Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 32
EVRÓPULEIKAR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Evrópuleikarnir verða settir í ann-
að sinn í Minsk í Hvíta-Rússlandi á
morgun. Ísland mun eiga sjö full-
trúa í hópi þeirra rúmlega 4.000
keppenda sem taka þátt á mótinu,
þar sem keppt er í 15 ólíkum
íþróttagreinum.
Íslendingarnir eru talsvert færri
nú en í Bakú fyrir fjórum árum,
þegar leikarnir voru fyrst haldnir,
en þar spila breytingar á leikunum
inn í. Keppnisgreinum hefur fækk-
að um helming og keppendur voru
tæplega 2.000 fleiri í Bakú en nú.
Ísland var þá með 18 keppendur.
Fulltrúar Íslands keppa í fimm
ólíkum greinum, eða fimleikum,
skotfimi, bogfimi, badminton og
júdó. Yngsti keppandi Íslands er
aðeins 14 ára en sá elsti 41 árs. Í
Bakú átti Ísland einnig fulltrúa í
badminton, júdó, karate, skylm-
ingum, sundi og taekwondo, en
ákveðið var að taka þrjár síðast-
nefndu greinarnar af dagskrá fyrir
leikana í ár.
Ásgeir Sigurgeirsson og Hákon
Þór Svavarsson, aldursforseti ís-
lenska keppendahópsins, keppa í
skotfimi rétt eins og þeir gerðu fyr-
ir fjórum árum. Ásgeir, sem keppti
einnig á Ólympíuleikunum 2012,
keppir í loftskammbyssu af 10
metra færi en Hákon í leirdúfu-
skotfimi (skeet). Ásgeir varð í 5.
sæti í keppni með fríbyssu af 50
metra færi í Bakú, en ekki er keppt
í þeirri grein núna.
Valgarð og Agnes
keppa í fimleikum
Hin 14 ára Eowyn Marie Alburo
Mamalias keppir í bogfimi, með
trissuboga, en fyrir fjórum árum
keppti Sigurjón Atli Sigurðsson í
sveigboga og féll út í 1. umferð.
Valgarð Reinhardsson mætir til
leiks í áhaldafimleikum en hann
hefur horft til möguleikans á að
komast á Ólympíuleikana í Tókýó
2020 og keppt á heimsbikarmótum í
vetur, en hann afrekaði það að ná 6.
sæti í gólfæfingum á slíku móti í
Slóveníu í byrjun mánaðarins,
fyrstur íslenskra fimleikakarla. Í
fyrra komst Valgarð í úrslit í stökki
á EM og varð í 8. sæti. Agnes Suto,
sem líkt og Valgarð er ríkjandi Ís-
landsmeistari í fjölþraut, keppir
einnig í áhaldafimleikum en þetta
eru hennar fyrstu Evrópuleikar.
Þær Dominiqua Alma Belányi,
Norma Dögg Róbertsdóttir og
Thelma Rut Hermannsdóttir voru
allar með í Bakú en ekki nú.
Kári Gunnarsson, fánaberi Ís-
lands á lokahátíðinni fyrir fjórum
árum, keppir í badminton. Hann
vann einn leik af þremur í riðla-
keppninni í Bakú og komst því ekki
áfram í 16 manna úrslitin. Sara
Högnadóttir keppti þá einnig í bad-
minton og vann sömuleiðis einn leik
af þremur.
Sveinbjörn Iura er svo sá fimmti
í íslenska hópnum sem keppir nú í
annað sinn á Evrópuleikum en
hann keppir í -81 kg flokki í júdó.
Sveinbjörn féll úr keppni í 64
manna úrslitum fyrir fjórum árum
en hann er meðal þeirra sem sett
hafa stefnuna á að komast á Ólymp-
íuleikana í Tókýó.
Evrópuleikarnir fara fram á fjög-
urra ára fresti og munu því eftir
leikana í Minsk fara næst fram árið
2023, í Kraká í Póllandi. Leikar af
sama meiði eru haldnir í öðrum
heimsálfum.
Fimm snúa aftur á Evrópuleika
Evrópuleikarnir verða settir í Minsk í Hvíta-Rússlandi í dag Ísland á sjö fulltrúa
á leikunum sem haldnir eru í annað sinn Keppt í 15 ólíkum íþróttagreinum
Morgunblaðið/Eggert
Evrópuleikar Fimleikakappinn Valgarð Reinhardsson er einn sjö Íslendinga sem taka þátt í Evrópuleikunum.
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
ÚTILJÓSADAGAR
afsláttur á völdum
útiljósum
50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18.
Laugard. kl. 10–16.
Sunnud. kl. 12–16
Inkasso-deild karla
Njarðvík – Afturelding..............................0:2
Ásgeir Arnþórsson 80., Alexander Davors-
son 90.
Haukar – Leiknir R. ...................................1:2
Sean Silva 7., rautt spjald 81. – Sævar
Magnússon 34., Gyrðir Guðbrandsson 78.
Staðan:
Fjölnir 8 5 1 2 14:9 16
Þór 7 5 0 2 15:6 15
Keflavík 7 4 1 2 13:7 13
Víkingur Ó. 7 4 1 2 9:5 13
Leiknir R. 8 4 0 4 13:14 12
Fram 7 3 2 2 12:10 11
Grótta 7 3 2 2 12:12 11
Þróttur R. 8 3 1 4 15:13 10
Afturelding 8 3 0 5 12:18 9
Njarðvík 8 2 1 5 7:12 7
Haukar 8 1 3 4 8:14 6
Magni 7 1 2 4 9:19 5
2.deild karla
Selfoss – Tindastóll.................................... 4:2
Þór Þórðarson 17., Hrvoje Tokic 37., Kenan
Turudija 60., Jökull Hermannsson 72. – Ál-
varo Cejudo 46., Benjamín Gunnlaugarson
90.
Þróttur V – ÍR .............................................0:2
Reynir Haraldsson 50., André Solórzano 90.
Kári – KFG ..................................................5:0
Hlynur Jónsson 19., Guðfinnur Leósson 31.,
Stefán Magnússon 38., Andri Júlíusson 58.
(víti)., Róbert Erlingsson 72.
Staðan:
Selfoss 8 5 1 2 19:8 16
Leiknir F. 7 4 3 0 14:7 15
Víðir 7 4 1 2 15:10 13
Völsungur 7 4 1 2 11:11 13
Vestri 7 4 0 3 10:10 12
ÍR 8 3 2 3 10:9 11
Dalvík/Reynir 7 2 4 1 10:9 10
Fjarðabyggð 7 3 0 4 10:10 9
Þróttur V. 8 2 3 3 9:12 9
KFG 8 3 0 5 11:18 9
Kári 8 2 2 4 15:16 8
Tindastóll 8 0 1 7 8:22 1
3.deild karla
Vængir Júpiters – Augnablik ....................3:0
Staðan:
KV 7 6 0 1 17:8 18
Kórdrengir 7 5 2 0 17:6 17
KF 7 5 1 1 16:6 16
Vængir Júpiters 8 5 0 3 13:9 15
Reynir S. 7 3 2 2 12:10 11
Sindri 7 3 1 3 15:13 10
Álftanes 7 2 2 3 12:13 8
Einherji 7 2 1 4 8:10 7
Höttur/Huginn 7 1 3 3 8:11 6
Augnablik 8 1 3 4 12:18 6
Skallagrímur 7 2 0 5 8:18 6
KH 7 0 1 6 11:27 1
Ameríkubikarinn
B-riðill:
Kólumbía – Katar ....................................... 1:0
Duvan Zapata 86.
Argentína – Paragvæ................................. 1:1
Linoel Messi 57. – Richard Sanchez 37.
Staðan: Kólumbía 6, Paragvæ 2, Katar 1,
Argentína 1.
KNATTSPYRNA
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni
á Akranesi, spilaði vel á fyrsta
hring í Taílandi þar sem hún
keppir á móti á Evrópumótaröð-
inni. Hún hóf leik rétt fyrir klukk-
an sex að íslenskum tíma í gær-
morgun.
Valdís Þóra fékk þrjá fugla og
þrjá skolla á hringnum og lauk
honum á 72 höggum eða á pari
vallarins. Hún kom í hús jöfn fleiri
kylfingum í 26. sæti, en Svíinn
Lina Boqvist er efst á fimm högg-
um undir pari.
Valdís segir að völlurinn sé í
ágætu standi, en rakinn sé mjög
mikill og hitastigið yfir 30 gráður.
Leikið er á Phoenix Gold Golf-
keppnissvæðinu í borginni Patta-
ya, alls fjórir keppnishringir.
Fyrir mótið í Taílandi var Val-
dís Þóra í 67. sæti á stigalista Evr-
ópumótaraðarinnar.
Ljósmynd/LET
Á pari Valdís Þóra Jónsdóttir er í eldlínunni á móti í Taílandi.
Fín byrjun hjá Valdísi
Þóru í Taílandi
Lék á pari og er í 26. sæti eftir 1. hring