo lánsamur
að geta hjálpað þá ætti maður að
gera það. Enda eru þeir ófáir
sem minnast hans nú með þakk-
læti og hlýju.
Gísli lék stórt hlutverk í okk-
ar fjölskyldu, hann var náttúru-
legur leiðtogi sem átti auðvelt
með að fá fólk með sér og hugaði
að þörfum allra. Hann reyndist
öldruðum foreldrum okkar ein-
stök stoð og stytta. Hann var
guðfaðir sona minna beggja og
uppáhaldsfrændi. Við ferðuð-
umst mikið saman sem fjölskyld-
ur og eigum yndislegar minn-
ingar úr skíðaferðum erlendis,
gönguferðum um óbyggðir Ís-
lands og óteljandi öðrum sam-
verustundum. En við deildum
líka erfiðum stundum í lífi okkar
beggja og enginn var betri en
Gísli bróðir þegar á bjátaði.
Hann vildi ekki eyða tíma í að
tala um orðinn hlut heldur frek-
ar ræða næstu skref og hvernig
best væri að vinna úr erfiðri
stöðu.
Í öllu þessu naut hann stuðn-
ings sinnar einstöku eiginkonu,
Þorgerðar Ragnarsdóttur.
Styrkur þeirra sambands end-
urspeglaðist í hverju skrefi sem
þau tóku saman í veikindum
Gísla. Kærleikur, hlýja og birta
umluktu bróður minn þessa síð-
ustu daga og fyrir það þakka ég
Þorgerði mágkonu minni og
frændsystkinum mínum; Maríu,
Grími og Ragnari.
Einhvers staðar segir að við
gjöldum kærleikann með sorg-
inni. Það er svo sannarlega satt.
Ég þakka Gísla bróður mínum
samfylgdina.
María (Maja) systir.
Fyrir dauðanum getum við
bara beygt okkur, en í Sum-
arlandinu eigum við vísar sam-
vistir á ný. Þar sameinumst við í
kærleika og vinnum úr jarðvist-
inni. Gísli bróðir minn er farinn
til Atla, pabba og allra hinna en
orka hans og minning lifir með
okkur áfram.
Gísli var mér bakhjarl í lífinu,
og þvílíkt ríkidæmi að eiga sex
systkini þó að einnig fylgdu því
átök að vera mörg, full af vilja
og ætlunum. Viðteknar kynja-
hugmyndir ollu mér oft reiði og
pínu, þegar stelpurnar áttu að
bugta sig fyrir alls konar lög-
málum, þá tóku strákarnir sig
út, léku sér og skemmtu með
hætti sem ekki þótti hæfa stúlk-
um. Breytingaöfl sem herja í
samfélaginu hverju sinni hljóta
að ná inn í fjölskyldusamræður
og það er gott að takast á við
sína. Gísli var góður bróðir og
vinur í raun. Um tíma fylgdumst
við að í skóla, hann þó árinu
yngri, við vorum því stundum
eins og tvíburar.
Til er mynd af mömmu og
Gísla, tekin um miðjan júní 1977,
þegar Gísli útskrifaðist sem
stúdent. Mánuðinum áður út-
skrifaðist ég sem fóstra. Þetta
voru tímamót í lífi okkar, við
urðum fullorðið fólk með maka,
börn og skuldbindingar sem
tíðkuðust á síðustu öld.
Gísli var bóngóður og minnis-
stætt er þegar hann kom og
grillaði fyrir mig ofan í unglinga-
hóp í 16 ára afmæli Högna, hann
lánaði mér af bílakostinum sín-
um og hann varð vinur barnanna
minna, varð bakhjarl fyrir þau
líka. Hann hrósaði mér fyrir
verk mín og drifkraft. Sem
miðjubarn tók hann svolítið yfir
hlutverk pabba eftir að hann féll
frá og orð Gísla höfðu meira
vægi en margra annarra, enda
alltaf falslaus og til þess sögð að
gleðja, styrkja og hugga. Ég
held að honum hafi stundum
verið þungbært að hafa þetta
hlutverk. Hann var sannkallað
miðjubarn með systur, bróður
og systur á hvora hönd eftir
aldri.
Lífið er yndisleg gjöf og það
er mikil gæfa að vera jafn orku-
ríkur og Gísli var, hann fékk
gott líf. Hann var viljasterkur,
en viðkvæmur, það gaf honum
innsæi og samkennd. Hann
deildi með sér, var vaskur til alls
konar verka eða gat fengið aðra
í lið með sér til að sinna þeim.
Hann rak eigið fyrirtæki, varð
farsæll í störfum sínum og fjár-
sterkur, hann hafði áhuga á
mörgu og gat rætt við alls konar
fólk. Ef ekki var til gott kaffi
fannst honum vont kaffi gott, í
því felst lífsviðhorf sem er gott
að grípa til.
Þegar Gísli veiktist og ljóst
var að hverju stefndi var hann
hugprúður og hélt áfram að
drífa í alls konar hlutum, nenna
að vera með og láta sig varða
um menn og málefni. Hann hélt
áfram að safna um sig fólki,
spjalla og gefa af sér nánast
fram í andlátið.
Takk elsku Þorgerður, María,
Grímur og Ragnar fyrir að gera
þennan veikindatíma svo góðan
fyrir okkur öll. Megi allt gott
fylgja ykkur áfram veginn.
Fanný.
Það er svo ótímabært og sárt
að horfa á eftir þér, elsku bróðir.
Að eiga þig að var fjársjóður
sem gott var að leita í jafnt í
gleði og sorg, enda höfuð þitt og
hugsun skýr og jafnan skrefinu
á undan.
Forystuhæfileikar þínir duld-
ust engum er þig þekktu og þó
þú værir ekki stóri bróðir okkar
allra í skjóli aldurs, þá varstu
okkur öllum stóri bróðir í krafti
þinna einstöku hæfileika til
frumkvæðis og að leiða fólk og
laða að þér.
Þú varst í senn glaður og góð-
ur drengur, brosið blítt, alltaf
stutt í húmorinn og ávallt til
staðar þegar alvarlegri hluti bar
að garði.
Þú hafðir einstakt lag á að
umgangast fólk sem gerði nær-
veru þína svo notalega og öllum
léttara að njóta sín. Við áttum
hvert og eitt eðlilega mismarga
samfundi með þér á seinni árum
en þeir voru góðir og ávallt var
gott og gaman að vera gestur á
fallegu heimili ykkar Þorgerðar
og barnanna.
Eftir að foreldrar okkar tóku
að reskjast varstu óþreytandi í
umönnun þeirra og gerðir það á
óeigingjarnan hátt. Það má
segja að þú hafir á margan hátt
verið límið á milli okkar systk-
ina.
Greiningu illvígs sjúkdóms sl.
haust, þar sem bati var ekki í
boði, tókstu af ótrúlegri still-
ingu.
Tímann sem þér var gefinn
eftir það nýttir þú vel og ekki
síst til að rækta alla þína og
gera öllum auðveldara það sem í
vændum var og alla leið varstu
sameiningartákn í okkar hópi.
Minningin um þann góða mann
sem þú varst mun lifa í góðum
samskiptum okkar öll þau ár
sem okkur verða skömmtuð
hverju og einu.
Mömmu, Þorgerði konu þinni
og börnum ykkar, Maríu, Grími
og Ragnari, vottum við okkar
dýpstu samúð.
Þín systkini
Pétur, Birna og Heimir.
Gísli, vinur minn og frændi, er
látinn eftir stutta en erfiða og
oft á tíðum sársaukafulla sjúk-
dómslegu. Við Jóhanna kynnt-
umst Þorgerði og Gísla er við
bjuggum á sama stúdentagarði í
Kaupmannahöfn 1983. Fljótlega
myndaðist vinátta milli okkar
sem hefur styrkst mikið með ár-
unum enda eigum við börn á
svipuðum aldri og svipuð áhuga-
mál. Samverustundir, hvort
heldur með þeim hjónum einum
eða þar sem fjölskyldur okkar
hafa komið saman, hafa ein-
kennst af glaðværð og hugguleg-
heitum þar sem þáttur Gísla var
mikill. Djúp vinátta sem aldrei
hefur borið skugga á er okkur
fjölskyldunni mjög dýrmæt og
mikilvæg.
Frá því að ég frétti lát Gísla
hefur hann stöðugt verið í huga
mér. Stórt skarð er höggvið sem
ekki er hægt að fylla. Mig skort-
ir orð til að setja á blað en erindi
úr Hávamálum kom upp í huga
mér sem segir miklu meira en
mörg orð.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Sorg og missir allra vina Gísla
er mikill, en mest er sorg og
missir Þorgerðar og barna
þeirra, Maríu, Gríms og Ragn-
ars, svo og móður Gísla, Maríu.
Elsku vinir, við fjölskyldan á
Akri vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Gunnar (Gunni),
Jóhanna og börn.
Samverustund með Gísla,
Þorgerði og þeirra yndislegu
börnum og frændsystkinum okk-
ar hefur alltaf verið mikil gleði-
stund og skemmtilegheit í lífi
okkar systkinanna. Þau hafa
ávallt verið með eindæmum
höfðingleg heim að sækja og
dugleg að hóa saman fjölskyld-
unni í gegnum árin.
Gísli frændi var góður maður,
ljúfur, greiðvikinn og heillandi
persóna. Stutt í hlátur og Gísla-
skrall, svona temmilega gamal-
dags en hnyttin skot og brand-
arar.
Hann hafði góða og þægilega
nærveru og átti auðvelt með að
tala við fólk og hlusta.
Eitt helsta aðalsmerki Gísla
að okkar mati var áhugi hans og
umhyggja fyrir fólkinu sínu.
Hann tók ötulan þátt í lífi fólks-
ins í kringum sig og höfum við
systkinin sannarlega notið góðs
af umhyggjusemi og stuðningi
hans í gegnum árin. Það eru
sönn forréttindi að hafa alist upp
með jafn góðan frænda og Gísla
sér við hlið.
Það er sárt að kveðja – höggið
er þungt og tímarnir fram undan
eru erfiðir. En eins og Gísli hef-
ur alltaf staðið þétt við bakið á
fjölskyldunni munum við reyna
að komast með tærnar þar sem
hann hafði hælana og gera slíkt
hið sama.
Elsku amma, Þorgerður,
María, Grímur og Ragnar, elsku
pabbi okkar og systkini Gísla –
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Minning Gísla lifir sterk í hug
okkar og hjarta.
Mardís og Heimir Óli
Heimisbörn.
Gísli frændi minn Heimisson
og Pétur bróðir hans voru hátt
skrifaðir hjá mér allt frá því þeir
leyfðu mér ungum dreng að aka
– eða allavega stýra – Scout-
jeppanum hans Heimis föður
þeirra á söndunum við Hellu, en
þar bjuggu þau Heimir og Maja
frænka á þeim tíma sem um
ræðir. Alla tíð síðan voru þeir
bræður stjörnur í mínum huga.
Gísla fylgdist ég með og dáðist
að árangri hans í stofnun,
stjórnun og rekstri fyrirtækja í
hugbúnaðargeiranum. Leiðir
okkar lágu svo saman fyrir
tveimur árum, þegar Gísli léði
máls á að ég kæmi til starfa í
fyrirtæki sem hann veitti þá for-
ystu. Við áttum um þetta mörg
og skemmtileg samtöl og sam-
skipti, en Gísli var bjartsýnn,
drífandi og gefandi, og engin
lognmolla var yfir þessum sam-
tölum okkar. Þótt ekkert yrði af
samstarfi okkar styrktist vinátta
okkar og frændsemi aðeins við
þetta.
Þetta haust fyrir tveimur ár-
um buðu þau Þorgerður okkur
Rie út að borða í Kaupmanna-
höfn. Það var yndislegt kvöld.
Rie var þarna að hitta þennan
frænda minn í fyrsta sinn, en
það var nóg að tala um – um líf
og störf og ekki síst börnin
okkar.
Gísla hitti ég svo í síðasta sinn
milli jóla og nýárs. Hann var þá
orðinn alvarlega veikur, en þótt
greinilegt væri að af þessum
glæsilega manni væri dregið var
drifkrafturinn og framkvæmda-
semin hin sama. Gísli hafði séð
til þess að koma á rafrænt form
minningum Gísla afa okkar og
honum var mjög í mun að það
væri framvinda í vinnslu og út-
gáfu þessa efnis. Við hin þurfum
nú að halda þessu verki áfram,
þeir nafnarnir Gísli frændi og
Gísli afi gerðu sitt.
Elsku Þorgerður, María,
Grímur og Ragnar og elsku
Maja föðursystir og aðrir að-
standendur. Við Rie sendum
ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur. Ég mun minnast Gísla
frænda míns sem kærs vinar.
Eggert Tryggvason.
Heiðríkja og ferskur andblær
er yfir minningu frænda míns
Gísla Kristjánssonar Heimisson-
ar. Það var ætíð fagnaðarefni að
vera í návist Gísla, eiga við hann
samtal eða samfundi. Hann var
svo einstaklega skemmtilegur
maður og hlýr ásamt því að búa
yfir djúphygli, frjóum anda og
sterkum vilja framkvæmda-
mannsins. Mín reynsla var sú að
Gísli lét aldrei sitja við orðin tóm
og var eldhugi þegar áhuginn
var vakinn. Gísli var enda ætíð í
forystusveit þar sem hann starf-
aði. Hann var hjartahlýr og bar
hag og heill samferðafólks síns
fyrir brjósti og sýndarmennska
var ekki til í hans fari.
Kímnigáfa Gísla var alveg ein-
stök og engu lík, bjart kankvís-
legt bros eða glott út í annað er
mynd sem margir munu líka
sakna og ætíð muna. Gísli var
gæfumaður í sínu einkalífi og þá
er mér efst í huga lífsförunautur
hans og ást Þorgerður Ragn-
arsdóttir og börnin þeirra, en
þau Þorgerður eiga miklu
barnaláni að fagna.
Ég vil ekki láta hjá líða að
minnast á það hversu mikinn
þátt list og skapandi hugsun átti
hjá þeim Gísla og Þorgerði og
það ásamt öðru var auðvitað
heillandi fyrir mig í þeirra fari.
Ég vil einnig sérstaklega
minnast á kærleiksríkan og
sterkan streng milli Gísla og
Maríu Gísladóttur móður hans
sem sér nú á eftir góðum syni.
Gísli átti líka einstakan syst-
kinahóp sem einnig á um sárt að
binda.
Gísli lést allt of snemma því
miður en huggun er í því að ég
sé aðeins gróanda í lífssporum
hans.
Við Alda sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
Gísli Kristjánsson
Heimisson
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
✝ Ólafur Hösk-uldsson fædd-
ist á Hvammstanga
15. desember 1939.
Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands 14.
maí 2019.
Foreldrar hans
vou Höskuldur
Helgason vörubíl-
stjóri, f. 6 október
1909, d. 7. maí
1999, og Guðrún Gísladóttir
húsmóðir, f. 4. júlí 1910, d. 29.
janúar 1986.
Systir Ólafs var
Sigrún Höskulds-
dóttir ljósmóðir, f.
27. september 1938,
d. 1. september
2009.
Eftirlifandi eigin-
kona Ólafs er Þór-
dís Ragnarsdóttir
húsmóðir, f. 13.
desember 1953.
Ólafur stundaði
sjómennsku frá
unga aldri.
Útför hans var gerð frá Akra-
neskirkju 24. maí 2019.
Óli frændi minn ólst upp hjá
foreldrum sínum. Á heimilinu
voru systir hans, afi og amma.
Búskapur var stundaður
með öðrum störfum, heyjað
var á túnum og engjum fyrir
kýr, kindur og hesta. Margur
frændinn og frænkan voru á
heimilinu um lengri eða
skemmri tíma. Sjórinn heillaði,
Óli fór á sjóinn og sótti fisk á
bátum og togurum.
Árin liðu og við tóku sigl-
ingar á fraktskipum, fyrst inn-
lendum en síðar erlendum.
Segja má að Óli hafi siglt
um öll heimsins höf með við-
komu í óteljandi hafnarborg-
um.
Óli eignaðist snemma hljóm-
flutningstæki og ófáar voru
plöturnar sem fluttar voru
heim að loknum siglingum. Oft
var setið og hlustað á plöturnar
hans en sjálfur var hann sjald-
an til staðar.
Skip gerðu stuttan stans og
ekki minnist ég sumarleyfa í þá
daga.
Óli lét sig varða um ættingja
sína. Hann kom færandi hendi
úr siglingum og einkum áttu
þau yngri hug hans. Óli festi
snemma kaup á íbúð á Granda.
Útlit blokkarinnar og allur frá-
gangur innanhúss er minnis-
stæður, ekki er síður minnis-
stætt, þegar Óli kaupir hús í
Grafarvoginum, hversu vandað
var til húss og lóðar. Hann
kunni vel til verka.
Um 1990 kynnist Óli Þórdísi
sinni og bjuggu þau lengst af
saman að Dúfnahólum 4 í
Breiðholti.
Óli er að störfum til sjötugs,
seinni árin sem verkamaður í
landi.
Heilsubrestur ber þó að dyr-
um hjá Óla, sem alla tíð hafði
verið vel byggður og hraustur.
Skammtímaminnið brestur, síð-
ar verður erfitt að bera kennsl
á ættingja og vini en enn sitja
eftir minningar.
Atvik frá fjarlægum heims-
álfum sem rifjast upp og sagt
er frá um leið og rissað er
skipulega í teiknibók. Ólafur
var góðmenni, eigi hann þakkir
fyrir allt.
Sverrir Jakobsson.
ÓlafurHöskuldsson