Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 Það er okkur Ís- lendingum mikilsvert að fylgjast með því sem er að gerast í listasöfnum Norð- urlanda, jafnvel meira áríðandi en að fá reglulegar fréttir af því hverjir eru inni og úti í safnaheiminum í Bandaríkjunum. Morgunblaðsins ágæti EFI (Einar Falur) mætti að ósekju setja á tíðari ferðir til Kaup- mannahafnar, Malmö, Stokkhólms og Helsinki til að segja okkur frá því sem fram fer á þeim stöðum. Hins vegar erum við nokkuð vel sett hvað Osló varðar, þar sem Ís- lendingurinn Gunnar B. Kvaran heldur um stjórnartauma í þekkt- asta nútímalistasafni Norðmanna, Astup Fearnley-safninu. Sem kunn- ugt er fjarstýra hann og kona hans að auki öllum sýningum á verkum Errós í Listasafni Reykjavíkur og er hann því tíður gestur í Reykja- vík. Þá nota fjölmiðlar iðulega tækifærið til að inna Gunnar tíð- inda af safni sínu og nútíma- myndlistinni svona yfirleitt, sem hann gerir með glöðu geði. Nýjasta viðtalið við Gunnar birtist í Morg- unblaðinu þann 23 maí sl. Þessi viðtöl, ekki síst hið nýjasta, hafa vakið með mér vaxandi efa- semdir um þau vinnubrögð sem viðhöfð eru á Astrup Fearnley- safninu og raunar ýmsum öðrum nútímalistasöfnum úti í heimi, eink- um viðhorf stjórnenda til myndlist- arinnar sem þeim er ætlað að miðla til almennings. Ég er ekki einn um þær efasemdir, eins og nánar verð- ur komið að hér á eftir. Það er yfirleitt ekki langt liðið á viðtölin við Gunnar, þegar talið berst að peningum. Safnamenn eu yfirleitt fremur kvartsárir þegar peningamál eru annars vegar, telja sig aldrei fá næga peninga til að kaupa mikilsverð listaverk eðs önn- ur menningarverðmæti á opnum markaði. Engan slíkan barlóm er að finna í tali Gunn- ars; þvert á móti lætur hann þess getið við hvert tækifæri að ár- lega hafi Astrup Fe- arnley-safnið úr að moða um það bil 500- 700 milljónum ís- lenskra króna, sem renni að mestu til inn- kaupa. Fjárfestingarsjóður um myndlist Gamall safnamaður með áralanga reynslu af fjárþurrð gleðst auðvitað yfir því að á Astrup Fearnley-safninu skuli menn geta rekið innkaupa- og sýningarstefnu ótruflaðir af þeim búksorgum og málamiðlunum sem flest önnur söfn í heiminum þurfa að búa við. Gunn- ar er hins vegar næsta fáorður um hugmyndafræðina á bak við inn- kaupin – nema til að segja, svona almennt, að á sínum bæ geri menn sér far um að eignast myndlist sem endurspegli samtímann. Í viðtölunum við hann er hins vegar fátt um lýsingar á því hvern- ig nákvæmlega Astrup Fearnley- safnið ástundar þá samtímaspeglun og hvernig henni er ætlað að stuðla að vitsmunalegri umræðu um myndlist innan Noregs og e.t.v. í víðara samhengi, árétta gildi menn- ingarlegrar fjölbreytni, styrkja menningarlega sjálfsmynd lands- manna, o.s.frv. Þess í stað verður Gunnari tíðrætt um sveiflur á lista- verkamarkaði, hátinda og kostakjör á þeim markaði og tíðar inn- kaupaferðir um allar koppagrundir. Hugtök eins og „sjónmenning“ og „listræn gildi“ eru aldrei dregin inn í þá orðræðu. Á endanum rennur það upp fyrir lesandanum að Gunnar er alls ekki að lýsa starfsháttum venjulegs listasafns, heldur einkarekins fjár- festingarsjóðs á myndlistarsviði, þar sem veðjað er á tvennt, annars vegar reglulegar verðhækkanir á verkum nokkurra „gullkálfa“, núlif- andi listamanna hverra verk seljast reglulega fyrir metfé á listaverka- mörkuðum, sjá t.d. Jeff Koons, Da- mien Hirst, Anselm Kiefer og Ta- kashi Murakami. Þessi verk eru keypt af galleríum, nánast sama hvað þau kosta. Hins vegar stólar sjóðurinn á stórfelldar hækkanir á verkum óþekktra listamanna. Að undirlagi eiganda sjóðsins og yf- irmanns síns, Hans Rasmus Ast- rup, er Gunnar þá sendur í eins konar „lottóferðir“ út í heim, til að kaupa í snatri mikið magn lista- verka eftir lítt þekkta en vænlega kínverska listamenn eða óþekkta listamenn víða í Bandaríkjunum í þeirri frómu von að þau muni hækka í verði með tíð og tíma. Einstaka sinnum virðast þessar innkaupaferðir helgast af safna- fræðilegum tilgangi; með hóp- kaupum í Bandaríkjunum sögðust Gunnar & Co til dæmis vilja dókú- mentera hugarfar listamanna í bak- landi þar í kjölfar árásanna á Tví- buraturnana 2001. Sá tilgangur virðist nú gleymdur og grafinn, því í viðtalinu um daginn er Gunnari efst í huga að verk eftir fimm þess- ara listamanna seljist nú fyrir milljón dollara stykkið. Sem virðist í fljótu bragði ekki vera ýkja vel heppnuð fjárfesting, þar sem þeir voru alls fjörutíu talsins. Á móti kemur að verk eftir Jeff Koons í eigu sjóðsins, sem keypt var fyrir nokkrum árum, er nú metið á c. 10 milljarða íslenskra króna, sem ger- ir hann að áhrifamestu listamönn- um samtímans að mati Gunnars. Þess má geta að verk eftir Koons lenda reglulega í ruslflokki hjá mörgum þeim sem taka myndlist alvarlega. Fórnarlömb tískunnar Þegar kemur að því að útskýra fyrir lesendum Morgunblaðsins þær gífurlegu hækkanir sem orðið hafa á verkum margra listamanna í nútíð, efni sem stendur honum auð- vitað nærri, sýnir Gunnar af sér annað hvort hugsunarleysi eða barnaskap. Að hans mati stafa hækkanirnar einfaldlega af því að áhuginn á nútímalist hefur nú bor- ist út um allan heim, til Austur- landa fjær og lengra. Þá má einu gilda hve oft og rækilega hefur verið fjallað um svindl og pretti á alþjóðlega myndlistarmarkaðinum í erlendum blöðum, tímaritum og bókum hin seinni ár. Ég nefni að- eins bækurnar Sjö dagar í lista- heiminum eftir Söru Thornton og 12 milljón dollara uppstoppaði há- karlinn eftir Don Thompson. Í stuttu máli er þar sýnt fram á feiknarlega ábatasama markaðs- stýringu á nútímamyndlist á vegum óprúttinna gallería, uppboðshúsa, safna og leiðitamra gagnrýnenda og listfræðinga. Fyrir nokkrum misserum birtist gagnrýni á innkaupastefnu Astrup Fearnley-safnsins á fremur óvænt- um stað, í yfirlitsgrein í New York Times um nútíma safnbyggingar eftir helsta arkitektúrsérfræðing Bandaríkjamanna, Martin Filler. Greinina má nú finna í ritröð hans, Makers of Modern Architecture. Filler fjallar þar um byggingarnar sem Renzo Piano hefur hannað fyr- ir listasöfn víða um heim, þ.á m. nýbyggingu Astrup Fearnley- safnsins sem hann er út af fyrir sig hrifinn af. Hins vegar bætir hann við: „Helstu safnabyggingar Pianos, byggingarnar fyrir Menil- fjölskylduna, Twombly-safnið, Beyeler-safnið og Nasher- safnaklasinn eiga sammerkt að þar fara saman framúrskarandi hönnun og listaverkaeignir í hæsta gæða- flokki. Hins vegar vissu menn lítið um listaverkaeign Astrup Fearn- ley-safnsins fyrr en nýbygging Pia- nos var opnuð, þótt um langt skeið hafi orð farið af því meðal inn- vígðra í New York, að hið norska safn legði sig sérstaklega fram um kaup á dýrum listaverkum af leið- andi listhöndlurum. Umfang þess- ara innkaupa Astrup Fearnley- safnsins í aðdraganda opnunar hinnar nýju safnbyggingar sætti furðu þegar verkin voru formlega tekin til sýningar árið 2012, því þar virtist nánast hafa verið keypt inn út frá gátlista yfir þá myndlist sem var helst í tísku og dýrust á þeim tíma. Þarna mátti sjá verk eftir Maurizio Cattelan, Damien Hirst, Jeff Koons, Takashi Murakami og Richard Prince, og hefur inn- kaupaverð þeirra sennilega hlaupið á nokkur hundruð milljónum doll- ara. Þótt þar á meðal sé einnig að finna öllu áhugaverðari myndlist- armenn – segjum Robert Gober, Bruce Naumann og Cindy Sherm- an – að ógleymdum nokkrum ung- um Norðmönnum sem eru lítt þekktir utan heimalands síns, þá kemst maður ekki hjá því að álykta að listaverkaeignin í heild sinni sé helst markverð fyrir það hve miklu fé hafi verið þar sólundað ómark- visst. Ef hægt er að tala um nú- tíma listasafn sem „fórnarlamb tískunnar“, þá á það sannarlega við um safnið sem hér er til umræðu.“ Astrup Fearnley – safnið um peningastefnuna Eftir Aðalstein Ingólfsson » Þessi viðtöl hafa vak- ið með mér vaxandi efasemdir um þau vinnubrögð sem viðhöfð eru á Astrup Fearnley- safninu og raunar ýms- um öðrum nútíma- listasöfnum úti í heimi. Aðalsteinn Ingólfsson Höfundur er listfræðingur og kennari í listasögu við Háskóla Íslands. ... stærsti uppskriftarvefur landsins! Í Morgunblaðinu 20. júní er frétt um reð- urtáknin og nöfnin, umhverfisskemmdir, sem unnar voru nýlega á Helgafelli í Hafn- arfirði, sem nota bene er vinsælt fjall höf- uðborgarbúa. Fólk hef- ur ást á þessu fjalli sem er eitt af hinum mörgu Helgafellum Ís- lands. Fólk nær ekki uppí nefið á sér á sumum samfélagsmiðlum og comment sá ég um að helst ætti að drepa þessa menn eða setja í ævi- langt fangelsi. Björn Þorláksson, upplýsinga- fulltrúi Umhverfisstofnunar, lítur athæfið mjög alvarlegum augum. Þeir sem hafa teiknað eða greypt myndir í fjallið eru kallaðir skemmdarvargar. Málið kært til lögreglunnar. Síðan segir Björn: „Það má segja að það sé til fólk sem fer sínu fram og virðist ekki skammast sín fyrir það heldur gerir í að markaðssetja sjálft sig sem ein- staklinga og jafnvel setja mark sitt á náttúruna með þessum hætti.“ Talað er um sektargreiðslur „þar sem það brjóti reglurnar að vekja athygli“. Gott og vel. En ég spyr: Hvað með öll reður- tákn Landsvirkjunar, Landsnets, ríkisstjórna undanfarinna áratuga og sérstaklega síðustu ára, þar sem lög eru brotin og böðlast er áfram við virkjanir án þess að þjóðar- atkvæðagreiðsla komi til? Þessi stórfyrirtæki og ríkisstjórnir fara sínu fram og „virðast ekki skamm- ast sín fyrir“. Venjulegt fólk er í kvíða út af þessum málum. En það er ekki tekið mark á tilfinningum, það er alltaf gert grín að tilfinn- ingum og ást á Íslandi. Og hvaða reðurtákn er ég að tala um: Eldvörpin, árnar í Skagafirði, Kárahnjúkavirkjun, Bakka á Húsa- vík, Helguvík, allar þessar smá- virkjanir sem spretta upp einsog gorkúlur, og nú síðast Hval- árvirkjun. Færustu náttúruvísindamenn hafa fordæmt þetta, skrifað lærðar greinar, Skipulagsstofnun er lögð reglulega niður þegar þarf að vinna skemmdarverkin. Erlend stórfyr- irtæki kalla Ísland „Potential Asset for Sale“. Enginn ráðamaður hefur dug í sér eða sjálfsvirðingu til að mótmæla því. Ég endurtek: Eng- inn ráðamaður hefur sjálfsvirðingu til að mótmæla eða gera at- hugasemdir við orð stjórnarfor- manns kanadíska fyrirtækisins sem hefur tögl og hagldir í Hvalár- virkjun. En það sem þessir menn gera sem krota á Helgafell, teikna getn- aðarlimi, typpi, reðurtákn, þeir leysa eitt úr læðingi, þeir sýna okk- ur fram á eitt: Að ríkisstjórnin, ráð- herrar, sveitarstjórnir (heilu fjöllin eru mokuð niður einsog Ingólfs- fjall), öll þessi orkufyrirtæki útlensk og íslensk, eru líka skemmdar- vargar sem kunna ekki að skamm- ast sín. Að allt þetta virkjanabrjálæði, rafmagnsörvæntingin, lögleysan, yfirgangurinn, viðhorfin til náttúr- unnar, spillingin, ummælin sem þeir leyfa sér, sýnir að þeir eru sama stað og þeir sem krotuðu á fjallið. Það er einsog þeir hafi engan lim nema þann sem krotaður er á fjall- ið, eða á að merkja í Ófeigsfjarðar- heiði. Takk fyrir að sýna okkur það!! Já, það er ekki sama hvort það er reður eða séra reður. Finnst þér lesandi góður þetta bera vitni um reisn? En þessi skemmdarverk sýna, svo ekki verður um villst, að við höf- um ást á fjöllum. Reður eða séra reður Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur Elísabet Jökulsdóttir » Venjulegt fólk er í kvíða út af þessum málum. En það er ekki tekið mark á tilfinn- ingum, það er alltaf gert grín að tilfinningum og ást á Íslandi. Höfundur er skáld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.