Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Veronika S. Magnúdóttir
veronika@mbl.is
Orkudrykkjaneysla framhalds-
skólanema jókst mikið á árunum
2016 til 2018, en hlutfall þeirra
sem neytti orkudrykkja daglega
eða oftar fór úr 22% í 55%. Nið-
urstöðurnar eru úr rannsókninni
Ungt fólk á vegum rannsóknar og
greiningar við Háskólann í
Reykjavík. Þar kemur að auki
fram að fjórfalt fleiri stúlkur í
framhaldsskóla neyttu orku-
drykkja árið 2018 en árið 2016.
Áhrifamikil markaðs-
setning drykkjanna
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis
hjá embætti landlæknis, segir að
samspil umsvifamikillar markaðs-
setningar orkudrykkja og álags á
ungu fólki sé meðal þess sem gæti
skýrt aukninguna:
„Orkudrykkirnir hafa verið
markaðssettir á ákveðinn hátt og
ungt fólk er undir álagi. Fram-
haldsskólanemar ná ekki nægum
svefni og raunin er að þeir vinna
mikið með skóla,“ segir hún.
Notendur sem búa yfir miklum
fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum
fá gjarnan orkudrykki senda til sín
og auglýsa drykkina fyrir stórum
fylgjendahóp. Í því samhengi segir
Dóra að klárlega sé um „trend“ að
ræða og bætir við að lítil umræða
fari fram um neikvæð áhrif koffíns.
Greint var frá niðurstöðum
rannsóknanna Ungt fólk í frétta-
bréfi embættis landlæknis, Talna-
brunninum, sem út kom á þriðju-
daginn síðastliðinn en þar er
einnig greint frá hættum of mik-
illar koffínneyslu. Sé koffíns neytt
í miklu magni geti það haft óæski-
leg áhrif á heilsu og líðan fólks: til
dæmis valdið hjartsláttartruflun-
um, hækkuðum blóðþrýstingi, höf-
uðverk, svima og haft neikvæð
áhrif á svefn. Þar kemur einnig
fram að auðveldara sé að innbyrða
mikið magn orkudrykkja á stuttum
tíma en til dæmis kaffis, sem
drukkið er heitt og því neytt hæg-
ar.
Koffínneysla eykst
með aldrinum
Í rannsókninni Ungt fólk kemur
fram að koffínneysla grunnskóla-
nema aukist með hækkandi aldri;
árið 2018 var hlutfallið 20% í 8.
bekk, 29% í 9. bekk og 35% í 10.
bekk. Spurð hvort aukningin leiði í
ljós koffínfíkn meðal ungmenna
segir Dóra að allar líkur séu á því
og að rannsóknir sýni það að fyrir
þann sem er ekki háður koffíni
geri koffín lítið gagn. „Þegar fólk
verður háð koffíni dettur það að-
eins niður og koffínneyslan kemur
því aftur upp. Það er langbest að
neyta þess ekki yfirhöfuð því lík-
aminn mun alltaf aftur þurfa koffín
til að ná eðlilegu ástandi,“ segir
hún.
Samkvæmt lögum verður að
merkja orkudrykki, sem innihalda
150 mg/l af koffíni eða meira, sér-
staklega, þar sem tekið er fram að
drykkurinn innihaldi mikið koffín-
magn. Þó er ekki bannað að selja
börnum og ungmennum þessar
vörur. Hins vegar er ólöglegt að
selja einstaklingum undir 18 ára
aldri sterkari orkudrykki, sem
innihalda 320 mg/l eða meira koff-
ín. Matvælastofnun hefur veitt
leyfi fyrir sölu á nokkrum slíkum
vörum.
Orkudrykkja neytt í miklum mæli
Hlutfall framhaldsskólanema sem neyttu orkudrykkja fór úr 22% í 55% á árunum 2016 til 2018 Fjór-
falt fleiri stúlkur neyta orkudrykkja nú en áður Ágeng markaðssetning áhrifavalda sennileg skýring
Orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema
30%
55%
2016 2018
STRÁKAR
14%
54%
2016 2018
STELPUR
55%
22%
2016 2018
ALLS
Heimild: Rannsóknir og greining
Á þriðja þúsund hlauparar voru skráðir í Mið-
næturhlaup Suzuki sem fram fór í 27. sinn í gær-
kvöldi og komu í mark við þvottalaugarnar í
Laugardal. Sumarsólstöður eru í dag, 21. júní, en
þá er sólargangur lengstur á norðurhveli jarðar.
Sólstöður vísa til þess að sólin stendur kyrr eitt
augnablik þegar Norðurpóll jarðar snýr næst
sólu. Sumarsólstöðumínútan verður í dag klukk-
an 15:54. Eftir hana fara dagarnir að styttast.
Sumarsólstöðumínútan verður í dag klukkan 15:54
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Á þriðja þúsund manns í Miðnæturhlaupi
Brunavarnir Árnessýslu munu í næsta
mánuði bæta við bílaflota sinn nýjum
tankbíl sem mun geta sinnt verkefnum
í sumarhúsabyggðum sem aðrir bílar
gátu síður sinnt. „Við höfum verið með
fjóra tankbíla og þetta er þá þriðji bíll-
inn sem við endurnýjum,“ segir Pétur
Pétursson, slökkviliðsstjóri Bruna-
varna Árnessýslu.
„Þetta er auðvitað bara endurnýjun
á eldri bíl en hugsunin með þennan er
að hann er aðeins léttari en hinir og er
þá betri til þess að koma á sum-
arhúsasvæði því þar eru ekki alls stað-
ar vegir sem bera svona þung tæki eins
og við erum með,“ segir hann og bætir
við að í sumum sumarhúsabyggðum
séu ekki veitur sem geta annað slökkvi-
starfi. Þá sé mikilvægt að geta komið
með sem mest slökkvivatn með sér.
Pétur segir að þó að bíllinn muni
vonandi nýtast vel í útköllum í sum-
arhúsabyggð séu tankbílar eins og
hinn nýi notaðir í flestöllum eldútköll-
um, einnig innanbæjar.
Spurður hvort tryllitæki eins og nýi
bíllinn kosti ekki tugi milljóna segir
Pétur að dælubílar geti verið á verð-
bilinu „fjörutíu til hundrað plús- millj-
ónir“. Tankbílar eins og sá nýi séu
hins vegar í allt öðrum verðflokki, á
bilinu tíu til fimmtán milljónir.
teitur@mbl.is
Nýr og létt-
ari tankbíll
Nýtist í útköllum í
sumarhúsabyggð
samþykktar stjórnar hans um
hækkun breytilegra vaxta verð-
tryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í
2,26%, sem að mati stjórnarinnar
gengur í berhögg við þá miklu
áherslu sem lögð var á vaxtalækk-
anir í nýgerðum kjarasamningi.
Eftirfarandi tillaga sem borin var
upp á fulltrúaráðsfundinum í gær-
kvöldi vegna þessa máls var sam-
þykkt með 20 atkvæðum gegn 2 en
tveir sátu hjá: „Fundur í fulltrúa-
ráð[i] VR hjá Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna samþykkir að trúnaðar-
brestur hafi orðið milli VR og
stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóð
verzlunarmanna og að umboð aðal-
og varamanna VR í Lífeyrissjóði
verzlunarmanna er afturkallað.“
Forganga um lækkun vaxta
Í afsagnarbréfi til stjórnar VR
segir Ólafur Reimar Gunnarsson,
fráfarandi stjórnarformaður í Líf-
eyrissjóði verslunarmanna, að hann
hafi að fullu tekið þátt í því mikla
verkefni VR að draga verulega úr
fjármagnskostnaði heimilanna á
undanförnum árum með því að
sjóðurinn hafi boðið sjóðfélögum
lán á samkeppnishæfum kjörum.
Þar hafi sjóðurinn haft forgöngu
um lækkun vaxta sem síðustu miss-
erin hafi einkum komið fram á
verðtryggðum lánum með breyti-
legum vöxtum. Lánin hafi borið
3,99% vexti í upphafi árs 2015 en
hafi jafnt og þétt lækkað og séu nú
2,06%. „Þetta er og hefur verið afar
mikilvæg kjarabót fyrir félagsmenn
VR og sjóðfélaga LV,“ segir Ólafur.
Hann skýrir ástæður þess að
orðið hafi að hækka breytilegu
vextina um 0,2%. Segir að í því sem
öðru hafi stjórn LV unnið af fullum
heilindum og með hag allra sjóð-
félaga að leiðarljósi.
Illa að mér vegið
„Ég tel því illa að mér og öðrum
stjórnarmönnum sjóðsins vegið að
væna okkur um óheilindi og bregð-
ast við með svo harkalegum og
ómálefnalegum hætti sem formaður
VR og stjórn félagsins hafa gert, og
nú síðast fulltrúaráð félagsins í LV.
Vinnubrögð formanns og meiri-
hluta stjórnar hafa verið forkast-
anleg og get ég ekki hugsað mér að
starfa lengur í þessum félagsskap
og segi því hér með skilið við
hann,“ segir Ólafur Reimar í yfir-
lýsingu sinni.
Samþykkt var á fundi fulltrúaráðs
VR í gærkvöldi að afturkalla um-
boð þeirra fjögurra stjórnarmanna
sem sitja í stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna fyrir hönd stétt-
arfélagsins og var að auki sam-
þykkt tillaga um nýja stjórnar-
menn til bráðabirgða.
Stjórnarmenn í lífeyrissjóðnum
hafa brugðist hart við þessari
ákvörðun. Stjórnarformaður Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna sem til-
nefndur var af VR sagði af sér
störfum sem stjórnarmaður í VR
og um leið frá öllum trúnaðarstörf-
um fyrir félagið.
Stjórn VR hafði lýst yfir trún-
aðarbresti gagnvart stjórnarmönn-
um félagsins hjá sjóðnum vegna
Formaður LV segir skilið við VR
Fulltrúaráð VR afturkallar umboð fulltrúa sinna í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Fráfarandi formaður lífeyrissjóðsins segir vinnubrögð formanns og stjórnar VR forkastanleg
0,2% vaxtahækkun
» Deilt er um ákvörðun Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna að
hækka breytilega vexti verð-
tryggðra sjóðfélagalána úr
2,06% í 2,26%.
» Stjórn VR telur að trún-
aðarbrestur hafi orðið.