Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
✝ Ægir-Ib Wessmanfæddist 12. sept-
ember 1963. Hann lést
ásamt eiginkonu sinni Ell-
en Dahl Wessman og syni
Joni Emil Wessman 9.
júní 2019.
Börn Ægis og Ellenar
eru Ida Björg Wessman,
fædd 30. júní 1989, Thor
Ib Wessman, fæddur 4.
október 1994, og Jon Emil
Wessman, fæddur 10.
ágúst 1998, dáinn 9. júní
2019.
Foreldrar Ægis eru
Inga Þóra Herbertsdóttir
Wessman, fædd 6. nóv-
ember 1935, og Elof Ib
Wessman, fæddur 30. desember
1934.
Systkini Ægis eru Bergþóra
Laila Wessman Søreide, fædd 8.
mars 1960, og Flemming Gauti
Wessman, fæddur 11. febrúar
1972. Hálfbróðir Ægis sammæðra
er Einar Ingþór Einarsson, fædd-
ur 14. desember 1954.
Elsku vinir, við minnumst
ykkar og allra dýrmætu stund-
anna sem við áttum með ykkur,
Ægir æskuvinurinn úr Garða-
bæ með Ellen sér við hlið og
gleðigjafann Jon Emil. Við
minnumst ykkar sem tryggra
og traustra vina.
Við minnumst þess þegar við
vorum í heimsókn hjá ykkur,
hvort sem það var í Torskils-
rup, á Strandvejen eða á Grett-
isgötunni, þar ríkti gleði og
gestrisnin var aðalsmerki ykk-
ar. Þegar krakkarnir okkar
voru litlir vorum við ósjaldan í
heimsókn hjá ykkur í Dan-
mörku. Eftir ferðalög um
Þýskaland eða Danmörk þá var
gott að koma til Ægis og Ell-
enar. Á sumarkvöldi stóð Ægir
við grillið og undir hljómaði ís-
lensk dægurtónlist, ekkert var
til sparað í mat og drykk.
Börnin okkar og við nutum
þess að eiga saman huggulegar
stundir. Það var ósjaldan sem
við Íslendingarnir vöknuðum
við ilm af nýbökuðu brauði og
bollum sem beið okkar á eld-
húsborðinu. Ellen hafði vaknað
eldsnemma til þess að baka fyr-
ir svefnpurkurnar, en hún var
löngu farin til vinnu þegar við
komum fram.
Við minnumst stóra tjaldsins
og tengdamömmuboxins sem
Ægir kom skellihlæjandi með í
„handfarangri“ frá Kaup-
mannahöfn handa okkur hjón-
um og allra ferðalaganna með
fjölskyldunni. Við minnumst
allra þeirra fjölmörgu og
skemmtilegu tíma sem við átt-
um saman á ferðalagi um Ís-
land. Ævinlega var Ægir með
eitthvert nýtt áhald með sér til
að trompa okkur hin, eitt sinn
var það „tosterinn“, áhald til að
rista brauð á prímus. En viti
menn, í næstu útilegu var Ægir
búin að tryggja okkur hinum
þetta undratæki. Við minnumst
fjórhjólaferðarinnar sem við
fórum saman upp í Hrafntinnu-
sker fyrir allt of löngu síðan og
alltaf stóð til að endurtaka þá
ferð, sérstaklega eftir að slík
farartæki voru komin í tækja-
safnið í Múlakoti.
Við minnumst símhringing-
anna um hver áramót og ára-
mótakveðjunnar frá ykkur.
Þrátt fyrir að oft væri langt á
milli okkar og þið fjölskyldan
annaðhvort í Danmörku eða á
faraldsfæti einhvers staðar um
heiminn, þá fór þar innihaldsrík
og gleðileg vinakveðja. Þannig
náðum við að upplifa áramótin
saman þrátt fyrir fjarlægðina.
Og alltaf var viðkvæðið að um
næstu áramót ætluðum við að
þiggja heimboð ykkar hjóna og
vera með ykkur yfir áramótin
og upplifa hina einu sönnu
Wessman-áramótastemningu.
Páll minnist síðasta símtals-
ins við Ægi fyrir nokkrum dög-
um en þá voru þau Ellen nán-
ast flutt í Múlakot. Það mátti
svo sannarlega greina að í
Múlakoti leið ykkur hjónum vel
og þú varst stoltur af því hve
vel þér gekk að byrja fram-
kvæmdir við sumarhús fjöl-
skyldunnar, þar sem flugvélin
átti að fá stærsta plássið í hús-
inu. Það var sama hvað þið tók-
uð ykkur fyrir hendur, kæru
vinir, alltaf voru þið samstiga í
ykkar verkefnum. Ég minnist
okkar síðasta samtals þar sem
ég lofaði að við kæmum fljót-
lega í heimsókn til að taka út
verkið og upplifa með þér og
Ellen framtíðardraum ykkar
verða að veruleika í Múlakoti.
Við minnumst ykkar fyrir
það líf sem við áttum saman og
þökkum af alúð trygga og góða
vináttu.
Elsku Ida Björg, Thor Ib og
fjölskylda, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Páll og Kolbrún.
Algjört áfall … eru einu orð-
in sem komast nálægt þeim við-
brögðum að heyra svona frétt-
ir.
Ég kynntist Ægi-Ib í skáta-
starfi í Garðabæ þegar við vor-
um guttar og fljótlega fórum
við að vinna saman í skálanefnd
skátaskálans Vífilsbúðar.
Ægir var einstaklega dríf-
andi, útsjónarsamur og verk-
laginn. Ég og Páll bróðir minn
urðum fljótt miklir vinir Ægis
og grínuðumst með það að Æg-
ir, sem var á milli okkar í fæð-
ingarári, var sá eini sem var
með okkur báðum í gegnum
uppvaxtarárin. Ægir var mikill
véladellukarl, átti mótorhjól,
leigði bílskúr og keypti gamlan
Camaro til að gera upp.
Ægir fór ungur að vinna er-
lendis á sumrin og stefndi á
flugið alla tíð. Hann lærði flug
hér á landi, en einnig í Dan-
mörku, Noregi og Bandaríkj-
unum. Þótt Ægir væri langt í
burtu þá vorum við samt alltaf í
góðu sambandi.
Þegar Ægir kynnti Ellen til
sögunnar og var farinn að
vinna í Abu Dabi við flug, varð
ljóst að þau væru ekki á heim-
leið strax, en reglulega komu
bréf til okkar með fréttum og
sögum. Ellen og Ægir smullu
strax saman og voru einstak-
lega samhent í öllu því sem þau
tóku sér fyrir hendur, Ægir
sem flugstjóri hjá SAS og Ellen
sem sjúkraþjálfari. Fjölskyldan
bjó um tíma í Torskilstrup í
Danmörku og alltaf var gaman
að koma þangað í heimsókn.
Þar úti í garði var lítið gesta-
hús og sem tilvísun í nafn ská-
taskálans forðum daga, þá gaf
ég Ægi lítið útskorið skilti með
nafninu „Björnsbúð“ – og svo
var hlegið. Þegar Ægir og Ell-
en byggðu húsið sitt á Strand-
vejen nálægt Holbæk nefndi
hann iðulega að búið væri að
hengja upp skiltið góða í nýja
gestaherberginu og við ávallt
velkomin. Krafturinn í Ægi við
húsbygginguna var mikill og
hann er sá eini sem við þekkj-
um sem hefur keypt stóra vél-
gröfu til að hafa við höndina á
byggingartíma. Hún var gömul
og lúin og þá kom vélakunn-
áttan sér vel, því Ægir nostraði
við hana og gerði við ef þurfti –
hann svona reddaði öllu.
Þótt þau byggju erlendis, þá
komu þau reglulega í litlu íbúð-
ina sína á Grettisgötunni og þá
var oft hóað í kaffi.
Við hjónin nutum þess ávallt
að koma í heimsókn til þeirra
og drengirnir okkar sem voru á
líkum aldri og þeirra léku sér
mikið saman. Útilegur og
jeppaferðir voru ótrúlegar enda
Ægir mikill jeppakarl og alltaf
var í gangi ítarlegur saman-
burður á dekkjastærðum og
vélarstærðum, en alltaf þó í
óborganlegu gríni gert.
Símtal á gamlárskvöldi varð
að föstum lið og frábærar eru
minningar úr heimsóknum okk-
ar til þeirra til Danmerkur.
Mætti nefna fertugsafmæli
Ægis þegar húsið þeirra var
rétt rúmlega fokhelt. Allir
skemmtu sér konunglega og
sérstaklega Ellen þegar gert
var grín að Ægi í leikatriðum
sem hún stýrði og þvílíkt sem
var hlegið.
Ægir og Ellen fluttu á ný til
Íslands þegar hann varð flug-
stjóri hjá WOW air, en þá þeg-
ar voru öll börnin þeirra búsett
hérlendis. Þau hjónin blómstr-
uðu í afa- og ömmuhlutverkinu
og mikil var tilhlökkunin fyrir
byggingu sumarbústaðar í
Múlakoti þar sem átti að vera
hægt að keyra flugvélina inn í
flugskýli, fara í inniskóna og
hoppa inn í stofu. Þegar var bú-
ið að ræða heimsóknir og úti-
legur þangað.
Síðan … algjört áfall … og
Ægir-Ib, Ellen og Jon Emil
horfin af sjónarsviðinu!
Elsku Ida Björg og fjöl-
skylda, Thor Ib, foreldrar,
systkin og fjölskyldur, okkar
innilegustu samúðarkveðjur,
yndislegra vina er sárt saknað.
Björn og Guðrún.
Kveðja frá flug-
fjölskyldunni í Múlakoti
Öllum er okkur ætluð stund.
Sum okkar nýta hana vel. Það
gerðu vinir okkar. Glaðvær, já-
kvæð, framkvæmdasöm, hug-
rökk, brosmild, elskuð af öllum
sem þekktu þau. Einnig þau
sem eftir lifa.
Ægir, Ellen og Jon Emil, við
í flugfjölskyldunni í Múlakoti
söknum ykkar. Við hefðum vilj-
að njóta ykkar lengur. Við
gleymum ykkur ekki meðan
okkar stund varir, því við ætl-
um að reyna að fylgja fordæmi
ykkar, leggja gott til, nýta okk-
ar stund meðan tími gefst.
Gísli Einarsson.
Erfitt er að trúa því að við
séum að skrifa minningargrein
um elskulega vini okkar, Ægi-
Ib, Ellen og Jon Emil. Ég
kynntist Ægi-Ib í apríl 1996
þegar ég hóf störf hjá SAS í
Kaupmannahöfn. Ægir-Ib var
starfandi flugstjóri hjá fyrir-
tækinu, vinsæll og rómaður af
áhafnarmeðlimum fyrir fag-
mennsku, jákvæðni og gleði.
Hann hafði frétt að búið væri
að ráða íslenska flugfreyju, á
sinn einstaka og glaðværa hátt
mætti hann í áhafnaherbergið
og sagði á íslensku: Hvar ertu?
Þetta var upphafið að yndisleg-
um vinskap og samvinnu til
margra ára. Fljótlega kynnti
Ægir-Ib okkur fyrir fjölskyldu
sinni, sérlega yndisleg og já-
kvæð nærvera Ellenar heillaði
okkur Sigga strax. Með þeim
hjónum og börnum þeirra
stækkaði sá hópur sem við köll-
um fjölskyldu.
Ægir-Ib og Ellen voru ein-
staklega jákvæð, brosmild og
elskuleg, hvarvetna vakti það
eftirtekt hversu samstiga og
hamingjusöm þau voru. Þau
geisluðu hreinlega af ást og
hamingju með hvort annað og
börnin sín þrjú. Sameiginlegur
áhugi fjölskyldunnar á flugi og
frelsi var sannarlega aðdáun-
arverður. Þegar síminn hringdi
og sýndi Ægir-Ib, þá vissi ég
að lundin myndi léttast, því öll
símtöl til og frá Ægi-Ib byrj-
uðu með orðunum: Hæ, elsku
vinkona. Þetta sagði hann í ein-
stökum gleðitón og lagði með
því línurnar að samtalinu sem
undantekningarlaust var á já-
kvæðum nótum. Það var ein-
mitt í einu slíku símtali sem við
ákváðum óvænt að fara öll út
að borða. Það kvöld keyptum
við bæði miða á tónleika með
Rolling Stones í Edinborg í
júní og ELO í Amsterdam um
haustið. Báðar þessar ferðir
voru frábærar, mikið spjallað,
hlegið og dansað.
Ægir-Ib og Ellen voru miklir
föðurlandsvinir og lögðu mikla
áherslu á að börnin þekktu ís-
lenskar rætur sínar. Þegar fjöl-
skyldan bjó í Danmörku fannst
Ægi-Ib ekkert tiltökumál að
stökkva upp í flugvél með Ellen
sína og krakkana í sólahrings-
ferð, til þess eins að fara í sund
í einni af útilaugum Reykjavík-
ur. Á sumrin ferðuðust þau um
á jeppanum og sýndu börnun-
um landið.
Uppáhaldsstaður Ægis-Ibs
og Ellenar var Múlakot. Þar
höfðu þau mikil framtíðarplön
fyrir fjölskylduna. Fyrir okkur
var þessi Múlakotsheimur æv-
intýri líkastur um verslunar-
mannahelgar. Þarna er dásam-
legt samfélag vina með
sameiginlegt áhugamál – flug.
Við vorum ofdekruð af þeim
hjónum með útsýnisflugi, flug-
tímum og fjórhjólum á daginn
og með grilluðu lambi og dansi
á kvöldin. Í Múlakoti smituðust
synir okkar sannarlega af
brennandi áhuga Jons Emils á
öllu er viðkom flugi. Hann var
einstaklega þolinmóður,
ábyrgðarfullur og bóngóður
ungur maður sem þreyttist
aldrei á að útskýra fyrir þeim,
taka þá í flugtúr og sýna þeim
stoltið sitt, flugið.
Ekki alls fyrir löngu sagði
Ægir-Ib við mig: Ella, hvað
getur lífið verið betra? Börnin
okkar á grænni grein, landið
okkar hér í Múlakoti og ég með
Ellen mína mér við hlið.
Takk fyrir samfylgdina, vin-
áttuna og kærleikann, elsku
vinir.
Minning ykkar lifir í hugum
okkar.
Elsku hjartans Thor Ib, Ida
Björg, Arnar, Þórunn og stór-
fjölskylda.
Sorg ykkar er mikil og hug-
ur okkar hjá ykkur.
Elín, Sigurður, Helen,
Viktor og Theodor.
Ægir-Ib Wessman
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þessi orð úr Hávamálum
lýsa Ægi-Ib Wessman vel. Orð-
spor hans var og er slíkt að
margir íslenskir flugmenn vissu
hver þetta var þrátt fyrir að
hann hefði unnið svona lengi
erlendis. Sannarlega setti Ægir
mark sitt á flugsöguna á stuttri
ævi. Það sést glögglega á hin-
um ýmsu samfélagsmiðlum og
höggvið hefur verið djúpt skarð
í flugmannahópinn. Það var
hvalreki fyrir WOW air að fá
hann til starfa. Ég man vel eft-
ir fyrstu kynnum okkar Ægis,
sem voru á félagsfundi hjá Ís-
lenska flugmannafélaginu, ÍFF.
Við áttum gott spjall og talaði
hann við mig um mikilvægi
stéttarfélaga fyrir okkur flug-
menn og hvað það skiptir miklu
máli að halda góðu samstarfi
milli þeirra og flugfélaganna.
Talaði hann af þó nokkurri
reynslu. Ég sannfærði hann um
að samskipti ÍFF og WOW air
væru með besta móti og vilji
beggja aðila að halda þeim
þannig áfram.
Ægir var valinn til að gegna
stöðu yfirflugstjóra hjá WOW
air enda fáir í flugmannahópn-
um með jafn grátt í vöngum og
með jafn mikla flugreynslu og
hann. Yfirflugstjóri þarf alla
jafna að njóta virðingar sinna
manna ásamt því að vera sann-
gjarn og ákveðinn þegar á þarf
að halda. Eins konar föður-
ímynd. Að mínu mati hafði Æg-
ir þessa mannkosti. Samskipti
okkar hjá ÍFF og Ægis sem yf-
irflugstjóra voru alltaf góð. Öll
mál og málefni sem fóru okkar
á milli leystum við í mesta
bróðerni. Eftir rúmt ár í starfi
yfirflugstjóra óskaði Ægir eftir
því að verða aftur venjulegur
flugstjóri því hann vildi hafa
meiri tíma aflögu fyrir fjöl-
skylduna, flugdelluna og sum-
arhúsið í Múlakoti.
Síðast þegar ég talaði við
Ægi var það einmitt á skrif-
stofu ÍFF skömmu eftir gjald-
þrot WOW air. Áttum við langt
og gott spjall og vissulega var
gjaldþrotið áfall fyrir hann,
eins og okkur hin hjá fyrir-
tækinu, en Ægir sá samt það
jákvæða í stöðunni því nú fengi
hann meiri tíma með fjölskyld-
unni og áhugamálunum. Jon
Emil hafði ég hitt í tvígang þar
sem hann kom með föður sínum
á flugmannafundi. Við spjöll-
uðum mikið saman við þrír og
það sást greinilega að eplið
hafði ekki fallið langt frá eik-
inni enda mjög vandaður strák-
ur með brennandi áhuga á
flugi, eins og pabbinn. Það var
svo auðséð að Ægir var mjög
stoltur af syni sínum. Það varð
úr að Jon Emil var ráðinn sem
flugmaður til WOW air á
haustdögum 2018, kláraði
þjálfun en náði því miður aldr-
ei að byrja að fljúga sökum
samdráttar og síðar gjaldþrots
félagsins. Ellen hafði ég bara
einu sinni hitt og þekkti því lít-
ið.
Þeir félaga minna sem flugu
með Ægi segja að hann hafi
notið sín í starfinu og elskað að
fljúga fyrir WOW air. Hann
hafi verið fagmaður fram í
fingurgóma og hvers manns
hugljúfi. Samstarfsmenn af
öðrum sviðum innan félagsins
segja allir slíkt hið sama. Hann
var sannur WOW-ari! Hans
verður minnst með söknuði og
hlýhug.
Eftirlifandi börnum þeirra
hjóna og systkinum Jons Emils
sem og öðrum aðstandendum
votta ég mína dýpstu samúð.
Vignir Örn Guðnason,
formaður Íslenska
flugmannafélagsins.
Ellen Dahl Wessman
Í dag kveðjum við Ellen,
kollega okkar og kæra sam-
starfskonu. Ellen lést í hörmu-
legu flugslysi í Fljótshlíð 9.
júní síðastliðinn ásamt eigin-
manni sínum Ægi og syni
þeirra Joni Emil.
Ellen hóf störf sem sjúkra-
þjálfari á Landakoti fyrir rúm-
um þremur árum, þegar hún
og fjölskyldan fluttu til Íslands
frá Danmörku. Ellen féll fljótt
vel inn í vinnuhópinn með sinni
góðu nærveru, glaðværð og
bjarta brosi. Hún bjó yfir góðri
fagþekkingu og hafði langa
starfsreynslu sem sjúkraþjálf-
ari í heimalandi sínu, sem nýtt-
ist vel í starfsumhverfinu á
Landakoti. Við hrósum happi
yfir því að hafa eignast svo
góðan vinnufélaga.
Ellen var félagslynd og lífs-
glöð og átti stóra og samhenta
fjölskyldu. Ellen fylgdi and-
blær og áhrif erlendis frá, hún
hafði búið víða og talaði mörg
tungumál. Hún flutti með sér
dönsk áhrif inn í okkar starfs-
mannahóp, var alltaf með eitt-
hvert girnilegt nesti og góð-
gæti að dönskum sið og nutum
við vinnufélagarnir oft góðs af
því.
Það kom fljótt í ljós hvar
áhugamálin lágu, útivist og
ferðalög í íslenskri náttúru
voru þar ofarlega á blaði.
Á þessum þremur árum hef-
ur Ellen verið mjög virk í
starfi sjúkraþjálfara á Landa-
koti og m.a. tekið þátt í klín-
ískri kennslu nemenda í
sjúkraþjálfun við Háskóla Ís-
lands við góðan orðstír.
Við minnumst hennar með
djúpri virðingu og þakklæti.
Eftirlifandi ættingjum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Ellenar,
Ægis og Jons Emils.
Fyrir hönd starfsfólks
sjúkraþjálfunar á Landakoti,
Jóhanna Soffía Mar
Óskarsdóttir.
Jon Emil Wessman
Jon Emil Wessman eða
Wessman eins og hann var allt-
af kallaður af krökkunum í
PPL-bekknum í Flugskóla Ís-
lands var strákurinn sem öllum
líkaði við. Við Wessman kynnt-
umst sumarið 2015 þegar við
hófum bæði nám í bóklegu
einkaflugmannsnámi hjá Flug-
skóla Íslands en Wessman var
þá nýfluttur einn til landsins
en foreldrar hans voru enn bú-
settir í Danmörku. Með okkur
tókst strax góð vinátta enda
var hann frábær strákur með
góðan húmor og hafði einstak-
lega góða nærveru.
Nafnið Wessman festist við
Jon Emil strax þetta sumar því
góður kennari okkar, Haukur
Freyr heitinn, sem kenndi okk-
Ægir-Ib Wessman
Ellen Dahl Wessman
Jon Emil Wessman
júlí 1962, Leif Christen Dahl,
fæddur 17. ágúst 1960, og Hans
Dahl, fæddur 22. júlí 1959.
Jon Emil Wessman fæddist 10.
ágúst 1998.
Útför þeirra fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 21. júní 2019,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Ellen Dahl Wessman fæddist
26. júní 1964.
Foreldrar hennar eru Doris
Dahl, fædd 17. maí 1933, og
Kristian Boalt Dahl, fæddur 11.
febrúar 1932.
Systkini Ellenar eru Jens
Kristian Dahl, fæddur 14. mars
1968, Ursula Dahl Bach, fædd 19.