Morgunblaðið - 14.06.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.06.2019, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 ✝ GeirþrúðurFinnbogadóttir Hjörvar fæddist á Skólavörðustíg í Reykjavik 17. júní 1923. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vik 6. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hanna Kristjáns- dóttir húsmóðir frá Árgilsstöðum í Hvolshreppi og Finnbogi Rútur Ólafsson rafvirki frá Múla í Gufudalshreppi. Geirþrúður átti sjö systkini. Þau voru Guð- rún, f. 1915, d. 2003, Sigurður, f. 1916, d. 1995, Kristrún, f. 1917, d. 1986, Ólafur, f. 1918, d. 2010, Valdimar, f. 1920, d. 1942, Steingrímur, f. 1921, d. 1921, og Kristján, f. 1925, d. 2014. Hinn 21. júlí 1945 giftist hún Þormóði Hjörvar loftsiglinga- fræðingi, f. 24. maí 1922, d. 31. desember 1970. Foreldrar hans voru Helgi Þormóðsdóttir, f. 7. september 1957, gift Karli Ragnarssyni, synir þeirra Ragnar Kristinn, f. 1982, og Þorgeir, f. 1989. 5. Þormóður Þormóðsson, f. 22. ágúst 1963. Hann var kvæntur Guðbjörgu Rut Pálmadóttur, f. 1966, synir þeirra Pálmi, f. 1994, og Sigurður Dagur, f. 2001. Geirþrúður ólst upp í Reykja- vík, bjó í Hlíðunum, Garðabæ og síðast í Kópavogi. Hún gekk í Austurbæjarskóla og Kvöld- skóla Ingimars. Hún vann í verslun Pennans og varð síðan verslunarstjóri í Örkinni. Vann eitt ár á hóteli föðursystur sinn- ar í Seattle, WA. Var heima- vinnandi húsmóðir meðan börn- in voru yngri en rak sauma- stofu á heimilinu í nokkur ár. Hún lærði til sjúkraliða og út- skrifaðist 1970 og starfaði á hjartadeild Landspítalans frá 1970 þar til hún fór á eftirlaun 1993. Hún var í Guðspekifélag- inu og Garðyrkjufélaginu og lærði postulínsmálun. Liggur eftir hana fjöldi listaverka, út- saumur og prjónaskapur. Útför Geirþrúðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 14. júní 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Hjörvar, skrif- stofustjóri og rit- höfundur, og Rósa Daðadóttir hús- freyja. Börn þeirra: 1. Bergljót Þormóðs- dóttir, f. 3. janúar 1946, d. 8. mars 1946. 2. Finnbogi Rútur Þormóðsson, f. 19. febrúar 1951, kvæntur Sigrúnu Láru Shanko. Barnsmóðir Est- her Helga Guðmundsdóttir, barn Steinbergur Finnbogason, f. 1973, kvæntur Hrafnhildi Valdimarsdóttur og eiga þau tvær dætur. Fyrrverandi maki Aðalheiður Guðrún Kristjáns- dóttir, barn Geirþrúður Finn- bogadóttir Hjörvar, f. 1977. 3. Tryggvi Þormóðsson, f. 16. október 1954, kvæntur Önnu Sigríði Sigurðardóttur, f. 1956, barn þeirra Kristrún, f. 1975, gift Njáli Gunnlaugssyni og eiga þau þrjú börn. 4. Jóhanna Fréttir bárust frá Íslandi að tengdamóðir mín væri látin. Hún Þrúða mín var orðin 95 ára gömul og mikill sjúklingur. Þrúða hefði orðið 96 ára 17. júní og var mjög stolt yfir því að eiga afmæli á þjóðhátíðar- degi Íslendinga og ekki síður að verða lögráða sama dag og Ís- land varð lýðveldi. Ég hitti Þrúðu árið 1976, fljótlega eftir að ég og Gússa dóttir hennar kynntumst. Það tók hana smá tíma að sætta sig við að ég væri að vingast við einkadóttur hennar. Fljótlega var ég þó velkominn. Heimili þeirra var frekar amerískt. Heimilisvélarnar voru amerísk- ar, myndir af New York voru víða og ameríski fáninn stóð á píanóinu. Þar sem ég hafði búið í nokkur ár í Bandaríkjunum fannst mér þetta mjög vinalegt, því ég var vanur því að heyra hversu vonlausir Kanarnir væru, en hér blasti við allt ann- ar heimur. Þrúða og fjölskylda voru öll hrifin af Bandaríkjun- um og fljótlega útskýrðist þetta betur því að systur Þrúðu bjuggu í Seattle og eiginmaður Þrúðu, Þormóður Hjörvar, var siglingafræðingur hjá Loft- leiðum og því var mikið sam- band við Bandaríkin. Þegar við Gússa kynntumst var faðir hennar látinn og því miður náði ég aldrei að kynnast honum. Fljótlega eftir að ég kynntist Þrúðu hóf ég nám við Háskóla Íslands og fór síðan í fram- haldsnám til Bandaríkjanna. Eftir námið þáði ég vinnu þar í landi og ætluðum við Gússa að vera þar kannski í 2-3 ár en við erum þar enn. Þrúðu fannst þetta ekkert mál því hún kom alltaf í heimsókn til okkar. Þrúða var sjúkraliði á Land- spítalanum og gat því ekki verið nema í nokkrar vikur í hvert sinn, en eftir að hún hætti að vinna gat hún verið mánuðum saman. Þetta voru dýrmætir tímar og synir okkar, Krissi og Þorgeir, elskuðu að hafa ömmu sína hjá sér. Hún hjálpaði okkur að sjá um heim- ilið og passaði strákana. Hún kenndi þeim margt, sagði þeim sögur og alltaf talaði hún við þá íslensku. Það er henni algjör- lega að þakka að nú í dag tala strákarnir íslensku og skilja hana alveg. Eitt sem Þrúðu fannst gam- an var að fara í ferðalög. Þrúða elskaði að sjá nýja staði og í stórborgum gekk hún um allt og kvartaði aldrei yfir þreytu. En bestu minningar mínar voru þegar loks var komið upp á hót- el og sest niður með ískaldan bjór, þá gall í Þrúðu, af hverju er maður ekki alltaf fullur, mik- ið er þetta yndislegt! Samband Þrúðu við Gússu var alveg sérstakt. Þær voru ekki bara mæðgur heldu líka bestu vinkonur. Þær þurftu varla að tala til að skilja hvor aðra. En einstöku sinnum kom þó fyrir að þær yrðu ósammála yfir einhverju. Þessi rifrildi enduðu oftast með því að Þrúða tók mig á eintal og sagði mér að þetta væri nú meira bullið í stelpunni, en bætti svo við að ég mætti alls ekki segja henni að hún hefði sagt þetta. Ég gaf loforð um það og sagðist vera algjörlega sammála henni, því hér var kona sem eldaði oft matinn og meira að segja straujaði nærbuxurnar mínar. Já, konur eins og Þrúðu er erf- itt að finna. Ég vil að lokum þakka elsku Þrúða fyrir samveru okkar og fyrir allt það sem hún gerði fyr- ir okkur. Hennar verður sárt saknað. Karl Ragnarsson. Amma okkar er fallin frá 95 ára að aldri og nú kveðjum við bræður ótrúlega hlýja og sterka manneskju, sem hefur átt stóran þátt í lífi okkar og uppeldi. Þar sem við ólumst upp í Bandaríkjunum var heimili ömmu okkar í Furugrundinni aðaltenging okkar við Ísland og stórfjölskylduna þegar við kom- um heim í fríum. Þar voru hald- in fjölmörg jólaboð, afmælis- veislur, kosningavökur og annað slíkt. Amma var alltaf góð í að koma öllum saman og eigum við margar minningar frá komum í Furugrundina snemma morguns eftir langt og strangt flug og sjá þar alla fjöl- skylduna mætta til að taka á móti okkur með vínarbrauði, kaffi, og rúnstykkjum. Sum- arfríin hjá ömmu voru dýrmæt og skemmtileg, Furugrundin var eins og annað heimili fyrir alla krakkana í fjölskyldunni og þannig vildi amma alltaf hafa það. Hún var alltaf til í að leika við okkur krakkana hvort sem það var að fara í feluleik, byggja úr Legokubbum eða spila Veiðimann. Hún hafði einnig sérlega gaman af göml- um teiknimynda þáttum eins og Tomma og Jenna og horfði allt- af á þá með okkur og hló manna hæst. Þegar við urðum eldri kunnum við að meta betur þekkingu ömmu á alls kyns hlutum og þá sérstaklega þegar hún sagði okkur frá gömlu dög- unum og hvernig Ísland var fyrir stríð og árin þar á eftir. Amma var mikill Bandaríkja- vinur og fannst henni alltaf gott að koma út og heimsækja okkur. Eftirmiðdagarnir voru mjög skemmtilegir á þessum árum þegar amma var hjá okk- ur því það var alltaf gaman að koma heim úr skólanum þar sem amma tók á móti okkur og vildi heyra hvernig skóladagur- inn hefði verið. Dunkin’ Donuts var í miklu uppáhaldi hjá ömmu, og fórum við oft að sækja glænýjan kassa af kleinuhringjum. Amma elskaði bíltúra og eigum við margar minningar um slíkar ferðir. Amma var alltaf til í að fara á nýjar slóðir og mest gaman var þegar stoppað var svo á ein- hverjum veitingastað til að fá „bjór og vængi“. Hún passaði alltaf upp á að við yrðum aldir upp sem íslenskir strákar og gerði hún strangar kröfur um að íslenska væri töluð heima og oft bjó hún til íslenskan mat, t.d. fiskibollur og slátur. Á seinni árunum fluttum við báðir heim til Íslands til að fara í framhaldskóla. Sá eldri árið 2004 og sá yngri 2007. Við bjuggum hjá ömmu sem tók hlýlega á móti okkur og varð Furugrundin að okkar heimili. Góðar minningar eru af ömmu í sínu daglegu lífi prjónandi, bak- andi, og takandi á móti gestum. Ömmu var alveg sama hversu lengi fólk staldraði við eða mætti með engum fyrirvara. Hún var alltaf búin að leggja á borð, hella upp á könnuna og bera fram kökur, kex og osta. Eftir að við vorum búnir með skólann þá fluttum við út aftur. Þá var gaman að koma til ömmu sem gestir því hún var svo kát að sjá okkur og eftir að Dunkin’ Donuts kom til lands- ins, þá gátum við kætt hana með kössum af kleinuhringjum og ræða gömlu dagana og æsku okkar bræðra í Bandaríkjunum. Við minnumst ömmu okkar með miklum söknuði og erum afar þakklátir fyrir þær góðu stundir og uppeldi sem við nut- um í gegnum árin. Hvíli hún í friði. Ragnar Kristinn og Þorgeir. Geirþrúður Finn- bogadóttir Hjörvar ✝ ÞorsteinnGuðnason fæddist 2. febrúar 1957 í Lundi í Kópavogi. Hann lést í Reykjavík 2. júní 2019. Foreldrar hans voru Guðni Þ. Ágústsson raf- eindavirki, f. 4. maí 1928, d. 16. desem- ber 2010, og Ólafía Þorsteinsdóttir verkakona, f. 9. nóvember 1933, d. 8. maí 2014. Systkini Þorsteins eru í aldursröð: Magnús, Bjarni, Kristín, Þórný, Ágúst, Gísli, Halla og Þórdís. Sambýliskona Þorsteins er Ósk Sigrún Árnadóttir hús- móðir f. 15. júlí 1944. Þorsteini og Ósk varð ekki barna auðið en Ósk á synina Kristján og Arnar. Þorsteinn fluttist sjö ára gamall ásamt fjölskyldunni til Víkur í Mýrdal og ólst þar upp. Í Vík lauk hann barnaskóla, fór síð- an í Skógaskóla undir Eyjafjöllum og loks í Versl- unarskóla Íslands. Þorsteinn lauk verslunarprófi vor- ið 1976 og starfaði um nokkurra ára skeið í Verslunarbanka Ís- lands og Íslandsbanka áður en hann gerðist sendibílstjóri og starfaði við það allt til æviloka. Í mörg ár stundaði hann sjó- mennsku á sumrin á trillu for- eldra sinna. Útför Þorsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 14. júní 2019, klukkan 15. Það var sól og fallegt veður sunnudaginn 2. júní þegar Þor- steinn mágur minn kvaddi eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það hjálpaði honum í þessari baráttu hversu létta lund hann hafði. Hann vissi að sjúkdómurinn var á hraðri leið en Þorsteinn hafði takmark þrátt fyrir erfiða daga inn á milli, hann ætlaði í veiði með bræðrum sínum og systrasonum í september eins og þeir höfðu gert í nokkur ár. Hann hafði sérstaklega gaman af veiðum og hafði gaman af metingnum á milli bræðra sinna um hver veiddi flesta og stærstu fiskana. Hann var mjög umhyggjusamur um fjöl- skylduna og mundi eftir af- mælum og sendi kveðjur á af- mælisdögum okkar. Alltaf spurði hann um það sem maður var að gera hverju sinni og sýndi áhuga og tók þátt, fylgdist vel með systk- inabörnum sínum og var góður vinur þeirra. Í byrjun maí komu saman tveir árgangar af fermingar- systkinum sem ólust upp og fermdust í Vík í Mýrdal. Þor- steinn var ekki viss um hvort hann gæti mætt á þessa sam- komu því hann var orðinn svo veikur en hann komst og það veitti honum mikla ánægju að geta hitt vinina. Viku síðar lagðist hann inn á spítala og kom ekki til baka. Það sýndi sig í heimsóknum sem hann fékk á spítalann hversu góður og traustur vinur hann var. Stefán, systursonur Þorsteins, var mjög hjálplegur við hann og Ósk og eftir að Þorsteinn veiktist sá hann um að fara með honum í búðina að kaupa inn og gekk frá vörunum á réttan stað þegar heim var komið. Ég votta Ósk samúð mína, missir hennar er mikill en þau voru mjög náin og góðir vinir. Fegurð landsins fjalla foss í klettagjá hrífur hugi alla heillar silungsá áður saman undum upp við vötnin blá og hinn blíðasti blær bar okkur landi frá (Magnús Stefánsson og Þórólfur Friðgeirsson) Elínbjörg Kristjánsdóttir. Þá er Þorsteinn vinur vor fallinn frá eftir snarpa baráttu við krabbamein. Það var ótíma- bært og alltaf hryggilegt þegar góðir drengir fá ekki átt áhyggjulaus efri ár með sér og sínum að afloknu ævistarfi. Það er senn hálf öld síðan leiðir okkar lágu fyrst saman, en það var í Vík í Mýrdal, hans heimabæ. Allar götur síðan höfum við verið vinir og tíðir gestir hvor hjá öðrum. Svo var síminn líka mikið notaður, einkum á árum áður. Þegar Þorsteinn bjó einn þótti honum tilheyra að taka smá símahring á nokkrum vel völdum vinum, sérstaklega á helgarkvöldum áður en frekari dagskrá hófst. Þá kom fyrir að símtölin drógust á langinn, enda umræðuefnið af margvís- legum toga. Þorsteinn var frábær sögu- maður, hann lagði uppúr ná- kvæmni í sögunum sem svo voru vel kryddaðar með til- heyrandi hljóðum og handapati. Það var alveg afbragð og ógleymanlegt á að hlusta og taka þátt í því. Sem ungir menn vorum við í fótboltaklúbbi brottfluttra Skaftfellinga hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þar var hann snjall og ákveðinn. Auðvitað var hann gjarnan gjaldkeri hópsins. Æf- ingarnar voru oftast á föstu- dagskvöldum og að þeim lokn- um rukkaði hann liðið. Það næsta sem liðsfélagarnir sáu til hans var þegar hann slakaði sér upp í leigubíl niðri í bæ að áliðinni nóttu og hélt heim- leiðis. Það var ekki furða þótt þeir spyrðu hvort óhætt væri að láta svona íþróttamann sjá um fjár- málin. Það voru óþarfa áhyggj- ur, jafn töluglöggur, strang- heiðarlegur og stálminnugur maður var vandfundinn, enda allt sem hann kom nálægt í þeim efnum í öruggum höndum. Í áratugi höfum við gamlir félagar haft með okkur óform- legan bridgeklúbb. Þar spiluð- um við og hittumst heima hver hjá öðrum. Á hverju hausti var farið austur í Skaftafellssýslu í spila- og skemmtiferð. Þá fór Þor- steinn auðvitað á kostum, sagði sögur og rifjaði upp löngu liðin atvik úr þessum hópi. Þorsteinn var slyngur veiði- maður og var einkum með hug- ann við sjóbirtingsveiðina fyrir austan. Hann talaði um veiðiferðirn- ar í Tungufljótinu á ungdóms- árunum eins og þær hefðu gerst í gær. Hvar veiðileyfið var keypt, hvað það kostaði, hverjir fóru með, hvað margir veiddust og jafnvel hvað margir eltu. Nú er Þorsteinn þessi tryggi og hjálpsami vinur dáinn og farinn, ég og við félagar eigum eftir að sakna hans. Það vantar svo mikið þegar sögurnar og grínstælarnir hans Steina eru ekki lengur til staðar. Ég sendi Ósk hans tryggu og góðu sambýliskonu og systkin- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Þor- steins. Vigfús Gunnar Gíslason. Nú er Þorsteinn fallinn frá, fyrstur okkar jafnaldranna í Víkinni. Kynni okkar hófust 1964 þegar Alþjóðaflugmálastofnun- in hafði byggt raðhús fyrir loft- skeytamennina á Lóranstöðinni og nýi stöðvarstjórinn, Guðni Ágústsson pabbi Þorsteins, flutti til Víkur með fjölskyld- una. Í nábýlinu tókst vinskapur með mér og bræðrunum Þor- steini og Bjarna. Þó að allur krakkaskarinn í Víkinni hafi leikið saman vorum við, fyrir austan á, sér hópur framan af, en það voru, auk okkar Steina, Bjarni bróðir hans, Guðmundur Sigurjóns- son, Hallur og stundum Denni. Leiksvæðið var kjallarinn hjá Guðmundi og hamrarnir austur með, þar var klifrað og sigið, og hoppað fram af kletta- brúnum ofan í sandöldur. Á vorin tíndum við fýlsegg í klettunum, smíðuðum boga, teygjubyssur, leikfangariffla og sverð. Smám saman jókst samneyt- ið við hina jafnaldrana í Vík- inni, og leiksviðið færðist vest- ur í urð þar sem við stunduðum þann leik að hanga á klettum þegar brimið gekk yfir. Þá var gott að vera með sprek inni í hellisskútum, þurrka sér og hlýja við eld. Þarna vorum við allir krakk- arnir, stelpur og strákar, sam- an úti á kvöldin. Á vorin tvístraðist hópurinn og sumir fóru í sveit. Þorsteinn fór á Kollabæ í Fljótshlíð og ég fór í Hemru í Skaftártungu en á haustin urðu fagnaðarfundir á ný. Kringum áramót bjuggum við til sprengjur, fyrst úr rak- ettum en síðar lærðum við að búa til okkar eigið púður. Í unglingaskólanum í Vík bættust fleiri í hópinn, jafn- aldrar okkar úr Mýrdalnum og Vigfús á Flögu sem síðar varð einn traustasti vinur og bridds- félagi Þorsteins, ásamt Skúla og Gísla Sveins. Á Skógaskóla vorum við Þor- steinn herbergisfélagar og aldrei varð okkur sundurorða. Eftir það skildu leiðir um sinn þegar Þorsteinn fór í Versló og ég á Laugarvatn en á sumrin sameinuðumst við félagarnir í brúarvinnunni hjá Jóni Val- mundssyni á Skeiðarársandi og við Kerlingardalsá. Við áttum það til að vera stórtækir í veiðimennsku, að vísu oft í óþökk landeigenda, en beittum fyrir okkur Jónsbók- arákvæði um að brúarvinnu- menn og vegfarendur mættu veiða sér til matar. Á fullorðinsárum fórum við hvor í sína áttina, Þorsteinn varð bankamaður og ég fór til náms í Svíþjóð, en tengslin voru söm og Þorsteinn heim- sótti okkur bræður til Gauta- borgar. Eftir heimkomu mína leiddi veiði í Tungufljóti okkur aftur saman og mér var stundum boðið með í briddsklúbbinn. Þorsteinn var traustur vinur sem alltaf var hægt að reiða sig á, og hann var með eindæmum greiðvikinn og hjálpsamur. Hann sýndi Þórði bróður mín- um einstaka tryggð þegar hann háði sína baráttu við krabba- meinið. Og þegar kom að hans eigin baráttu var hann æðrulaus og sterkur þegar á reyndi. Í síð- ustu heimsókn minni til Þor- steins á spítalann vissum við að dagarnir væru taldir þótt hvor- ugan okkar grunaði að það væri kveðjustundin. Þorsteinn kvaddi mig með þeim orðum að hann myndi taka frá veiðilendur hinum megin fyrir okkur, ef einhverj- um slíkum væri til að dreifa. Ég þakka Þorsteini vini mín- um samfylgdina og vináttuna og votta Ósk og allri fjölskyldu Þorsteins samúð mína. Pálmi Magnússon. Þorsteinn Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.