Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 30

Morgunblaðið - 21.06.2019, Side 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 75 ára Margrét er Reykvíkingur, ólst upp á Njálsgötu en hefur búið í Fossvoginum í 50 ár. Hún er snyrti- fræðingur að mennt og var förðunarmeistari Íslensku óperunnar frá upphafi þar til óperan flutti í Hörpu. Maki: Sveinn Sveinsson, f. 1944, fram- leiðslumaður. Dætur: Steinunn, f. 1965, Sunna, f. 1968, og Sandra, f. 1971. Barnabörnin eru sjö og langömmubörnin eru tvö. Foreldrar: Alfreð Nielsen, f. 1906, d. 1982, bakarameistari og rak bakarí á horni Njálsgötu og Barónsstígs, og Steinunn Nielsen, f. 1910, d. 2005, húsmóðir. Margrét Steinunn Nielsen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú gerir eitthvað fyrir sjálfa/n þig til að lyfta þér upp andlega sem líkamlega. Vertu ekki ósýnileg/ur í lífi annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Sýndu vinum og lífsförunaut þol- inmæði og leggðu eyrun við því sem sagt er við þig. Allt hefur sinn tíma og það á líka við um mál tilfinninganna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert í rómantískum hugleiðum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þínum. Farðu varlega og þá mun þér vel farnast því þú hefur hæfileikana með þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óþroskað fólk sem tekur meira en það gefur rænir þig tíma og krafti þegar til langs tíma er litið. Mundu að á byrjunarstigi getur hvert smáatriði haft þýðingu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert hávær og stolt/ur en þarft ekki að básúna það. Vertu sanngjarn/gjörn við fólk og líttu á kosti þess. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samskipti við stofnanir eða hið opin- bera koma flatt upp á þig á einhvern hátt. Það er auðvelt að sjá alltaf flísina í auganu hjá öðrum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nýjar hliðar á vandasömu verkefni krefjast allrar þinnar athygli og atorku. Snúðu þér að nútíðinni og láttu reynslu þína verða þér og öðrum til góðs. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert á rólegu nótunum en kemur þó ýmsu í verk. Þú lendir í vandræð- um með iðnaðarmann/menn, en gefðu ekkert eftir. Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Magn og gæði fara ekki alltaf saman svo það er ekki einsýnt að þinn hlut- ur sé mestur þótt fyrirferðarmikill sé. Þér hefur tekist að bæta þig í langhlaupunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að læra að gera þér mat úr þeim tækifærum, sem þér bjóðast. Var- astu að fara ekki fram úr þér þó þú sért í fríi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Kastljósið beinist að þér um leið og þú opnar munninn. Mörgum mun þykja meira til þín koma á eftir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það verður ekki bæði sleppt og haldið svo þú þarft að gera það upp við þig hvað þú raunverulega vilt. rísku flugmálastjórninni. Fyrstu GPS-aðflugin voru hönnuð hérlendis um svipað leyti og eru nú algeng. Undirbúningur að nýrri flug- stjórnarmiðstöð á Reykjavíkur- flugvelli og endurnýjun á fjarskipta- kerfi hennar um allt land hófst 1989 og var hún byggð í framhaldinu. Með tilkomu flugstjórnarmiðstöðv- arinnar skapaðist traustur grunnur fyrir því að Íslendingar haldi áfram með veitingu flugumferðarþjónustu fyrir alþjóðlegt flug yfir Norður- Atlantshafi. Flugvellir ásamt búnaði þeirra voru endurbættir víða um landið og voru stærstu verkefnin endurgerð flugbrauta og endurnýjun aðflugs- og ljósabúnaðar á Reykja- víkurflugvelli 1999-2002 og á Akureyrarflugvelli 2008-2009. Siðastliðin þrjú ár hjá mér við um- sjón með miklum framkvæmdum á flugbrautasvæði Keflavíkurflug- vallar fólust í mörgum áskorunum. Flugbrautirnar voru afréttaðar og malbikaðar ásamt því að endurnýja öll aðflugskerfi og ljósabúnað. Þekking og reynsla íslenskra sér- fræðinga á sviði flugumferðar- og flugvallamála er þekkt á alþjóð- legum vettvangi. Var því leitað til Flugmálastjórnar um aðstoð við að endurbæta mannvirki og rekstur unum hér til fróðleiks. Á árunum fram undir 1990 var mikil gróska í innanlandsfluginu. Nákvæm blind- aðflugskerfi og ljósabúnaður voru sett upp víða um land, sem styrkti möguleika á lendingum í slæmu skyggni. Tilkoma á nýju blindaðflugi úr suðri til Akureyrarflugvallar var til dæmis bylting í flugsamgöngum þangað. GPS-tæknin hélt innreið sína í flugleiðsögu um níunda áratug 20 aldar og 1998 átti ég þátt í að á Keflavíkurflugvelli fóru fram saman- burðarprófanir í GPS-flugleiðsögu með flugvélum frá Flugmálastjórn, bresku flugmálastjórninni og banda- H aukur Lynge Hauks- son fæddist 21. júní 1949 í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi. „Eftir að við Magnea giftum okkur árið 1973 höfum við lengst af búið í húsinu sem við byggðum við Meðalbrautina í Kópa- vogi á lóð foreldra minna neðan við sögulegt hús þeirra, Bankasel, við Skjólbraut. Ég var þrjú sumur í sveit að Miðfossum í Borgarfirði, þar var hestamennska í hávegum höfð og þar kviknaði áhugi minn á því sviði.“ Haukur útskrifaðist frá Mennta- skólanum að Laugarvatni 1969. Eftir það hófst nám í fyrrihluta verkfræði í HÍ og lá leiðin þaðan í Tæknihá- skóla NTH í Þrándheimi, þar sem hann útskrifaðist með meistarapróf í rafmagnsverkfræði, Teleteknik, 1975. Hann var í námi á sviði fjar- skipta- og leiðsögubúnaðar hjá bandarísku flugmálastjórninni 1977. Haukur hóf starf sem verkfræð- ingur hjá Flugmálastjórn 1975 en hann hafði með námi unnið sum- arstarf þar í tæknivinnu. Haukur gegndi stöðu framkvæmdastjóra frá 1978, í fyrstu hjá Flugmálastjórn, sem 2007 varð Flugstoðir ohf. og 2010 varð Isavia ohf. „Fyrstu árin var framkvæmdastjórastaðan með ábyrgð á flugumferðarstjórn auk fjarskipta- og leiðsögumála í flug- umferðarþjónustu og á flugvöllum. Síðar varð ábyrgðin með rekstur og framkvæmdir á innanlands- flugvöllum auk fjarskipta- og leið- sögumála.“ Auk starfs framkvæmda- stjóra var Haukur varaflugmála- stjóri í 17 ár frá 1983. Árin 1988-89 starfaði Haukur í leyfi frá Flugmálastjórn sem tækni- legur framkvæmdastjóri hjá ratsjár- stofnun utanríkisráðuneytisins við undirbúning á rekstri fjögurra rat- sjárstöðva NATO á Íslandi. Haukur var fulltrúi Flugmálastjórnar í fjölda nefnda og á mörgum alþjóðlegum ráðstefnum og fundum um flugmál. „Það er einkenni þróunar í flug- málum að tæknin er í stöðugum framförum og breytingum. Verkefni, sem ég hef komið að sem umsjónar- aðili, hafa því verið fjölbreytt og nefni ég nokkur af stærri verkefn- flugvallarins í Pristina í Kósóvó, þannig að þessi fyrrverandi herflug- völlur uppfyllti alþjóðlegar kröfur um borgaralegan flugvöll. Hlutverk mitt var verkefnisstjórn á fram- kvæmdum vegna mannvirkja flug- vallarins ásamt þjálfun starfsliðs í slökkviþjónustu og viðhaldi búnaðar. Einnig uppsetning nauðsynlegra gæða-, eftirlits- og upplýsingakerfa og stóð verkefnið yfir 2004-2008. Auk þessa verkefnis hef ég starfað sem ráðgjafi á vegum Isavia og fyr- irrennara, m.a. fyrir borgarstjórn Færeyja við hönnun á nýjum flug- velli á Glyvursnesi og við flug- vallaverkefni í Mósambík og Bangla- dess. Einnig var ánægjulegur árangur að koma á samningi um flugprófanir aðflugskerfa á flug- völlum í Grænlandi og Færeyjum með flugvél okkar. Næsti kafli í verkefnum hjá mér er almenn leiðsögumennska eftir áhuga hverju sinni, eftir að ég lauk námi í Leiðsöguskóla MK nú í vor, en ég hef í mörg ár verið leiðsögu- maður í löngum hestaferðum.“ Haukur hefur komið að félags- málum, var m.a. formaður Körfu- knattleiksdeildar Breiðabliks 1992- 98 og hlaut silfurmerki félagsins. Hann var í stjórn Körfuknattleiks- sambandsins 1993-99 og hlaut gull- merki KKÍ. Hann var virkur í Rót- arýklúbbi Kópavogs 1984-2017 og var forseti 1993-94. Hann hlaut Paul Harris-viðurkenningu Rótarý. Nú er Haukur virkur í Lionsklúbbi Kópa- vogs og var formaður 2017-2018. Haukur var formaður sóknar- nefndar Kársnessóknar 1995-2005. „Áhugamál mín eru fjölskyldan, fé- lagsmál og útivist, s.s. hesta- mennska, veiði og skíðamennska. Ekki má gleyma áhorfi á íþrótt- irnar.“ Fjölskylda Eiginkona Hauks er Magnea Ingi- björg Kristinsdóttir, f. 3.2. 1951, rit- ari og skjalavörður. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristinn Magnússon f. 3.3. 1925 , d. 30.3. 1999, húsasmíða- meistari og Steinvör Fjóla Guðlaugs- dóttir, f. 11.8. 1928, d. 6.9. 2018, hús- freyja. Þau voru bús. í Reykjavík. Haukur Hauksson verkfræðingur – 70 ára Fjölskyldan Samankomin heima hjá Hauki og Magneu 17. júní síðastliðinn. Verkefnin hafa verið fjölbreytt Hjónin Haukur og Magnea. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 40 ára Anna Brynja er uppalin í Efra- Breiðholti og Kópa- vogi og býr í Kópavogi. Hún er leikkona frá Rose Bruford College og tók kennsluréttindi í leiklist frá Lista- háskóla Íslands. Hún er samskiptastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Alfreð og er athafnastjóri hjá Siðmennt og stýrir m.a. giftingum, nafngjöfum og fermingum. Dóttir: Ragna Björk Pledel Eymarsdóttir, f. 2007. Foreldrar: Baldur Sturla Baldursson, f. 1944, fyrrverandi slökkviliðsmaður og húsasmiður, og Siggerður Þorvaldsdóttir, f. 1947, fyrrverandi skrifstofustjóri. Þau eru bús. í Kópavogi. Anna Brynja Baldursdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.