Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
HANDBOLTI
Undankeppni EM karla 2020
4. riðill:
Eistland – Holland............................... 27:33
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Slóvenía 8, Lettland 8, Holland 4, Eist-
land 0.
Slóvenía og Lettland komin á EM.
6. riðill:
Rúmenía – Portúgal ............................. 19:24
Litháen – Frakkland............................ 17:37
Frakkland 8, Portúgal 8, Rúmenía 2,
Litháen 2.
Frakkland og Portúgal komin á EM.
7. riðill:
Ítalía – Rússland................................... 23:30
Ungverjaland 9, Rússland 7, Ítalía 4, Sló-
vakía 0.
Ungverjaland og Rússland komin á EM.
8. riðill:
Færeyjar – Svartfjallaland ................. 21:24
Danmörk 8, Úkraína 6, Svartfjallaland 5,
Færeyjar 1.
Danmörk komin á EM.
EHF-bikarinn
Austurríki – Noregur........................... 28:34
Spánn 8, Noregur 8, Svíþjóð 2, Austur-
ríki 2.
Erlingur Rich-
ardsson á enn
möguleika á að
koma Hollend-
ingum í sína
fyrstu loka-
keppni á Evr-
ópumóti karla í
handknattleik
eftir góðan úti-
sigur á Eistum,
33:27, í gær. Hol-
lendingar eru með 4 stig eftir fimm
umferðir í 4. riðli undankeppninnar
og takist þeim að vinna Letta á
heimavelli í lokaumferðinni á
morgun gætu þeir orðið eitt af fjór-
um liðum með bestan árangur í
þriðja sæti undanriðlanna.
Frakkar, Portúgalir og Rússar
tryggðu sér í gær sæti í lokakeppn-
inni og þar með eru ellefu þjóðir
öruggar áfram áður en loka-
umferðin er leikin, auk gestgjaf-
anna þriggja, en tíu sæti eru þá enn
á lausu. vs@mbl.is
Kemur Erling-
ur Hollend-
ingum á EM?
Erlingur
Richardsson
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
Andri Yrkill Valsson
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari
kvenna, virðist vera kominn með
nokkuð skýra mynd á sitt byrjunar-
lið, miðað við markalausa jafnteflið
gegn Finnum í Turku í gær en þjóð-
irnar mættust þá í fyrri vináttuleik
sínum af tveimur. Sá seinni fer fram
í Espoo á mánudaginn.
Byrjunarliðið sem spilaði fyrstu
60 mínúturnar verður líkast til mjög
svipað þegar undankeppni EM hefst
í lok ágúst, kannski að því undan-
skildu að gera má ráð fyrir því að Sif
Atladóttir verði í vörninni. Sandra
Sigurðardóttir hefur fest sig í sessi
með góðri frammistöðu í markinu í
fjarveru Guðbjargar Gunnarsdóttur,
sem er núna komin í hópinn í fyrsta
sinn eftir aðgerðina sem hún gekkst
undir í vetur. Jón gæti lent í einna
mestum vandræðum með að velja á
milli þeirra þegar kemur að leikj-
unum við Ungverja og Slóvaka 29.
ágúst og 2. september.
Leikurinn í Turku var ekki til-
þrifamikill í heildina. Sandra varði
mark Íslands nokkrum sinnum af
miklu öryggi, Finnar áttu 10 skot
sem rötuðu á mark Íslands í leikn-
um, en marktækifæri Íslands voru
færri en hættulegri. Það besta átti
Elín Metta Jensen strax á 6. mínútu
þegar hún skaut af stuttu færi í
þverslána og út.
Jón Þór nýtti skiptingarnar á síð-
asta hálftímanum og gerði sex
breytingar á liðinu.
Þurfum að halda
boltanum betur
„Við þurfum að halda betur í bolt-
ann þegar við vinnum hann, það hef-
ur verið vandamál hjá okkur í gegn-
um tíðina að halda í boltann. Mér
finnst við eiga mikið inni og við erum
að spila vel á köflum. Við þurfum
bara að gera meira af því,“ sagði
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði
en ítarlega viðtal er við hana á
mbl.is/sport/fotbolti.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom
inn á sem varamaður og spilaði sinn
120. landsleik. Hún er sú þriðja sem
nær því á eftir Katrínu Jónsdóttur
(133) og Söru Björk Gunnarsdóttur
(124).
Dagný Brynjarsdóttir lék sinn
80. landsleik og Berglind Björg Þor-
valdsdóttir kom inn á og lék sinn 40.
landsleik.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
kom inn á sem varamaður og lék
sinn fyrsta A-landsleik. Hún er
fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur
árið 2001 sem spilar með A-landsliði
Íslands.
Komin nokkuð skýr mynd
á byrjunarlið Íslands?
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli gegn Finnum í Turku
Ljósmynd/KSÍ
Byrjunarliðið Þessar hófu leik í Turku í gær: Elín Metta (16), Dagný (10), Glódís Perla (4), Ingibjörg (6), Anna Björk
(19), Sara Björk (7), Hallbera (11), Fanndís (23), Sandra (12), Agla María (17) og Gunnhildur Yrsa (5).
Turku, vináttulandsleikur kvenna,
fimmtudag 13. júní 2019.
Lið Finnlands: (4-4-2) Mark: Anna
Tamminen. Vörn: Tuija Hyyrynen
(Julia Tunturi 90), Anna Westerlund,
Natalia Kuikka, Emma Koivisto.
Miðja: Adelina Engman (Sanni
Franssi 76), Emmi Alanen, Eveliina
Summanen (Olga Ahtinen 76), Ria
Öling (Nora Heroum 90). Sókn:
Linda Sällström (Kaisa Collin 90),
Juliette Kemppi (Heidi Kollanen 62).
Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Sandra
Sigurðardóttir. Vörn: Ingibjörg Sig-
Finnland – Ísland 0:0
urðardóttir, Glódís P. Viggósdóttir,
Anna Björk Kristjánsdóttir (Ásta Eir
Árnadóttir 82), Hallbera Gísladóttir
(Áslaug M. Gunnlaugsdóttir 59).
Miðja: Agla María Albertsdóttir,
Dagný Brynjarsdóttir (Margrét Lára
Viðarsdóttir 82), Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir
81), Sara Björk Gunnarsdóttir,
Fanndís Friðriksdóttir (Hlín Eiríks-
dóttir 59). Sókn: Elín Metta Jensen
(Berglind B. Þorvaldsdóttir 89).
Dómari: Lina Lehtovaara, Finnlandi.
Áhorfendur: Um 2.000.
Brasilíska knattspyrnukonan Marta
bætti enn við markamet sitt í loka-
keppnum HM í knattspyrnu í gær.
Marta skoraði fyrir Brasilíu gegn
Ástralíu í A-riðlinum á HM í Frakk-
landi í gær og var það hennar sex-
tánda í lokakeppnum HM. Hún
þurfti þó að sætta sig við að vera í
tapliði þar sem Ástralar sigruðu 3:2.
Marta hefur þá jafnframt skorað í
fimm lokakeppnum HM: 2003, 2007,
2011 og 2015. Nú hittist þannig á að
sami markafjöldi er það mesta hjá
körlunum en Þjóðverjinn Miroslav
Klose skoraði 16 mörk fyrir Þjóð-
verja í lokakeppnum HM. Marta
kom Brasilíu yfir úr vítaspyrnu á 27.
mínútu og Cristiane kom Brasilíu í
2:0. Caitlin Foord og Chloe Logarzo
jöfnuðu fyrir Ástralíu. Hin brasilíska
Monica skallaði boltann í eigið net á
66. mínútu og eru bæði liðin með
þrjú stig.
Kína er komið á blað á HM í
Frakklandi eftir sigur á Suður-
Afríku, 1:0, þegar þjóðirnar áttust
við í B-riðli í París. Li Ying skoraði
sigurmarkið með fyrstu tilraun Kína
á markið. Kína er með þrjú stig en S-
Afríka er án stiga.
AFP
Markadrottning Marta fagnar marki sínu í gær og bendir á skóinn.
Skoraði í fimmtu
lokakeppninni
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
SKRÚFUPRESSUR
Mikð úrval af aukahlutum