Morgunblaðið - 21.06.2019, Page 25

Morgunblaðið - 21.06.2019, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 ✝ Eyjólfur Ein-arsson fæddist í Hafnarfirði 3. ágúst 1927. Hann lést þann 11. júní 2019. Foreldrar hans voru Einar Helgi Nikulásson og Friðrikka Guð- björg Eyjólfs- dóttir. Systur Eyj- ólfs voru Karlotta, Nikulína og Ingveldur sem lif- ir bróður sinn. Eyjólfur kvæntist árið 1953 Ástu Guðríði Lárusdóttur, f. 21.1. 1930, d. 17.12. 2006. Eignuðust þau tvær dætur: Eyjólfur og Ásta bjuggu alla sína tíð í Hafnarfirði, fyrst í Bröttukinn 8 en lengst af á Þrastahrauni 6. Eyjólfur lærði skipasmíði hjá Júlíusi Nýborg í Skipa- smíðastöð Hafnarfjarðar og starfaði í framhaldi í fleiri skipasmíðastöðvum í Hafnar- firði. Síðar stofnaði hann sína eigin bátasmiðju og vann við fagið alla sína starfstíð. Auk þess var hann formaður í prófnefnd skipasmíða og for- maður Skipasmíðafélags Hafn- arfjarðar. Eyjólfur var mikill tónlist- armaður og spilaði lengi vel á saxófón með Lúðrasveit Hafn- arfjarðar. Á síðari árum spil- aði hann á harmonikku með DAS-bandinu á Hrafnistu. Útför Eyjólfs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. júní 2019, og hefst athöfnin kl. 13. Svandísi Elínu, f. 1953, d. 1996. Maður hennar var Ágúst Finnsson, f. 1952, og eignuðust þau þrjú börn, El- ínu Þóru, f. 1972, Eyrúnu Ástu, f. 1976, og Ágúst Finn, f. 1991. Barnabörnin eru tvö. Fríðu Guð- björgu, f. 1957. Maður hennar er Guðmundur Þórðarson, f. 1958, og eign- uðust þau þrjú börn, Thelmu, f. 1981, Huldu Kristínu, f. 1988, og Eyjólf, f. 1990. Barnabörnin eru fimm. Ég kynntist tengdaföður mín- um Eyjólfi árið 1973, þegar ég var fimmtán ára gamall. Ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra Ástu á Þrastahrauni til að heimsækja Fríðu. Í fyrstu var þetta undir fölsku flaggi þar sem tilgangurinn var sagður að funda um ýmis mál í ungtempl- arafélagi sem við Fríða vorum saman í en fljótlega var þeim hjónum ljóst að meira bjó að baki. Eyfi gantaðist þá og sagði við Ástu að við Fríða værum inni í herbergi að spila „lúdó“. Mér var frá upphafi tekið einstaklega vel og varð fljótlega strákurinn á heimilinu. Ég flutti þangað þegar ég var sautján ára gamall en þá hafði Eyfi útbúið herbergi fyrir okkur Fríðu í kjallaranum. Sem dæmi um það hversu vel mér var tekið vil ég nefna að þegar Fríða útskrifaðist sem stúdent frá Flensborg þá vildi þannig til að ég útskrifaðist frá Vélskóla Íslands þann sama dag. Haldin var stútentsveisla fyrir Fríðu og rétt áður en hún byrjaði fór Eyfi niður í bílskúr og náði í skrúfbolta með ró á og hnýtti utan um hann borða í ís- lensku fánalitunum. Boltanum stakk hann í marsípankökuna við hliðina á styttunni af ný- stúdentinum og sagði að þetta væri í tilefni þess að strákurinn væri „stúdvél“. Eyfi var góður bátasmiður og þykja bátar sem hann teiknaði og smíðaði ákaflega traustir og vandaðir. Hann lagði mikinn metnað í sína vinnu. Fljótlega fór ég að aðstoða Eyfa við ýmislegt er tengdist bátasmíðinni en á þeim árum var hann með aðstöðu í Reyk- dalsfrystihúsinu. Ég fékk vel greitt fyrir þá vinnu en aldrei þurfti ég að borga neitt fyrir hvorki mat né húsnæði á meðan ég bjó á heimili þeirra hjóna. Síðar var Eyfi með aðstöðu á Óseyrarbraut í húsnæði sem Jó- hann Gíslason byggði sem báta- smíðastöð. Síðasta bátinn smíð- aði Eyfi í bílskúrnum sínum og nefndi hann eftir föður sínum, Helga Nikk. Þann bát átti hann til æviloka. Mér er eitt atriði minnis- stætt. Þegar Eyfi var að smíða bátinn Frosta fyrir Sæmund Ársælsson og komið var að upp- gjöri þá tók hann fram krossvið- arplötu sem á var skrifað allt efni og tími sem farið hafði í bátinn. Flóknara var verkbók- haldið ekki. Frosti er mikið hap- pafley og ber enn sama nafnið. Eyfi hafði mikinn áhuga á stangveiði en það sama verður seint sagt um mig og lét ég oft í ljós álit mitt á þeirri vonlausu veiðiaðferð. Eitt sinn vorum við að fara á smáskektu sem ég átti út á Þingvallavatn og Eyfi sat aftast í bátnum er ég ýtti úr vör. Hann kastaði færinu áður en ég hoppaði um borð og virt- ist sem það væri fast í botni um leið og það lenti í vatninu. Ég fussaði yfir þessari veiðiaðferð en hann sagði: „Ég get sagt þér það Guðmundur (ekki Mummi, eins og hann var vanur að segja) að færið er ekki fast í botni. Ég er með góðan fisk á.“ Sú var raunin og mátti ég því kyngja því. Eyfi var tíður gestur á heim- ili okkar Fríðu og má segja að hann hafi komið í heimsókn nánast daglega á meðan hann var ferðafær. Þegar það var ekki lengur þá fór Fríða til hans daglega. Það var heiður að fá að kynn- ast þeim hjónum Ástu og Eyfa og er ég virkilega þakklátur fyr- ir okkar samleið í gegnum tíð- ina. Guðmundur Þórðarson. Elsku Eyfi afi okkar var ein- staklega ljúfur maður og end- urspegla allar minningarnar hans hlýja persónuleika. Það var fastur liður að sjá afa koma akandi rólega inn Lækj- arhvamminn, leggja bílnum og ganga hægt inn innkeyrsluna. Næst var bankað létt, opnað og sagt ljúfum rómi: „Halló.“ Hann settist við eldhúsborð- ið, gaf okkur gult tyggjó og fékk kaffisopa. Eyfi var ekki nema um þriggja ára þegar hann vildi líka fá kaffi, nafna sínum til samlætis. Það voru margar sögurnar sem afi sagði okkur um lífið á Brúsastöðum, hernámið og bátana sína. Hann var góður sögumaður og naut þess að segja frá gamla tím- anum. Ein saga sem hann sagði nokkuð oft var frá því Thelma var lítil og var í pössun á Þrastó. Afi fór með hana í göngutúr og hún teymdi hann á alla rólóvelli sem hægt var að finna. Hann var látinn setjast inn í leikkofa og bíla og leika sér eins og krakki. Það var svo gaman að hann ætlaði aldrei að ná henni heim aftur. Hann hló mikið að þessari eftirminnilegu gönguferð. Það var augljóst af allri smíði og hönnun á Þrastahrauninu að afi var mjög úrræðagóður og framsýnn. Okkur krökkunum þótti til dæmis mikið sport að fara í sturtu þar því afi hafði útbúið hana þannig að það voru fjölmargir stútar sem vatnið kom út um. Á baðherberginu var líka skápur fyrir óhreina tauið sem var í raun renna nið- ur tvær hæðir. Tauið lenti svo í skáp hjá þvottavélinni í kjall- aranum. Þetta þótti okkur magnað og stundum létum við rúllurnar hennar ömmu fara sa- líbunu niður. Allt var þetta hönnun og handverk sem afi leysti fullkomlega af hendi. Það voru ófáar veiðiferðirnar sem við fórum með afa, stund- um út á sjó á trillunni en líka að Djúpavatni eða Hlíðarvatni. Einu sinni vorum við varla búin að kasta út þegar við fengum fisk á. Svona gekk það í langan tíma og mokuðum við upp sil- ungnum við mikinn fögnuð. Þessi veiðiferð var lengi í minn- um höfð. Það var líka hefð fyrir því að áður en við fórum í veiðitúra fórum við í garðinn á Þrasta- hrauninu eftir að tók að rökkva og tína ánamaðka. Garðurinn var sem ævintýraveröld fyrir okkur krakkana með öllum klettunum og gróðrinum og í minningunni var þar að finna þá allra stærstu ánamaðka sem til voru. Afi þreyttist aldrei á því að spila við okkur krakkana ólsen- ólsen og lönguvitleysu. Einu sinni spilaði hann heilan dag við Huldu Kristínu og hún var al- sæl með að vinna hvert einasta spil. Það hvarflaði ekki að henni að afi ætti einhvern þátt í þess- ari sigurgöngu hennar. Þetta lýsir honum einmitt vel, góð- mennskan alltaf í fyrirrúmi. Rólega fasið hans afa gerði það að verkum að börn hændust að honum og langafabörnin voru engin undantekning. Þegar þau komu í heimsókn var sest við pí- anóið eða harmonikkan dregin fram og spiluð nokkur lög þeim til mikillar skemmtunar. Svo var sest niður og boðið upp á kremkex og mjólk í hressingu. Þetta er aðeins brot af þeim dásamlegu minningum sem við eigum um elsku Eyfa afa okkar. Við munum varðveita þær í hjörtum okkar um ókomna tíð og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Thelma, Hulda Kristín og Eyjólfur. Elsku yndislegi afi okkar lést 11. júní, 91 árs að aldri. Betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Afi var einstakur og fyrirmynd okkar í lífinu. Svo ljúfur og góð- ur. Góðmennskan geislaði af honum, hógværð og hlýleiki ein- kenndi hann. Við vorum svo einstaklega heppin að hafa hann í lífi okkar í öll þessi ár og erum við inni- lega þakklát fyrir það. Hann kenndi okkur svo margt sem við munum búa að alla tíð. Afi var svo handlaginn og mikill fagmaður sem skipasmið- ur og smíðaði ótalmarga fallega báta sem hafa hlotið athygli víða. Afi átti líka sinn bát og fengum við oft að fara með hon- um út á sjó og fiska í soðið. Líka voru ófáar ferðirnar farnar í silungaveiðitúra og berjamó, alltaf var snúður í nesti. Afi gat smíðað allt og alltaf var hann tilbúinn að stökkva til ef okkur vantaði aðstoð við framkvæmd- ir. Tónlistarmaður var hann mikill og spilaði á mörg hljóð- færi, píanó, saxófón og harm- onikku. Oft tók hann fram nikk- una eða settist við píanóið og spilaði fyrir okkur þegar við komum í heimsókn, okkur til mikillar ánægju. Langafabörn- unum fannst mjög spennandi að fá að spila á píanóið hjá langafa og alltaf var hann viljugur að kenna þeim. Afi var mikill húm- oristi, alltaf eitthvað að grínast. Hann hafði yndi af því að segja okkur sögur frá því í gamla daga og frá stríðsárunum enda hafði hann upplifað tímana tvenna og var ótrúlega gaman að hlusta á allt það sem hann hafði upplifað. Einnig var svo gaman þegar hann fór með okkur í bíltúra, oft að Brúsastöðum og sagði okkur sögur frá barnæsku sinni. Afi var alltaf svo flottur og vel tilhafður, algjör töffari. Heimili afa og ömmu bar vitni um snyrtimennsku þeirra, það var glæsilegt og garðurinn þeirra var oftar en einu sinni verðlaunagarður. Þegar ég var 23 ára bjó ég um tíma hjá afa og ömmu á Þrastahrauninu, dásamlegur og dýrmætur tími sem ég átti með þeim. Eins var heimili afa í seinni tíð algjörlega óaðfinnanlegt, allt á sínum stað og gott heim að sækja. Alltaf var boðið upp á kaffi og með því og hægt að stóla á kremkex og kleinur í skúffunni. Snillingur var afi í krossgát- um, leysti þær með glæsibrag og skildi enga reiti eftir auða. Afi var alltaf til í að spila, kenndi okkur að leggja kapla, spilaði við okkur ólsen-ólsen, veiðimann og lönguvitleysu endalaust og fékk aldrei leiða. Afi var daglegur gestur á heimili okkar í barnæsku og oft var tyggjópakki með í för handa okkur. Í seinni tíð kom afi mjög oft á heimili okkar og eins við til hans. Hann var alltaf svo áhugasamur um langafabörnin sín og einstaklega góður við þau. Ófá skiptin sem afi kom heim í klippingu til Bjögga míns og oft var horft á spennandi fót- boltaleiki í sjónvarpinu, sem hann hafði mjög gaman af. Þó söknuðurinn sé mikill og erfitt að kveðja er gott að hugsa til þess að nú eru mamma, amma og afi sameinuð á ný. All- ar dásamlega góðu og fallegu minningarnar um þær og afa, já þann allra besta afa sem hægt var að hugsa sér, munu lifa að eilífu í hjörtum okkar. Takk fyr- ir allt, elsku besti afi. Við elsk- um þig alltaf. Þín Elín Þóra, Eyrún Ásta, Ágúst Finnur, Björgvin, Aron Þór og Eydís Eva. Eyjólfur Einarsson Þegar leiðir okkar skilja að sinni, elsku mamma mín, er mér efst í huga þakklæti fyrir að leiðir ykkar pabba lágu saman í Tré- smiðjunni Víði. Þar varst þú að vinna þér inn peninga til að geta hafið óskanámið þitt, að verða ljósmóðir. Erfiðleikar sóttu að ykkur í tilhugalífinu, þegar þið urðuð fyrir þeirri sáru raun að missa frumburð ykkar. Andvana stúlka fædd eftir 7 mánaða með- göngu og „var jörðuð með gam- alli konu“ í ókunnu leiði. Tilfinn- ingalegt áfall sem ekki var rætt um. Þá þekktist ekki áfallahjálp, þið kærustuparið þurftuð bara að Dýrfinna Helga Klingenberg Sigurjónsdóttir ✝ DýrfinnaHelga Klingen- berg Sigurjóns- dóttir fæddist 5. júlí 1931. Hún lést 29. maí 2019. Útförin fór fram 20. júní 2019. Vegna mistaka er minningargrein Elinborgar birt aft- ur en hluta hennar vantaði í blaðið. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. vera sterk og bera harm ykkar í hljóði. Það gerðuð þið í 65 ár en sorgin blund- aði og birtist þá sem blik í auga. Þegar ég las eft- irfarandi ljóð í bernsku og ætíð síð- an hefur mér fundist það vera þitt: Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sigurður Júl. Jóhannesson) Hendurnar þínar sem alltaf voru svo mjúkar og kærleiksrík- ar. Hendurnar sem útbjuggu heimsins bestu kökur og töfruðu fram föt sem þú saumaðir á okk- ur systkinin. Löngu fingurnir þínir sem struku svo létt um gít- arstrengina þegar þú sast með okkur systkinunum og við sung- um saman. Lögin og gítargripin í handskrifaðri stílabók frá því þú vannst á Landakoti. Allt ógleym- anlegar gæðastundir bernskunn- ar. Þær voru líka farsælar ljós- móðurhendur sem hjálpuðu börnunum mínum fimm og fjölda annarra barna í heiminn. Ljós- móðirin sem kölluð var út hvort heldur var að nóttu eða degi, til að sinna konu í heimafæðingu og vitja síðan um sængurkonuna í heila viku á eftir. Stóra bláa bók- in sem mamma skráði í upplýs- ingar um hverja fæðingu. Brúna ljósmæðrataskan með skrítnu lyktinni og dularfullum áhöldum, sem hún þreif og sauð síðan í sér- stökum potti eftir hverja fæð- ingu. Elsku mamma mín vann ævi- starf sitt af miklu æðruleysi og var ætíð svo óendanlega þakklát fyrir þá gæfu að hafa verið farsæl í starfi. Þegar ég rakst nýverið á Bæn ljósmóðurinnar eftir sr. Karl Sigurbjörnsson fannst mér hún geta verið bænin hennar mömmu. „Drottinn Jesús, ljós heimsins og lífsins. Blessa mæðurnar sem þú felur mér að annast, og börnin sem þær bera, að öll mín verk, viðmót og framkoma verði þeim til góðs og blessunar. Veit mér æðruleysi er ég geng að verkum mínum, þolgæði og þrótt, kjark og vit. Blessaðu hendurnar mínar og veit þeim hlýju og styrk, blessaðu augu mín, eyrun mín, huga minn, mál mitt, skilning og skynsemi að allt það beri birtu af þér og ljósi kær- leika þíns og umvefji móður og barn. Ljós þitt og andi leiði og blessi mig í lífi og starfi. Amen.“ Þegar gróðurinn sem legið hefur í vetrardvala vex upp úr moldinni og minnir okkur á und- ur lífsins, þá var þinn tími kom- inn, elsku mamma mín. Þegar þú fannst þróttinn þverra þráðir þú orðið hvíldina. Þakklæti er til allra sem hjálpuðu til með umönnun þína síðasta árið, dag- vistun í Múlabæ, á Vífilsstöðum og Seltjörn. Ég sé þig nú fyrir mér ganga til móts við elsku pabba í blómabreiðu undir bláum himni. Vonandi hafið þið hitt litlu stúlkuna ykkar og saman leiðist þið öll inn í eilíft sumar í ríki Guðs. Ég er svo þakklát, elsku mamma mín, fyrir allt það vega- nesti sem þið pabbi gáfuð mér í uppvextinum, hvatningu til náms og allan kærleikann sem þið sýnduð okkur hjónum og afkom- endum. Minningarnar lifa að ei- lífu með okkur öllum. Elinborg Sigurðardóttir. Elsku mamma. Það sem er efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa átt þig fyr- ir mömmu. Einstök fyrirmynd, sjálfstæð, glaðvær, hlý, góð, húmoristi, ákveðin, vandvirk og með hlýjasta faðmlag sem hægt var að hugsa sér. Eftir faðmlag frá þér voru mér allir vegir færir og það veganesti að trúa alltaf á það góða, fara með bænirnar, vera jákvæð og bjartsýn, þá færi allt vel. Faðmlögin þín voru heil- andi. Þú tókst Kristófer mínum opn- um örmum, þið voruð góðir vinir og gagnkvæmur kærleikur ykkar á milli. Ég sagði stundum í gríni við þig að ef þú gætir myndir þú skipta mér út og ættleiða hann, þá fussaðir þú og sagðir „góða láttu ekki svona Sigrún, vitleysan í þér“ en þetta fékk ég oft að heyra þegar ég gekk fram af þér með fíflagangi. Þú bjóst óvart til ný orð yfir hluti sem vakti mikla kátínu og mikið var hlegið að, þú hafðir mikinn húmor fyrir þessu sjálf. Eitt sinn bað ég þig að kaupa pepperoni og pasta þegar ég ætl- aði að elda. Þú komst heim, lagðir frá þér innkaupapokana og sagð- ir „ég keypti þetta sem þú baðst mig um, pavarotti og kuðlur,“ þá var mikið hlegið. Þegar einkadóttir okkar Kristófers, Þorbjörg Guðrún, kom í heiminn 12. júlí 2004 varstu viðstödd, það gekk ekki allt eins og í sögu en í heiminn kom heil- brigð stúlka, 25. barnabarnið. Sama dag, 52 árum áður, hafðir þú fætt andvana dóttur, fyrsta barn ykkar pabba. Við mæðgurnar vorum oft hjá ykkur í Hraunbæ og höfðuð þið gaman af yngsta barnabarninu, bæði hætt að vinna og nægur var tíminn fyrir barnabörnin. Þú mataðir Þorbjörgu á hafragraut, sagðir henni sögur á meðan, sér- staklega ef erfiðlega gekk að borða þá heyrðist „Emil, strákskratti … í smíðakofann með þig“ með miklum tilþrifum og grauturinn rann ljúflega nið- ur. Sumarbústaðaferðir voru fast- ir liðir hjá okkur í mörg ár, Þor- björg spurði „hvenær förum við í sumarbústað með ömmu og afa?“ svo sjálfsagðar voru þær fyrir barninu. Þetta voru skemmtileg- ar ferðir, margt skoðað og þið pabbi afskaplega þakklát. Eftir að pabbi dó breyttist svo margt hjá þér, þú saknaðir hans sárt enda þekktir þú varla sjálfa þig án hans, þú varst einmana þar sem þið voruð búin að vera saman í næstum 70 ár og áttuð átta börn saman. Sjónin versnaði, kjarkurinn minnkaði, þú hættir að keyra bíl og þá var frelsið far- ið. Það átti ekki vel við þig að vera háð öðrum því þú varst sjálf- stæð kona. Hlutverkin okkar höfðu víxlast, ég talaði kjark í þig og hughreysti eins og þú hafðir gert við mig í uppvextinum. Þú varst sátt við að kveðja þennan heim, þráðir að hitta Sigga þinn aftur. Ég trúi því að þið séuð sam- einuð á ný. Það er gott að eiga góðar minningar um þig, elsku mamma mín. Læt bænina sem þú kenndir mér í barnæsku verða lokaorðin. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ástarþakkir fyrir allt, elska þig. Þín Sigrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.