Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Eitt ogannað  Cloé Lacasse, knattspyrnukona úr ÍBV, er á lista allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis yfir þá sem lagt er til að öðlist íslenskan ríkisborg- ararétt. Vonast er til að Alþingi sam- þykki tillöguna fyrir þinglok og gangi það eftir verður Cloé gjaldgeng í lands- lið Íslands. Cloé, sem er 25 ára gömul, er frá Kanada og leikur sitt fimmta tímabil með ÍBV en hún hefur und- anfarin ár verið með albestu leik- mönnum íslensku úrvalsdeildarinnar.  Körfuboltamaðurinn Justin Shouse hefur tekið fram skóna á ný eftir tveggja ára hlé og mun næsta vetur leika með Álftanesi, sem verður þá ný- liði í 1. deild karla. Justin, sem er 37 ára, lék lengi með Stjörnunni en hætti vorið 2017 að læknisráði.  Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur stað- fest fimm leikja bannið sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, var úskurð- aður í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku. KR áfrýjaði úrskurðinum.  Brynjar Þór Björnsson, körfubolta- maður úr KR, braut bein í fæti fyrir skömmu. Brynjar er nýkominn aftur í KR eftir eitt tímabil með Tindastóli. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, sagði við mbl.is að Brynjar yrði frá í 4-6 vikur.  Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið tilnefndur í kjöri á úrvalsliði spænsku 1. deild- arinnar fyrir frammistöðu sína með Barcelona á nýliðnu keppnistímabili. EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Umspilsleikur við Króata í Zagreb 27. mars á næsta ári? Sigur þar og úrslitaleikur við Holland í Amst- erdam þremur dögum síðar, um sæti á EM 2020? Eins og staðan er akk- úrat núna í undankeppni EM karla í fótbolta er einmitt þessi möguleiki til staðar. Að Ísland þurfi að fara í umspil og slá út tvær þjóðir sem Ís- lendingar eru farnir að kannast ágætlega vel við á knattspyrnuvell- inum. Eflaust finnst mörgum of snemmt að velta vöngum yfir umspilinu og því hvernig það mun virka, þegar að- eins fjórum leikdögum af tíu er lokið í undankeppni EM. Baráttan um að komast á EM er hins vegar aðeins öðruvísi en síðustu skipti og kannski vert að reyna að glöggva sig betur á því hvernig hún virkar að þessu sinni. Meðfylgjandi mynd í blaðinu í dag sýnir hvernig staðan er eftir fjórar umferðir af undankeppni EM. Þar er leikið í tíu riðlum og tvö efstu lið hvers riðils komast beint á EM, eða samtals 20 lið. Fleira þarf ekki að hugsa um varðandi undankeppnina, sæti 3-6 skipta ekki máli upp á að komast á EM. Undankeppninni lýk- ur 19. nóvember og þar er Ísland í baráttu við Frakkland og Tyrkland um tvö sæti, og eru öll liðin með 9 stig en Ísland er með verstu stöðu úr innbyrðis leikjum. Fjögur sæti laus í nóvember Það flækir aðeins stöðuna í dag að liðin fjögur sem léku í úrslitum Þjóðadeildarinnar (Portúgal, Hol- land, England og Sviss) hafa leikið fáa leiki í undankeppninni og var tekið tillit til þess í sviðsmyndinni sem dregin er upp hér á síðunni. Í nóvember munu því standa eftir fjögur laus sæti á EM. Þá kemur hin sívinsæla Þjóðadeild til skjalanna, því lokastaða þjóðanna í þeirri keppni ræður því hvaða lið fara í um- spilið. Í Þjóðadeildinni var leikið í fjórum deildum (A, B, C og D) og er hugsunin sú að í hverri deild verði fjögurra liða umspil um eitt laust sæti á EM. Liðin 20 sem í nóvember hafa tryggt sér sæti á EM þurfa auðvitað ekki að fara í umspil, en lið- in fjögur með bestan árangur þar fyrir utan, í hverri deild, leika sem sagt í umspili viðkomandi deildar. Yfirgnæfandi líkur á að varaleiðin haldist opin Vonandi er þetta nógu einfalt, því dæmið flækist ef færri en 4 lið í einni deild eiga eftir að ná sæti á EM að undankeppninni lokinni. Það má til að mynda fastlega reikna með því að úr A-deildinni fari 9-12 lið beint á EM og þurfi ekki að fara í umspil. Ísland lék í A-deild og endaði þar neðst, eða í 12. sæti. Þess vegna er nánast hægt að slá því föstu að Ís- land eigi umspil sem varaleið takist liðinu ekki að enda fyrir ofan Frakk- land eða Tyrkland í undankeppn- inni. Með hvaða þjóðum yrði Ísland í umspili? En með hvaða þjóðum yrði Ísland þá í umspili? Eins og fyrr segir er staðan þannig núna að þrjár A- deildarþjóðir (Hollendingar, Króat- ar og Íslendingar) eru utan efstu tveggja sæta í sínum riðlum í und- ankeppninni (Svisslendingar og Portúgalar eru það reyndar líka en eiga leik eða leiki til góða). Einni þjóð yrði bætt við þetta umspil og þó að reglur UEFA séu svolítið loðnar hvað þetta varðar gæti sú þjóð í þessu tilviki verið Rúmenar (UEFA flækir málin nefnilega enn frekar með því m.a. að áskilja sér rétt til að breyta röðun í umspil þannig að gestgjafar EM séu ekki í sama um- spili). Það er vegna þess að engin aukaþjóð gæti bæst við úr B-deild, þar sem átta af 12 þjóðum færu beint á EM, og vegna þess að Skot- land, Noregur, Serbía og Búlgaría (sem öll enduðu fyrir ofan Rúmeníu í C-deild) færu í umspilið í C-deild. Í þessu tilviki væri leið Íslands í gegnum umspilið afskaplega torsótt. Ísland myndi þurfa að spila á útivelli gegn Króatíu í undanúrslitunum, því Króatía endaði ofar í Þjóðadeildinni (Holland náði bestum árangri í Þjóðadeildinni og fengi „auðveld- asta“ andstæðinginn í undanúrslit- unum, í þessu tilviki Rúmeníu). Með sigri á Króötum gæti Ísland svo mætt Hollandi (eða Rúmeníu) í úr- slitaleik og yrði dregið um hvor þjóðin yrði á heimavelli. Ekki er sem sagt leikið „heima og að heiman“ í umspilinu, hvorki í undanúrslitum né í úrslitum. Leikið á Laugardalsvelli í mars? Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en 19. nóvember rennur upp og endanleg röðun liða í undan- keppni EM verður ljós. Þá fyrst verður sömuleiðis endanlega ljóst hvaða 16 lið fara í þessi fjögur fjög- urra liða umspil. Verði það örlög Ís- lands að fara í umspil eru góðar líkur á að liðið verði það eina, eða annað af tveimur, úr A-deild til að fara í það. Þá ætti Ísland rétt á heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Það eru varla góðar fréttir fyrir grasið á Laugardalsvelli sem vanalega er ekki spilað á fyrr en í maí ár hvert, en ljóst er að allt yrði reynt til að hægt yrði að spila þar enda íslenska liðið hvergi betra. Ef Króatía kæmist til að mynda upp fyrir Slóvakíu í sínum riðli, þá myndi Ísland mæta Slóvakíu í und- anúrslitum umspilsins miðað við að annað héldist óbreytt í sviðsmynd- inni sem hér hefur verið dregin upp. Nýliðar á ferð á EM Þess má svo kannski að lokum geta að þessi nýja útgáfa af umspili, með tengingu við Þjóðadeildina, var meðal annars gerð til að gefa smærri knattspyrnuþjóðum álfunnar tæki- færi til að komast á stórmót. Hvort árangur Íslands á EM 2016, og sú mikla athygli sem framganga liðsins og stuðningsmanna vakti, hefur þar einhver áhrif skal ósagt látið. Nú er til að mynda ljóst að að minnsta kosti eitt þessara landa; Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó eða Hvíta-Rússland, mun spila á EM 2020, en þessi lið náðu bestum ár- angri í D-deild Þjóðadeildarinnar síðasta haust. Ekkert þeirra hefur spilað í lokakeppni stórmóts áður, nema sem hluti af Sovétríkjunum sálugu. Undankeppni EM heldur áfram í september en þá mætir Ísland liði Moldóvu á Laugardalsvelli, laug- ardaginn 7. september, og svo Alb- aníu á útivelli aðeins þremur dögum síðar. Hvaða 24 þjóðir komast á EM 2020? Lið á leið á EM miðað við stöðu í undankeppni. Horft er til fjölda mögulegra stiga í riðlum Portúgals, Hollands, Englands og Sviss, sem eiga leiki til góða vegna úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar nú í júní. Lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni og eiga öruggt sæti í umspili komist þau ekki beint á EM. Lokastaðan í Þjóðadeildinni 2018-19 A-deild B-deild C-deild D-deild Lið Loka- staða Lið Loka- staða Lið Loka- staða Lið Loka- staða Portúgal 1 Bosnía 13 Skotland 25 Georgía 40 Holland 2 Úkraína 14 Noregur 26 N-Makedónía 41 England 3 Danmörk 15 Serbía 27 Kósóvó 42 Sviss 4 Svíþjóð 16 Finnland 28 Hvíta-Rússland 43 Belgía 5 Rússland 17 Búlgaría 29 Lúxemborg 44 Frakkland 6 Austurríki 18 Ísrael 30 Armenía 45 Spánn 7 Wales 19 Ungverjaland 31 Aserbaídsjan 46 Ítalía 8 Tékkland 20 Rúmenía 32 Kasakstan 47 Króatía 9 Slóvakía 21 Grikkland 33 Moldóva 48 Pólland 10 Tyrkland 22 Albanía 34 Gíbraltar 49 Þýskaland 11 Írland 23 Svartfjallaland 35 Færeyjar 50 Ísland 12 N-Írland 24 Kýpur 36 Lettland 51 Eistland 37 Liechtenstein 52 Slóvenía 38 Andorra 53 Litháen 39 Malta 54 San Marínó 55 Mögulegt umspil í mars 2020 A-umspil B-umspil C-umspil D-umspil Holland Bosnía Skotland Georgía Króatía Danmörk Noregur N-Makedónía Ísland Austurríki Serbía Kósóvó Rúmenía Wales Búlgaría Hvíta-Rússland Undanúrslit umspils Eitt lið kemst áfram úr hverju fjögurra liða umspili. Hvor undanúrslitaleikur umspils er á heimavelli þess liðs sem endaði ofar í Þjóðadeildinni. Sigurlið undanúrslita hvers umspils leika til úrslita um sæti á EM og dregið er um hvort þeirra leikur á heimavelli. Holland–Rúmenía Bosnía–Wales Skotland–Búlgaría Georgía-Hvíta–Rússl. Króatía–Ísland Danmörk–Austurríki Noregur–Serbía N-Makedónía–Kósóvó Umspil við Króatíu og Holland um sæti á EM?  Verði Ísland undir í baráttunni við Frakkland og Tyrkland blasir við umspil Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kunningjar Ísland þekkir það vel að mæta Króatíu á fótboltavellinum. Í blaðinu í gær var rangt farið með nafn eiginkonu Alfreðs Gíslasonar. Heitir hún Kara Guðrún en ekki Klara eins og ritað var. Er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Kara en ekki Klara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.