Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á heimavorn.is
Bakvörður dagsins var við-
staddur síðasta mótsleik Alfreðs
Gíslasonar hjá THW Kiel síðasta
sunnudag. Var það upplifun.
Hafði maður haft nægan tíma
til að skella sér á leik hjá Alfreð í
Þýskalandi en ekki látið verða af
því. En það náðist í tæka tíð en
tækifærin verða væntanlega ekki
fleiri hvað félagslið varðar.
Sú staðreynd að Alfreð segir nú
skilið við THW Kiel setti að sjálf-
sögðu svip sinn á leikinn og ekki
síður á athöfnina á torginu um
kvöldið. Alfreð er raunar ekki sá
eini sem er á förum. Serbinn
Marko Vujin, „Úlfurinn“ Andreas
Wolff og Sebastian Firnhaber
munu hætta að leika með liðinu
og fengu þeir einnig virðingar-
vott að leiknum loknum.
Ekki fór á milli mála að stuðn-
ingsmenn liðsins kunna að meta
það sem Alfreð hefur gert fyrir
félagið. Skárra væri það nú eftir
sex meistaratitla, sex bikar-
meistaratitla og tvo sigra í
Meistaradeildinni á ellefu árum.
Maður vissi svo sem að Alfreð
væri vinsæll í Kiel en það er engu
að síður merkilegt að upplifa
það.
Ferilskrá Alfreðs er hreint
ótrúleg. Hann setti til dæmis
þýskt met árið 2012 þegar liðið
varð meistari án þess að tapa
stigi í deildinni. Metið er svo sem
ekki oft rifjað upp en slíkt hafði
aldrei gerst fyrr í þýskum hóp-
íþróttum.
Við íþróttaáhugafólkið verðum
gjarnan samdauna okkar sam-
tíma. Maður vandist því að Al-
freð væri hjá stærsta liði Þýska-
lands og ynni bikara ár eftir ár.
Þegar frá líður munum við átta
okkur betur á því hversu sér-
stakur tími þetta var. Sjálfur fær
Alfreð nú tækifæri til að horfa yf-
ir farinn veg í rólegheitunum.
Laus við hamsturshjólið.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
EVRÓPUKEPPNI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslandsmeistarar Vals verða í neðri
styrkleikaflokki þegar dregið verður
til 1. umferðarinnar í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á
þriðjudaginn kemur.
Þar gætu þeir fengið bæði vel við-
ráðanlega og líka firnasterka and-
stæðinga en sextán meistaralið
koma til greina sem andstæðingar
Vals.
Kolbeinn Sigþórsson gæti mætt á
Hlíðarenda með sænsku meist-
urnum AIK sem eru í efri styrk-
leikaflokknum.
Willum Þór Willumsson gæti ver-
ið mótherji Vals með hvítrússnesku
meisturunum BATE Borisov.
Patrick Pedersen, markakóngur
úrvalsdeildarinnar með Val 2015 og
2018, gæti spilað gegn sínum gömlu
félögum á Hlíðarenda með mol-
dóvsku meisturunum Sheriff
Tiraspol. Sheriff sló Val út í 3. um-
ferð Evrópudeildarinnar í fyrra eftir
gríðarlega spennu og 2:2 samanlagt,
en Valsmenn fengu þá fjögur dauða-
færi í uppbótartíma til að tryggja
sér sigur í einvíginu.
Hannes Þór Halldórsson mark-
vörður Vals gæti mætt asersku
meisturunum Qarabag sem hann lék
með á síðasta keppnistímabili.
Celtic frá Skotlandi er stigahæsta
liðið í efri styrkleikaflokknum og
fleiri mjög öflug lið þar eru Rauða
stjarnan frá Serbíu, Ludogorets
Razgrad frá Búlgaríu, Astana frá
Kasakstan, Maribor frá Slóveníu,
Rosenborg frá Noregi og Slovan
Bratislava frá Slóvakíu.
Lið sem Valur ætti mesta mögu-
leika á móti eru The New Saints frá
Wales, Dudelange frá Lúxemborg,
Shkëndija frá Norður-Makedóníu,
Dundalk frá Írlandi og HJK Hels-
inki frá Finnlandi.
Komist Valsmenn ekki áfram úr 1.
umferðinni færast þeir yfir í næstu
umferð í undankeppni Evrópudeild-
arinnar. Á þriðjudaginn verður jafn-
framt dregið fyrir þau lið sem bíða
lægri hlut í fyrstu umferðinni þannig
að í ljós kemur hvert þau fara ef þau
halda ekki áfram í Meistaradeild-
inni.
Kemur Guðjón í Garðabæ?
Stjarnan stendur best að vígi af ís-
lensku liðunum í Evrópudeild
UEFA og er þar í efri styrk-
leikaflokki fyrir dráttinn í 1. umferð-
ina. Breiðablik og KR eru í neðri
flokki en KR-ingar eru fallnir þang-
að eftir að hafa verið lengi í þeim
efri.
Dregið verður til fyrstu tveggja
umferðanna miðvikudaginn 19. júní.
Mikill fjöldi liða er í 1. umferð
Evrópudeildar en þau verða flokkuð
niður eftir landsvæðum áður en
dregið verður á þriðjudaginn. Ís-
lensku liðin fá mótherja úr norður-
hluta Evrópu en sem dæmi voru
andstæðingarnir í fyrra frá Finn-
landi, Noregi og Eistlandi.
Stjarnan gæti meðal annars mætt
B36 Þórshöfn, NSÍ Runavík, liði
Guðjóns Þórðarsonar, eða KÍ Klaks-
vík frá Færeyjum, Flora Tallinn eða
Trans Narva frá Eistlandi, Liepaja
eða RFS Riga frá Lettlandi, Clif-
tonville eða Ballymena frá Norður-
Írlandi, Shamrock Rovers eða St.
Patrick’s frá Írlandi, Connah’s
Quay, Barry Town eða Cardiff MU
frá Wales, Kuopio, Rovaniemi eða
Inter Turku frá Finnlandi, eða
Stumbras Kaunas frá Litháen.
Íslendingar gegn
Breiðabliki og KR?
Nokkur Íslendingalið eru í hópi
þeirra sem gætu mætt Breiðabliki
og KR. Bröndby frá Danmörku
(Hjörtur Hermannsson), Malmö frá
Svíþjóð (Arnór Ingvi Traustason) og
Norrköping frá Svíþjóð (Guð-
mundur Þórarinsson og Alfons
Sampsted), eru í efri styrk-
leikaflokki og koma til greina sem
andstæðingar íslensku liðanna.
Meðal annarra mögulegra mót-
herja Breiðabliks og KR eru Aber-
deen, Rangers og Kilmarnock frá
Skotlandi, Crusaders frá Norður-
Írlandi, Ventspils frá Lettlandi,
Molde, Haugesund og Brann frá
Noregi, Cork City frá Írlandi og Le-
vadia Tallinn frá Eistlandi.
Kolbeinn á Hlíðarenda?
Willum Þór og Patrick Pedersen líka mögulegir andstæðingar Valsmanna
í fyrstu umferð Stjarnan í efri styrkleikaflokki en KR er fallið í þann neðri
Morgunblaðið/Valli
Hlíðarendi Haukur Páll Sigurðsson skorar fyrra mark Vals í 2:1 sigri á
Sheriff frá Moldóvu í fyrra. Liðin gætu mæst aftur í fyrstu umferðinni.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, tognaði
í upphitun fyrir landsleikinn gegn
Tyrkjum á þriðjudagskvöldið og
fyrir vikið verður hann ekki með
Valsmönnum á morgun þegar þeir
taka á móti ÍBV í botnslag í úrvals-
deildinni á Hlíðarenda. Þetta stað-
festi hann við fotbolti.net í gær.
Anton Ari Einarsson mun því verja
mark Vals á ný í þeim leik, eins og
gegn Víkingi í fyrstu umferð þegar
Hannes var í banni. Tvísýnt er
hvort Hannes nái útileik Vals gegn
KR næsta miðvikudag. vs@mbl.is
Hannes ekki
með gegn ÍBV
Morgunblaðið/Hari
Tognun Hannes Þór Halldórsson
lék meiddur gegn Tyrkjum.
Keppni í úrvalsdeild karla í fótbolta
hefst á ný í kvöld eftir tólf daga hlé
þar sem fram fara þrír fyrri leikir
áttundu umferðar. Í Kaplakrika
verður sannkallaður grannaslagur
milli FH og Stjörnunnar, sem eru
jöfn í 4.-5. sæti deildarinnar með 11
stig og mega hvorugt við stigamissi í
slagnum að halda í við Breiðablik, ÍA
og KR í toppbaráttunni. Breiðablik
fær tækifæri til að ná þriggja stiga
forskoti en Blikar sækja Fylki heim.
Þá mætast Víkingur og HK, tvö af
neðstu liðunum, í fyrsta leik á nýju
gervigrasi Víkinga í Fossvoginum.
Grannaslagur
í Kaplakrika
Morgunblaðið/Valli
Barátta Brandur Olsen og Hilmar
Árni Halldórsson mætast í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti haldið sæti sínu í
A-deild hinnar nýju Þjóðadeildar UEFA þrátt fyrir að
hafa endað neðst í sínum riðli í fyrrahaust, fyrir neðan
Sviss og Belgíu. Frá þessu greindi Sky Sports í gær og
segir að UEFA sé að íhuga að gera breytingar á Þjóða-
deildinni til að fækka enn frekar þýðingarlitlum vin-
áttulandsleikjum. Því sé það til skoðunar að fjölga liðum
í A-deild Þjóðadeildar úr 12 í 16, svo að leikið verði í
fjórum fjögurra liða riðlum en ekki þriggja liða riðlum
eins og í haust. Þetta myndi þýða, samkvæmt Sky, að
Þýskaland, Ísland, Pólland og Króatía yrðu áfram í A-
deild þrátt fyrir að hafa endað í fallsætum í fyrra. Úkra-
ína, Svíþjóð, Bosnía og Danmörk unnu sér sæti í A-deildinni og það breytist
ekki. Áætlað er að ný keppni í Þjóðadeildinni hefjist í september 2020.
Ísland áfram í A-deildinni?
Ísland yrði meðal
sextán bestu 2020.